Morgunblaðið - 29.11.2013, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Staða Sjálfstæðisflokksins í samein-
uðu sveitarfélagi Garðabæjar og
Álftaness er gríðarsterk, ef marka
má nýja könnun Félagsvísindastofn-
unar Háskóla Íslands fyrir Morgun-
blaðið. Flokkurinn fengi tæp 60% at-
kvæða ef kosið yrði nú og alls níu
bæjarfulltrúa en vegna sameiningar
við Álftanes verður fulltrúum fjölgað
úr sjö í ellefu að loknum komandi
sveitarstjórnarkosningum í vor.
Sjálfstæðisflokkurinn var með
hreinan meirihluta í bæði Garðabæ
og Álftanesi eftir kosningarnar 2010,
með fimm fulltrúa í Garðabæ og fjóra
á Álftanesi. Eftir sameiningu, sem
tók gildi um síðustu áramót, er sam-
anburður við fylgi flokkanna í þeim
kosningum ekki fyllilega samanburð-
arhæfur. Samanlagður fjöldi bæj-
arfulltrúa 2010 er þó hinn sami og
könnunin leiðir í ljós.
Samkvæmt könnuninni fengi Björt
framtíð 12,7% í Garðabæ og einn
bæjarfulltrúa. Samfylkingin fengi
12,3% og einn mann og Píratar
fengju 5,4% en engan mann. Næsti
maður inn í bæjarstjórn, á eftir ní-
unda manni Sjálfstæðisflokksins,
yrði 2. maður Bjartrar framtíðar.
Álftaneshreyfingin ekki nefnd
Hvorki Framsóknarflokkurinn né
Vinstri græn kæmust að í bæjar-
stjórn; Framsókn með 4,9% og VG
með 3,4%. Listi fólksins í bænum, M-
listi, fengi aðeins 1,5% en í kosning-
unum í Garðabæ árið 2010 fékk list-
inn 15,9% atkvæða og einn mann.
Enginn svarenda nefndi t.d. Álfta-
neshreyfinguna eða L-lista óháðs
framboðs á Álftanesi á nafn, en þess-
ir listar náðu hvor um sig inn einum
manni í bæjarstjórn á Álftanesi 2010.
Skoðanakönnunin fór fram dagana
6. til 25. nóvember sl. Eftirfarandi
spurning var lögð fram: „Ef sveit-
arstjórnarkosningar væru haldnar á
morgun, hvaða flokk eða lista myndir
þú kjósa?“ Úrtakið var samanlagt
504 manns í bæði Garðabæ og á
Álftanesi. Annars vegar var hringt í
250 manna tilviljunarúrtak úr þjóð-
skrá meðal fólks 18 ára og eldra.
Hins vegar var send út netkönnun til
254 manna úrtaks úr netpanel Fé-
lagsvísindastofnunar. Alls fengust
279 svör frá fólki á aldrinum 18-95
ára og svarhlutfallið var 57%. Af
þeim sem svöruðu spurningunni um
flokkana voru um 20% óákveðin í af-
stöðu sinni. Skekkjumörkin eru allt
að 6,8%, eins og fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, en um 4,5% hjá Bjartri
framtíð og Samfylkingu.
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mun
meira fylgis meðal karla í Garðabæ
en kvenna, en 66% karla sögðust ætla
að kjósa flokkinn og 49% kvenna. Að
sama skapi eru mun fleiri konur að
baki Bjartri framtíð en karlar, eða
16% kvenna og 10% karla. Enn meiri
kynjamunur var í röðum Samfylking-
arfólks, þar sem 22% kvenna ætluðu
að kjósa þann flokk en aðeins 5%
karla í Garðabæ.
Skipt eftir aldri svarenda þá nýtur
Sjálfstæðisflokkurinn mests fylgis
meðal kjósenda 60 ára og eldri, eða
67% þeirra, og 18% þess hóps myndu
kjósa Samfylkinguna en aðeins 2%
Bjarta framtíð. Í yngsta aldurs-
hópnum eru sjálfstæðismenn með
36% fylgi, Samfylkingin með 20% og
Björt framtíð með 16%.
