Morgunblaðið - 09.12.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Gefðu hlýju og upplifun um jólin
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Kauptu fyrir 5.000 kr. en fáðu 7.000 kr. gjafabréf
Kauptu fyrir 10.000 kr. en fáðu 15.000 kr. gjafabréf
Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir alla þá
sem langar að ferðast!
Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann
í bókun og að gjafabréfið gildir einungis á nýjar bókanir.
Gjafabréf
ágóða ferð Eftirvæntingin eftir útdrætti á lottótölum helgarinnar
var gífurleg enda potturinn sjöfaldur og 94 milljónir í
húfi. Vefsvæði Íslenskra getrauna, lotto.is, hrundi eftir
að tölur höfðu verið lesnar upp á laugardaginn enda
víst að margir vildu athuga hvort vinningurinn væri
þeirra. Enginn var hins vegar með allar tölur réttar í
lottóútdrætti helgarinnar og verður því potturinn átt-
faldur um næstu helgi.
Hæsti vinningur til þessa er 80 milljónir króna og er
hann jafnframt sá stærsti sem einstaklingur hefur hlot-
ið í íslensku happdrætti.
Stefán Snær Konráðsson, framkvæmdastjóri Ís-
lenskrar getspár, segir það hafa komið sér á óvart að
vinningurinn skyldi ekki fara út um helgina. „Ég bjóst
fastlega við því að vinningurinn gengi út um helgina.
Það voru reyndar tíu sem voru alveg á brúninni að fá
þann stóra en þeir voru með fjórar tölur réttar af fimm
plús bónustölu. Nú verður hann áttfaldur í fyrsta skipti
og vinningsupphæðin stefnir í 125 milljónir króna,“
segir Stefán en hann vonar að vinningurinn deilist á
sem flesta og dreifist því til fólks rétt fyrir jólin. „Þótt
stóri vinningurinn hafi ekki gengið út fékkst vinningur
á 16 þúsund raðir svo það má gera ráð fyrir að á milli
10 og 20 þúsund Íslendingar hafi fengið einhvern vinn-
ing, sem er ánægjulegt. Málstaðurinn er líka góður en
Öryrkjabandalagið og íþróttahreyfingin njóta góðs af
þessu.“ vilhjalmur@mbl.is
Aðalvinningurinn stefnir
í 125 milljónir króna
Lottópotturinn verður áttfaldur í fyrsta skipti næstu helgi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lottó Potturinn áttfaldur í fyrsta sinn í sögu lottósins.
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Um tvöfalt fleiri tegundir háplantna
hafa numið land í Surtsey en vaxa yf-
irleitt í öðrum og stærri úteyjum
Vestmannaeyja. Viðbúið er að
plöntutegundunum í Surtsey fækki
eftir því sem eyjan rofnar og líkist
meir nágrannaeyjunum.
Þetta kom fram í erindi Borgþórs
Magnússonar, vistfræðings hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands, á Hrafna-
þingi nýlega. Þar fjallaði hann um
framvindu gróðurs og þróun vistkerf-
is í Surtsey.
Á þessu ári höfðu fundist alls 70
tegundir háplantna í eynni frá upp-
hafi, þar af voru 59 tegundir á lífi í
sumar. Til samanburðar eru tegundir
í úteyjum Vestmannaeyja allt frá
tveimur og upp í þrjátíu. Fjöldinn
ræðst af stærð eyja og skerja
Stakkaskipti urðu 1985
Fyrsta áratuginn, 1965-75, var
framvinda og landnám gróðurs í
Surtsey hægfara. Það háði gróðr-
inum að jarðvegur var mjög snauður
af næringarefnum fyrir plöntur. Að-
allega voru það harðgerðar strand-
plöntur, fjörukál, fjöruarfi, blálilja og
melgresi sem námu land og breiddu
úr sér fyrstu árin. Næsta áratug,
1976-85, gerðist lítið nema hvað þess-
ir stofnar komu sér betur fyrir.
