Morgunblaðið - 02.12.2013, Page 12

Morgunblaðið - 02.12.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað• Vinnsluhæð 240 mm• Vinnslubreidd 250 mm• Færanlegt vinnsluborð 470x600 mm• Hakkavél• Mótor 550 wött• Hæð 1470 mm• Þyngd 58 kg.• Tilboðsverð kr. 79.000.- Þessi frábæra kjötsög með hakkavél frá Dinamix er komin aftur BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu á laugardaginn aðgerðir í þágu skuldugra heimila. Eiga þær að skila heimilunum samtals 150 millj- örðum króna í lækkun íbúðalána. Aðgerðirnar eru tvíþættar og áætl- ar sérfræðingahópur ríkisstjórnar- innar að þær nái til 80% heimila, eða um 100.000 heimila af alls um 120.000 heimilum á landinu. Leiðréttingatímabilið er frá desem- ber 2007 til ágúst 2010. Annars vegar verða verðtryggð íbúðalán færð niður um að hámarki 4 milljónir króna. Niðurfærslan miðast við verðbætur umfram 4,8% verð- bólgu á tímabilinu. Samsvarar það um 13% leiðréttingu á vísitölu neyslu- verðs til verðtryggingar. Fram kemur í kynningarefni for- sætisráðuneytisins að um 90% heim- ila sem rétt eiga til leiðréttingar verða ekki fyrir skerðingu vegna hámarks- ins, lán þeirra hafi staðið í allt að 30 milljónum kr. í lok árs 2010. Alls verða færðir niður um 80 millj- arðar af verðtryggðum íbúðalánum á þennan hátt og verður fjármögnunin sótt í skattahækkanir á banka og fjár- málastofnanir í slitameðferð, svo- nefndar skilanefndir. Sparnaður fari inn á höfuðstól Hins vegar verður lántökum gert kleift að nýta greiðslur sem ella rynnu inn í séreignarsjóði til þess að greiða inn á húsnæðislán sín. Nær aðgerðin bæði til verðtryggðra og óverð- tryggðra lána. Mun ríkissjóður gefa eftir tekjuskatt af allt að 4% iðgjaldi launþega og allt að 2% mótframlagi vinnuveitenda í séreignarlífeyris- sparnað gegn því að þeim fjármunum sé varið til greiðslna á höfuðstól. Skattleysi miðast við allt að 500.000 kr. og gildir í þrjú ár. Á þessi leið að skila 70 milljarða lækkun á höfuðstól en aðgerðin nær til íbúðalána sem tekin voru fyrir 1. des. 2013. Til samanburðar standa verð- tryggð íbúðalán nú í 1.230 milljörðum, borið saman við 128 milljarða óverð- tryggð íbúðalán, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabankanum. Eru hér meðtalin ný lán sem ekki falla undir tímabilið sem afskriftahluti aðgerð- anna nær til. Á með leiðréttingunni að bæta upp svonefndan forsendubrest, ófyrirséð áhrif hrunsins á verðtryggð lán og kaupmátt. 20 milljarðar dragast frá Niðurfærslur íbúðalána í 110%- leiðinni koma til frádráttar beinni nið- urfærslu verðtryggðra lána, sem og greiðslur vaxtabóta síðustu ár. Dr. Sigurður Hannesson, formaður sérfræðingahóps um höfuðstólslækk- un verðtryggðra lána, segir að innan við 20 milljarðar króna dragist frá vegna 110%-leiðarinnar af þeim 47 milljörðum sem þar voru afskrifaðir. Út af standa 27 milljarðar í afskriftir umfram 4 milljónir króna, umfram viðmiðun aðgerðanna. Tekið er tillit til 20 milljarða frádráttar vegna þessa þegar áætlað er að 80 milljarðar verði afskrifaðir af lánum. Þá er búið að taka tillit til 12 milljarða í sérstakar vaxtabætur en almennar vaxtabætur koma ekki til frádráttar. Spurður hverjir eigi rétt á að nýta sér greiðslur séreignarsparnaðar inn á höfuðstól segir Sigurður að allir lán- takar sem tóku íbúðalán fyrir 1. des- ember 2013 hafi þennan rétt, óháð því hvort lánið sé verðtryggt eða óverð- tryggt. Þessi réttur sé líka óháður skuldastöðu lántaka. Inntur eftir því hvernig talan 70 milljarðar var fengin út sem hámark niðurgreiðslna höfuðstóls íbúðalána í gegnum séreignarsparnað segir Sig- urður að þar sé gengið út frá tilteknu þátttökuhlutfalli lántaka. Upphæðin getur því eftir atvikum verið hærri eða lægri, allt eftir þátttöku lántaka. Sigurður segir nefndina ekki hafa reiknað út áhrif aukinnar skattlagn- ingar á banka og skilanefndir á þá skattstofna. Fram kom í máli Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar for- sætisráðherra á kynningu í Hörpu að hann hefði ekki áhyggjur af því að skattlagningin yrði dæmd ólögleg. Lánin lækki um 150 milljarða Áhrif aðgerðanna á lán heimila* Þrjú dæmi valin af sérfræðingi** *Niðurfærslur verðtryggðra lána eru að hámarki 4 milljónir kr. Skattleysi séreignarsparnaðar er að hámarki 500.000 krónur í þrjú ár. **Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, tók dæmin saman. ***Án verðbóta. Fjölsk. A Fjölsk. B Fjölsk. C Verðtr. fasteignaveðlán í þús. kr. 31/12/13 15.000 23.000 35.000 Tekjur/mánuði í þús. kr. 400 500 1.000 Leiðrétting 1.950 3.000 4.000 Skattlaus úttekt séreignarsparnaðar á ári 288 360 500 Áætlaðar eftirstöðvar í þús. kr. 1/1/2018*** 11.249 17.503 27.273 Greiðslubyrði í þús. kr./mánuði*** Fyrir aðgerðirnar um mitt næsta ár 76,5 117,3 178,5 1. 