Sem fyrr er flokkshollusta sjálf-
stæðismanna mikil en 100% þeirra
sem kusu flokkinn í þingkosningum í
vor sögðust ætla að kjósa hann í
næstu sveitarstjórnarkosningum.
Sambærileg hlutföll voru 88% hjá
Bjartri framtíð, 77% hjá Framsókn,
76% hjá Samfylkingu og 50% hjá
Pírötum.
Hraunadeilan hefur áhrif
Ólíkt öðrum sveitarfélögum á höf-
uðborgarsvæðinu, þar sem kannanir
hafa farið fram að undanförnu, þá
eru samgöngu- og skipulagsmál efst í
huga Garðbæinga og Álftnesinga.
Má leiða að því líkum að deilan um
Gálgahraun spili þar m.a. inn í.
Í könnuninni var spurt: „Hvert
finnst þér vera mikilvægasta póli-
tíska verkefnið sem sveitarfélagið
þitt stendur frammi fyrir um þessar
mundir?“ Langflestir tóku afstöðu til
spurningarinnar en aðeins tæp 10%
svarenda voru óákveðin.
Samgöngu- og skipulagsmálin
nefndu 19%, 16,1% taldi velferðar- og
félagsþjónustu vera mikilvægasta
verkefnið, 14,5% nefndu fjármálin,
14,5% skóla- og tómstundamál og
húsnæðismál voru mikilvægust að
mati 11,8% Garðbæinga.
Næst komu umhverfismálin, sem
8,9% nefndu, en í flestum öðrum
sveitarfélögum í könnunum Fé-
lagsvísindastofnunar hafa þau lent
neðst á þessum lista. Atvinnumál
voru mikilvægust hjá 5,6% svarenda
og íbúalýðræði og gagnsæi í stjórn-
sýslu hjá 4,8% bæjarbúa.
Algjörir yfirburðir í Garðabænum
Sjálfstæðisflokkurinn fengi níu bæjarfulltrúa af ellefu samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar
Björt framtíð næði inn manni en M-listi fólksins ekki Samgöngu- og skipulagsmál mikilvægust
Píra
tar
Bjö
rt f
ram
tíð
?
Ann
að
Fylgi skv. könnun 6.-25. nóv.
Sam
fylk
ing
Vin
stri
-græ
n
Fra
ms
ókn
arfl
.
Sjá
lfst
æð
isfl.
Fól
kið
í bæ
num
58,8%
9
12,7%
1
12,3%
1 5,4%
Fjöldi bæjarfulltrúa,
væri gengið til kosninga nú.
4,9% 3,4% 1,5% 1,0%
Svör alls: 279
Svarhlutfall: 57%
Nefndu einhvern flokk: 204
Veit ekki: 56
Skila auðu/ógildu: 6
Ætla ekki að kjósa: 4
Vilja ekki svara: 8
Fylgi stjórnmálaflokka í Garðabæ
samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir
Morgunblaðið 6.-25. nóvember 2013
vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
Mikilvægustu verkefnin í sveitarfélaginu
Samkvæmt könnun 6.-25. nóvember 2013
Samgöngu- og skipulagsmál
Velferðar- eða félagsþjónusta
Fjármál sveitarfélagsins
Skóla- og tómstundamál
Húsnæðismál
Umhverfismál
Atvinnumál
Íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu
Önnur mál
19,0%
16,1%
14,5%
14,5%
11,7%
8,9%
5,6%
4,8%
4,8%
Úrslit kosninga
2010 á Álftanesi
Sjálfstæðisfl. 47,2%
Framsóknarfl. 19,1%
? Óháð framboð 13,3%
Álftaneshreyfingin 11,4%
Samfylkingin 8,9%
Úrslit kosninga
2010 í Garðabæ
Sjálfstæðisfl. 63,5%
Fólkið í bænum 15,9%
Samfylkingin 15,2%
Framsóknarfl. 5,4%
Garðabær
» Sameining Garðabæjar og
Álftaness var samþykkt í at-
kvæðagreiðslu í október 2012.
