Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013
AF MÁLMFÓNÍU
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Svo er annað eftir: Tónleikarmeð Sinfóníuhljómsveit Ís-lands og helþéttum kór í
kjaftfullri Eldborg. Það yrði málm-
messa áratugarins!“
Með þessum orðum lauk höf-
undur þessa pistils umsögn sinni um
aðra breiðskífu víkingamálmbands-
ins Skálmaldar, Börn Loka, hér í
blaðinu fyrir réttu ári. Ef til vill var
það óskhyggja en alltént upplýst
óskhyggja því ég var sannarlega
farinn að sjá þetta fyrir mér á þeim
tímapunkti. Börn Loka, eins og
Baldur á undan henni, hrópaði á Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, einhvern
öflugasta túlkanda norræna tón-
verka í þessum heimi. Um það eru
húsbændur í Hörpunni mér greini-
lega sammála því fyrir og um
helgina varð þessi djarfi gjörningur
að veruleika. Ekki bara einu sinni,
heldur þrisvar fyrir smekkfullri Eld-
borg. Raunar fimm sinnum séu
skólatónleikarnir að morgni
fimmtudagsins taldir með. Geri aðr-
ir betur!
Spennan var að byggjast uppalla vikuna og eftir að hafa litið
inn á æfingu að morgni miðvikudags
varð ég sannast sagna viðþolslaus.
Föstudagskvöldið rann loksins upp
og til að gera langa sögu stutta fór
uppákoman langt fram úr vænt-
ingum. Og voru þær ekki litlar.
Ekki byrjaði það illa. Þegar ég
mætti til leiks ultu nokkrir málm-
bræður út úr bíl fyrir aftan mig.
„Fyrirgefðu, lagsi,“ sagði einn.
„Ertu að fara á Skálmöld?“
Það hélt ég nú.
„Helvíti fínt, maður. Við vorum
nefnilega ekki vissir um að við vær-
um á réttum stað. Erum að koma
beint úr sveitinni.“
Eftir þetta gat kvöldið ekki
klikkað. Skálmöld er auðvitað
hljómsveit allra landsmanna og
margir hafa eflaust komið langt að.
Stemningin í salnum var áþreif-
anleg og strax þegar Gunnar Ben
gekk fram fyrir skjöldu til að kyrja
Heima gerðist eitthvað sem erfitt er
að lýsa með orðum. Leikgleði
Skálmaldar er með miklum ólík-
indum og smitaði hratt út frá sér. Á
góðu kvöldi eru sexmenningarnir
eins og ryksuga, soga allt að sér. Í
þessu tilviki Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, Karlakór Reykjavíkur,
Hymnodiu, Skólakór Kársnesskóla
og tvö þúsund gesti í Eldborg. Öll
urðum við eitt.
Útsetjarinn, Haraldur V. Svein-
björnsson, hafði lofað að vinna með
tónlistinni en ekki á móti henni og
stóð við hvert orð. Ekki var gott að
segja hvar Skálmöld endaði og Sin-
fónían og kórarnir tóku við. Mögu-
lega hefur Haraldur lært af mistök-
um Michaels heitins Kamens en
útsetningar hans fyrir San Franc-
isco-sinfóníuna á sínum tíma voru
sem kunnugt er fleygur í síðu Metal-
lica. Taugaveiklað brass og tilvilj-
anakenndar strófur.
Því var ekki að heilsa hér og
frábært að sjá hvað Sinfó skemmti
sér vel andspænis þessum óvenju-
legu gestum sem hikuðu ekki við að
klakka, stappa og standa upp í
miðjum klíðum. Það þykir óheflað á
venjulegum sinfóníutónleikum. En
það var ekkert venjulegt við þessa
tónleika.
Engir nutu sín betur en Sigrún
Eðvaldsdóttir konsertmeistari, sem
rak hornin óspart framan í gesti, og
öðlingurinn Bernharður Wilkinson
sem tókst hreinlega á loft með sprot-
ann þegar mest var undir. Velkom-
inn í Hið íslenzka málmvísindafélag,
Benni. Djöfull myndi Bryndís Halla
Gylfadóttir líka taka sig vel út í ein-
hverju málmbandinu.
