Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta Veitingastaðir
Heitt og kalt
jólahlaðborð
Ódýrt og girnilegt!
Fyrir jólagleðina heima
eða á vinnustaðnum
Nánar á sjavarbarinn.is
s. 517 3131
• Síldarréttir
• Sjávarréttafantasía
• Purusteik
• Hangikjöt
• Kjúklingur
• Heit sósa, brúnaðar kartöflur og
kartöflujafningur
• Fjölbreytt grænmeti og ferskt
salat
• Kaldar sósur og úrval af brauði
Kr. 1.990 á mann
SumarhúsHúsviðhald
Hreinsa þakrennur
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Glerjun og gluggaviðgerðir
Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum
smíðaverkefnum.
Kortaaðgangskerfi fyrir húsfélög/
sameignir - engir lyklar.
Glugga- og hurðaþjónustan,
s. 895 5511, smidi.is
Hljóðfæri
Þjóðlagagítarpakki:
kr. 23.900. Gítar, poki, ól, auka-
strengir, stilliflauta og kennslu-
forrit.
Gítarinn ehf., Stórhöfða 27,
s. 552 2125.
www.gitarinn.is,
gitarinn@gitarinn.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu.
Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata,
Kópavogi. fannar@fannar.is
s. 551-6488.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu
Lítil og meðalstór skrifstofuherbergi
með aðgangi að interneti, kaffistofu
og wc, miðsvæðis í Reykjavík.
Upplýsingar í síma: 899-3760.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
✝ Gerda MartaJónsson fæddist
í Kaupmannahöfn
29. maí 1924. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 13.
nóvember 2013.
Hún var dóttir
hjónanna Lilly og
Vilhelm Hansen.
Gerda átti tvö
systkin, þau Vil-
helm og Bitten.
Þau eru bæði látin. Gerda átti
einnig hálfbróður, Eigil, og er
hann enn á lífi.
Eiginmaður Gerdu var Grím-
ur Jónsson læknir, f. í Reykja-
vík 28. september 1920, d. 23.
mars 2004. Grímur var sonur
hjónanna Jóns Hjaltalíns Sig-
urðssonar prófessors og Ragn-
heiðar Grímsdóttur Thor-
arensen. Grímur lést 23. mars
2004.
Gerda og Grímur gengu í
hjónaband 3. júní 1949. Börn
þeirra eru: 1) Grímur Jón
Grímsson, maki Helga Guðjóns-
og Davíð Þór. Bergljót og
Gunnar eiga sex barnabörn. 6)
Egill Grímsson, maki Guðrún
Garðarsdóttir; börn þeirra eru
Elín Helga og Svava.
Gerda ólst upp í Kaupmanna-
höfn. Stuttu eftir að seinni
heimsstyrjöldinni lauk fór
Gerda til Íslands. Hingað var
hún komin til starfa á Vífils-
staðahæli. Þar lágu leiðir henn-
ar og Gríms saman. Gerda
fylgdi manni sínum í hans störf-
um og víða lágu leiðir. Grímur
var aðstoðarlæknir á Vífils-
staðahæli 1949-1950, var náms-
kandídat á Landspítalanum
1950 til 1951. Hann var aðstoð-
arlæknir á Avnstrup í Dan-
mörku 1951 til 1953, aðstoð-
arlæknir á Arvika Sanatorium
og lungnasjúkrahúsi 1953 til
1954, aðstoðarlæknir á Vífils-
stöðum 1955. Grímur var skip-
aður héraðslæknir í Reykhóla-
héraði 1955-1956, héraðslæknir
í Laugaráshéraði 1956 til 1966
og héraðslæknir í Hafnarfjarð-
arhéraði frá 1966 til 1988. Á
þessari löngu leið fylgdi Gerda
manni sínum, ásamt ört stækk-
andi barnahóp.Var hún manni
sínum stoð og stytta í hans
störfum.
Útför Gerdu hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
dóttir; börn þeirra
Guðjón, Grímur og
Kristín Alda. Grím-
ur Jón og Helga
eiga átta barna-
börn. 2) Lárus
Grímsson, maki Jó-
hanna Daðey Krist-
mundsdóttir; börn
þeirra eru Þórdís
Harpa, Gerða
Kristín, Karen Ýr
og Jóhanna Ragn-
heiður. Lárus og Jóhanna Dað-
ey eiga sex barnabörn. 3) Þór-
arinn Grímsson, maki Sigrún
Sæmundsdóttir; börn þeirra eru
Gerður, Sólveig og Berglind.