Tók sameiningin gildi um síð-
ustu áramót.
» Sjö manna bæjarstjórn
Garðabæjar, undir forystu
Sjálfstæðisflokksins, starfar
áfram til vors, en að kosn-
ingum loknum verða 11 í nýrri
bæjarstjórn.
» Fram að kosningum starfar
núverandi bæjarstjórn Álfta-
ness sem hverfastjórn og með
áheyrn í nefndum.
» Bæjarstjóri í Garðabæ er
Gunnar Einarsson.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þegar við förum í meirihluta í vor,
þá tökum við aðalskipulagið til end-
urskoðunar. Heildarplaggið er gott
að mörgu leyti og margir hafa komið
að þessari vinnu á löngum tíma,
meðal annars við sjálfstæðismenn,
en það þarf að laga alvarlega galla
og þá fyrst og fremst flugvöllinn,“
segir Halldór Halldórsson, nýr odd-
viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
um aðalskipulag Reykjavíkurborgar
til ársins 2030, sem samþykkt var í
borgarstjórn sl. þriðjudag.
Athygli vakti að borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins klofnuðu í af-
stöðu sinni til aðalskipulagsins.
Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan
Magnússon og Marta Guðjónsdóttir
lögðust gegn samþykkt aðal-
skipulagsins, á meðan Áslaug María
Friðriksdóttir og Hildur Sverris-
dóttir samþykktu skipulagið.
Spurður um þennan klofning segir
Halldór:
„Auðvitað vill maður að fólk sé
sammála um þessa hluti en þetta
endurspeglar að aðalskipulagið er
unnið á svo löngum tíma, og við sjálf-
stæðismenn höfum einnig komið að
þessu. Afstaðan sýnir ákveðna
breidd hjá okkur í málefnaflórunni,
ég sé enga hættu þó að þetta hafi
farið svona. Þessi hópur er að fara
inn í kosningavetur og á eftir að
stilla saman strengi sína varðandi
stefnumálin. Þá þurfum við að vera á
sömu línu hvað þetta varðar, ég trúi
því að það takist.“
Þarf alvöru samgöngumiðstöð
Varðandi aðalskipulagið segir
Halldór að það hefðu ekki verið eðli-
leg vinnubrögð að afnema heild-
arplaggið í tengslum við aðal-
skipulagið og byrja upp á nýtt.
„Þarna liggur mikil og góð vinna
að baki en að því sögðu tiltek ég mik-
ilvæga þætti sem ég boða, með Sjálf-
stæðisflokkinn í meirihluta frá og
með næsta vori, að verði teknir til
endurskoðunar. Það er fyllilega í
samræmi við skipulagslög, sem gera
ráð fyrir því að á nýju kjörtímabili sé
tekin ákvörðun um endurskoðun eða
ekki endurskoðun,“ segir hann og
nefnir einkum þrjá þætti sem þarf
að skoða í aðalskipulaginu: Reykja-
víkurflugvöll, þéttingu byggðar og
samgöngumálin.
„Ég vil sjá að flugvöllur verði
tryggður í Reykjavík, það er út-
gangspunktur. Borgin þarf að vera
alvöru samgöngumiðstöð. Í sam-
ræmi við samkomulagið um flugvöll-
inn er farin af stað vinna sem við
munum taka tillit til. Engin borg
getur látið sér detta í hug að henda í
burtu sinni aðalsamgöngumiðstöð
Borgin hefur byggst upp vegna þess
meðal annars að hún hýsir nær alla
sameiginlega þjónustu landsmanna.
