Morgunblaðið - 11.01.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.01.2014, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 1. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  9. tölublað  102. árgangur  ENN ÓMA TREGA- TÓNAR RAGNARS KJARTANSSONAR MARGT ILLT Í GÓÐU OG GOTT Í ILLU STJÓRINN STYRKIST MEÐ HVERJU ÁRINU SUNNUDAGUR BRUCE SPRINGSTEEN 54INNSETNING 56 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Um áramót biðu 136 börn og ung- lingar eftir því að komast að á göngudeild barna- og unglingageð- deildar Landspítala (BUGL) og hef- ur biðlistinn ekki verið lengri frá árinu 2007 þegar gripið var til sér- stakra ráðstafana til að stytta hann. Í fyrra voru alls skráðar 7.015 kom- ur á göngudeildina, fleiri en nokkru sinni fyrr. Mest munar um fjölgun bráðatilfella, að sögn Unnar Hebu Steingrímsdóttur, þjónustustjóra BUGL. 580 börn luku meðferð Það segir sína sögu að þrátt fyrir að 580 börn hafi lokið meðferð á BUGL á árinu 2013, mun fleiri en undanfarin ár, skuli biðlistinn enn lengjast. Í fyrra voru bráðainnlagnir á legudeild BUGL alls 161, af alls 220 innlögnum. Bráðatilfelli sem vísað var til göngudeildar voru 334, tæp- lega helmingur af öllum tilvísunum þangað. Bráðatilfellunum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Unnur Heba segir að fjölgun bráðatilfella sé einkum vegna þess að fleiri börn og unglingar lýsi lífs- leiða, tjái sig um sjálfsvígshugsanir, sýni sjálfsskaðahegðun, þ.e. veita sér sjálfsáverka, eða geri sjálfsvígs- tilraunir. „Málin eru að verða þyngri og flóknari,“ segir hún. Bráðatilfelli á BUGL aldrei fleiri  Málin að verða þyngri og flóknari  Biðlistar ekki verið lengri frá árinu 2007 Beðið eftir BUGL » Forgangsraðað er á biðlista göngudeildar og endurskoðað reglulega með tilliti til þess hvort aðstæður þeirra sem á honum eru hafi breyst. » Biðin á honum getur varað allt frá nokkrum vikum í um 18 mánuði. MFærast til í kerfinu »20 Þetta par var á ferðinni á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Þau voru vel klædd og yljuðu auk þess hvort öðru með innilegu faðmlagi um leið og kíkt var inn um búðarglugga. Hiti verður kringum frostmark á landinu í dag, léttskýjað sunnanlands og lítils háttar snjókoma víða annars staðar. Innpökkuð og innileg Morgunblaðið/Golli Ferðamenn á Laugaveginum Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Menn voru allir sammála um það á þessum fundi að það þyrfti að standa vörð um verðlagsstöðugleika, enda er hann forsenda kjarasamninganna sem eru svo aftur forsenda langtíma- stöðugleika og kaupmáttaraukning- ar á næstu árum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra. Hann og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra áttu fund með að- ilum vinnumarkaðarins í hádeginu í gær um hvernig ætti að tryggja stöð- ugleika vegna kjarasamninganna sem náðust stuttu fyrir jól. „Það mikilvægasta við þennan fund var kannski að viðhalda trausti milli að- ila og að það væru allir einlægir í að tryggja stöðugleika.