Þórarinn og Sigrún eiga sjö
barnabörn. 4) Jónína Ragnheið-
ur Grímsdóttir, maki Ágúst
Ólafsson; börn þeirra eru Guð-
björg Inga, Ágúst Már og Grím-
ur Örn. Jónína Ragnheiður og
Ágúst eiga sjö barnabörn. 5)
Bergljót Grímsdóttir, maki
Gunnar Jóhann Friðriksson;
börn þeirra eru Kristján Gunn-
ar, Arne Kristinn, Kristín María
Kveðja til mömmu.
Elsku mamma okkar er dáin.
Löng og erfið veikindi mörkuðu
síðustu sporin hennar og hún var
orðin mjög þreytt.
Á kveðjustund koma svo ótal-
margar hugsanir fram; minningar
skjóta upp kollinum, samveru-
stundir rifjast upp. Mamma okkar
gerði allt sem hún tók sér fyrir
hendur af heilum hug. Hún var
fljót að öllu; sama hvað það var, að
prjóna, að elda mat, að færa hús-
gögn, listinn gæti orðið langur en
látum hér við sitja.
Mamma var þannig, að alltaf var
hægt að leita til hennar, með lítil
mál og stór. Hún kunni að hlusta
og þú áttir alltaf hauk í horni þar
sem mamma var. Hún var heima-
vinnandi alla tíð og aldrei kom
maður heim að tómu húsi.
Þegar unglingsárin gengu í garð
var mamma okkar besti vinur. Hún
hafði skilning á því hvað þýtur um
unga hugi og hafði gaman af því að
spjalla við okkur krakkana þegar
komið var seint heim á kvöldin. Á
þennan skemmtilega hátt gat hún
líka fylgst svolítið með og tekið
stöðuna á sínu fólki, ef þörf var á.
Eftir að við uxum úr grasi og
stofnuðum okkar eigin fjölskyldur
voru mamma og pabbi aldrei langt
undan. Alltaf var hægt að leita til
mömmu, hún átti ráð undir rifi
hverju. Hún studdi við bakið á okk-
ur og hjálpaði á hvern þann máta
sem hún gat.
Þegar við hugsum til baka rifj-
ast margt upp. Flestar þessara
minninga eru fullar af hlátri og
gleði, því hún mamma var með af-
skaplega létt skap og sá spaugilegu
hliðarnar á hlutunum.
Þannig er gott að minnast
mömmu; glöð og hlæjandi, falleg
og hraust.
Við erum óendanlega þakklát
fyrir hana mömmu og allt sem hún
gerði fyrir okkur.
Söknuðurinn er vissulega sár en
tími hennar var kominn. Nú er hún
með pabba og þau haldast í hendur
og láta sér líða vel í birtunni.
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
Með ást og virðingu.
Jónína, Bergljót og
Egill Grímsbörn.
Kveðja til tengdamömmu
„Guðrún; heldur þú að það sé til
líf eftir dauðann?“ Þessari spurn-
ingu varpaði hún Gerda tengdó
fram fyrir mörgum árum. Við sát-
um saman yfir kaffibolla og vorum
að spjalla um allt milli himins og
jarðar.
Ég hugsaði mig um skamma
stund og svaraði því svo til, að ég
hreinlega bara vissi ekki svarið við
þessari spurningu. Þá sagði hún
tengdamóðir mín að bragði:
„Púffhhh, vonandi ekki. Þá þarf
maður að byrja að puða allt upp á
nýtt.“
Gerda var spaugari af lífi og sál;
það var alltaf stutt í grínið hjá
henni og hún á mörg ógleymanleg
tilsvör, sem urðu af hinum ýmsu til-
efnum. Hún var svo sannarlega
engin tepra og gat auðveldlega
spjallað um hlutina á kjarnyrtu
máli, þannig að ekki var vafi á
neinu.
Hún tengdó mín var með stórt
hjarta. Ef eitthvað bjátaði á var
gott að leita til hennar. Hún gat ein-
hvern veginn bent á, að flest lagast
og hlutirnir myndu verða í lagi.
Gerda mátti ekkert aumt sjá, það
var sko „vist og sikkert“ eins og
hún sagði svo oft. Ef hún gat hjálp-
að, þá gerði hún það af heilum hug.
Tengdaforeldrar mínir komu oft
í sumarbústað, sem við Egill leigð-
um við Álftavatn í Grímsnesinu.
Þau höfðu fyrir vana að gista eina
nótt. Þá fóru þeir feðgar að píska
Álftavatn með veiðistöngum á með-
an við tengdamamma sátum í sól-
baði og dreyptum á hvítvíni og þá
var sko gaman. Gerdu fannst gott
að vera í birtu og hlýju og lék á als
oddi og þessar minningar eru mér
mjög kærar og skemmtilegar.
