Morgunblaðið - 02.12.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 02.12.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 Til megrunar hefur verið beitt þeirri aðferð að víra saman tenn- ur, þannig að þú getir einungis neytt fljótandi fæðu í litlu magni í einu. Sumir ráða sér massaðan karlmann, sem rífur af þér ham- borgarann, skellir ísskápshurðinni á nef þér og meinar þér aðgang að kexhillunni. Hvað gerist þegar „Trölli fer í frí!?“ Með stífu aðhaldi er ýmislegt hægt, en er oft skammvinnt og herðir þann hnút sem ætlað var að leysa. Átakið setur líkamann í vörn og „of lítið“ verður „of mikið“ þyngdaraukning í kjölfar þyngd- artaps. Hversu oft þarf hörkuað- ferðin að mistakast til þess að ég dragi þá ályktun að hún virki ekki? Hann hefur verið lífseigur, en virðist þó á undanhaldi, frasinn „ef það er ekki vont þá virkar það ekki“ (no pain, no gain). Fólk er alls konar og með ólíkar þarfir. Mátaðu við þig og finndu hvað þér hentar – sumum hentar harkan, en flestum oftast hitt! Fræðin styðja yfirburði umbun- ar og jákvæðni, fremur en refs- ingar og hörku, til að ná fram breytingum á hugarfari og hegðun. Vænlegra til árangurs er að leggja áherslu á hvað við getum öðlast eða aukið, frekar en það sem er bannað og við viljum ekki. Á svo fjölmörgum sviðum mannlífsins er- um við á þessari heillavænlegu leið! Af hverju hafa viðhorf til sam- kynhneigðra orðið svona miklu já- kvæðari undanfarin ár? Hvað heit- ir árlega gangan þeirra? Er þetta ekki „meðmælaganga“ fremur en „mótmælaganga“? Mér segir gangan: Hér erum við, fjölbreyti- leg, hinsegin, hýr og allskonar. Við tökum okkur eins og við erum og bjóðum þér að gleðjast með okkur! Hvernig virkar á þig reitt fólk með kröfuspjöldin: „niður með for- dóma!“, „við eigum víst rétt! – jafnvel þó við værum sammála?“ John Lennon söng um frið á jörð með orðunum: „Give peace a chance!“ og hafði, tel ég, ólíkt meiri áhrif en ef hann hefði sagt „Stop the f…...g war!“ Getum við friðmælst við sjálf okkur, verið með okkur frekar en á móti? Eigum við í stríði við of- fituvanda eða baráttu við offitu- púka? Reynum við að skamma okkur af hörku út úr vanda, frem- Megrunarofbeldi: Stríð og friður Heilsupistill Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur, Heilsustöðinni ar ég stækkaði vissi ég af mótum er- lendis og stefndi þangað. Fyrir nokkrum árum vildi ég verða Norð- urlandameistari og ég náði því á þessu ári,“ sagði hin 14 ára gamla Ástrós í samtali við blaðamann. Það er ekki nokkur vafi að speki fjöl- skyldunnar um árangur virkar. Þegar Ástrós var spurð hvað væri svona heillandi við taekwondo, stóð ekki á svari. „Félagsandinn er mjög góður og mér finnst gaman að mæta á æfingar. Liðsheildin er líka góð.“ Ástrós sagðist upphaflega hafa byrjað að æfa vegna þess að stóri bróðir hennar æfði íþróttina og vin- kona hennar hefði farið með henni á æfingu. Hún hefði hins vegar hætt en „Langaði að öll fjöl- skyldan æfði saman“ Flestir foreldrar, sem eiga börn í íþróttum, vita hversu mikilvægt það er að styðja börnin og hvetja. Fæstir hafa þó endað á því að fara inn á völlinn með börn- unum. Það þekkir Kolbrún Guðjónsdóttir hins vegar og í rétt tæp sjö ár hefur hún getað stutt við þjálfun barna sinna í Taekwondo-deild Keflavíkur. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Afreksfólk Verðlaunasafn fjölskyldunnar er orðið býsna stórt og hér standa Ástrós Brynjarsdóttir, Kolbrún Guðjónsdóttir og Eyþór Ingi Brynj- arsson við aðeins lítinn hluta. bardaga í byrjun sumars og fékk auk þess silfurverðlaun í formum á sama móti. Hún segir það hafa verið há- punktinn í keppnum fram að þessu. Hins vegar hafi það komið sér skemmtilega á óvart um síðustu ára- mót að vera útnefnd taekwondo-kona Íslands árið 2012. Þá hafi hún verið búin að fá 12 gullpeninga en nú séu þeir orðnir 16. Herbergi Ástrósar var orðið yfirfullt af verðlaunapeningum og bikurum svo hún varð að koma stærsta hlutanum fyrir annars staðar í húsinu. Nú er hún farin að leiða hug- ann að heimsmeistaramóti í ágúst 2012. „Þegar ég var lítil vildi ég alltaf komast á stærri og stærri mót. Þá var Íslandsmótið