Morgunblaðið - 09.12.2013, Page 12
| www.flytjandi.is | sími 525 7700 |
80
ÁFANGASTAÐIR
UMALLTLAND
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR
JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
750KR.
Minnum á fatasöfnun Rauða Krossins
á móttökustöðum Eimskips Flytjanda
um land allt
Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m
og hámarksþyngd 45 kg.
Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka
– aðeins 750 krónur hvert á land sem er.
Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega
með Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta
afgreiðslustað á www.flytjandi.is
ALLT
AÐ
0,5 x
0,5 x
0,5m
KG45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013
Innlent
Það er óhætt að segja að verslanir í
höfuðborginni hafi ekki farið var-
hluta af jólastemningu landsmanna
um helgina, þegar jólabörn á öllum
aldri brugðu sér í bæjarferð til að
skoða jólaljós og jóladót. Þá var
efnt til ýmissa hátíðartengdra við-
burða víða um land og komu ís-
lensku jólasveinarnir, þeir ófor-
skömmuðu hrekkjalómar, oftar en
ekki við sögu.
Á Árbæjarsafni var hin árlega
jólasýning opnuð í gær, í fyrsta sinn
þessi jól, en hún verður einnig opin
sunnudagana 15. og 22. desember. Í
miðbænum var jólamarkaður opn-
aður á Ingólfstorgi á laugardag og
þar var í aðahlutverki Leiðinda-
skjóða Grýludóttir en á Glæsimark-
aðnum við Nýbýlaveg var hægt að
gera góð kaup og góðverk með því
að fjárfesta í ljótri jólapeysu, svo
eitthvað sé nefnt.
Landsmenn til sjávar og sveita að komast í jólaskapið
Morgunblaðið/Kristinn
Gott í skóinn? Jólasveinarnir eru árlegir gestir í Árbæjarsafni en spurning hvort þeir hafi munað eftir kartöflunum.
Morgunblaðið/Kristinn
Þorp Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi var opnaður á
laugardag en þar er til sölu bæði handverk og góðgæti.
Morgunblaðið/Kristinn
Ný hljóðbók Agnes M. Sigurðardóttir biskup og Ólafur Ragnar Grímsson
forseti fengu í gær fyrstu eintök nýrrar útgáfu Passíusálmanna á hljóðbók.
Morgunblaðið/Kristinn
Ljótujól Á Glæsimarkaðnum gafst fólki kostur á að
kaupa sér ljótar jólapeysur til styrktar Barnaheillum.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Rautt Þeir voru fínir í tauinu jólasveinarnir sem heim-
sóttu Glerártorg á laugardag og glöddu öll jólabörnin.
Morgunblaðið/Kristinn
Sungið Jólavætturinn Leiðindaskjóða Grýludóttir var í
roknastuði þegar jólamarkaðurinn var opnaður.
Sveinkar
komnir á
stúfana