Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 ✝ Toma Andru-saityte fæddist í Radviliskis í Litháen 11. mars 1986. Hún lést í Reykjavík 4. nóv- ember 2013. Toma lauk námi frá Radviliskio Liz- deikos Gimnazija í Litháen. Eftir skólagöngu flutti Toma til Kalmar í Svíþjóð þar sem hún dvaldi í nokkur ár. Til Íslands flutti hún árið 2007 og festi hér rætur, en móðir hennar, Marija Anzeliene, hafði tímabundna búsetu hér á landi vegna vinnu. Toma lauk grunnnámi flug- freyju og flugþjóna frá Flugskóla Ís- lands árið 2012. Hún starfaði við hótel og veit- ingastörf hér á landi. Toma lætur eftir sig son, And- rzej Andrusaitis, f. 13. september 2010. Útför Toma fór fram frá Kristskirkju, Landakoti, 27. nóvember 2013. Hún verður jarðsett í Litháen. Ég á erfitt með að trúa því að þetta skuli vera raunveruleikinn, hvað lífið getur verið alvarlegt þó að við neitum stundum að svo sé. Í dag streyma tár niður kinnarn- ar á mér á meðan ótti, ráðaleysi, gremja og söknuður þjóta í gegn- um hver einustu efnaskipti sem eiga sér stað í líkama mínum. Ég beið eftir því að vakna frá þessum slæma draumi þegar ég heyrði af andláti Tomu, sem síðar reyndist vera lífið sjálft eins og það getur verið átakanlegt á stundum. Maður veit aldrei hvaða verkefni bíða manns í þessu jarðneska lífi sem geta verið misjafnlega erfið. Spurningin er ávallt sú hvernig maður tekst á við þau verkefni þegar þau koma fram í dagsljós- ið. Nú hefur Toma fengið hvíldina sína þar sem ekkert af þessum jarðnesku verkefnum bíða henn- ar lengur heldur annars konar verkefni sem við, sem eftir sitj- um, fáum að kynnast þegar okkar tími kemur. Toma flutti hingað til Íslands sem var hálfgerð skyndiákvörð- un. Hún ætlaði fyrst um sinn að heimsækja móður sína, sem var þá búsett hér á landi, en ætlaði þó ekki að staldra við nema í nokkr- ar vikur. Raunveruleikinn varð annar þar sem Ísland varð henn- ar annað heimaland þar sem hún kvaddi okkur nokkrum árum síð- ar. Erfiðast er að fá svar við öll- um þeim spurningum sem brenna á manni þegar ung mann- eskja fellur frá. Það sem ég hef lært er að lífið er ekki leit að hinni fullkomnu hamingju heldur verður maður að finna hamingjuna innra með sér og vera þakklátur fyrir það sem maður gerir og hefur í dag. Í dag er ég þakklátur að hafa fengið að kynnast Tomu, hún mun alltaf vera kafli í mínu lífi sem ég mun horfa jákvæðum augum á og nota þá reynslu og þann styrk sem ég hef fengið til að halda áfram í lífinu. Í lokin vil ég koma fram þakk- læti mínu til allra þeirra sem stóðu að sálumessunni sem fór fram frá Landakotskirkju. Sér- stakar þakkir vil ég senda til Rúnars Geirmundssonar, séra Patricks Breen, Jurgita Mo- tiejnait, Renata Pratusyté og fjölskyldu Tomu sem búsett er í Litháen. Þau gáfu okkur sem þekktum Tomu hér á Íslandi tækifæri til þess að kveðja Tomu og einnig tækifæri til að þakka fyrir okkur með fallegri athöfn. Mig vantar svör, á ekki fleiri tár. Engill ræður för þegar ég verð gamall og grár. Veröldin er grimm hvað sem hefur skeð. Þó nóttin þín sé dimm vakir engill yfir þér. Þegar mig kennir til þá veit ég og skil einhver æðri en ég er hér sem vakir yfir mér. Hún farin frá þér er einn og yfirgefinn. Einhver vakir yfir þér þá hverfur frá þér efinn. Þér leið ekki vel á fasi þínu sást þín gríma örþunn skel þú gafst alla þína ást. Rangt eða rétt? að elska er aldrei létt Engill, hann er hér hann vakir yfir mér. (Ásbjörn Morthens.) Megi Guð leiðbeina og gefa litla gullmolanum þínum, And- rzej, styrk og kraft í sinni fram- tíð. Guð blessi þig og varðveiti þig, Toma. Þú gleymist aldrei. Takk fyrir allt saman. Þinn vinur, Gunnar Magnús Halldórsson Diego. Toma Andrusaityte ✝ Reynir ÁgústÁrnason fædd- ist í Reykjavík 25. ágúst 1963. Hann lést mánudaginn 18. