Morgunblaðið - 09.12.2013, Side 23

Morgunblaðið - 09.12.2013, Side 23
Flugslysið á Srí Lanka 1978 Er Oddný varð flugfreyja sum- arið 1966, ætlaði hún fyrst að sinna því starfi á sumrin með námi og öðrum störfum. Reyndin varð þó sú að hún var flugfreyja í 42 ár. Oddný tók þátt í pílagríma- flugi Loftleiða frá upphafi 1976. Hún var flugfreyja um borð í flug- vél Flugleiða sem hrapaði til jarð- ar í aðflugi að Katunyake-flugvelli við Colombo á Srí Lanka 15.11. 1978. Með vélinni voru 259 manns, 246 indónesískir pílagrímar og 13 Íslendingar, átta manna áhöfn og fimm manna aukaáhöfn. Alls lét- ust 175 farþegar frá Indónesíu og átta Íslendingar sem voru í áhöfn vélarinnar. Fimm Íslendingar komust hins vegar lífs af og 74 aðrir. Oddný slasaðist mikið, var með brotinn spjaldhrygg á tveimur stöðum, fékk miklar innvortis blæðingar og var mikið marin. Um það bil mánuði eftir slysið var Oddný flutt heim og lögð inn á Landspítalann, þar sem hún lá í hálft ár. Síðan tók við endurhæf- ing þar sem hún þurfti m.a. að læra að ganga upp á nýtt. Með þrotlausum æfingum fór Oddný aftur að ganga og 16 mán- uðum eftir slysið var hún aftur farin að starfa sem flugfreyja. En var ekki erfitt að fljúga aft- ur? „Nei. Ég hef aldrei verið flug- hrædd. Flug er að öllu jöfnu einn öruggasti ferðamáti sem völ er á. Farþegaflug hefur heldur aldrei verið öruggara en einmitt nú á síðustu árum. Það er þess vegna yfirleitt engin skynsamleg ástæða fyrir almennri flug- hræðslu.“ Oddný hefur aldrei náð sér að fullu eftir meiðslin en var samt flugfreyja hjá Flugleiðum og síðan Icelandair til 2010 er hún lét af störfum. Hún þarfnast stöðugrar sjúkraþjálfunar en fer í ræktina, stundar jóga, er nú í þýskunámi og hjálpar barnabörnunum með tungumálanámið. Fjölskylda Sonur Oddnýjar er Þórólfur Beck Þórólfsson, f. 30.3. 1969, starfsmaður hjá loftrýmiseftirliti Landhelgisgæslunnar en kona hans er Vilborg Einarsdóttir hús- freyja og eru börn þeirra Ólöf Oddný Beck, f. 1995, og Eiríkur Beck, f. 2000. Faðir Þórólfs var Þórólfur Beck, f. 21.1. 1940. d. 18.12. 1999, knattspyrnukappi: Frækinn knattspyrnukappi „Við Þórólfur eldri vorum kær- ustupar um skeið og góðir vinir alla tíð. Hann var á sínum tíma besti knattspyrnumaður, hér á landi, lék fyrst með meistaraflokki gullaldarliðs KR, er hann var 17 ára, varð markahæsti leikmaður KR 1958, markakóngur deild- arinnar 1959, setti markamet 1960 og bætti metið 1961 er hann skor- aði sextán mörk í aðeins átta leikj- um. Það met hefur aldrei verið slegið. Þórólfur var annar Íslending- urinn sem varð atvinnumaður í knattspyrnu, var almennt talinn einn fremsti leikmaður í skoskri knattspyrnu, en stórveldið, Glas- gow Rangers, greiddi fyrir hann hærri upphæð, 1964, en félagið hafði nokkurn tíma greitt fyrir knattspyrnumann. Þórólfur átti hins vegar við alvarleg veikindi að stríða síðustu 30 ár ævinnar.“ Systkini Oddnýjar: Björgólfur Stefánsson Björgólfsson, f. 7.12. 