„Stakkaskiptin urðu upp úr 1985
þegar máfavarpið tók að myndast. Þá
fór plöntunum að hraðfjölga og seinni
bylgjan kom í landnám plantna í
Surtsey. Gróðurinn þéttist mikið og
tegundum fjölgaði mjög. Það er okk-
ar mat að máfurinn hafi borið mikið
af fræjum til eyjarinnar. Einnig
bötnuðu jarðvegsskilyrðin,“ sagði
Borgþór.
Gróðurríkið þróaðist nokkuð hratt
frá árinu 1985 og þetta skeið stóð
fram undir árið 2005. Flestar teg-
undir plantna fundust í eynni sum-
arið 2007 en þá voru þær 65 að tölu.
Tegundunum hefur hins vegar held-
ur fækkað síðustu árin.
„Við teljum það vera vegna þess að
gróðurinn er að þéttast og þetta gef-
ur vísbendingu um að hámarkinu sé
ef til vill náð,“ sagði Borgþór.
Nú er kominn vísir að mjög þéttu
graslendi í Surtsey. Þegar gróðurinn
þéttist og sprettur mikið eiga smá-
vaxnari tegundir erfitt uppdráttar og
hverfa.
„Við búumst við því að Surtsey
muni halda áfram að minnka og gróa
smám saman upp,“ sagði Borgþór.
Allt bendir til þess að henni muni
svipa til eldri úteyja Vestmannaeyja
þegar frá líður. Þær eru aðeins mó-
bergskjarni sem stendur upp úr haf-
inu. Lág hraun og sendin nes, eins og
enn eru í Surtsey, eru löngu horfin í
hinum úteyjunum.
Hraunin og sendnu svæðin í Surts-
ey mynda búsvæði sem frum-
herjategundir á borð við melgresi,
fjöruarfa og fleiri nýta sér. Þegar
þessi búsvæðin hverfa fara þessar
tegundir einnig og því verður gróð-
urinn væntanlega fábreyttari þegar
fram líða stundir.
Jarðvegurinn breytist
Fuglarnir bera vel á landið. Fugl-
inn ber æti í unga og frá honum fellur
mikið, bæði drit og fæðuleifar. Einn-
ig drepast ungar og fullorðnir fuglar
og allt leggst það til jarðvegsins.
Borgþór sagði að jarðvegurinn verði
mjög frjósamur þar sem áhrifa af
fuglinum gætir.
„Landið fær ríkulega áburðargjöf
á hverju einasta ári. Þar munar mest
um köfnunarefnið. Þetta er eins og
frjósömustu tún sem borið er á uppi á
landi. Þarna vex mjög þéttur og
kraftmikill gróður, en það eru fáar
tegundir sem taka hreinlega yfir. Þar
á meðal er til dæmis túnvingull sem
er ein algengasta grastegundin hér á
landi. Hann nýtur sín mjög vel í
fuglabyggðum og myndar mjög þétt-
an og öflugan svörð,“ sagði Borgþór.
Fylgst hafi verið með túnvingli
leggja undir sig land í Surtsey, allt
frá því að mynda litla gróðurkolla og
upp í að sama plantan hafi breiðst yf-
ir margra tuga fermetra svæði á 10-
15 árum.
Fyrstir fugla til að hefja varp í
Surtsey voru fýll og teista árið 1970.
Hreiður þeirra voru í sjávarhömrum.
Sumarið 1974 hóf svartbakur varp
þar og voru hreiður örfá fyrstu árin.
Þetta voru fyrstu fuglarnir sem
verptu uppi á eynni. Upp úr 1980
bættust við fleiri máfar og um 1985
tók að myndast þétt varp sílamáfs,
silfurmáfs og svartbaks á suðurhluta
eyjarinnar, sem óx á fáum árum í 200
– 300 varppör. Lundi hefur aðeins
sést í Surtsey og hefur hann orpið
þar í litlum mæli í hömrum. Merki
hafa sést um krafs eftir lunda í gras-
lendinu á vorin en hingað til hefur
hann ekki hitt á hentugan stað til að
grafa sér holu. Búist er við því að
fyrstu lundahreiðrin komi í graslend-
ið í Surtsey á næstu áratugum.
