Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
✝ Rakel Sig-urleifsdóttir
fæddist á Bíldudal
3. mars 1933. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 21. nóv-
ember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Viktoría
Kristjánsdóttir,
húsfreyja á Bíldudal
og í Reykjavík og
starfsmaður Hafrannsóknastofn-
unar, f. 1899, d. 1972, og Sig-
urleifur Vagnsson, versl-
unarmaður á Bíldudal og
starfsmaður Atvinnudeildar há-
skólans, f. 1897, d. 1950. Systkini
Rakelar voru Gunnar, f. 1921, d.
og Viktoría, ráðgjafi í Osló, f.
1962. Maður hennar er Sigurður
Bragason, fiskeldisfræðingur.
Börn þeirra eru Björn Ingi kenn-
ari og Hjalti tölvufræðingur.
Hinn 21. nóvember 1970 giftist
Rakel Birni Ólafi Gíslasyni, f.
1941, fyrrum starfsmanni Rík-
isútvarpsins, Félags ísl. bókaút-
gefenda og Tollstjóra. Dætur
þeirra eru Hulda kennari, f.
1972, og Ólöf innheimtustjóri, f.
1974. Eiginmaður Huldu er Ingv-
ar Sævarsson sendibílstjóri. Börn
þeirra eru Sandra Rakel, Arna
Rún og Eva Rut. Ólöf og Sverrir
Halldór Ólafsson eiga dótturina
Maríu Ósk sem er háskólanemi.
Rakel vann á nokkrum stöð-
um, lengst hjá Ríkisútvarpinu, á
auglýsingadeild og tónlist-
ardeild, og á Bæjarskrifstofum
Kópavogs.
Útför Rakelar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 29. nóv-
ember 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
1922, Erna, f. 1922,
d. 2002, Ríkharður,
f. 1924, d. 1936, og
Stella, f. 1928, d.
2003. Hjónin Þur-
íður Þórarinsdóttir
og Guðmundur
Þórðarson á Bíldu-
dal tóku Rakel í
fóstur í nokkur ár
áður en hún fór til
Reykjavíkur á eftir
foreldrum sínum
sem veiktust af berklum.
Rakel var tvígift. Fyrri maður
hennar var Tómas Einarsson, f.
1927, d. 2008. Börn þeirra:
Hrafnhildur, f. 1952, d. 2004, Sig-
urleifur, sem vann m.a. hjá Orku-
stofnun og Íslandspósti, f. 1956,
Sumar manneskjur eru eins
og tær laglína í samhljómi jarð-
lífsins. Rakel var í þeim hópi.
Hún var yngst þriggja systra,
dætra heiðurshjónanna Viktor-
íu og Sigurleifs. Eldri systurn-
ar kvöddu okkur með fárra ára
millibili, í aldursröð: fyrst
Erna, svo Stella, móðir mín, og
nú Rakel. Þrjár bjartar verur,
brosmildar systur og djúpvitrar
konur, um margt líkar, en hver
með sterk persónueinkenni og
einstaka lyndiseinkunn.
Rakel var falleg kona, hæg-
lát og hæversk. Hún var oft
kímin og dálítið íbyggin á svip-
inn, eins og hún sæi það sem
flestum öðrum er hulið. Mér
fannst hlátur hennar sérstakur
og heillandi, innilegur og lág-
vær. Þetta var eins og fallegur
bjölluhljómur sem fylgdi henni,
lágstemmd en dillandi gleði.
Það var gaman að spila vist við
Rakel og systkinin Heiðu og
Einar á sunnudögum heima hjá
Heiðu, eins og við gerðum
stundum á seinni árum. Þetta
voru jafnan snarpar syrpur og
þá var hlegið dátt, og innilegi
hláturinn hennar Rakelar
hljómaði þar við borðið.
Það var líka ógleymanleg
stund sem við áttum með Rakel
og Birni fyrir fáum árum í Par-
ís. Rakel undi sér vel í heims-
borginni og var þar á heima-
velli. Upp úr því sendi Rakel
mér skemmtilega tölvupósta,
þar sem hún rifjaði upp ýmsar
dýrasögur, meðal annars af eð-
alkettinum Pála í Kópavogi, og
svo minningarbrot frá æsku
sinni fyrir vestan. Í september
síðastliðnum kom ég í kaffi á
heimili þeirra hjóna í Kópavogi
og það var yndislegt, kaffið var
eins og það gerist best, og Rak-
el kát og hress í bragði, hlýleg
og æðrulaus þótt hún vissi að
stutt væri eftir. Reyndar hefur
æðruleysið löngum verið aðal
Rakelar.
