Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Námskeið
NORSKA I, II & „HEILSU-
NORSKA“- ICELANDIC
Byrjar (Start): 2/12, 13/1, 10/2, 10/3,
7/4. Morgna/kvöld (Morn/Evenings).
4 vikur x 5 d. (4 w x 5 d).
www.iceschool.is.
Fullorðinsfræðslan, Ármúla 5,
s. 588 1160.
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is, s. 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
fasteignir
✝ Egill Egilsson,forstjóri fædd-
ist í Reykjavík 24.
nóvember 1936.
Hann lést á Land-
spítalanum 25.
september síðast-
liðinn. Hann var
sonur athafna-
mannsins Egils
Vilhjálmssonar, f.
28. júní 1893 í
Hafnarfirði, d. 29.
nóvember 1967, forstjóra, og
konu hans, Helgu Sigurð-
ardóttur, f. 9. október 1898 í
Reykjavík, d. 25. júlí 1982.
Hann var yngstur þriggja
systkina, þau voru Sigurður,
f. 30. ágúst 1921, d. 26. ágúst
2000. Ingunn, f. 17. sept-
ember 1928, d. 25. janúar
2013. Egill var tvíburi en tví-
burasystir hans lést samdæg-
urs.
Egill kvæntist 12. júlí 1958
eftirlifandi konu sinni, Erlu
Hafrúnu Guðjónsdóttur, f.
12.7. 1938, bókasafns- og upp-
lýsingafræðingi og fyrrv.
flugfreyju.
Foreldrar Erlu voru Guð-
jón Guðmundsson, f.18. júní
1914, d. 6. ágúst 2000, rek-
starstjóri hjá Rarik og Helga
Jórunnar Sigurðardóttur, f.
28. febrúar 1912, d. 23. októ-
ber 1982, klæð-
skerameistari.
Sonur þeirra er
Guðjón Helgi,
viðskiptafræð-
ingur, f. 13. júlí
1959, kona hans
er Jóhanna Mar-
grét Konráðs-
dóttir sjúkra-
þjálfari, f. 19.
febrúar 1963.
Dóttir þeirra er
Erla Hafrún, f. 3. október
2004.
Eftir útskrift frá Verzl-
unarskóla Íslands 1956 fór
Egill í áframhaldandi versl-
unarnám í London í eitt ár.
Hann hóf störf í fyrirtæki
föður síns eftir heimkomu,
bifreiðaumboðinu Egill Vil-
hjálmsson hf. og var þar for-
stjóri eftir lát föður síns. Eg-
ill stofnaði heildverslunina
Dalfell sf. árið 1975 og rak
hana til æviloka.
Egill starfaði mikið að fé-
lagsmálum, gerðist ævifélagi í
Skógræktarfélagi Íslands, fé-
lagi í Garðyrkjufélagi Íslands
frá 1963 og var einn af stofn-
endum Dalíuklúbbsins og er
hann sá síðasti sem fellur frá
af stofnendum klúbbsins.
Bálför fór fram frá Dóm-
kirkjunni 4. október 2013.
Elsku pabbi, mig langar að
gera orð Hugrúnar skáldkonu að
mínum.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri
lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina
stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún.)
Takk fyrir allt.
Guðjón Helgi.
Mig langar að minnast
tengdaföður míns, Egils Egils-
sonar, sem jarðsettur verður í
dag, á dánardegi föður síns.
Egill var hæglátur og rólegur
maður, glettinn og stutt var í
stríðnispúkann. Hann hafði
ákveðnar skoðanir, fór sínar eig-
in leiðir og lét ekki álit annarra
hafa of mikil áhrif á sig. Iðinn og
vandvirkur, afkastaði ótrúlega
miklu án hamagangs. Röð og
regla var á öllu, hvert stykki átti
sinn stað. Svo vel fór hann með
að varla sást hvort hlutir væru
notaðir eða nýir.
Tengdaforeldrar mínir, Egill
og Erla, voru mjög dugleg að
ferðast og höfðu unun af. Þegar
ég kom í fjölskylduna gistu þau
alltaf í tjaldi. Síðar létu þau lang-
þráðan draum rætast, keyptu
fellihýsi og að lokum hjólhýsi,
sem þau voru í allt sumarið. Egill
var mikill laxveiðimaður og fór
aldrei í ferðalag án flugustang-
arinnar. Eitt sinn, í Fjörðum,
greip Guðjón sonur hans, silung í
sjávarmálinu með berum hönd-
um. Egill var ekki seinn á sér og
sótti veiðistöngina en því miður
var bara einn silungur grillaður
það kvöld.