Vel hefur verið fylgst með jarð-
vegsmyndun í Surtsey. Þar sem máf-
urinn er ekki, eins og á berang-
urslegum söndum, er enn mjög lítið
lífrænt efni og hæg jarðvegs-
uppbygging. Þar sem fuglinn heldur
sig er hins vegar komið talsvert líf-
rænt efni í jarðveginn. Ekki hefur þó
enn myndast mold eins og við þekkj-
um hana.
„Landnám fuglanna og þeirra
áhrif hafa skipt sköpum fyrir þró-
unina í Surtsey. Þetta sýnir okkur
hvað gróðurlendin í Vestmanna-
eyjum og öðrum fuglaeyjum eru und-
ir miklum áhrifum af fuglinum. Það
má segja að þeir séu drifkrafturinn
og keyri kerfið áfram og viðhaldi með
þessari miklu áburðargjöf,“ sagði
Borgþór.
Heimaey og Elliðaey skoðaðar
Hafin er rannsókn á gömlu gras-
lendi á Heimaey og í Elliðaey í sam-
vinnu við Bjarna Diðrik Sigurðsson,
við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Það er haft til samanburðar við
Surtsey. Borgþór sagði að allmiklar
rannsóknir hafi verið gerðar á lífríki
svæðisins fyrr á árum, bæði í Vest-
mannaeyjum og uppi á landi, í kjölfar
Surtseyjargossins.
„Við höfum tekið þetta upp aftur
og höfum áhuga á að skoða hvaða
áhrif fuglarnir hafa á gróðurlendi í
úteyjunum,“ sagði Borgþór. Hann
sagði að gömlu úteyjarnar sýni hver
örlög Surtseyjar verði og í hvaða horf
lífríki hennar muni sækja.
Skoðað er graslendi í Lyngfellisdal
á Heimaey þar sem áhrifa sjófugla og
áburðarálags þeirra gætir lítið. Einn-
ig er skoðuð lundabyggð í Elliðaey og
svæðin borin saman við máfavarpið í
Surtsey.
Graslendið í Lyngfellisdal er gisn-
ast en lang-fjölskrúðugast, með um
20 tegundir háplantna. Í lundabyggð-
inni í Elliðaey og í máfavarpinu í
Surtsey er graslendið miklu þéttara
og gróskumeira en með einingis 5-8
tegundir háplantna í reitunum. Jarð-
vegur er jafnframt miklu frjósamari
þar en í Lyngfellisdal.
Máfarnir sáðu og báru á í Surtsey
Stakkaskipti urðu í Surtsey þegar máfar hófu að verpa þar í kringum 1985 Háplöntutegundir
hafa verið helmingi fleiri í Surtsey en í öðrum úteyjum Allt bendir til þess að tegundunum fækki
Ljósmyndir/Borgþór Magnússon
Surtsey 2013 Graslendið í máfavarpinu er mjög gróskumikið og minnir á vel á borin, frjósöm tún.
Surtsey 2005 Melgresi og fjöruarfi hafa fest rætur á sendnum mel.
Surts-
eyjargosið
hófst þann
14. nóv-
ember 1963,
fyrir rúmum
fimmtíu ár-
um. Fljót-
lega reis ný
eyja úr sæ.
Tekin var
ákvörðun
um að takmarka mannaferðir í
eynni enda gafst þar einstakt
tækifæri til að fylgjast með
landnámi lífsins. Framvinda
flóru Surtseyjar er á meðal þess
sem vísindamenn hafa rann-
sakað þar í nær hálfa öld.
Strax fyrsta vorið varð þess
vart að fræ og aðra plöntuhluta
hafði rekið í land á nýju eynni.
Vorið eftir, 1965, hafði fyrsta
háplantan, fjörukál, fest rætur á
strönd Surtseyjar. Nýjasti land-
nemi plönturíkisins í Surtsey er
tungljurt sem fannst sumarið
2011.
Áætlað er að sjórinn hafi bor-
ið um 10% háplantnanna til
Surtseyjar, vindar hafi borið um
15% en að 75% hafi komið með
fuglum.
Fuglar báru
flest fræin
NÆR HÁLFRAR ALDAR
RANNSÓKNARSTARF
Borgþór
Magnússon