Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 6
Síldveiðiskip Stærri skip sem ekki komust undir brúna útveguðu minni
báta sem fylgdu síldinni eftir og „smöluðu“ henni fjær landi.
Skjalfest Ljósmyndari tekur myndir af mótorbátum sem
hjálpuðu til við að fylgja síldinni í Kolgrafafirði eftir.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Til stendur að mæla að nýju í dag
það síldarmagn sem er í Kolgrafa-
firði. Mælingar Hafrannsóknastofn-
unar frá því í gær sýndu að um 70
þúsund tonn voru í firðinum.
Þorsteinn Sigurðsson hjá Haf-
rannsóknastofnun segir að ástæða
hafi þótt til að mæla magnið að nýju
sökum þess að talið var að hvell-
hettur, sem notaðar voru í gær til
þess að fæla síldina úr firðinum, hafi
skilað árangri. Hann segir að ekki
hafi tekist að staðfesta að hluti
síldarinnar hafi þegar yfirgefið
fjörðinn sökum þess að dagsbirtan
þvarr. Af sama skapi var ekki hægt
að útiloka það ef miðað er við það
hvernig síldin hagaði sér þegar
hvellhetturnar sprungu.
Súrefnið er nægt
Hann segir að tilraunin verði svo
endurtekin aftur í dag. „Það er ekki
fært undir brúna nema á ákveðnum
tímum upp á flóð og fjöru. Svo stýrir
birtan því líka. En endanleg afstaða
um það hvernig staðið verður að
þessu verður tekin á fundi klukkan
tíu í fyrramálið [í dag] og endanleg
ákvörðunartaka er þar,“ segir Þor-
steinn. Hann telur að meginumfjöll-
unarefni þess fundar verði hvernig
tekið verði á því ef aðgerðirnar
heppnast og síldin fer úr firðinum.
Þorsteinn fylgdist einnig með súr-
efnismettuninni í firðinum en hún
var að hans sögn yfir 80% í gær. Til
samanburðar var hún um 20% þegar
til síldardauðans kom í fyrravetur.
Ástæða þykir til að mæla að nýju
Árangur af notkun hvellhetta þykir gefa ástæðu til bjartsýni Ákveða þarf hvað gera eigi ef síld-
in fer úr firðinum Súrefnismettunin í firðinum langt yfir þeim mörkum þegar síldin drapst
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starað í hafið Hlynur Pétursson hjá Hafrannsóknastofnun fylgdist með síldinni eftir að búið var að sprengja hvellhetturnar. Starfsmenn Hafrann-
sóknastofnunar fylgdust með hegðun síldarinnar og súrefnismettun í sjónum í Kolgrafafirði í gær. Til stendur að endurtaka sprengingarnar.
Thunderflash Hvellhetturnar sem notaðar voru nefnast
Thunderflash og gefa frá sér vægan titring í sjónum.
Veisla Háhyrningum í Kolgrafafirði leiddist það ekki að gæða
sér á síldinni sem fyrirfinnst í firðinum í miklu magni.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir
karlmanni, sem braut kynferðislega
gegn barnabarni sínu, úr 18 mánaða
fangelsi í tveggja ára fangelsi. Þá var
manninum gert að greiða 800 þús-
und krónur í miskabætur. Einnig
ber honum að greiða 1.049.427 krón-
ur í sakarkostnað auk 789.867 króna
í áfrýjunarkostnað.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa brotið þrívegis gegn stúlku-
barni á tímabilinu 2009-2011; tvisvar
á heimili sínu og einu sinni í tjaldi á
tjaldsvæði.
Maðurinn neitaði sök frá upphafi
en skýrði þó frá því að á umræddu
tímabili hefði hann verið ofdrykkju-
maður og gjarnan misst minnið þeg-
ar áfengi var haft við hönd.
Við ákvörðun refsingar var litið til
þess að maðurinn braut þrívegis al-
varlega gegn ungu barnabarni sínu
við aðstæður þar sem stúlkan var í
umsjá hans. Þá segir að af framburði
mannsins, svo langt sem hann nái,
verði ráðið að hann hafi reynt að
skýra frá af hreinskilni og ekki leit-
ast við að fegra hlut sinn. Að öðru
leyti eigi ákærði sér engar máls-
bætur.
Braut þrívegis al-
varlega gegn barni
Hæstiréttur þyngdi dóm um hálft ár
Að sögn Huga Ólafssonar, skrifstofustjóra hjá Umhverfisstofnun, er verið
að velta upp ólíkum kostum til þess að finna varanlega lausn sem stuðlar
að því að síld drepist ekki í Kolgrafafirði. Fram hafa komið ýmsar hug-
myndir, meðal annarra að loka fyrir fjörðinn eða að rjúfa brúna til þess að
greikka fyrir súrefnisflæði. Ekki sé þó hlaupið að slíkri ákvörðun. „Slíkt er
dýrt og þarf að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Eins tekur fram-
kvæmdin langan tíma. Því verður ekki farið í slíkar „drastískar“ aðgerðir í
vetur a.m.k.,“ segir Hugi. Bendir hann á að lokun fjarðarins, sem er einn
þeirra kosta sem talað hefur verið um, þurfi mikinn undirbúning við. Þá
hafi menn lýst yfir efasemdum um skynsemi þess að fjarlægja brúna.
Ekki í aðgerðir í vetur
UNNIÐ ER AÐ VARANLEGRI LAUSN FYRIR KOLGRAFAFJÖRÐ
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið frá Kolgrafa-
firði.