“ Ráðherrarnir boðuðu skipun fastanefndar með það að leiðarljósi að tryggja verðstöðugleika í landinu. Fundinn sátu, auk ráðherranna, fulltrúar ASÍ, BHM, BSRB, SA, Bændasamtakanna, Kennarasam- bands Íslands og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. „Við erum mjög einhuga um mik- ilvægi þessa markmiðs. Þetta var rætt á ríkisstjórnarfundi og ráð- herrar munu beina því til stofnana og fyrirtækja sem undir þá heyra að verja verðlagsstöðugleikann,“ segir Sigmundur. Hann segir fundarmenn hafa sam- mælst um aðgerðir til að fylgja eftir þessu markmiði, og nefndi að farið yrði í átak til að kynna nauðsyn verð- stöðugleika og því beint til nýrrar fastanefndar um samskipti samtaka aðila á vinnumarkaði, sveitarfélaga og ríkisins að skipuleggja samhæfð- ar aðgerðir til að fylgjast með og hafa áhrif á verðlagsbreytingar. Þarf traust til að tryggja stöðugleika  Ráðherrar og aðilar vinnumarkaðar- ins á fundi  Aukið eftirlit með verðlagi MKjaramál »4 og 6  „Niðurstaðan er í rauninni bara sú að við ætlum að ræða samningsmálin í heild sinni,“ sagði Unnur Pét- ursdóttir, for- maður Félags sjúkraþjálfara, eftir fund sjúkra- þjálfara með fulltrúum Sjúkratrygginga í gær. „Við útskýrðum þá túlkun okkar að með því að hafa sagt þessu ákvæði upp væri samningurinn fallinn úr gildi. Þeir mótmæltu því en það var bara skoðun á móti skoðun,“ segir hún. Náist ekki samkomulag um nýjan samning fyrir 1. febrúar, munu sjúkraþjálfarar hætta að starfa samkvæmt núverandi fyr- irkomulagi. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagðist í gær hafa fullan skilning á afstöðu sjúkraþjálfara en hann hyggst ekki tjá sig frekar um málið fyrr en að loknum fundi með fulltrúum þeirra næstkomandi miðvikudag. »16 Ræða samnings- málin í heild sinni Kristján Þór Júlíusson  Mjólkursamsalan mun flytja aftur út einn þriðja af því smjöri sem flutt var til landsins fyrir jólin. 80 tonn voru nýtt við framleiðslu á ostum en 40 tonn liggja enn á hafnarbakk- anum, ótollafgreidd. Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, segir að innflutningurinn hafi verið ríf- legur til þess að tryggja hráefni í allar vörur sem MS hefur á boð- stólum og anna eftirspurn annarra fyrirtækja í matvælavinnslu. Bænd- ur hafi tekið vel hvatningu um að auka framleiðsluna og nú segir Eg- ill ljóst að ekki sé þörf fyrir það sem eftir sé af innflutta smjörinu. »14 Hluti af írska smjör- inu endursendur Klípa Smjörið er vinsælt. Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ, segir gríð- arlega mikilvægt að til að kjarasamningarnir verði samþykktir þurfi að ríkja traust. „Það er mikið van- traust í samfélaginu,“ segir Signý. „Boðaðar gjaldskrárhækkanir á heilsugæslu sátu mjög í fólki fyrir fundinn. Þegar við komum út af hon- um heyrðum við af boðuðum hækkunum virð- isaukaskatts á matvæli,“ segir hún. „Mér varð eig- inlega um og ó þegar ég heyrði af þessu. Maður spyr sig hvort þessir menn hreinlega vilji ekki að þessir kjarasamningar verði samþykktir,“ segir Signý. „Ríkisstjórnin þarf að koma með skýra yfirlýsingu um að hún ætli að gera eitthvað sem verulega skiptir máli.“ Mikið vantraust í samfélaginu KJARAMÁL OG VERÐLAGSSTÖÐUGLEIKI  Um 17% krafna í lánasafni Lána- sjóðs íslenskra námsmanna eru af- skrifaðar árlega. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn finna fyrir því að fólk eigi erfiðara með að standa í skilum en áður og að áhrifa í formi aukinna afskrifta gæti þegar. Lána- safnið sé viðkvæmt fyrir ytri þátt- um í samfélaginu. Rúmlega 12.200 manns fengu út- greidd námslán á síðasta ári og eru 81% þeirra í námi hérlendis. Þeim sem skulda sjóðnum meira en 12,5 milljónir króna hefur fjölgað hratt á síðustu fimm árum. Í mörgum til- fellum endist fólki ekki starfsævin til þess að greiða af námslánum sín- um. »30 Erfiðara að standa í skilum við LÍN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.