Gerda og Grímur eignuðust sex
börn og menn geta rétt ímyndað
sér að það hefur verið fútt og fjör á
heimilinu þegar mannskapurinn
var að vaxa úr grasi. Tengdó mín
sagði mér margar sögur af krakka-
skaranum og greinilegt, að sumar
voru skemmtilegri en aðrar, en
þegar upp var staðið og hún búin að
segja mér svaðilfarasögu af ein-
hverju systkinanna, þá hló hún og
Gerda Marta
Jónsson
sagði: „Jösses, maður var nú ekki
að hlæja stundum, en núna er þetta
bara skemmtilegt.“
Ég var stundum að bulla við
hana á dönsku; enda sjálf af dönsk-
um komin, og þá gátum við báðar
hlegið; hún að bullinu í mér og ég
lærði nú ýmislegt þar, sem maður
getur hlegið að ennþá.
Lífið hennar Gerdu var eigin-
maðurinn og börnin, seinna svo
tengdabörn og barnabörn. Hún
þurfti að takast á við gleði og sorg-
ir, enginn kemst víst hjá því á
langri ævi. Þrátt fyrir að hafa verið
orðin afar veik og lasburða, þá
spaugaði hún nokkrum dögum fyr-
ir andlát sitt, elsku tengdó.
Ég elskaði hana tengdamömmu
– af því að hún var eins og hún var.
Ég vona að það sé líf eftir dauðann;
þá fer ég eftir minn dag og leita
hana uppi og við skellum okkur í
sólbað með þartilgerðum veiting-
um.
Allir saman, saman.
Þetta sagði eldri dóttir okkar
Egils oft þegar hún var smákríli og
Gerdu fannst það svo sniðugt og
sagði þetta oft sjálf.
Þá verða allir saman, saman.
Með þökk og auðmýkt í hjarta.
Guðrún Garðarsdóttir.
Elsku amma mín. Að setjast nið-
ur og skrifa minningargrein um
ömmu sína fyllir augun enn og aft-
ur af tárum. Hugurinn fer á flug,
mörg ár aftur í tímann, og maður
rifjar upp allar yndislegu minning-
arnar sem við eigum um þig, elsku
amma. Þú varst alltaf svo flott frú,
áttir flotta kjóla og alltaf með hárið
nýlagt, svo „elegant“. Það var svo
rólegt og gott að koma í heimsókn
til ykkar afa, oftast sast þú og
prjónaðir eða saumaðir út og afi las
bók eða blöðin, svo mikil ró yfir
öllu. Ég man hvað mér þótti þetta
allt saman vera fallegt sem þú varst
að gera og hvað þú varst dugleg að
klára hverja myndina á fætur ann-
arri. Ég held að ég hafi fengið
þennan mikla fönduráhuga frá þér.
Sérstaklega man ég eftir tímanum
sem við bjuggum hjá ykkur á Jó-
fríðarstaðaveginum. Það sumarið
var ég í unglingavinnunni og hljóp
heim á hverjum degi rétt um fjögur
til að horfa á sápuóperuna Santa
Barbara með þér. Okkur fannst svo
gaman að fylgjast með þessu
drama en afi fussaði yfir því að við
værum að eyða tímanum í að horfa
á þetta rugl. Ég var tíður gestur
hjá ykkur þegar ég kom einu sinni í
viku, þreif húsið og svo sátum við
og spjölluðum um heima og geima.
Þú gast sagt mér endalausar sögur
af pabba og systkinunum. Af þeim
að dæma var greinilega engin logn-
molla á þeim bænum. Ekki fannst
unglingnum mér heldur slæmt að
fá vasapening fyrir og oft gaukaðir
þú að mér smáaukapening fyrir að
vera dugleg. Mér fannst ég vera
orðin svo fullorðin þegar ég fékk að
passa húsið ykkar í Lyngberginu
þegar þið fóruð til útlanda. Ég
passaði upp á að allt væri „spikk og
span“, eins og þú sagðir alltaf á
dönsku, þegar þið kæmuð heim.
Elsku amma, takk fyrir allt sem
þú kenndir mér og gafst mér. Minn
uppáhaldsskartgripur frá þér er
krossinn sem ég mun varðveita og
geyma en hann hefur oft veitt mér
mikinn styrk og nota ég hann bara
við sérstök tækifæri sem eru mér
kær. Ég veit að þú horfir niður
núna og brosir því að þú veist hvað
hann hefur mikla þýðingu fyrir
mig.