Öllum aðstandendum Rakel-
ar sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur. Mikill er missir
Björns, lífsförunautar Rakelar.
Saman ræktuðu þau hamingj-
una og voru hvort annars gæfa.
Þakklæti er okkur efst í huga
og björt minningin lifir.
Ólöf Pétursdóttir.
Fimmtudaginn í síðustu viku
bárust mér þau tíðindi, að góð
vinkona mín, Rakel Sigurleifs-
dóttir, væri látin. Rakel hafði
glímt við erfið veikindi um hríð.
Við unnum saman í nálægt 16
ár, en þá störfuðum við bæði
hjá Kópavogsbæ, en hún lét af
störfum 30. september 2002.
Rakel var fulltrúi minn þessi ár
og var ég þriðji bæjarlögmað-
urinn, sem hún annaðist upp-
eldi á, en auðvitað rákust menn
misvel. Rakel var traustur vin-
ur, sem ósjaldan gaf mér góð
ráð þegar ég var að taka ung-
æðislegar ákvarðanir. Ég man
líka vel eftir því, þegar ég kom
eitt sinn með bindi í vinnuna,
ég gekk ekki oft með bindi á
þessum árum, þá sagði hún að
ég gæti ekki látið sjá mig með
einfaldan bindishnút og kenndi
mér að hnýta tvöfaldan og bý
ég enn að þeirri leiðsögn. Rakel
var mikil heimsmanneskja og
menn komu ekki að tómum kof-
unum hjá henni þegar rætt var
um menningu og listir. Við
Rakel áttum það sameiginlegt,
að við höfðum mikið dálæti á
Frakklandi og ræddum oft um
ferðir þangað. Hún lagði stund
á frönskunám og fór til Frakk-
lands til að æfa sig í frönsk-
unni. Sérstaklega hafði hún
áhuga á París, en þangað ferð-
aðist hún nokkrum sinnum með
Birni manni sínum og dvaldi
þar um hríð. Ég hitti Rakel á
heimili hennar fyrir nokkrum
vikum og það var enginn bil-
bugur á henni, alltaf stutt í
brosið. Við Anna Stella vottum
Birni og börnunum innilega
samúð okkar og þökkum Rakel
samfylgdina.
Þórður Clausen
Þórðarson.
Rakel
Sigurleifsdóttir
✝ SigurbjörgSveinsdóttir
fæddist í Þorsteins-
staðakoti, Lýtings-
staðahreppi 26.
mars 1919. Hún
andaðist á hjarta-
deild Landspít-
alans við Hring-
braut 18.
nóvember 2013.
Hún var dóttir
hjónanna Sveins
Friðrikssonar bónda og Ste-
fönnu Jónatansdóttur. Systkini
hennar voru Sólborg, f. 1913 og
Hálfdán, f. 1914, hálfsystkini
samfeðra voru Kristín Sigríður,
f. 1885, Jónína, f. 1886, Anna
Valgerður, f. 1887, Indíana, f.
1891, Friðrik Sigurður, f. 1893,
Emelía, f. 1894, Halldóra Petra,
f. 1897 og Páll, f. 1899. Sig-
hjálmur Hólm og Birgir Ög-
mundur. 4) Kristínu Björgu
Pálsdóttur, f. 1942, gift Guðjóni
Guðlaugssyni, börn þeirra Guð-
laugur og Jón Örn, fyrir átti
hún Björgvin Pál og Róbert, d.
2008. Sigurbjörg og Páll skildu
að skiptum.
Sigurbjörg hóf störf að Hól-
um í Hjaltadal 1949. Þar vann
hún í þjónustunni í Hólaskóla.
Flutti síðan til Reykjavíkur og
vann um tíma hjá Landspít-
alanum. Sigurbjörg vann við
saumaskap hjá Feldinum þar til
hann var lagður niður. Að end-
ingu vann hún hjá Hreini syni
sínum í Stimplagerðinni Roða.