1951, búsettur í Reykjanesbæ; Jó- hanna Björgólfsdóttir, f. 26.10. 1953, d. 21.11. 1995, deildarstjóri; Jóhann Björgólfsson, f. 26.2. 1962, búsettur í Reykjanesbæ. Foreldrar Oddnýjar voru Björg- ólfur Stefánsson, f. 3.6. 1921, d. 8.10. 2004, stórkaupmaður í Reykjavík og síðar slökkviliðs- maður á Keflavíkurflugvelli, og Unnur Jóhannsdóttir, f. 12.4. 1923, d. 21.3. 2009, húsfreyja. Úr frændgarði Oddnýjar Björgólfsdóttur Oddný Björgólfsdóttir Sólveig Friðriksdóttir húsfr. á Svarfhóli Tómas Jónsson b. á Svarfhóli í Álftafirði við Djúp Jóhanna Guðrún Tómasdóttir húsfr. í Rvík Jóhann Þorleifsson sjóm. í Rvík Unnur Jóhannsdóttir húsfr. í Rvík og í Keflavík Sveinsína Magnúsdóttir húsfr. á Kleifabotni Þorleifur Helgason b. á Kleifabotni í Ísafirði við Djúp Mensaldrína Þorsteinsdóttir húsfr. á Brekkuborg Stefán Jóhannesson b. á Brekkuborg í Breiðdal Elísabet Kemp húsfr. á Illugastöðum Lúðvík Kemp vegaverkstj. á Illugastöðum í Skagafirði Björgólfur Stefánsson stórkaupm. í Rvík og slökkvi- liðsm. á Keflavíkurflugv. Helga Lúðvíksdóttir Kemp húsfr. á Ásunnarstöðum Stefán Árnason b. á Ásunnarstöðum í Breiðdal ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 Hermann Gunnarsson fæddistá Bárugötunni í Reykjavík9.12. 1946. Foreldrar hans voru Björg Sigríður Hermannsdótt- ir húsfreyja og Gunnar Gíslason vél- stjóri. Gunnar var bróðir Jóhanns lögfræðings og Guðmundar for- stjóra B&L, föður Gísla, fyrrv. for- stjóra B&L, föður Ernu, forstjóra BL. Björg Sigríður var systir hins gamalkunna markvarðar, Her- manns í Val, og systir Kristbjargar, móður Kolbeins, landsliðsmanns í körfuknattleik, og Vigdísar, lands- liðskonu í handknattleik Pálsbarna. Hermann átti þrjú systkini. Börn Hermanns: Sigrún, f. 1971; Þórður Norðfjörð, f. 1973; Hendrik Björn, f. 1975; Björg Sigríður, f. 1983; Edda, f. 1986, og Eva Laufey Kjaran, f. 1989. Hermann lauk prófum frá Versl- unarskólanum. Hann var einn fremsti knattspyrnumaður hér á landi á sjöunda áratugnum, varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val, þrisvar bikarmeistari, var kos- inn Knattspyrnumaður ársins 1968, lék með Eisenstadt í Austurríki 1969, varð þrisvar markakóngur og lék 20 A-landsleiki. Auk þess var hann landsliðsmaður í handbolta. Hermann var blaðamaður og aug- lýsingastjóri Vísis 1967-69, skrif- stofumaður á Skattstofu Reykjavík- ur 1972-77, frétta- og íþróttafrétta- maður á RÚV 1977-85, dagskrár- gerðarmaður á Bylgjunni 1986-87 og hjá Sjónvarpinu frá 1987 þar sem hann stjórnaði vinsælasta íslenska sjónvarpsskemmtiþætti fyrr og síð- ar, Á tali hjá Hemma Gunn. Auk þess var hann fararstjóri hjá Útsýn og Veröld um skeið og skemmti með Sumargleðinni. Vorið 2005 hóf göngu sína nýr tón- listargetraunaþáttur undir stjórns Hermanns, Það var lagið, sem sýnd- ur var á Stöð 2. Þá stjórnaði hann þættinum Í sjöunda himni á Stöð 2 veturinn 2006-2007. Hermann var einstaklega elsku- legur, opinn og skemmtilegur en átti ekki alltaf sjö dagana sæla í oft ein- manalegu einkalífi. Hann varð bráð- kvaddur í Taílandi 4.6. 