Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Paul Walker látinn
2. Athugaðu hvort þín einkamál séu birt
3. Lést í bílslysi í Taílandi
4. Rooney með tvö í jafntefli
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Strengjasveit Helgu Þórarinsdóttur
við Tónlistarskóla Seltjarnarness
heldur árlega jólatónleika sína á
Bókasafni Seltjarnarness í dag kl.
17.30. Meðal efnis á tónleikunum er
Jólakonsert Corellis, „Það aldin út er
sprungið“ eftir Praetorius og
strengjakvartett eftir Mozart.
Strengjasveit Helgu
á jólatónleikum
Ný heimildar-
mynd um hrein-
dýrin á Austur-
landi verður
frumsýnd í Slátur-
húsinu á Egils-
stöðum á morgun
kl. 20. Saga hrein-
dýranna er rakin
og lýst er lífsbar-
áttu þeirra í harðri náttúru. Gerð
myndarinnar tók þrjú ár og dýrunum
var fylgt í gegnum allar árstíðir. Ás-
geir hvítaskáld gerði myndina.
Mynd um íslensku
hreindýrin frumsýnd
Rúnar Óskarsson klarinettuleikari
og Antonia Hevesi píanóleikari leika
íslensk jólalög og verk eftir Mozart á
hádegistónleikum í Hafnarborg á
morgun klukkan 12.
Rúnar hefur leikið
víða um Evrópu,
m.a. í Noregi,
Danmörku, Belgíu,
Þýskalandi og Hol-
landi, auk þess sem
hann hefur leikið
inn á geisla-
diska.
Íslensk jólalög á tón-
leikum í Hafnarborg
Á þriðjudag Suðvestan og vestan 10-18 m/s og éljagangur, en
bjartviðri eystra. Frost 0-6 stig. Á miðvikudag Snýst í norðanátt,
víða 5-13 og kólnar í veðri. Él nyrðra og stöku él vestantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 8-15 m/s og él, en létt-
ir til austantil á landinu. Hiti víða um frostmark og vægt frost inn til
landsins.
VEÐUR
„Þessi helgi gekk mjög vel.
Ég gerði ekki alltof flókin
stökk heldur mína rútínu og
fínpússaði hana og reyndi
að gera hana fullkomna í
staðinn fyrir erfiðari stökk
sem hefðu kannski ekki
tekist,“ segir skauta-
drottning Íslands, Vala Rún
Magnúsdóttir úr Skauta-
félagi Reykjavíkur, en hún
varð um helgina Íslands-
meistari í listdansi á skaut-
um. »6
Vala Rún meistari
í listdansi
„Þetta er svo sem engin frétt. Náungi
í Portsmouth sem er „involveraður“ í
félagið hringdi í mig og
spurði hvort ég ætl-
aði ekki að henda
nafninu mínu í hatt-
inn,“ sagði Her-
mann Hreið-
arsson við
Morgunblaðið
í gær. Breska
blaðið
Sunday Mir-
ror hafði þá
greint frá því
að þeir Hermann
og David James
væru á meðal
þeirra sem vildu
taka við sem
knatt-
spyrnustjórar
enska D-
deildarliðsins
Portsmouth. »1
Hermann og James
orðaðir við Portsmouth
Bikarmeistarar Stjörnunnar eru úr
leik í Powerade-bikarkeppninni í
körfuknattleik karla eftir tap fyrir
Njarðvík í ljónagryfjunni í Njarðvík í
gærkvöldi. Haukar er komnir áfram
í keppninni eftir að hafa lagt Snæ-
fellinga, 90:84, í hörkuleik. Einnig
eru Þór úr Þorlákshöfn, Tindastóll,
ÍR og Fjölnir komin áfram eftir að
hafa lagt andstæðinga sína. »2
Bikarmeistararnir
lágu í Njarðvík
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
„Við kláruðum fyrr en við áttum
upphaflega von á, en ég nennti þó
ómögulega að fara að slappa af á sól-
arströnd á Balí, mig langaði bara að
komast heim að vinna úr þessari lífs-
reynslu,“ segir Vilborg Arna Giss-
urardóttir, létt í bragði aðspurð
hvort ekki sé gott að geta loksins
slakað á, eftir að hafa lokið við að
klífa hæsta fjall í Eyjaálfu,
Carstensz Pyramid, sem er 4.884
metra hátt og stendur á eyjunni
Papúa Nýju-Gíneu.