1. 2016 64,7 99,7 154,6 1. 1. 2017 63,1 97,8 152,0 1. 1. 2018 61,6 95,8 149,3  Verðtryggð íbúðalán verða færð niður um 80 milljarða til að vega upp verðbólguskotið 2007-2010  Greiðslur úr séreignarsjóðum eiga að skila 70 milljörðum en upphæðin ræðst af þátttöku lántaka Forystumenn stjórnarand- stöðuflokkanna vilja fá rýmri tíma áður en þeir gefa endanlegt álit sitt á aðgerðunum. Katrín Jak- obsdóttir, formað- ur VG, hefur áhyggjur af því að tekjuháir fái mest. „Við eigum auð- vitað eftir að fara miklu nánar yfir aðgerðirnar. Væntanlega koma fram tillögur í frumvarpsformi. Það vakna ýmsar spurningar sem lúta annars vegar að fjármögnuninni, þ.e. hversu viss við getum verið um fjár- mögnunina, og hins vegar hvort rík- ið muni þurfa að taka áhættu við inn- heimtu þessa þrotabúaskatts, sem við í VG höfum sagst vera jákvæð fyrir. Hvað varðar hinn hlutann þá eigum við eftir að greina fyrirhug- aða notkun á séreignarsparnaði og hverjum hún muni nýtast. Það hvarflar að manni að þetta nýtist fyrst og fremst tekjuháum.“ Hvorki náðist í Árna Pál Árnason, formann Samfylkingar, né Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar, í gær. Árni Páll tjáði sig hins vegar um aðgerðirnar á Facebook-síðu sinni. 300 milljarðar urðu að 80 „Lofað var leiðréttingu verð- tryggðra lána upp á 300 milljarða. Raunin er 80 milljarðar. Lofað var að leiðréttingin yrði á kostnað er- lendra kröfuhafa og ríkinu að kostn- aðarlausu. Nú er hún öll á kostnað ríkisins, sem situr uppi með höfuð- verkinn af því að afla tekna til að standa undir öllu saman.“ Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar fram- tíðar, segir mikilvægt að hafa hug- fast að hér séu á ferð fjármunir sem fari í gegnum ríkissjóð. „Það er því pólitísk ákvörðun að ráðstafa þess- um fjármunum með þessum hætti.“ Taka aðgerðunum með fyrirvara  Ólík sýn stjórnarandstöðunnar Heiða Kristín Helgadóttir Árni Páll Árnason Katrín Jakobsdóttir Hér fyrir ofan eru tekin dæmi af áhrifum boðaðra aðgerða á stöðu þriggja íbúðalána. Lánin voru tekin 2004 og eru til 40 ára. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, tók dæmin saman fyrir Morgun- blaðið, en hann vann sviðsmyndir um efnahagsleg áhrif aðgerðanna fyrir sérfræðingahóp stjórnvalda. Lántakar geta fengið að hámarki 4 milljónir afskrifaðar af verð- tryggðum lánum, auk þess að fá að hámarki að taka út skattlaust 500.000 af séreignarsparnaði á ári til niðurgreiðslu höfuðstóls íbúða- láns. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins á skattleysið að gilda frá miðju næsta ári fram á mitt ár 2017. Samtals gera báðar leiðirnar um kosti verður lagður inn, er ljóst að framtíðartekjur í útsvari og tekjuskatti falla niður. Þetta virkar sýnist okkur alveg eins og það gerir í dag, við úttekt er ekki skattur. Hins vegar er skattur á þessum sparnaði við útgreiðslu úr lífeyris- sjóði,“ segir Halldór sem tekur fram að aðgerðirnar geti haft já- kvæð áhrif í för með sér fyrir sveitarfélögin. Það vegi á móti framtíðaráhrifum á útsvarið. Verðtryggð lán til sjóðfélaga líf- eyrissjóðanna eru um 176 millj- arðar. Spurður út í aðgerðirnar seg- ir Gunnar Baldvinsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyris- sjóða, að þær hafi jákvæð áhrif á veðstöðu lánanna en engin áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðanna. 5,5 milljónir kr. en eins og dæmin hér fyrir ofan sýna á hámarkið ekki við alla lán- taka. Má þar nefna að séreign- arsparnaður launþega er mis- mikill. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir aðgerð- irnar ekki hafa áhrif á útsvarstekjur sveitarfélaga á framkvæmdatíma svonefndrar leiðréttingar. „Miðað við að þetta gangi þannig fyrir sig að heimilt verði að greiða mánaðarlega inn á lán þann sér- eignarlífeyrissparnað sem að öðr- Lækki lánin um að hámarki 5,5 milljónir SÉREIGNARLEIÐIN GILDIR FRAM Á MITT ÁR 2017 Yngvi Harðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.