2013. Merkir Íslendingar Hemmi Gunn 95 ára Guðný Árnadóttir 90 ára Hjördís Jónsdóttir 85 ára Sigríður Steindórsdóttir 80 ára Erla Ólafsson Gröndal Jóhanna Guðbjörg Bjarnadóttir Marselína Jónasdóttir Þorgrímur Sigurjónsson Þórdís Björnsdóttir 75 ára Bragi Hrafn Sigurðsson Erla Guðmundsdóttir Gréta Pálsdóttir Guðni Kristinn Sigurðsson Hafliði Jónsson Karl G. Sævar Svanhildur Sigurðardóttir Unnur Óskarsdóttir 70 ára Agnes Árnadóttir Anton Guðjón Ottesen Gunnhildur Valdimarsdóttir Rósa Guðrún Sighvats Tryggvi Ólafsson 60 ára Eydís Ósk Hjartardóttir Heiðdís Þorvaldsdóttir Helgi Snorrason Kjartan Þórðarson Soffía Þórisdóttir Stanislaw Józef Nowotny Stefán Óskar Jónasson Unnur Kristinsdóttir Vignir Jón Jónasson 50 ára Ásdís Ingvarsdóttir Bragi Björnsson Cynthia Vasquez Cruz Dagbjört B. Bjarmarsdóttir Frans Páll Sigurðsson Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson Guðrún Erna Högnadóttir Heiðar Sigurjónsson Helgi Einarsson Ingunn Guðrún Árnadóttir Kristján Kristjánsson Wieslawa Bozena Czeczko 40 ára Auðbjörg Íris Stefánsdóttir Berglind Helgadóttir Bratislava Sandra Stojadinovic Dorota Rakoczy Fanney Friðjónsdóttir Guðrún Einarsdóttir Jón Örn Michael Þórarinsson Khan Markusson Sigfús Heiðar Árdal Jóhannsson Sigurbrandur Dagbjartsson Valgerður Dögg Jónsdóttir 30 ára Bjarnheiður P. Björgvinsdóttir Björgvin Þór Vignisson Diðrik Vilhjálmsson Ewa Wieslawa Wierzbicka Hildur Jónsdóttir Ívar Örn Jónsson Ólafur Elí Líndal Hjartarson Sigurósk Tinna Pálsdóttir Snorri Sigtryggsson Til hamingju með daginn 40 ára Guðný Matthías- dóttir lauk BA-prófi í E- consept Development og starfar hjá Íslandspósti. Maki: Róbert Halbergs- son, f. 1980, starfsmaður hjá Maintsoft. Börn: Andrea Björk, f. 1995; Nathalie Sunna, f. 1999; Ísabella Lind, f. 2006, og Kristófer Valur, f. 2012 Foreldrar: Matthías Stur- lus., f. 1950, og Ingibjörg Erlendsd., f. 1952. Guðný Matthíasdóttir 40 ára Sonja ólst upp á Siglufirði, er búsett í Hrafnagilshverfi í Eyja- fjarðarsveit, lauk MA-prófi í talmeinafræði og starfar sjálfstætt sem talmeina- fræðingur. Maki: Þór Hauksson, f. 1971, lögfræðingur. Börn: Eva Líney, f. 2002, og Enok Atli, f. 2005. Foreldrar: Guðrún Er- lendsdóttir, f. 1951, og Magnús V. Magnússon, f. 1954. Sonja Magnúsdóttir 30 ára Sigríður ólst upp í Þorlákshöfn og Noregi, er nú búsett á Selfossi og var að ljúka viðskipta- fræðiprófi frá HA. Maki: Haukur Guð- mundsson, f. 1981, raf- virki hjá Árvirkjanum. Sonur: Sveinn Ísak Hauksson, f. 2010. Foreldrar: Sveinn Jóns- son, f. 1959, sjómaður, og Svava Karlsdóttir, f. 1963, félagsliði við dvalarheim- ilið Ás í Hveragerði. Sigríður Elín Sveinsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Tilboð á rúðuþurrkum Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is Með h verju m tve imur trico rúðuþ urrku m fylgja 5 lítra r af Vaski rúðuv ökva

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.