Eftir að Sigurbjörg hætti að
vinna stofnaði hún ásamt fleiri
eldri borgurum Leikhópinn
Snúð og Snældu árið 2000. Þar
lék hún í uppfærslum í nokkur
ár en endaði störf sín með
breytingum og saumaskap á
búningum hjá Snúð og Snældu.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Neskirkju í dag, 29. nóv-
ember 2013, og hefst athöfnin
klukkan 13.
urbjörg flutti á
Sauðárkrók fimm
ára gömul.
Sigurbjörg hóf
sambúð árið 1936
með Páli Ögmunds-
syni, f. 1914, og
eignuðust þau
börnin 1) Hrein
Pálsson, f. 1937, d.
2008, var giftur
Stellu Kristjáns-
dóttur, börn þeirra
Sigurður Óttar, Páll Sveinn, Ír-
is Björg og Hreinn Ingi. 2) Elsu
Pálsdóttur, f. 1938, börn hennar
Jón Heiðar, Sigurbjörg Linda,
Kristín Sjöfn, María Rós og Jón-
björn. Sambýlismaður Elsu er
Edvard Lövdahl. 3) Magnús
Pálsson, f. 1940, giftur Ingunni
Vilhjálmsdóttur, börn þeirra
Ögmundur Birgir, d. 1969, Vil-
Við Sibba amma vorum sam-
ferða í 51 ár og um hana á ég
margar góðar minningar. Á
fyrsta hluta barnæskunnar átti
ég heima úti á landi. Ég man
mjög vel eftir því að þegar ég
kom í heimsókn til Reykjavíkur
lét amma mig stíga á blað og
teiknaði hún útlínur fóta minna
á það. Þetta klippti hún síðan
út og næst þegar voru skóútsöl-
ur á barnaskóm fór hún með
þetta til að kaupa skó. Síðan
fékk ég í jólagjöf frá ömmu
spariskó sem ég gat notað í tvö
ár. Hún átti kjallaraíbúð á
Otrateig sem var steinsnar frá
Sundlaugunum í Laugardal.
Alltaf þegar við krakkarnir fór-
um í sund var komið við hjá
ömmu á eftir og hún gaf okkur
hrísgrjónagraut og súrt slátur.
Ömmu þótti mjög gaman að
ferðast, hún gekk fjöll með FÍ.
Hún átti slides-myndavél og
tók mikið af myndum. Á Otra-
teigi var pínulítið eldhús þar
komst ekkert fyrir nema lítið
eldhúsborð. Okkur börnunum
var troðið í þetta litla rými til
að horfa á slides-myndasýningu
þar sem ísskápurinn var not-
aður sem sýningartjald. Amma
átti aldrei bíl og notaði strætó
og fór sinna ferða fótgangandi.
Þegar maður mætti ömmu á
fullri fart á Laugaveginum
þurfti maður að hnippa í hana
annars tók hún ekki eftir
manni. Ef maður gekk með
henni var maður alltaf hálf-
hlaupandi því gönguhraðinn var
svo mikill. Amma var mikil
handavinnukona og saumaði
mjög mikið. Hún kenndi mér að
gera dúkkuhúsgögn úr
eldspýtustokkum og öðrum um-
búðum af sælgæti og vindlum.
Fyrst var þetta límt saman og
síðan klætt með efni og úr urðu
flottir stólar og sófar fyrir
dúkkur. Hún klæddi líka alls
konar kassa með skeljum,
steinum og myndum sem hún
síðan gaf í gjafir. Þessi iðja var
mjög í ömmu anda sem reyndi
að endurnýta allt sem hún gat.
Síðar á ævinni lærði amma
silkimálun og postulínsmálun,
þá fengu allir dúka og blóma-
vasa frá henni. Ég man eftir
fjölskylduboðum sem amma
hélt á Baldursgötunni. Amma
hafði selt litlu kjallaraíbúðina
sína og keypt sér stærri á Bald-
ursgötunni. Þar var engin lyfta
og ganga þurfti þröngan og
leiðinlegan stiga upp á fjórðu
hæð. Þegar hún var spurð af
hverju hún hefði ekki valið eitt-
hvert húsnæði sem væri með
betra aðgengi svaraði hún að
hún þyrfti á líkamsræktinni að
halda að ganga upp alla þessa
stiga einu sinni á dag. Í veislum
setti hún okkur niður við
stækkanlegt borðstofuborð og
byrjaði að bera fram heima-
gerðar kræsingar á borðið. Ég
tók eftir því að hún settist aldr-
ei til borðs með okkur heldur
var í því að bera á borð og hafa
áhyggjur yfir því hvort allir
fengju nú örugglega nóg. Þó að
amma hafi fengið útrás fyrir
listfengi sitt í saumaskap,
handavinnu ýmiskonar og mál-
un blundaði alltaf í henni leik-
konudraumar. Þessir draumar
rættust síðan með Snúð og
snældu, leikhóp eldri borgara.
