Morgunblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 2
 Aðgerðir í skuldamálum ræddar á ríkisstjórnarfundi í dag  Kynning í Hörpu og vefsíða opnuð  Gæti ýtt undir þenslu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tillögur sérfræðingahóps um að- gerðir í þágu skuldugra heimila verða teknar fyrir á ríkisstjórnar- fundi í dag. Þær verða síðan til um- ræðu á aukaþingflokksfundum ríkis- stjórnarflokkanna á morgun, laugar- dag, en að því loknu verður efnt til blaðamannafundar í Hörpu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur tímasetning blaða- mannafundarins ekki verið ákveðin en forystumenn ríkisstjórnarinnar munu þar sitja fyrir svörum. Eftir fundinn verða aðgerðirnar gerðar aðgengilegar almenningi á vefsíðu þar sem dæmi verða tekin um áhrif þeirra á stöðu lántaka. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að niðurfell- ingar verðtryggðra íbúðalána geti ýtt undir eftirspurn og þar með haft áhrif á þjóðhagsspá bankans til 2016. Rætt um 8-9% af skuldunum „Það er kafli um þessar aðgerðir í þjóðhagsspánni okkar, en við treyst- um okkur ekki til að meta áhrifin. Verðtryggðar íbúðaskuldir heimila voru um 1.500 milljarðar um síðustu áramót. Sé rétt að afskriftir nemi 130 milljörðum er það 8-9% af verð- tryggðum skuldum. Það er í öllu samhengi verulega mikið. Aðgerðirnar munu væntanlega létta skuldabyrði og þar með greiðslubyrðina. Afborganir ættu því að öllu óbreyttu að minnka og það skapar neytendum aukið svig- rúm til almennrar neyslu. Auðvitað væri best að þetta yki sparnað, en eykur líklega einkaneyslu og þenslu og þar með verðbólgu,“ segir Ari sem telur að væntanlega taki ein- hvern tíma að útfæra greiðslu sér- eignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir erfitt að leggja mat á áhrif þessara aðgerða á meðan ekki liggi endanlega fyrir hvernig fjármögnun þeirra verði háttað. Ljóst sé að þær muni létta á stöðu fjölmargra heim- ila sem sé jákvætt og kunni að styðja við gerð kjarasamninga. Hins vegar sé afar mikilvægt að sjá hvaða áhrif skuldaniðurfelling muni hafa á verðbólguhorfur og lánshæfi ríkissjóðs, en markaðsaðil- ar hafi haft nokkrar áhyggjur af því. „Leiði þessar aðgerðir til aukinnar verðbólgu verða stjórnvöld að bregð- ast við, t.d. með auknu aðhaldi í ríkis- fjármálum á móti. Sá ávinningur sem heimilin fá af þessari aðgerð er fljótur að hverfa ef verðbólgan eykst á ný,“ segir Þorsteinn. Á borð ríkisstjórnarinnar 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ný brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði verður gjörólík gömlu brúnni sem nú setur svip sinn á um- hverfið. Brúin verður hefðbundin steinsteypt bitabrú, alls um 230 metrar að lengd. Samkvæmt óstaðfestum áætlunum er ætlunin að byggja nýja brú á ár- unum 2015 og 2016. Hún verður hálf- um kílómetra sunnar á ánni en núver- andi brú og það mun stytta hring- veginn um rúman kílómetra. Leggja þarf 2,6 km af nýjum vegi að brúnni. Kostnaður er áætlaður einn millj- arður kr. Unnið er að undirbúningi fram- kvæmdar með hönnun brúar og veg- ar, samkvæmt upplýsingum Gunnars H. Guðmundssonar, svæðisstjóra Norðurumdæmis. Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið en kannar nú hvort hún telst matsskyld. Brúin yfir Jökulsá er 65 ára gömul. Hún hefur ekki nægjanlega burðar- getu og er að auki einbreið. Beygja er inn á brúna og er hámarkshraði á veginum lækkaður niður í 50 km og 30 km á brúnni sjálfri. Yfirlestaðir bílar og stór tæki þurfa að taka á sig mikinn krók til að sneiða hjá brúnni ef þau geta ekki farið yfir fljótið. Sumir fara á brúna í Öxarfirði og aðrir á brú suður við Upptypp- inga. Gamla brúin á að standa áfram sem hjóla-, göngu- og reiðleið. Enn eru 39 einbreiðar brýr á hringveginum. Flestar eru á Suð- austurlandi. Tölvuteikning/Vegagerðin Breyting Nýja brúin verður svipuð og flestar nýjar brýr sem byggðar eru hér á landi þessi árin, steinsteypt bitabrú. Hanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum  Hringvegurinn styttist  Gamla brúin stendur áfram Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sú gamla Burðargeta gömlu hengibrúarinnar yfir Jökulsá fullnægir ekki kröfum tímans. Hún var byggð á árunum 1946-47 og vígð í júlí 1948. Barnavernd Reykjavíkur þykir sýnt að annmarkar hafi verið á starfsemi ungbarnaleikskólans 101 og að ómálga börn hafi þar verið beitt harðræði. Í lokabréfi Barna- verndar til foreldra barna á leik- skólanum kemur fram að ekki sé talin ástæða til frekari afskipta, enda sé málið í rannsókn lögreglu og leikskólanum hafi verið lokað. Upplýsingar um stórlega ámæl- isvert atferli starfsmanna á leik- skólanum bárust Barnavernd Reykjavíkur í ágúst. Ákveðnir starfsmenn voru sakaðir um harð- ræði og í kjölfarið var tekin ákvörð- un um að óska lögreglurannsóknar. Ámælisverður skortur á yfirsýn Leikskólanum var lokað sama dag, upphaflega kom fram að það væri tímabundin lokun en viku síð- ar ákvað eigandi leikskólans að hætta rekstrinum alveg. Alls dvaldi 31 barn á leikskólanum, en börnin voru 9-18 mánaða gömul. Starfs- menn leikskólans voru 9 talsins. Í bréfi sem foreldrar barna á leikskólanum fengu frá Barna- vernd Reykjavíkur nú í vikunni seg- ir að þegar horft sé til framkom- inna upplýsinga í málinu þyki sýnt að harðræði hafi verið beitt. Könnun málsins er lokið af hálfu starfsmanna Barnaverndar og er málið til meðferðar hjá lögfræði- sviði lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Rannsóknin er á lokastigi. Ómálga börn voru beitt harðræði  Barnavernd Reykjavíkur telur að brot hafi verið framin í leikskóla Morgunblaðið/Rósa Braga Leikskólinn 101 Rannsókn lög- reglu á starfseminni er að ljúka. Hæstiréttur hef- ur staðfest niður- stöðu Héraðs- dóms Reykja- víkur um að ekki verði leitað ráð- gefandi álits EFTA-dómstóls- ins um það hvort Hraunavinir og þrenn önnur náttúruverndarsamtök eigi lögvar- inna hagsmuna að gæta vegna lagningar nýs Álftanesvegar. Náttúruverndarsamtökin kveða nýja vegstæðið fara m.a. um Gálga- hraun, sem mun hafa verið á nátt- úruminjaskrá allt til þess að það var friðlýst 6. október 2009. Vísuðu þau einnig til Árósasamningsins. Í dómi Hæstaréttar er vikið að Árósasamningnum. Segir þar að skuldbindingar Íslands á grundvelli samningsins séu skýrar og ótvíræð- ar og því sé ekki uppi sá vafi í mál- inu að nauðsynlegt sé að leita ráð- gefandi álits EFTA-dómstólsins. Ekki verður leitað til EFTA-dómstólsins vegna Gálgahrauns Úr Gálgahrauni kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi Sú hugmynd að bjóða skatta- afslátt við greiðslu sparnaðar inn á húsnæðislán er ekki ný af nálinni. Má t.d. geta þess að ár- ið 1994 fluttu Guðlaugur Þór Þórðarson, þá formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og nú þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, og Magnús Árni Skúlason hagfræðingur ekki ósvipaða tillögu sem fól í sér afslátt af tekjuskatti sem lagður skyldi inn á húsnæðis- reikning vegna íbúðakaupa. Jóhanna Sigurðardóttir, þá félagsmálaráðherra, var andvíg tillögunni, segir Guðlaugur Þór. Í ætt við gamla tillögu SPARNAÐARLEIÐ OG SUS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.