Morgunblaðið - 02.12.2013, Side 14

Morgunblaðið - 02.12.2013, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! REKSTRAR- OG ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Gull með afhendingu í febrúar bætti við sig um 1% í viðskiptum á föstudag og endaði í 1.250,40 döl- um. Þrátt fyrir þessa hækkun lækkaði málmurinn yfir nóvember- mánuð um nærri 6,55, að því er MarketWatch greinir frá. Hefur hlutfallsleg lækkun gulls ekki verið meiri síðan í júní þegar málmurinn veiktist um 12,2%. Frá ársbyrjun hefur gull lækkað um rúmlega 25%. Gullverð náði há- marki í setember 2011 í röskum 1.900 dölum á únsuna. Nóvember var líka slæmur fyrir silfurmarkað. Silfur með afhend- ingu í mars hækkaði um 1,7% á föstudag en dugði það ekki til að bæta upp lækkunina í mánuðinum sem nam samtals tæpum 10%. Hráolía með afhendingu í janúar hækkaði um 0,4% á föstudag og endaði í 92,72 dölum á fatið. Nam lækkunin í nóvember 3,7%. Mark- aðsgreinendur rekja lækkun hrá- olíu til flöskuhálsa í eldsneytis- framleiðsluferlinu. Framleiðsla hráolíu hafi aukist en olíuvinnsla ekki haldið í við þróunina og því safnist upp umframbirgðir af hrá- olíu sem þvinga verðið niður. ai@mbl.is AFP Skínandi Starfsmaður sýnir agnarsmáa gullplötu fengna úr gull-sjálfsala í Medellin, Kólumbíu. Gullverð hefur lækkað um fjórðung það sem af er ári. Mesta mánaðarlækkun gulls síðan í sumar  Hráolía lækkar vegna flöskuhálsa í olíuvinnslu Kínverska innkaupastjóravísitalan í nóvember mældist 51,4 stig og er óbreytt frá októbermánuði. Er þetta nokkru sterkari mæling en búist hafði verið við en markaðs- greinendur reiknuðu með 51,1 stigi. Kínverska innkaupastjóra- vísitalan er mæld á skala þar sem mæling undir 50 stigum sýnir sam- drátt en mæling yfir 50 stigum aukningu. Búist hafði verið við vægri lækk- un þar sem aðrar mælingar höfðu bent til samdráttar í útlánum, hæg- ari lagerveltu hjá fyrirtækjum og óvissu varðandi eftirspurn á heims- vísu. Reuters segir að markaðurinn muni taka því vel að innkaupastjóra- vísitalan var umfram væntingar enda gefi það til kynna að stjórnvöld í Kína séu þá betur í stakk búin til að ráðast í þær umfangsmiklu breyt- ingar á skipulagi hagkerfisins sem kynntar voru í nóvember og miða eiga að auknu frelsi á markaði. ai@mbl.is AFP Shanghaí Innkaupastjóravísitalan mælist sterk í nóvember. Tölur enn sterkar í kínverskum iðnaði Álitsgjafar virðast skiptast í tvær fylkingar um ágæti þeirrar þróunar sem orðið hefur á verði bitcoin síð- ustu vikurnar og mánuðina. Ann- ars vegar eru þeir sem telja skarpa verð- hækkunina skóla- bókardæmi um bólu og spákaup- mennsku á með- an aðrir spá því að Bitcoin sé rétt að byrja og þar sé á ferðinni tíma- mótagjaldmiðill sem eigi mikið inni. Sumir segja bitcoin gjaldmiðil framtíðarinnar á meðan aðrir tala um „stafræna túlípana“ og vísa þar í frægt atkvik í hagsögunni þegar mikil bóla myndaðist á hollenska túl- ípanamarkaðinum árið 1637. Á sunnudag var meðalverð bitcoin í kringum 1.152 dali en var í radíus við 800-900 dala markið fyrir viku og kringum 200 dala markið í byrjun nóvember. Hefur bitcoin því hækkað nærri sexfalt í verði yfir mánuðinn. Reuters greinir frá að á miðviku- dag hafi rafræni gjaldmiðillinn um stund verið í hærra verði en gull- únsan. Leitar að milljarði á haugunum Forbes og AFP greina frá hvernig þessi mikla hækkun hefur orðið þess valdandi að breskur tölvufiktari, James Howells að nafni, er núna að róta í ruslahaugum bæjarins New- port í Wales. Árið 2009 keypti Ho- wells 7.500 bitcoin-einingar þegar gjaldmiðillinn var nánast verðlaus. Geymdi hann gögnin sem þarf til að nálgast bitcoin-myntirnar á hörðum diski, sem hann svo henti í hugs- unarleysi fyrr á árinu. Án harða disksins getur Howells ekki nálgast bitcoin-safnið sitt sem á markaðs- verði helgarinnar ætti að vera um 8,6 milljóna dala virði, jafnvirði rétt rösklega milljarðs króna. ai@mbl.is Áfram hækkar bitcoin  Kostar nærri jafn mikið og gullúnsa  Nærri sexfaldaðist í verði í nóvember Kóði Bóla eða bylt- ing? Bitcoin er á miklu flugi Tölur frá bandarískum smásölum benda til þess að jólavertíðin hafi byrjað af meiri krafti en í fyrra. Salan á „svarta föstudag“, stóra útsöludag- inn strax á eftir þakkargjörðardegi, dróst saman um 13,2% samkvæmt mælingum ShopperTrak, en saman- lögð salan í byrjun þakkargjörðar- helgarinnar var 2,3% meiri en í fyrra. Mest var aukningin í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem salan batnaði um 6% milli ára. Vonskuveður dundu á norðausturhluta Bandaríkjanna skömmu fyrir þakkargjörðardag og hafði þau áhrif að salan dróst saman um 7%. MarketWatch segir tölurnar sýna að neyslumynstrið í upphafi jólasölu- tímabilisins er að breytast og fleiri velja að heimsækja verslanir á þakk- argjörðardag en að verja deginum heima fyrir með kalkúnasteik og ætt- ingjum. Sundurliðaðar tölur hafa þegar borist frá Wal-Mart-keðjunni sem af- greiddi ríflega tíu milljón viðskipta- vini á föstudag, frá því búðir voru opn- aðar kl. 6 að morgni þangað til þeim var lokað kl. 10. Seldust m.a. tvær milljónir sjón- varpstækja, 1,4 milljónir spjaldtölva og 1,9 milljónir af dúkkum. Metsöluvaran í ár kemur á óvart, en 2,8 milljón handklæði seldust í verslunum Wal-Mart á svarta föstu- dag. Gátu viðskiptavinir fengið eitt baðhandklæði eða sex viskustykki á 1,74 dali, jafnvirði um 200 kr. ai@mbl.is AFP Kraðak Margir Bandaríkjamenn notuðu tækifærið á föstudag til að kaupa sér eitthvað skemmtilegt með góðum af- slætti. Viðskiptavinir standa í röð í stiga aðalverslunar Apple á Manhattan, ólmir að nýta sér tilboðin. Jólasalan vestan- hafs fer vel af stað  Handklæði, sjónvörp og spjaldtölvur ruku út hjá Wal-Mart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.