Mikill áhugi var á jeppum og
ferðalögum á hálendinu. Þá var
gott að geta verið í samfloti við
okkur Guðjón sem vorum á
stórum, breyttum jeppa. Margar
góðar stundir áttum við saman,
bæði heimavið og á ferðalögum
og ófáar ferðirnar sem við nutum
samvista. Þau hringdu gjarnan,
sögðu frá frábæru veðri eða
tjaldstæði og við mættum á stað-
inn. Eitt sinn vorum við að keyra
Gæsavatnaleið. Snjóskafl var á
slóðinni sem breytti jeppinn átti
erfitt með að krækja framhjá og
stytti sér því leið, beint yfir skafl-
inn. Egill elti og sökk á kaf í snjó-
inn. Þá sagði hann lymskulega að
það væri bannað að hrekkja
gamla menn.
Egill var góð barnapía. Hann
passaði Hafrúnu, sonardóttur
sína, þrjá tíma á dag, tvisvar í
viku, frá því hún var þriggja
mánaða uns hún var fjögurra
ára. Þau áttu einstakt samband.
Það sást best á því hvernig hún
kvaddi afa sinn. Fór inn til hans
eftir andlátið, tók í höndina og
talaði til hans. Hún spilaði einnig
fyrir hann á fiðluna við kistulagn-
inguna en Egill var mjög stoltur
af fiðlunáminu og studdi hana
heilshugar.
Óteljandi minningar hafa
komið upp í hugann frá því að
Egill lést. Við söknum hans sárt
en erum þakklát fyrir allar
stundirnar, ekki síst að hafa eytt
síðustu sumarfríum með þeim
hjónum.
Egill kvaddi þennan heim
hljóðlega, friðsæll á svip eftir erf-
iða baráttu við krabbamein. Hvíl
í friði.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku Erla, Guð veri með þér
og styrki þig í sorginni.
Jóhanna M. Konráðsdóttir.
Egill Egilsson
HINSTA KVEÐJA
Afi þú varst svo góður,
mér þótti vænt um þig. Mér
fannst gott að halda í hlýju
mjúku hendurnar þínar og
þú hjálpaðir okkur þegar
okkur leið illa. Og mér þótti
mjög gaman þegar þú kitl-
aðir mig. Takk fyrir allt og
ég elska þig mjög mikið.
Þín
Hafrún.
Nú er heiðurskonan Jóhanna
í Haga fallin frá. Jóhanna var
gædd miklum mannkostum.
Hún var skelegg, hún var
góðviljug, gaf mikið af sér í
samskiptum við fólk. Jóhanna
var hörkudugleg kona. Hún var
komin yfir nírætt þegar hún
var að skera njóla í hlaðvarp-
anum og ganga frá endum í
heyrúllum, þetta var hún að
gera þegar við komum í heim-
sókn upp að Haga. Jóhanna var
mikil búkona, hafði mikið vit á
hvernig ætti að fóðra skepnur
og fara með þær. Þau hjónin
Haraldur og Jóhanna komu oft
í heimsókn upp að Ásbrekku,
oftast á morgnana og það
fyrsta sem þau gerðu var að
fara í fjósið að vita hvernig
kýrnar litu út, hvort þær væru
vel fóðraðar og hvernig um-
gengnin í fjósinu og hlöðunni
væri. Svo þegar inn var komið
þá fór hún inn í svefnherbergin
að gá hvort ég væri búin að búa
um rúmin. Hún sagði einu sinni
að heimilin ættu alltaf að líta út
eins og von væri á gestum. Það
var alla tíð myndarskapur í
Haga, allt svo snyrtilegt hjá
þeim hjónum og búsældarlegt,
en þau hjón höfðu nú líka
vinnumann, hann Knút sem var
hjá þeim í mörg herrans ár
Hann Knútur var nú betri en
enginn. Hann vann að búinu
með þeim hjónum eins og hann
ætti það. Hann var mikið hús-
Jóhanna
Jóhannsdóttir
✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir
fæddist á Hamars-
heiði 13. nóvember
1914. Hún andaðist
á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 18. nóvember
2013.
Útför Jóhönnu
fór fram frá Stóra-
Núpskirkju 23. nóv-
ember 2013.
bóndahollur og
einnig hjálpaði
hann Jóhönnu
stundum að leggja
á borð ef svo bar
undir og mikið var
að gera, þau hjónin
kunnu að meta
hans störf. Jó-
hanna var ekki
hrifin þegar fólk
var í víni. Hún var
stundum að segja
mér að þessi og hinn væri að
sulla í sig, svo bætti hún við að
það kynni ekki góðri lukku að
stýra þegar fólk væri að sullast
í víni. Jóhanna var mikil hús-
móðir og hagleikskona. Hún
smíðaði litla hrífu og orf með
ljá, svona sett gaf hún mér einu
sinni. Það var ein af þeim gjöf-
um sem ég held mikið upp á.
Hún vildi ekki heimilishjálp.
Hún bakaði og eldaði mikið af
svo fullorðinni konu að vera.
Hún vildi sjá um sig sjálf. Jó-
hanna eignaðist eina dóttur
með manni sínum og heitir hún
Jóhanna. Hún er mikil húsmóð-
ir og hagleikskona, það leikur
allt í höndunum á henni. Það
hefur hún frá sínum foreldrum.
