Morgunblaðið - 18.12.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.12.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Jólatilboð: 6.350 kr. Andvirði: 8.480 kr. Fótakrem 30 ml - 1.250 kr. | Sápa 100 g - 680 kr. Húðmjólk 75 g - 1.360 kr. | Sápa fyrir hendur & líkama 300 ml - 2.550 kr. | Handkrem 75 ml - 2.640 kr.* .. ‘ ASSISHEA BUTTER GJAFAK *E kk is el t íl au sa sö lu . Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Til umræðu hefur komið í hverfis- ráði miðborgarinnar að loka nokkr- um götum fyrir stórum hóp- ferðabílum, sem eru meira en 8 metrar á lengd, en nokkur óþægindi hafa hlotist af akstri þeirra um Þingholtin og miðbæinn. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykja- víkur, kom á síðasta fund ráðsins og ræddi þar um akstur stórra hópbif- reiða og kynnti hugmyndir um tak- markanir á akstri þeirra um mið- borgina. Ólafur segir að þessar hugmyndir hafi verið í gerjun í nokkurn tíma. „Það er þannig að stærstu rúturnar komast hreinlega ekki um sumar götur miðborgarinnar, þannig að við viljum hafa það á hreinu hvar megi aka þeim,“ segir Ólafur. Hann segir að rætt hafi verið við Samtök ferðaþjónustunnar um þess- ar hugmyndir. „Þá bæði er það þannig að rútubílstjórarnir vilja hafa um þetta skýrar reglur, svo að þeir séu ekki kallaðir til á götur sem þeir eigi erfitt með að aka, og svo er þetta líka hagsmunamál hótelrek- enda hvernig þetta er tilkomið,“ segir Ólafur. Hann tekur fram að styttri bílar en 8 metrar myndu eftir sem áður fá að fara um allar götur, enda væru þeir bæði mjórri og styttri. Öryggi vegfarenda í fyrirrúmi „Við viljum fyrst og fremst að ör- yggis vegfarenda sé gætt í alla staði,“ segir Gunnar Valur Sveins- son, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, um þessar hug- myndir. Hann segir að fólk hafi full- an skilning á því að sumar götur í Reykjavík séu of þröngar til þess að bera stórar rútur. „Þannig að við höfum gert tillögur um það að ákveðnum götum verði lokað fyrir stórum bílum, bæði rútum og vöru- bílum, og á móti yrði ákveðnum göt- um haldið opnum fyrir rúturnar,“ segir Gunnar Valur. Minni rútur gætu þá sinnt þeim flutningum sem stóru rúturnar hefðu áður sinnt. Gunnar Valur segir að á meðal þeirra gatna sem hafi verið rætt um að hafa opnar áfram fyrir umferð stóru bílanna séu Eiríksgata og Njarðargata í Þingholtunum, auk Vonarstrætis og Aðalstrætis. Þá sé einnig vilji til þess að halda Snorra- braut og Hverfisgötu opnum, auk Fríkirkjuvegar og Lækjargötu. „Og svo er líka gríðarlega mikilvægt að það séu gerð stæði mjög nálægt þeim gististöðum sem eru inni í þeim hverfum þar sem stórar rútur kom- ast ekki, eins og til dæmis beggja vegna Lækjargötu og á Njarðargöt- unni.“ Bílarnir gætu þá lagt þar og bæði tekið upp og látið frá sér far- þega. Gunnar Valur segir að lokum að það mætti jafnframt huga betur að gatnakerfinu í Reykjavík, bæta stað- setningu skilta og gangstéttarkanta, til þess að gera umferðina öruggari fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Hugsanlega lokað fyrir rútur  Rætt um að takmarka umferð stærri bíla á ákveðnum götum í miðborginni  Samtök ferðaþjónustunnar vilja að ákveðnum götum verði haldið opnum Morgunblaðið/Jakob Fannar Rútur Rætt hefur verið í hverfisráði miðborgarinnar um að loka ákveðnum götum miðborgarinnar fyrir stærri rútum. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is HB Grandi hf. gekk í gær frá sölu á frystitogaranum Venusi HF 519. Kaupandinn er grænlenska félagið Northern Seafood ApS og er sölu- verðið 320 milljónir króna, sem mun greiðast á næstu árum. Venus var í fyrstu gerður út sem ísfisktogari og bar heitið Júní en nýir eigendur hyggjast nefna skipið því nafni aftur. Markaðsdeild HB Granda annast sölu afurða úr skipinu, a.m.k. þar til kaupverðið er greitt að fullu, segir í fréttatilkynningu. Spánartogari Venus er einn af Spánartogurun- um svokölluðu, en sex togarar voru smíðaðir á Spáni fyrir íslenskar út- gerðir á árunum 1972-1975. Venus kom til landsins árið 1973 og er því 40 ára gamalt skip. Skipið var fyrst gert út af Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar sem Júní, síðan eignaðist Hvalur hf. skipið og loks HB Grandi. Benedikt Sverrisson verður skip- stjóri á Júní þegar skipið verður tek- ið í gagnið á Grænlandi. „Stefnt er að því að fá kvóta og veiðileyfi í græn- lenskri lögsögu,“ segir