Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Hringdu núna og pantaðu Haldið var í órjúfanlega jólahefð í gær þegar ljós Óslóarjólatrésins voru tendruð á fyrsta degi aðventu. Jólatréð er gjöf til Reykjavíkur frá Ósló. Jón Gnarr borgarstjóri tók þátt í að fella tréð í skóglendi utan við Ósló. Um 62 ára skeið hefur þessi athöfn markað upphaf jólaundirbúnings í borginni. Upphaf jólaundirbúnings í Reykjavík Morgunblaðið/Styrmir Kári Gleði og fjör þegar ljós Óslóartrésins voru tendruð á Austurvelli Karlmaður fæddur árið 1991 fannst látinn á steyptu plani í Þingholtunum í Reykjavík að- faranótt sunnu- dags. Samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirmanni rann- sóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, féll maðurinn af þaki þriggja hæða byggingar við götu í Þingholtunum. Að sögn Friðriks er talið að maðurinn hafi látist á milli klukk- an fjögur og fimm að morgni sunnudags. Engir sjónarvottar voru að at- vikinu. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki leikur grunur á að um sak- næmt athæfi hafi verið að ræða heldur er talið að maðurinn hafi látist af slysförum. vidar@mbl.is Fannst lát- inn í Þing- holtunum  Féll fram af þaki byggingar Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Verðskrá í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur hækkað um 15-17% frá síðasta vetri. Að sögn forstöðumanns Hlíð- arfjalls er sveitarfélagið að verja grunnþjónustu í bænum með gjald- skrárhækkunum. Dagskort kostar nú 4.000 kr. en var 3.300 kr. síðasta vetur. Vetrar- passinn kostar 39.000 kr. en kostaði áður um 33.000 kr. Honum er þó hægt að deila með öðrum ólíkt því sem var í fyrra. Að sögn Guðmundar Karls Jónsson, forstöðumanns í Hlíð- arfjalli, kostar tugi milljóna króna að reka skíðasvæðið á hverju ári en bæj- arfélagið velji að verja fjármunum til reksturs þess. Hann bendir á það að enn sé þó ódýrt að fara á skíði hér á landi. „Verðskráin á Íslandi er ein sú ódýrasta í heimi. Þá erum við ekki að miða við höfðatölu,“ segir Guð- mundur í gamansömum tón. „Þegar þú ert farinn að kaupa þér fjöldægra miða er lyftukortið komið í um 2.662 krónur,“ segir Guðmundur. Þyrfti að hækka um 30% Aðspurður ályktar Guðmundur að miðað við núverandi rekstrar- fyrirkomulag þyrfti að hækka verð- skrána um 30% til viðbótar svo hægt væri að reka skíðasvæðið án þess að bærinn myndi greiða fé með því. „Þetta eru skíðasvæðin öll að glíma við, hvort sem það er á höfuðborgar- svæðinu, hér eða annars staðar. Þetta er afþreying en skíðaíþróttin er dýrt sport. Bæði hvað varðar búnað og rekstur,“ segir Guðmundur. Hækkanir í Hlíðarfjalli til varnar grunnþjónustu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Verðskráin í Hlíðarfjalli hefur hækkað frá því í fyrra.  Ódýrt á skíði óháð höfðatölu Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fyrirtæki í málmiðnaði gætu boðið helmingi fleiri iðnnemum upp á námssamning sem lýkur með sveins- prófi. Nú eru um 80 nemendur á samningi í málmtækni en hægt væri að taka við allt að 150, samkvæmt þeim upplýsingum sem Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, forstöðumaður hug- verka og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, hefur fengið frá fyrir- tækjum í málmiðnaði. Viðvarandi skortur hefur verið á fólki með menntun í málmtækni und- anfarin ár. Skortur er í fleiri grein- um, s.s. í rafiðnaði en staðan er mis- munandi á milli iðngreina. Katrín Dóra segir að kannanir SI hafi sýnt fram á að þörf væri á að um 1.100 manns útskrifuðust úr iðnnámi á ári í stað 500-600 manns nú. „Hér er landlægur áhugi á að allir fari í bóknám,“ segir Katrín Dóra. Fólk sem er að velja sér háskólanám þurfi að velta fyrir sér hvaða tæki- færi bíði að námi loknu. Í sjálfu sér sé öll menntun af hinu góða. „En það er ekki endilega akkur í háskólanámi ef það eru ekki tækifæri í þeim greinum sem fólk velur,“ segir hún. Verknámi úthýst Ársæll Guðmundsson, skólameist- ari Iðnskólans í Hafnarfirði, segir að ein af skýringinum á því að svo fáir séu í iðnnámi sé sú að nánast sé búið að útrýma öllu verknámi úr grunn- skólum. „Eftir 10 ára nám sem er allt á bókina eiga þeir síðan að velja um hvort þeir fari í bóklegt nám, sem þeir þekkja, eða í verklegt nám sem þeir þekkja ekki,“ segir hann. Þeir einu sem fái raunverulega kynningu á iðnnámi séu þeir sem eiga foreldra sem eru iðnaðarmenn. »16 Gætu tekið tvöfalt fleiri á samning í málmiðnaði  Hugsi um tækifæri að loknu námi  Iðnnámið lítt kynnt Morgunblaðið/Ernir Smíða Nám er líka vinna. Mikið kuldaskeið er í vændum um allt land næstu daga. Að sögn Teits Ara- sonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, getur frostið farið í allt að 20 stig víða um land. Skammt er stórra högga á milli því á Seyðisfirði, Ak- ureyri, Vopnafirði og víðar á Austur- landi mældist hitinn yfir 10 gráðum í gær. Í dag og á morgun verða él um vestanvert landið en í kjölfarið er bú- ist við afar kaldri norðanátt á mið- vikudag. „Hún kemur beint norðan úr Íshafi en kuldakastið mun sennilega ná hámarki á fimmtudag,“ segir Teit- ur. Algengast er að frostið verði á bilinu 7-13 stig um allt landið. Meiri vindur verður austanlands en vestan en mestur kuldi verður þar sem verður lygnt og léttskýjað. „Slíkar aðstæður eru t.a.m. mjög algengar í Mývatnssveit en þar verð- ur sennilega vindur núna og skýjað. En það eru staðir á Suður- og Vest- urlandi þar sem frostið getur farið niður í 20 stig,“ segir Teitur. vidar@mbl.is Kuldaboli norðan úr Íshafi á leiðinni  Frostið gæti farið undir 20 stig Morgunblaðið/Styrmir Kári Kuldi Betra er að dúða sig á næst- unni því von er á miklu frosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.