Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is H inn breski John Curran, helsti sér- fræðingur heims í verkum Agöthu Christie, var stadd- ur hér á landi á dögunum í tengslum við glæpasagnahátíðina Iceland Noir þar sem hann ræddi um glæpasagnadrottninguna. Hann er höfundur tveggja bóka um Christie en í þeim beinir hann sjónum að minnisbókum hennar. Spurður hvenær hann hafi fyrst fengið áhuga á bókum Agöthu Christie segir hann: „Ég var skóla- strákur þegar ég byrjaði að lesa bækur Agöthu Christie og las einnig bækur samtímaglæpasagna- höfunda hennar en ég sneri alltaf aftur til Agöthu Christie af því að hún er best.“ Af hverju er hún best? „Af ýmsum ástæðum. Hún var óvenjuafkastamikill höfundur, byrjaði að senda frá sér bækur um 1920 og hélt ótrauð áfram og bæk- ur eftir hana komu meira að segja út eftir dauða hennar, en hún hafði átt handrit í geymslu. Enginn sakamálahöfundur hefur skrifað verk sem hafa notið viðlíka vin- sælda á leiksviði og fjölmargar bækur hennar hafa verið kvik- myndaðar og orðið að framhalds- myndum. Það sem skiptir hvað mestu máli varðandi vinsældir er að þótt glæpasögur hennar virðist flóknar þá liggur allt í augum uppi um leið og gátan hefur verið leyst. Þá hugsar lesandinn með sér: Ég hefði átt að sjá þetta! Hann áttar sig á því að lausnin lá alltaf í aug- um uppi. Hann hafði fengið allar nauðsynlegustu upplýsingar til að leysa málið en rangtúlkaði þær, sem var einmitt það sem höfund- urinn vildi að hann gerði.“ Dásamlega snjallar sögur Christie á sína gagnrýnendur, hver virðist þér vera aðal- gagnrýnin á verk hennar? „Aðalgagnrýnin er sú að persón- ur hennar séu yfirborðslegar og búi ekki yfir neinni dýpt. Fram til- ársins 1945 er mikið til í þessu en fram að þeim tíma leit Christie sjálf svo á að bækur hennar væru einnota og gerði sér enga hug- mynd um að þær yrðu lesnar til frambúðar. Árið 1945 skrifaði hún ritgerð um sakamálasögur og höf- unda þeirra og þar sagði hún að með árunum fengi hún æ meiri áhuga á ástæðunum fyrir því að fólk fremdi morð fremur en því hvernig morðingjar reyndu að komast upp með glæpi sína. Eftir 1945 fjalla margar bækur hennar að miklu leyti um persónuleika morðingjanna fremur en umbúð- irnar í kringum glæpinn. Sögurnar eru enn dásamlega snjallar en per- sónurnar hafa öðlast aukna dýpt. Önnur gagnrýni er að í þeim bókum sem hún skrifaði á stríðs- árunum minnist hún vart á stríðið. Sjálf leit hún svo á að hún væri að skemmta fólki með sögum sínum og á árum seinni heimsstyrjaldar vildi almenningur, sérstaklega í Bretlandi, flýja hinn skelfilegan raunveruleika og á þessum tíma seldust sakamálasögu meira en aðrar bækur. Í bók eftir Agöthu Christie eru allir hamingjusamir í byrjun en síðan er framið morð og rannsókn hefst en í síðasta kafl- anum hefur hinn hamingjusami heimur verið endurreistur og morðinginn fær makleg málagjöld. Á stríðstímum var þetta sérlega þægileg lesning og er það reyndar enn í dag. Mjög margar af glæpa- sögum nútímans eru afar ofbeldis- fullar og Agatha Christie höfðar til fólks sem er ekki hrifið af slíkum bókum.“ Eins og dauði ættingja Þú hefur skrifað tvær bækur um minnisbækur Christie. Segðu mér frá því hverju þú komst að. „Þessar tvær bækur mínar hafa komið út í 17 löndum og í þeim var ég að leitast við að sýna hvernig Agatha Christie vann sem rithöf- undur. Ég er ekki viss um að mér hafi tekist það fyllilega því Christie var mjög dul manneskja sem veitti yfirleitt ekki viðtöl. Í minnisbókum hennar eru víða minnispunktar varðandi verk hennar og ég kannaði hvernig hún nýtti sér þá í sögum sínum. Þetta var ekki létt verk því það var mjög erfitt að lesa skrift hennar, sérstaklega á árunum 1930- 1950. Ég held að hugmyndirnar hafi komið mjög ört til hennar og hún hripað þær niður jafnóðum, stund- um í miklum flýti. Það er líka fullt af hugmyndum í minnisbókunum sem hún nýtti sér aldrei. Það sem heillar mig er að þótt bækur hennar séu vel byggðar og úthugsaðar þá eru minnispunktar hennar ruglingslegir. Hugmyndir sem tengdust einni og sömu skáld- sögu voru kannski á víð og dreif í mörgum minnisbókum en hún átti á áttunda tug minnisbóka. Ég held að hún hafi haft minnisbók í handtösk- unni, við rúmið, í eldhúsinu og haft minnisbók með sér úti í eyðimörk- inni en þar dvaldi hún í þrjá mánuði á hverju ári með eiginmanni sínum sem var fornleifafræðingur. Þegar hún fékk hugmynd tók hún þá minnisbók sem var næst hendinni og hripaði niður hugmynd og hélt svo áfram að gera það sem hún var að gera þá stundina. Þess vegna eru minnisbækurnar svo óreiðukenndar og skipulagslausar. Í dæmigerðri minnisbók hennar er til dæmis að finna hugmyndir að sex skáldsögum og útvarpsleikriti, auk þess sem þar  John Curran er helsti sérfræðingur heims í verkum glæpasagnadrottningarinnar Agöthu Christie »Vinsældir hennar virðast ætla að endast að eilífu.Hún er sá höfundur sem mest er þýtt eftir í heim- inum, hún er metsöluhöfundur allra tíma, 4 milljarð- ar eintaka hafa selst af bókum hennar og þær má finna í bókasöfnum og bókabúðum um allan heim. Agatha Christie Hún er enn einn mest lesni höfundur heims. Snjallar sögur „Ég var skólastrák- ur þegar ég byrjaði að lesa bækur Agöthu Christie og las einnig bæk- ur samtímaglæpasagnahöfunda hennar en ég sneri alltaf aftur til Agöthu Christie af því að hún er best,“ segir John Curran. Eilífar vinsældir Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Vandaðar innréttingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.