Búin með þrjá tinda af sjö
Vilborg er nú búin að klífa þrjá af
sjö hæstu tindum heims og hefur
hún sett sér að klára þá alla fyrir lok
maí 2014. Næst liggur leiðin á Vin-
son Massif á Suðurskautslandinu og
segist hún vera spennt fyrir að fara
þangað aftur, en líkt og kunnugt er
lauk hún í janúar síðastliðnum ein-
sömul göngu á suðurpólinn, alls
1.140 kílómetra leið á 60 dögum.
„Suðurpóllinn hefur mikið tilfinn-
ingalegt gildi fyrir mér og margir
sömu einstaklingar verða mér nú
innan handar, ég hlakka mikið til að
hitta þau aftur.“
Risavaxnar köngulær og rottur
Af tindunum sjö telst Carstensz
Pyramid tæknilega erfiðasti tind-
urinn að klífa, þar sem mikið er um
bratt klettaklifur. „Ég var fyrirfram
einna spenntust fyrir þessu fjalli,
þar sem ég hafði í raun enga reynslu
í farteskinu sem ég gat heimfært
yfir á það verkefni. Á meiri-
hluta fjallanna gengur
þú í ís og snjó, eitt-
hvað sem þú getur
tengt við, en
frumskógurinn er
eitthvað sem ég
hafði aldrei prófað
áður,“ segir Vilborg.
Í hópnum hennar voru sex manns
og komust fimm þeirra á toppinn, en
ein þurfti að hætta við sökum hæð-
arveiki. Hópurinn kláraði gönguna
fyrr en upphaflega var áætlað þar
sem þeim var ráðlagt að ganga ekki
í gegnum frumskóginn á leiðinni
upp sökum óstöðugs ástands á
svæðinu, fóru þau því í þyrlu upp í
fyrstu búðir. Hópurinn gekk þó í
gegnum frumskóginn á leiðinni nið-
ur og segir Vilborg það hafa verið
ótrúlega lífsreynslu. „Þarna eru
engir slóðar og þú gengur bara um á
trjárótum og í leðju sem oft nær þér
upp að hnjám, þarna var mikið af
rottum og risavöxnum köngulóm.
Þær voru þó ekki eitraðar, það var
nú ágætt að þurfa ekki að hafa
áhyggjur af því.“
Stefnir nú aftur á suðurpólinn
Búin að klífa
þrjá af sjö hæstu
tindum heims
Ljósmynd/Vilborg Arna Gissurardóttir
Á toppnum „Ég upplifi ekki mestu spennuna á sjálfum toppnum, heldur frekar þegar ég er komin aftur niður og
finn að verkefninu er lokið. Leiðin aftur niður er oft erfiðust og þá verða oftast slysin,“ segir Vilborg.
Vilborg stefnir á að ljúka verkefni
sínu á tindi Everest-fjalls í maí
2014, en þá mun hún hafa klifið
hæsta fjall hverrar heimsálfu.
Hún ætlar þó ekki að
sitja auðum hönd-
um að því loknu,
heldur stefnir á
að klára svokall-
aða „Adventure
Grand Slam“-
áskorun. Í því
felst að klífa tindana sjö auk þess
að fara á bæði suður- og norður-
pólinn. Mun norðurpóllinn því einn
standa út af hjá Vilborgu.
Aðeins ellefu manns í heiminum
hafa lokið þeirri áskorun, og þar á
meðal aðeins ein kona. „Ég er að
horfa á að fara fljótlega á norður-
pólinn. Það er svipað langt að fara
og á suðurpólinn, um tveggja mán-
aða leiðangur, en á þó að vera erf-
iðara,“ segir Vilborg.
Ætlar fljótlega á norðurpólinn
STEFNIR Á „ADVENTURE GRAND SLAM“-ÁSKORUNINA