Benedikt sem er talsmaður Northern Seafood Aps. Fyrirtækið var nýlega stofnað og mun hefja starfsemi á nýju ári. Fjór- ar tegundir, þorskur, grálúða, rækja og karfi eru kvótabundnar sam- kvæmt grænlenskri fiskveiðilöggjöf. Aðrar tegundir eru háðar veiðileyf- um að sögn Benedikts. Hann segir að 25-27 skipverjar verði í áhöfn á Júní. Í heild gætu veiðarnar skapað atvinnu fyrir 50 manns hjá fyrirtækinu. „Úthlutun á kvótanum fer ekki í gegn fyrr en bú- ið er að klára skráningu skipsins undir grænlenskt flagg. Þá vitum við hvað við fáum,“ segir Benedikt en til- skilin leyfi vegna skráningar skips- ins til Grænlands fara í gegnum dönsku siglingastofnunina. Hann segir að mikill áhugi sé á því að komast að í grænlenskum sjávar- útvegi. „Ekki bara á meðal Íslend- inga heldur einnig á meðal annarra þjóða. Margir hafa sóst eftir því, en það tekur langan tíma og er ekki auðvelt,“ segir Benedikt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Seldur Venus kom til landsins árið 1973 og var gerður út frá Hafnarfirði.  Margir vilja veiða við Grænland Venus seldur til Græn- lands og verður Júní Heimild til að fá greiddan út sér- eignasparnað verður framlengd til loka næsta árs, verði tillaga meiri- hluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis samþykkt. Það yrði í fimmta sinn sem heimild til úttektar á séreignasparnaði er framlengd frá því hún var fyrst veitt vegna fjár- hagsvanda fjölskyldna eftir hrunið á árinu 2009. Frá þeim tíma hafa verið teknir út um 90 milljarðar króna. Meirihluti þingnefndarinnar legg- ur einnig til að hámarksfjárhæðin sem taka má út verði hækkuð. Heim- ilt verði að sækja um að fá greiddan út séreignarsparnað frá janúar 2014 fram til 1. janúar 2015, allt að 9 millj- ónir, sem er 2.750.000 kr. hækkun frá núgildandi heimild. Áætlað er að þessar auknu heim- ildir til úttektar á séreignarsparnaði muni skila ríkissjóði nálægt tveimur milljörðum króna í tekjuskatt til við- bótar við fyrri áætlanir. Það þýðir, að því er segir í nefndarálitinu, að skv. lauslegu mati verði um sex millj- arðar kr. reiddir út á grundvelli nýrrar heimildar. Samkvæmt yfirliti fjármálaráðu- neytis hafa 68 þúsund manns tekið út séreignasparnað á árunum 2009- 2013, alls tæplega 90 milljarða. Áætl- aður tekjuskattur af þeirri upphæð er 23,4 milljarðar og útsvarið 12,4 milljarðar eða samtals tæplega 38 milljarðar. Ef áætlanir um úttektir á næsta ári og skatttekjur af þeim ganga eftir bætast um tveir milljarð- ar við þá upphæð og hafa þá skatt- tekjur hins opinbera af úttektum af séreignasparnaði landsmanna numið um 40 milljörðum frá 2009. Fái að taka meira af séreign  Hámarkið sem taka má út hækkað úr 6,2 í 9 milljónir  Áætla að 6 milljarðar verði greiddir út  40 milljarðar í tekjuskatta og útsvar af úttektum 2009-2014 Greitt á 12 mánuðum » Lagt er til að einstaklingum verði heimilt að taka út allt að níu millj. kr. af séreignarsparn- aði á næstu 12 mánuðum. » Breytingin er sögð gerð að höfðu samráði við Lands- samtök lífeyrissjóða, vörslu- aðila og skattyfirvöld. Landsvirkjun hefur fengið heimild frá Rangárþingi ytra til að reisa 80 metra hátt mastur til vindmælinga við vindmyllurnar tvær norðan við Búrfell. Mastrið verður notað í allt að eitt ár til mælinganna og tekið niður að því loknu. Skipulagsnefnd sveitarfélagsins gerði ekki athuga- semdir við erindið, sem var síðan samþykkt í hreppsnefnd sl. föstu- dag. „Við höfum verið að skoða svæðið og meta frekar og vindmælinga- mastrið er hluti af því,“ segir Mar- gét Arnardóttir, verkefnastjóri vind- orku hjá Landsvirkjun. Býst hún við að mastrið verði reist í upphafi nýs árs, eða um leið og veður leyfir. Sjálfar vindmyllurnar ná hæst í 77 metra hæð. Um 10 metra há möstur hafa verið á svæðinu en Margrét segir þau ein- göngu mæla vindátt og -styrk. Til að mæla betur hluti eins og hitastig og raka þarf að komast í meiri hæð, að sögn Margrétar. Landsvirkjun þurfi að framkvæma mælingar til að vinna betur spálíkön og læra inn á vind- orkuna sem nýtanlega auðlind. Hún segir framleiðslu á raforku með vindmyllunum hafa gengið vel á Búrfelli í vetur, sér í lagi í nóvember og það sem af er desember. Verk- efnið lofi því góðu. bjb@mbl.is 80 metra mastur til vindmælinga Ljósmynd/Landsvirkjun Mælingar Vindmyllurnar við Búr- fell fá nú mastur sér við hlið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.