Þegar Reykjavík sinnir sinni höf-
uðborgarskyldu, meðal annars með
því að vera með greiðar samgöngur,
þá græða Reykvíkingar mest og
best á því,“ segir Halldór.
Hann segist vera mikill áhuga-
maður um þéttingu byggðar og bætt
borgarsamfélag, en þar þurfi fólk að
hafa val.
„Ég vil endurskoða ákveðna þétt-
ingarreiti og ákveðin markmið um
þéttingu byggðar. Ef fólk vill búa í
úthverfunum, og þétta byggðina
þar, þá á slíkt val að vera raunveru-
legt. Við verðum einnig að passa
okkur að markmið um þéttingu
byggðar bitni ekki á atvinnulífi eins
og kringum hafnarsvæði,“ segir
Halldór og tekur dæmi af Vest-
urbugt og Nýlendureitnum. Þar hafi
meirihlutinn í borgarstjórn farið of
geyst. Passa þurfi upp á gamla hafn-
arsvæðið og það líf sem þar hafi
skapast í bæði útgerð, hvalaskoðun
og ferðaþjónustu. „Byggðin má ekki
fara of nálægt hafnarsvæðum. Vítin
eru til að varast þau, bæði erlendis
og hér heima eins og í Hafnarfirði,
þar sem byggingarnar eru á bryggj-
unni og ekkert hafnarlíf eða starf-
semi. Það er gott að byggja nálægt
hafnarsvæði en ekki skemma með
því fyrir hafnarstarfseminni.“
Bæta þarf umferðarmálin
Halldór segir jafnframt að bjóða
þurfi upp á alvöru valkosti í sam-
göngumálum þannig að borgarbúar
hafi raunverulegt val ef þeir vilja
nýta aðra kosti en einkabílinn.
„Á löngum tíma í Reykjavík hefur
verið komið upp góðum reiðhjóla- og
göngustígum, og við eigum að halda
áfram á þeirri braut, en það þarf
ekki endilega að gerast á kostnað
bílanna. Ég styð markmið um að
hægja á umferð í íbúðahverfum, eins
og íbúar hafa kallað eftir, en það er
klaufalegt að gera það þannig að það
dragi úr umferðarflæðinu líkt og
hefur gerst, t.d. í Borgartúni og á
Hofsvallagötu. Aðrar lausnir eru til.
Það er til dæmis óþarfi að láta
strætó stoppa alla umferð í Borgar-
túni og það er hægt að bæta flæðið
um Hofsvallagötu. Svona mál þarf
að endurskoða.“
Halldór segir aðalskipulagið þurfa
að endurspegla meira umferðarör-
yggi og vísar þar til framkvæmda
við mislæg gatnamót, stokk á Miklu-
braut og fleira. Ekki sé t.d. hægt að
útiloka mislæg gatnamót ef sýnt er
fram á að þau tryggi meira umferð-
aröryggi og betra flæði.
„Það er mikilvægt að reyna að
finna aðra og hagkvæmari leið. Ég
vil láta vinna fullkomið umferðar-
módel fyrir allt höfuðborgarsvæðið
og sem dæmi vil ég sjá hvaða áhrif
það hefði að tengja Álftanes við Suð-
urgötuna í Reykjavík um Löngu-
sker. Það gæti létt á umferð um
Miklubraut og Kringlumýrarbraut.
Þetta er hugmynd sem mér finnst að
ætti að skoða,“ segir Halldór og er
jafnframt hlynntur því að ráðist
verði í gerð Sundabrautar í einka-
framkvæmd.
Gott plagg en þarf að laga gallana
Halldór Halldórsson ætlar að beita sér fyrir endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur eftir kosn-
ingar í vor Vill tryggja Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri Eftir er að stilla saman strengina
Skipulagsmál Halldór Halldórsson
vill láta endurskoða aðalskipulagið.
Morgunblaðið/Ómar