Núna ertu komin á betri stað og
loksins komin í faðm elsku afa. Þú
talaðir svo oft um það hvað þú
hlakkaðir til að hitta hann aftur,
ástina þína. Við kveðjum þig með
söknuði en minning okkar um
sterka og góða konu lifir.
Sólveig Þórarinsdóttir.
Elsku amma. Þótt ég viti í hjarta
mínu að þú sért komin á góðan stað
þar sem afi bíður eftir þér er samt
sárt að vita til þess að við munum
ekki sjá þig aftur né njóta nærveru
þinnar.
Þegar ég lít yfir farinn veg koma
upp í hugann margar góðar minn-
ingar, þá sérstaklega þegar afi var
enn á lífi og ykkar fallega líf saman.
Mikil saumakona varstu og eru
mörg fallegu verkin þín til sönnun-
ar um það, voru þar jólasveinarnir í
miklu uppáhaldi.
Einnig kenndir þú mér nokkur
spilin og þótti mér ekkert skemmti-
legra en að spila við þig rommý, þó
svo þú hafir nú örugglega leyft mér
að vinna nokkuð oft.
Elsku amma, megi Guð vernda
þig og styrkja fjölskylduna okkar á
þessum erfiðu tímum og pössum
við pabba sérstaklega vel fyrir þig.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma mín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Berglind Þórarinsdóttir.
13. nóvember síðastliðinn
kvaddi ein af mínum uppáhalds-
persónum í þessu lífi. Skrýtin til-
finning, en einhvernveginn var ég
búinn að kveðja.
Þegar ég rifja upp minningarn-
ar um okkur get ég ekki annað en
hlegið. Þú vildir alltaf meina að
hláturinn lengdi lífið og að nú ætti
ég að hætta þessum fíflalátum,
hvað ég væri eiginlega að reyna?
Halda þér þangað til þú yrðir 100
ára. Samviskubitið nagar pínu
núna.
Öll skiptin sem við spiluðum.
Ég lærði svosem ekkert merkilegt
á þeim kvöldum annað en það að
treysta aldrei gömlum dönskum
konum í spilum. Og svo hlógum við
bara. Hláturinn var okkar meðal.
Alltaf þegar ég kom í heimsókn
til þín þá fékk ég innilegt faðmlag,
koss á kinn og svo fylgdi: „Pjási
minn, ertu kominn.“ Þú kallaðir
mig Pjási. Frá því ég fæddist
þangað til núna, 31 árs maður.
Alltaf Pjási og enginn gat fengið
þig ofan af því að kalla mig Pjása.
Sem var í góðu lagi mín vegna
enda þekki ég ekki annað en að
vera kallaður það heima hjá þér.
Svo var það danskan í bland við ís-
lenskuna. Það var ekki allra að
skilja mállýskuna þína og ekki
gekk þeim það vel, dönskukenn-
urunum mínum sem reyndu alla
mína skólatíð að kenna mér
dönsku. Ég hélt nú ekki. Þau hlytu
að vera eitthvað galin. Ég var alinn
upp af danskri frú og ætlaði ekki
að fara að hlusta á kenningar
þeirra um rétta dönsku.
Svo var leynikveðjan. Að ulla á
hvort annað án þess að aðrir gætu
séð. Þú varst mögnuð.
Þegar ég bjó hjá þér haustið
2008, vorum við vön að tala saman
á kvöldin um heima og geima. Eitt
kvöldið stendur þó uppúr. Þegar
þú sagðir mér frá því hvað þú
saknaðir afa. Ég skildi þá hvað þú
varst einmana. Ég sneri stólnum
þínum að plötuspilaranum, fór og
fann gamlar plötur frá ykkur afa
og spilaði fyrir þig. Við sátum það
kvöld til miðnættis. Þú sagðir mér
frá hvernig þið kynntust, giftust,
byrjuðuð að búa. Þú sagðir mér frá
hvernig hlutirnir voru í gamla
daga miðað við í dag. Ég sá þá
hvað þú varst orðin þreytt.
Gerda Marta Josefa Hansen,
takk fyrir allt og þá sérstaklega
hláturinn. Nú færðu loks að hvíl-
ast. Við hittumst hlæjandi á betri
stað.
Þinn,
Arne Kristinn Arneson (Pjási).
HINSTA KVEÐJA
Kveðja til ömmu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku amma okkar í
Hafnó, við þökkum þér fyr-
ir allt.
Elín Helga og Svava
Egilsdætur.