Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 Dagur Hjartarson er helstþekktur fyrir ljóð sín, ensendir nú frá sér sittfyrsta smásagnasafn. Sögurnar segja frá fólki við óvenju- legar og á stundum ógvekjandi að- stæður, undir sléttu yfirborði kraumar spenna. Sögurpersón- urnar eru oftar en ekki fastar í þráhyggju eða ranghugmyndum, fórnarlömb ofbeldis eða einsemdar, fíknar eða fýsna. Stíllinn er blátt áfram, stílbrögð hefðbundin; það er ekkert við stíl eða málfar sem stuðar lesand- ann, eða kemur honum úr jafn- vægi, inntak sög- unnar fær að njóta sín, þó það liggi ekki alltaf í augum uppi. Stundum þarf að leggja frá sér bókina og velta hlutunum aðeins fyrir sér og sumar sögur verða betri ef maður les þær aftur eftir smáhlé. Í bestu sögunum tekst Degi vel upp, nefni sem dæmi „Það fer eng- inn aftur til Svartfjallalands“, sem tekur óvænta stefnu á síðustu metrunum, og „Vængjaslátt“. Í öðr- um sögum tekst honum ekki að gæða persónurnar lífi, enda er hon- um ekki lagið að skrifa samstöl, skýrslustíllinn verður stirður og persónurnar lífvana. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vangaveltur „Stundum þarf að leggja frá sér bókina og velta hlutunum að- eins fyrir sér,“ segir m.a. í gagnrýni um bók Dags Hjartarsonar. Óvenjulegar og ógn- vekjandi aðstæður Smásögur Eldhafið yfir okkur bbmnn Eftir Dag Hjartarson. Bjartur gefur út. 128 bls. kilja. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR EGILSHÖLLÁLFABAKKA DELIVERYMAN KL.5:20-8-10:40 DELIVERYMANVIP KL.5:20-8-10:40 THEFIFTHESTATE KL.8-10:40 THOR-DARKWORLD3DKL.5:30-8-10:30 BADGRANDPA KL.5:50 PRISONERSSÍÐUSTUSÝNINGAR 2S KL.6-9 KRINGLUNNI DELIVERYMAN KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE FIFTH ESTATE KL. 5:20 - 10:10 ESCAPE PLAN KL. 10:30 THOR - DARKWORLD 2D KL. 5:30 - 8 BAD GRANDPA KL. 8 DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8 - 10:20 STAND UP GUYS KL. 10:10 ENDER’S GAME KL. 5:30 ESCAPE PLAN KL. 5:30 - 8 - 10:30 THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30 GRAVITY 3D KL. 8 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK DELIVERYMAN KL.8-10:20 HUNGERGAMES:CATCHINGFIRE KL.10:10 STANDUPGUYS KL.8 AKUREYRI DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8 THE FIFTH ESTATE KL. 8 ENDER’S GAME KL. 5:30 ESCAPE PLAN KL. 10:40 THOR - DARKWORLD 3D KL. 10:20 EMPIRE  TOTAL FILM  VAR BARA BYRJUNIN VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG CHRIS HEMSWORTH TOM HIDDLESTON NATALIEPORTMAN JOBLO.COM  BYGGÐ Á EINNI VIRTUSTU OG VINSÆLUSTU VÍSINDASKÁLDSÖGU ALLRA TÍMA “ELDFIM OG ÖGRANDI” “FYRSTA FLOKKS ÞRILLER” ROLLING STONE GQ “VERÐUR VART BETRI” “SPENNANDI OG Á JAÐRINUM” DEADLINE HOLLYWOOD ENTERTAINMENT WEEKLY VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS? MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á EMPIRE  “NON-STOPACTION” M.S. WVAI RADIO „SMARTANDFUN“ J.B – WDR RADIO FRÁBÆR GAMANMYND VARIETY  ERTU BÚINN AÐ SJÁ EINA AF BESTU MYNDUM ÁRSINS? FAÐIR 533 BARNA. BARA VESEN! 16 12 12 FRÁ STEPHEN FEARS LEIKSTJÓRA THE QUEEN ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA S.B. Fréttablaðið ★★★★★ T.V. Bíóvefurinn/Vikan S.B. Fréttablaðið -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HUNGER GAMES 2 Sýnd kl. 6 - 7 - 9 - 10 CARRIE Sýnd kl. 10:10 PHILOMENA Sýnd kl. 5:50 - 8 Fimmtán bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013. Tilnefnt er í flokki barna- og unglingabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í fyrsta sinn sem tilnefnt er í flokki barna- og unglingabóka en þetta er jafnframt í 25. sinn sem til- nefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Verðlaunaupphæðin fyrir þær þrjár bækur sem að lokum hljóta Ís- lensku bókmenntaverðlaunin er ein milljón króna hver. Eftirfarandi bækur eru til- nefndar í flokki barna- og ung- lingabóka: Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason; Brosbókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen; Freyju saga – Múrinn eftir Sif Sigmarsdóttur; Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn; Vísindabók Villa eftir Vilhelm Ant- on Jónsson. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta: 1983 eftir Eirík Guðmundsson; Sæmd eftir Guðmund Andra Thors- son; Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson; Mánasteinn – Drengurinn sem aldr- ei var til eftir Sjón; Dísusaga – Konan með gulu töskuna eftir Vigdísi Grímsdóttur. Eftirfarandi eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Leiftur á horfinni öld – Hvað er merkilegt við íslenskar fornbók- menntir? eftir Gísla Sigurðsson; Íslenska teiknibókin eftir Guð- björgu Kristjánsdóttur; Vatnið í náttúru Íslands eftir Guð- mund Pál Ólafsson; Fjallabókin eftir Jón Gauta Jóns- son; Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók eftir Sölva Björn Sigurðs- son. Formenn þriggja dómnefnda, sem tilnefndu bækurnar, munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af for- seta Íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, á Bessastöðum. Samhliða tilnefningum til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna mun dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka kynna þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Ís- lensku þýðingarverðlaunanna. For- seti Íslands veitir þau á degi bók- arinnar 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini. Fimmtán bækur tilnefndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.