toppurinn. Svo þeg- Malín Brand malin@mbl.is K olbrún segir að kröf- urnar í íþróttinni vera þess eðlis að það sé gott ef foreldrar setji sig inn í æfingar svo betur gangi að þjálfa sig fyrir keppn- ir, hvort sem er í bardaga eða tækni (poomsae), og beltispróf. Það hafi sýnt sig. „Elsti sonur minn Jón Steinar byrjaði fyrstur að æfa taekwondo haustið 2004 og ég var mjög dugleg að fara með honum á æfingar og horfa á. Ég reyndi að setja mig inn í formin svo ég gæti hjálpað honum heima, t.d. fyrir beltapróf. Svo byrj- aði Ástrós að æfa og þá var ég búin að læra tölvuvert meira. Ég hugsaði með mér, af hverju fer ég ekki bara sjálf að æfa? Ég sá líka að það voru nokkrir foreldrar að æfa og ég hugs- aði með mér, ég get þetta líka!“ sagði Kolbrún í samtali við blaðamann. Hún sagði þennan vilja vera útgangs- punktinn í öllum þeirra æfingum og keppnum, að hún hefði alið börnin upp í því að trúa því að þau gætu það sem þau langaði til og að þegar þau legðu sig fram og gerðu sitt besta, þá væri það getan sem skipti máli, en börnin ættu ekki að kenna dóm- aranum um árangur sem þau væru ekki ánægð með. Slakur árangur er reyndar ekki veruleiki fjölskyldunnar og Taekwondo-deild Keflavíkur er sú sterkasta á landinu. Á nýliðnu opnu móti í Skotlandi voru 13 landsliðs- menn af 17 úr Keflavík. Þar vann Kolbrún ein gullverðlaun og Ástrós þrenn. Vildi komast á stærri mót Ástrós varð Norðurlandameist- ari í taekwondo í flokki 12-14 ára í Það fer ekki framhjá manni að kveikt er á fleiri kertum í desember en nokkrum öðrum mánuði. Fjóla Guð- jónsdóttir forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá hefur tekið saman nokkur ráð sem gott er að hafa í huga varð- andi kertanotkun:  Skiljið aldrei eftir logandi kerti þegar herbergi er yfirgefið.  Undirlag kerta (kertastjaki) þarf að vera stöðugt og óbrennanlegt.  Staðsetning kerta skiptir máli. Fatnaður eða sítt hár getur auðveld- lega rekist í kertaloga, þetta á bæði við um inni- og útikerti.  Aukahlutir sem settir eru utan á kerti geta aukið brunahættu.  Aldrei má treysta á virkni eldtefj- andi efna fyrir kerti s.s. föndurlíms eða spreys sem er eldtefjandi.  Auðbrennanlegt efni s.s. borðar eða greni má ekki vera of nærri kertaloga.  Styttið langan kertakveik (15-20 mm) og treystið aldrei á sjálfslökk- vandi kerti eða eldtefjandi efni.  Hafið ekki mishá kerti of nærri hvort öðru. Kertaloginn getur brætt hærra kertið.  Veldu kerti þar sem kveikurinn nær ekki alveg niður.  Ekki er öruggt að staðsetja útikerti á trépall, trégirðingu eða annað efni sem brennur auðveldlega.  Staðsetjið útikerti ekki of nærri inngangi eða í tröppum þar sem t.d. viðskiptavinir eða gestir geta rekið sig í þau. Logi útikerta getur auðveld- lega náð til flaksandi yfirhafna og gangandi barna.  Mörg útikerti eru þannig að vax þeirra verður allt fljótandi og formið verður heitt.  Snertið ekki form útikerta með berum höndum og alls ekki þegar kveikt er á þeim.  Ef snjór eða vatn slettist á bráðið vax útikerta getur orðið sprenging og heitt vaxið farið á þann sem stendur nærri.  Ekki hella vatni á útikerti ef ætl- unin er að slökkva á því – betra er að kæfa eldinn. Að lágmarka hættuna á kertabruna Nokkur atriði tengd kertum og jólahaldi Morgunblaðið/Valdís Thor Kerti Margt getur dregið úr líkum á bruna út frá kertum og jólaskreytingum Hvað viltu vita um bardaga- listir? Það þarf að vera mjög afmarkaað efni til að ekki sé hægt að lesa um það á www.martialinfo.com því þar er stiklað á stóru um næstum allt sem tengist bardaga- listunum. Myndbönd, fróðleiksmolar, tæknileg mál, tungutakið og aukahlutirnir – allt er þetta inni á síðunni. Síðan er einnig opin fyrir nýjungum og er hægt að senda þangað upplýsingar og mynd- bönd ef áhugi er fyrir hendi. Gaman er að sjá að íslenska glíman á sér sinn stað á síð- unni. Vefsíðan www.martialinfo.com/ Morgunblaðið/Golli Bardagalistir Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. JÓLAGARDÍNUR Í MIKLU ÚRVALI Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið virkadaga 10-18 – Laugardaga 11-18 ÚRVAL - G ÆÐI - ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.