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Hanna Krist- jánsdóttir, f. 23.4. 1922, d. 5.10. 1979, og Árni Hlöðver Árnason, f. 19.12. 1927, d. 11.1. 1980. Reynir var yngstur sex systkina. Elst Sigríður, þá Hrefna, látin 2011, Alfreð, Viðar og Sigurgeir. Reynir ólst upp á Meistaravöll- unum og vann ým- is störf, s.s. við fiskvinnslu, sölu- mennsku og síð- ustu ár við leigu- bílaakstur. Reynir Ágúst Árnason verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju í dag, 2. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Leiðin lá úr Camp Knox á Meistaravellina. Þar ólst Reyn- ir upp, átti góða tíma og hafa æskufélagarnir haldið hópinn. Er mamma dó fluttist Reynir til Alla bróður, aðeins 16 ára og var í góðri umönnun hjá Alla og Steinu. Það má segja að hann og Siggi sonur þeirra hafi alist upp saman, þeir urðu miklir vinir og hélst sú vinátta alla tíð. Seinna kom Reynir til okkar Sirrýjar vestur til Bolungarvík- ur. Þar undi hann sér vel og kynntist mörgum. Það urðu alltaf fagnaðarfundir þegar Reynir kom í heimsókn og höfðu strákarnir okkar gaman af að hlusta og taka þátt sam- ræðum. Reynir keyrði leigubíl síð- ustu ár og áttum við góða stund saman í sumar þegar ég tók leigubíl frá flugvellinum og Reynir við stýrið. Hann kom heim í kaffi og það voru okkar síðustu stundir saman. Þeir segja mig látinn, en ég lifi samt, Og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum ber þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Reynir ferðaðist mikið, fór mikið til Asíu og var óhræddur að fara ókunnar slóðir. Elsku Reynir, nú ert þú far- in í þitt síðasta ferðalag. Guð veri með þér. Viðar Ernir. Reynir Ágúst Árnason ✝ GuðmundurHelgason fæddist í Reykja- vík 1. desember 1927. Hann lést 19. nóvember 2013. Guðmundur var yngsta barn hjónanna Helga Guðmundssonar, bankastjóra, f. 1890, d. 1972, og konu hans, Kar- ítasar Ólafsdóttur, f. 1894, d. 1951. Systkini Guðmundar voru Þóra, f. 1922, d. 1996, Ólafur, f. 1924, d. 1997 og Kristín, f. 1925, d. 2013. Guðmundur kvæntist 21. febrúar 1948 Katrínu Sverr- isdóttur Thoroddsen, f. 1928. Hún lést 22. mars 2012. For- eldrar Katrínar voru Sverrir Skúlason Thoroddsen, banka- fulltrúi, f. 1904, d. 1982, og kona hans, Helga Laufey Eyj- ólfsdóttir, f. 1905, d. 1983. Systkini Katrínar: Theódóra, f. 1929, Guðmundur Hrafn, f. 1936, d. 1936, Guðmundur Hrafn, f. 1937, Kristín Ólína, f. 1940, d. 2013 og Helga Ragn- hildur, f. 1944. Katrín og Guðmundur eign- uðust sex börn. Þau eru Helgi, f. 1947, kvæntur Oddnýju Ósk- arsdóttur, Katrín, f. 1949, Sverrir, f. 1950, kvæntur Ástu Kristínu H. Björnsson, Guð- mundur, f. 1954, kvæntur Önnu Friðriksdóttur, Eyjólfur, f. 1957, kvæntur Emilíu Maríu Gunn- arsdóttur, og Guðrún, f. 1960, í sambúð með Páli Alfreðssyni. Barnabörnin eru 17 og barna- barnabörnin eru 19. Guðmundur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 en síðan prófi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann nam síðan tæknifræði við Tækniháskól- ann í Stokkhólmi og útskrif- aðist þaðan sem rafmagns- tæknifræðingur 1955. Hann starfaði hjá Rafmagnsveitum ríkisins 1955-1967 og hjá Landsvirkjun 1967-1992. Hann var rekstrarstjóri Landsvirkj- unar frá árinu 1984 allt þar til hann lét af störfum í árslok 1992. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey 28. nóvember 2013. Enn fækkar vinum mínum og jafnöldrum, því nú hefur kvatt okkur Guðmundur Helgason, „Gummi“, en hann var helsti vinur minn frá því að við lásum saman utanskóla fyrir inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík. Fyrr höfðum við haft nokkuð saman að sælda, eins og við mánaðarlangt sundnámskeið á Álafossi 1936. Það árið kom kóngurinn og kann- aði hópinn. Að vísu hafnaði Krist- ján X því að skála við okkur í lýsi, en Sigurjón á Álafossi lét okkur nefnilega skála við gesti og hvern við annan í þeim vökva úr fullum eggjabikurum. Vinskapur okkar hefur svo haldist óskertur gegn- um árin, en jafnframt vorum við svilar, því Stína systir hans var gift Einari bróður mínum og jók það jafnvel á samskiptin. Ævistarf mitt var ferða- mennska, því sem flugstjóri hjá ýmsum flugfélögum var ég á flugi um allar álfur heims. En þrátt fyr- ir ferðalög mín, voru ferðalög okk- ar Gumma með konum okkar, Katrínu (Trinsu) og Hrefnu ár- viss, ýmist innanlands eða utan. Var þá gist í tjöldum, á hótelum eða sumarbústöðum, sem oft til- heyrðu Rafveitunum, en hans ævi- starf var við þær stofnanir. Eru endurminningar um þær ferðir ógleymanlegar, hvort sem farið var t.d. til Steingrímsfjarðar, Húsavíkur, Barcelóna eða Búda- pest. Faðir Gumma var Helgi Guð- mundsson bankastjóri, sem hafði verið verzlunarfulltrúi Íslands í Barcelóna snemma á öldinni, sem leið. Því var hugur Gumma nærri því landi og hafði spánska borg- arastyrjöldin á hann varanleg áhrif. Hann hélt ákaft með lýð- veldissinnum og var því að sjálf- sögðu gegn falangistum Frankós og öðrum fasistaöflum, enda sam- rýmdist það hans pólitísku lífssýn. Með kveðju frá fjölskyldu og systkinum, Ragnar G. Kvaran. Guðmundur Helgason ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA JENSEN, andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum föstudaginn 22. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 4. desember kl. 13.00. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Árni Árnason, Sigríður Anný Gunnlaugsdóttir, Ægir Breiðfjörð, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Brjánn Árni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, áður Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 3. desember kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á félag langveikra barna. Magnús Stefánsson, Lilja Kristinsdóttir, Ólafía Ragnarsdóttir, Björgvin Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur minn, faðir, tengdafaðir, afi, og bróðir, VIÐAR GÍSLASON, Gautavík 27, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 23. nóvember. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 4. desember kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbmeinsfélagið. Dagbjört Ólafsdóttir, Andrés Viðarsson, Margrét Helga Skúladóttir, Telma Svava Andrésdóttir, Svanbjörg Gísladóttir, Ester Gísladóttir, Þórir Gíslason. ✝ Okkar kæri bróðir, JÓHANNES GUNNLAUGSSON frá Bakka í Víðidal, Mjölnisholti 6, Reykjavík, sem lést laugardaginn 23. nóvember, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 4. desember kl.13.00. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Elísabet Gunnlaugsdóttir, Aðalheiður R. Gunnlaugsdóttir, Ragnar Gunnlaugsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, ÁSGEIR KJARTANSSON, Strýtuseli 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 19. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun. Pálína Gunnmarsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Sólveig Ásgeirsdóttir og Dagný Lilja. Elsku maðurinn minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR HELGI EMILSSON húsasmíðameistari Aratúni 17, Garðabæ, lést á líknardeild LSH í Kópavogi 31. október. Kveðjustund fór fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við Tryggva B. Stefánssyni,starfsfólki LSH, deild 11E og líknardeildar Kópavogs. Anna Kr. Thomsen, Hrefna Ólafsdóttir, Emil Geir Guðmundsson, Emil Geir Gunnarsson, Elna Ósk Gunnarsdóttir, Anders Billing, Viktor Gunnar Billing, Ester Anna Billing. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ZOPHONÍASAR FRÍMANNSSONAR frá Syðsta-Mó í Fljótum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar fyrir hlýhug og yndislega umönnun. Sigurbjörg Sveinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.