Strákarnir í Skólakór Kárs-
nesskóla feyktu flösu eins og þeir
ættu lífið að leysa meðan þeirra naut
við. Eðli málsins samkvæmt var sá
kór sendur heim í hálfleik – enda
kominn háttatími. Karlakór Reykja-
víkur og Hymnodia rokkuðu feitt,
eins og þeir hefðu aldrei gert annað.
Fagmenn fram í fingurgóma.
Það er tómt mál að tala um há-
punkta – þeir voru svo margir. Árás
kveikti strax í liðinu, Narfi, Sleipnir,
Loki. Hann var geðveikur. Svo við
tölum bara íslensku. Svei mér ef
Kvaðning er ekki komin í hóp bestu
málmverka sem ég hef heyrt um
dagana. Nútímaklassík.
Ekki brugðust gestirnir. Eng-inn (þ)rass sat kyrr þegar Addi
í Sólstöfum, einn besti sviðsmaður
landsins, birtist skyndilega eins og
riddari frá miðöldum. Eftir að hafa
kveðist á við Björgvin um stund vék
hann af velli og „hæ-fævaði“ eina
stelpuna í skólakórnum á leiðinni út.
Þá leið mér eins og ég væri staddur í
ljósaskiptunum.
Allt er greinilega leyfilegt á
öldum skálmsins.
Málmdrottningin sjálf, Edda
Tegeder, var engu síðri. Magnað að
fylgjast með eftirvæntingunni í saln-
um þegar Hel var tónuð niður og
hyllti undir innkomu Eddu. „Hvar er
hún?“, „hvenær kemur hún?“ Allir
vissu hvað var í vændum. Það var
engu líkara en James Hetfield eða
Max Cavalera væru á svæðinu.
Ekki skal gert upp á milli þeirra
Skálmeldinga en Baldur og Jón Geir
fá prik fyrir að mæta berir að ofan á
svið. Ekki allir sem „púlla“ það með
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ætli það
hafi verið ástæðan fyrir öllum kon-
unum í salnum? Man ekki annað eins
á málmtónleikum. Ráðsettar hús-
mæður og húðflúraðar goþgellur í
bland.
Sú var tíðin að Eiríkur Hauks-
son hraktist úr landi til að syngja
þungarokk. Það þarf varla nokkur
maður að gera lengur. Þökk sé
Skálmöld. Hún hefur ekki aðeins
kynt bál í gömlum málmhjörtum
heldur gert hálfa þjóðina að þunga-
rokkurum. Er það vel.
Sigrún Eðvaldsdóttir ræddi um
það á síðum þessa blaðs fyrir helgi
að hún væri orðin aðdáandi og
reiðubúin að ferðast um heiminn
með Skálmöld. Mögulega sagt í hálf-
kæringi. En hver veit? Gjörning-
urinn í Eldborg var alltént tónlistar-
viðburður á heimsmælikvarða.
Boðlegur hvar sem er.
Ævintýri þessa kostulega„kaffiklúbbs“, eins og Skálm-
eldingar lýsa sér sjálfir, er löngu
orðið stjórnlaust. Hver veit hvað
gerist næst? Látum þetta þó duga í
bili og ljúkum þessum pistli (hér um
bil) eins og við hófum hann.
Svo er annað búið: Tónleikar
með Sinfóníuhljómsveit Íslands og
helþéttum kór í kjaftfullri Eldborg.
Það VAR málmmessa áratugarins!“
Málmmessa áratugarins
»Ævintýri þessakostulega „kaffi-
klúbbs“, eins og Skálm-
eldingar lýsa sér sjálfir,
er löngu orðið stjórn-
laust. Hver veit hvað
gerist næst?
Morgunblaðið/Eggert
Skálmað Frá æfingu á fimmtudaginn þar sem grunnskólabörn fylltu Eldborg í tvígang og gerðu góðan róm að flutningi Skálmaldar, SÍ og þriggja kóra.
Þrassað Björgvin Sigurðsson söngvari og gítarleikari og Snæbjörn
Ragnarsson bassaleikari og textahöfundur Skálmaldar í ham í Hörpu.
Nánar á heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Blandan byggist upp á fljótandi lífrænu járni,
sérvöldum jurtum, ávaxta djús og blöndu af c-
og b-vítamíni, til að auka járnbúskap líkamans.
Floradix er jurtablanda sem
hjálpar til við að auka járnmagnið
í blóðinu, án aukefna.
Ertu slöpp?
Getur verið að þig vanti járn?