Þar tók hún þátt í uppfærslum
sem leikkona. Síðar einbeitti
hún sér að búningahönnun fyrir
félagið. Þannig að ömmu minni
var mikið til lista lagt. Amma
dó 94 ára í friðsælum svefni og
um leið og ég kveð hana vil ég
þakka fyrir þá fyrirmynd sem
hún hefur verið mér, sem sterk
og sjálfstæð kona, sem alltaf
var til staðar fyrir börn sín og
barnabörn.
Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir.
Sigurbjörg
Sveinsdóttir
HIINSTA KVEÐJA
Til minningar um móður
mína og tengdamóður.
Sigurbjörg er frá oss farin,
finnur sálin nýjan stað,
gagnvart öllum voða varin,
þar verður lífið fullkomnað.
Hún var góð og göfug kona,
geysilega reglusöm,
allt það besta vildi vona,
vissulega engum gröm.
Marga daga myrka og langa,
málaði á postulín,
fullvel kunni á fjöll að ganga,
á ferðalögum naut hún sín.
Er nú laus frá amstri og kvölum
í Guðs föður náðarsölum.
(Bj.Þ.)
Hvíl í friði,
Elsa og Edvard.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og sonar,
GESTS MÁS GUNNARSSONAR,
Höfðagötu 25.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lungna- og
taugadeildar á Landspítalanum Fossvogi.
Elín Helga Guðmundsdóttir,
Sólbjört S. Gestsdóttir, Oddur Oddsson,
Gunnar Már Gestsson, Eyrún Guðmundsdóttir,
Snæbjört S. Gestsdóttir, Halldór Kristjánsson,
Bergdís Eyland Gestsdóttir,
Gunnar Helgason, Katrín Magnúsdóttir.
✝
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
systur okkar og frænku,
VALBORGAR ÞORGRÍMDÓTTUR
frá Selnesi,
Gullsmára 7,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar Kópavogi,
fyrir hlýtt viðmót og góða hjúkrun.
Systkini hinnar látnu og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR
frá Akrakoti,
síðast til heimilis á Höfða
hjúkrunar- og dvalarheimili,
Akranesi,
andaðist mánudaginn 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 3. desember
kl. 14.00.
Kjartan Björnsson, Eufemia Berglind Guðnadóttir,
Ása María Björnsdóttir, Róbert Hólm Júlíusson,
Ólafur Rúnar Björnsson, Kristín Svafa Tómasdóttir,
Ellert Björnsson,
Björn Björnsson, Sigþóra Ársælsdóttir,
Guðrún Björnsdóttir, Róbert Jósefsson,
Ólafía Guðrún Björnsdóttir, Kristófer Pétursson,
Hjördís Holm, Ingi Holm
og ömmubörn.
✝
Útför elskulegs mágs míns og frænda okkar,
BJARNA EIRÍKSSONAR
bónda,
Miklholtshelli,
fer fram frá Hraungerðiskirkju laugardaginn
30. nóvember kl. 13.30.
Guðrún Guðmundsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur.
✝
Maðurinn minn og faðir okkar,
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
prófessor og fyrrv. forstöðumaður
Örnefnastofnunar,
lézt á hjartadeild Landspítalans miðviku-
daginn 27. nóvember.
Ragnheiður Torfadóttir,
Guðrún Þórhallsdóttir,
Torfi Þórhallsson,
Helga Þórhallsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og
dóttir,
LILJA INGA JÓNATANSDÓTTIR,
Ásabergi,
Eyrarbakka,
lést á Landspítalanum Hringbraut
þriðjudaginn 26. nóvember.
Jarðsungið verður frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn
7. desember kl. 14.00.
Guðmundur Helgi Guðnason,
Guðni Guðmundsson,
Sigurður Tómas Guðmundsson,
Emilía Hlín Guðnadóttir,
Sigrún Ingjaldsdóttir.