Jóhanna yngri á yndislega fjöl-
skyldu. Það er gaman að koma
til hennar. Hún á fallegt heim-
ili.
Jóhanna og Haraldur voru
miklir höfðingjar heim að
sækja. Það var alltaf svo gaman
að fara þangað í heimsókn og
eins þegar Jóhanna var orðin
ein. Haraldur var sterkur per-
sónuleiki og Jóhanna mín svo
bein í baki, alltaf svo fín, alveg
sómakona og skarpgreind. Það
var mikið í hana Jóhönnu varið.
Elsku Jóhanna mín, hjartans
þakkir fyrir allt og allt. Elsku
Jóhanna mín yngri. Ég votta
þér og þinni fjölskyldu samúð
mína. Guð blessi kjarnakonuna
Jóhönnu Jóhannsdóttur.
Bjarney G. Björgvinsdóttir.
Elsku Helgi minn, hvernig er
hægt að trúa því að maður í
blóma lífsins sé tekinn frá
manni, maður spyr sig margra
spurninga en engin svör fást.
Það er ekki langur tími síðan við
kvöddum aðra ættingja í fjöl-
skyldunni sem fallnir eru frá,
þrír á ellefu mánuðum. Þið Sig-
urður Rúnar minn voruð jafn-
gamlir og alltaf eins og bræður,
alltaf í sambandi og saman þegar
ykkur gafst tími til og þær voru
ófáar stundirnar sem þið voruð
saman enda ekki nema hálfur
mánuður á milli ykkar, meira að
segja fæddir í sama mánuðinum
og sama ár. Þín verður sárt
saknað hjá honum og öllum hin-
um í fjölskyldunni. Það er ekki
langt síðan við töluðum saman í
síma, ekki óraði mig fyrir því þá
við myndum hvorki sjást né
Helgi Rafn Ottesen
✝ Helgi RafnOttesen fædd-
ist á Akureyri 22.
desember 1983.
Hann lést á Land-
spítalanum Hring-
braut 12. nóvember
2013.
Útför Helga
Rafns fór fram frá
Fossvogskirkju 19.
nóvember 2013.
heyrast meir.
Ekki ætla ég að
rekja lífshlaupið
þitt, elsku Helgi
minn, ég vil geyma
allar þær minning-
ar sem ég á um þig
í hjarta mínu, ég
bara trúi því og ég
veit að það var tek-
ið vel á móti þér og
að þú ert umvafinn
englum.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hafðu þökk fyrir allt elsku
vinur.
Kveðja,
Freyja frænka.
Með söknuði kveðjum við
mætan félagsmann úr röðum ís-
lenskra hómópata. Linda Kon-
ráðsdóttir stundaði nám í hó-
mópatíu við The College of
Practical Homeopathy á árunum
1998-2003 og var hún ávallt ötull
stuðningsmaður fagsins og fé-
lagsmanna. Hún sat í stjórn Org-
anon, fagfélags hómópata, árin
2003-2006, þar af í tvö ár sem
gjaldkeri félagsins.
Linda var ákveðin, hreinskipt-
in og mikil driffjöður í málefnum
sem stóðu henni nærri. Hún gekk
í að finna hómópataskólanum
húsnæði þegar þáverandi hús-
næði var orðið of þröngt vegna
vaxandi nemendafjölda við skól-
ann. Hún var einn af stofnendum
meðferðarstöðvarinnar Hómó-
Linda
Konráðsdóttir
✝ Linda Konráðs-dóttir kennari
fæddist á Túngötu
35 í Reykjavík 1.
október 1956. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 13. nóv-
ember 2013.
Linda var jarð-
sungin frá Háteigs-
kirkju 26. nóv-
ember 2013.
patar og heilsu-
lausnir, sem stað-
sett var í Ármúla,
þar sem hún starf-
aði af miklum heil-
indum ásamt fleiri
meðferðaraðilum
um árabil. Linda var
einnig leiðtogi í sín-
um leshópum, bæði í
náminu og síðar í
starfi, þar sem sam-
ferðamönnum nýtt-
ist vel kennaramenntun hennar
og hæfni.
Lindu var mjög annt um
hómópatíu sem og aðrar heild-
rænar meðferðir. Með staðfestu
og öryggi var hún hvetjandi fyrir
samnemendur sína og samstarfs-
menn. Linda var mikil hugsjóna-
kona og vildi sjá veg hómópatí-
unnar sem mestan og vann hún
að því markmiði af metnaði,
ástríðu og mikilli elju. Hún lagði
sitt af mörkum til mótunar náms-
ins og félagsins, einnig var henni
ávallt í mun að styrkja tengsl fé-
lagsmanna innan Organon.
Með virðingu og þakklæti vott-
ar Organon fjölskyldu Lindu
djúpa samúð.
Fyrir hönd stjórnar Organon,
fagfélags hómópata á Íslandi,
Guðný Ósk Diðriksdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað.
Minningargreinar