Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
DAGA
HRINGFERÐ
GARÐABÆR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
Til stendur að um 40% af bæjarlandi
Garðabæjar verði friðlýst, en unnið
hefur verið að þessum friðlýsingum
undanfarin átta ár. Meirihluti þessa
lands liggur undir hrauni.
„Það var samþykkt á fundi í bæj-
arstjórn árið 2006 að vinna að frið-
lýsingum á Búrfellshrauninu, sem
er jarðfræðilegt samheiti yfir
hraunið sem rann úr Búrfellsgjá
niður með Vífilsstaðahlíðinni fyrir
um 7.000 árum,“ segir Arinbjörn
Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garða-
bæjar.
Hann segir að áður en versl-
anahverfið við Kauptún var byggt
upp, hafi það svæði verið verndað í
aðalskipulagi með svokallaðri hverf-
isvernd. Henni hafi verið aflétt með
aðalskipulagsbreytingu. „Það urðu
talsverðar deilur út af því hér í bæn-
um,“ segir Arinbjörn. „Þetta var
svolítið erfitt mál og varð til þess að
augu margra opnuðust fyrir því að
varðveita ætti hraunið. Í framhald-
inu var þessi tillaga lögð fram árið
2006, um friðlýsingu hraunsins frá
gíg til strandar. “
25,5% nú friðað
Landsvæði Garðabæjar, neðan
Húsfells er 4.696 hektarar, eða 41
km². Nú eru 1.198,3 hektarar frið-
lýstir, en það eru 25,5% landsins.
Inni í þessum tölum eru m.a. hið
umdeilda Gálgahraun, Vífils-
staðavatn, Kasthúsatjörn og
Reykjanesfólkvangur. Þessu til við-
bótar er verið að vinna að friðlýs-
ingu tæplega 480 hektara lands, þar
á meðal eru Maríuhellar og fólk-
vangur í Garðahrauni. Að auki er
fyrirhuguð friðlýsing um 228 hekt-
ara lands, m.a. fólkvangs við Urr-
iðavatn og Urriðakotshraun.
„Þegar þessari vinnu verður lokið
verða 40,5% af bæjarlandinu frið-
lýst. Megnið af því svæði er hraun,“
segir Arinbjörn.
annalilja@mbl.is
40% af Garðabæ
verði friðlýst land
Friðlönd og fólkvangar Kortið sýnir friðlýst land og þau svæði sem fyrir-
hugað er að friðlýsa. Þegar hafa 1.198,3 hektarar lands verið friðlýstir.
Meginhlutinn er undir hrauni
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Um 300 börn sækja skóla á Vífils-
stöðum í Garðabæ á degi hverjum.
Þar rekur Hjallamiðstöðin tvo
grunnskóla, Barnaskóla Hjallastefn-
unnar sem er fyrir 5-9 ára börn og
Vífilsskóla sem er ætlaður 10-12 ára
börnum. Flest barnanna búa í
Garðabæ, en önnur koma annars
staðar af höfuðborgarsvæðinu og af
Suðurnesjunum.
Þorgerður Anna Arnardóttir er
skólastjóri Barnaskólans og hún
segir skólastarfið að mörgu leyti
talsvert frábrugðið því sem gengur
og gerist.
Færri börn, engar frímínútur
Skólar Hjallastefnunnar starfa
sjálfstætt. Þorgerður Anna segir að
skólastarfið hafi mætt mikilli velvild
bæjaryfirvalda í Garðabæ. „Hér í
Garðabæ er frjálst val foreldra, sem
geta valið skóla fyrir barnið sitt óháð
búsetu. Það er og hefur verið í gegn-
um tíðina mikill metnaður í skóla-
málum í Garðabæ og það að hafa val,
að bjóða upp á raunhæfa samkeppni,
gerir það að verkum að fagleg vitund
starfsfólks skólanna hefur aukist.
Við erum t.d. með fámenna
nemendahópa, yfirleitt eru 12-16
börn í hverjum hóp. Þá eru engar frí-
mínútur hjá okkur, en allar rann-
sóknir sýna að einelti grasserar þar.
Við tókum því einfaldlega þessa
breytu út úr dæminu og búum þann-
ig til aðrar aðstæður þar sem þessi
hegðun getur ekki þrifist.“
Ber það tilætlaðan árangur?
„Já, ég er viss um það. Barnaskóli
Hjallastefnunnar í Reykjavík starfar
á sama hátt og við og er eini skólinn í
borginni þar sem ekkert einelti
mælist,“ segir Þorgerður Anna og
vísar þar til niðurstöðu mats sem ný-
lega var unnið á vegum menntasviðs
Reykjavíkurborgar. „Við höfum
reyndar ekki farið í slíkt mat, en ég
er nokkuð viss um að við fengjum
svipaða niðurstöðu. Auðvitað lenda
börnin okkar í árekstrum, en vegna
þess hvernig við skipuleggjum
skólastarfið er miklu auðveldara að
bregðast við og árekstrarnir ná
þannig ekki að verða að eiginlegu
einelti.“
Kennarinn alltaf nálægur
Umsjónarkennarar skólans, eða
kjarnakennarar eins og þeir kallast í
Hjallastefnunni, eru með bekknum
sínum meira eða minna allan daginn,
matast með þeim, fara með þeim í
aðrar námsgreinar sem aðrir kenna
og fá hálftíma matarhlé á degi hverj-
um, líkt og fólk í flestum öðrum
Hér stýra bækurnar
ekki kennslunni
Hjallastefnan rekur tvo „sveitaskóla í borg“ á Vífilsstöðum
Morgunblaðið/Kristinn
Í kátra barna hópi Þorgerður Anna Arnardóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, með nemendum.
Urriðaholt Þar er búist
við mikilli uppbyggingu
á næstu misserum.
Búist er við mikilli
uppbyggingu í hverfi Urr-
iðaholts í Garðabæ, en
þar lágu framkvæmdir
niðri í nokkurn tíma. Þar
er nú hafin bygging 15
lítilla fjölbýlishúsa og
fyrir skömmu var auglýst
eftir hönnuðum að ný-
byggingu skóla í hverf-
inu. Búist er við því að
þar verði rúmlega 800
börn.
Í hverfinu er unnið frá
grunni að sjálfbærri þró-
un og virðingu fyrir um-
hverfinu. Nýjar leiðir
hafa verið farnar til að
ná því markmiði, t.d.
með ákvæðum í skipulagi
og meðhöndlun ofan-
vatns, en regnvatni og
snjó er beint í rásir sem
liggja meðfram götum.
annalilja@mbl.is
Ný hugsun í
nýju hverfi
Vinsælt úti-
vistarsvæði
allt árið
Vífilsstaðavatn er austan við
Vífilsstaði. Þar er fjölsótt úti-
vistarsvæði á öllum árstímum
og þá er það einnig vinsælt
veiðivatn. Vatnið og nágrenni
þess var lýst friðland árið
2007.
Vífilsstaðavatn er í flokki
svokallaðra vaktaðra vatna þar
sem fylgst er árlega með lífríki
þess. Mikið líf er við vatnið og
í því. Þar má finna bleikju, urr-
iða, ál og hornsíli og þykja þau
síðastnefndu nokkuð sérstök
þar sem þau skortir kviðgadda.
Töluvert af andfugli og mófugl-
um verpir við vatnið.
Vestan við vatnið er bíla-
stæði með upplýsingaskiltum.
Þar eru líka bekkir fyrir teygjur
eftir gönguna eða skokkið.
annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Teygt á við Vífilsstaðavatn Vinsælt er að skokka eða ganga í kringum vatnið.