Morgunblaðið - 11.01.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.01.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, fararstjóri Bændaferða, verður á skrifstofu Bændaferða 13. - 17. janúar kl. 10:00 - 16:00. Það er því alveg upplagt að kíkja í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og fá upplýsingar um ferðirnar. Bændaferðir · Síðumúla 2 F E R Ð I R F Y R I R A L L A Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 13. - 17. janúar Erfitt er að segja til um hvað þessir vösku menn ræddu sín á milli þar sem þeir voru í vinnu við Reykjavíkurhöfn í gærdag. Kannski var það verkið sjálft sem var umræðuefnið eða hvort komið væri að kaffipásu, þá er alltaf klassískt að ræða sín á milli um veðrið. Þeir unnu við að flytja vörur í skipið Kleifaberg RE-70 frá Ólafs- firði sem lá við bryggju, nýkomið úr slipp. Það átti að halda á haf út í gærkvöldi. Rabbað saman í vinnu við Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Þórður Stund milli stríða Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gjald fyrir að sýna hross á kynbóta- sýningum hækkar um 2.000 krónur, ef tillögur Fagráðs í hrossarækt ná fram að ganga. Hækkunin á að ganga til Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins (Rml) sem annast sýn- ingarnar. Milljónir vantaði upp á að sýningargjöld stæðu undir kostnaði við kynbótasýningar á síðasta ári. Landsmót hestamanna verður í sumar og hefur Fagráð skipulagt kynbótasýningar í vor og sumar. Ráðið leggur til að gjald fyrir full- an dóm verði 20.500 krónur fyrir hvert hross og 15.500 kr. fyrir bygg- ingadóm eingöngu. Í báðum tilvikum hækkar gjaldið um 2.000 kr. sem svarar til 10-15% hækkunar frá fyrra ári. Tillögurnar eiga eftir að fara fyr- ir stjórn Bændasamtaka Íslands og taka ekki gildi fyrr en atvinnuvega- ráðuneytið hefur staðfest þær. Meirihluti gjaldsins rennur til Rml og öll hækkunin en hluti gjaldsins fer til að greiða fyrir vallaraðstöðu og Worldfengur fær einnig smáskerf af gjaldinu. Allur kostnaður hækkar Sveinn Steinarsson, formaður Fé- lags hrossabænda, segir að sannar- lega sé þessi hækkun íþyngjandi fyr- ir hestamenn en vekur athygli á að allir aðrir kostnaðarliðir við hrossa- ræktina hafi verið að hækka. Hann bendir jafnframt á að gjaldið hafi verið óbreytt frá 2011. „Við stöndum frammi fyrir kostnaðarhækkunum eins og aðrir,“ segir hann. Horft hefur verið til þess að sýn- ingargjaldið standi að mestu undir kostnaði við kynbótasýningar. Tölu- vert vantaði upp á það á síðasta ári. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktarsviðs Ráðgjaf- armiðstöðvar landbúnaðarins, segir að Rml hafi tekið við framkvæmd kynbótasýninganna á síðasta ári af búnaðarsamböndunum. Það hafi verið í fyrsta skipti sem fram- kvæmdin var á einni hendi og sýn- ingarnar gerðar upp sem ein heild. Gunnfríður segir að reynt sé að finna leiðir til að draga úr kostnaði því Rml vilji annast þetta verk á sem hagkvæmastan hátt fyrir bændur. Fagráð leggur til að sýningum þar sem færri en 30 hross eru skráð verði aflýst. Þá er til skoðunar hjá al- þjóðasamtökunum að fækka dómur- um á minni sýningum. Íþyngjandi fyrir ræktendur  Sýningargjald á kynbótasýningum hækkar um 2.000 krónur  Milljónir vantar upp á að gjaldið standi undir kostnaði við sýningarhald  Reynt að minnka kostnað Morgunblaðið/Styrmir Kári Sýning Margir búa sig undir Landsmót hestamanna í sumar. Athuganir hefjast í sumar á vegum Landsnets vegna hugmynda um lagn- ingu háspennulínu frá virkjunarsvæði Tungnaár og Þjórsár og norður í land. Brýnt þykir að auka afhendingarör- yggi orku nyrðra og tryggja nægt framboð hennar með tilliti til afhend- ingaröryggis og þarfa stærri orku- kaupenda. Á þessari spýtu hangir að nýtt tengivirki fyrirtækisins við Búðarhálsvirkjun er hannað með það fyrir augum að það megi stækka síð- ar, til dæmis ef Sprengisandslínan verður reist. Stendur nú til að kanna áhrif hennar á umhverfi sem er einn þáttanna sem þurfa að vera á hreinu þegar ákvörðun er tekin Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn- aðarráðherra gangsetti tengivirkið í gær svo og Búðarhálslínu, sem er 5,2 MW löng og 220kV og flytur rafmagn inn á meginflutningskerfi Landsnets. Kostnaður við þessar framkvæmdir Landsnets er um milljarður króna. Gert er ráð fyrir að afhending orku úr Búðarhálsvirkjun hefjist í janúar en áætlað afl hennar verður um 95 MW. Mikil þörf er á meira rafmagni inn á kerfið nú, þar sem vatnsbúskap- ur í miðlunarlónum virkjana á þessu svæði er óhagstæður. Iðnaðarráðherra nefndi í ávarpi sínu við Búðaháls í gær að flutnings- kerfi raforku á Íslandi væri í tvær eyjar, Suðurland og Norðurland. Samtenging þessara orkusvæða með línu milli landshluta væri hagkvæm. Þessa hugmynd þurfi að ræða, en al- mennt sagt sé styrking flutningskerf- isins eitt mikilvægasta verkið í orku- málum landsins. sbs@mbl.is Tengivirkið geti tengst raflínu yfir Sprengisand Morgunblaðið/Sigurður Bogi Orka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra ýtti á takkann.  Búðarhálsvirkjun að komast í gagnið  Virki og lína Ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að að- stoða við lausn á fjárhagsvanda hjúkrunarheim- ilisins Eirar, að sögn Jóns Sig- urðssonar, for- manns stjórnar. Telur hann flest benda til að sam- komulag takist um að tryggja fjárhag heimilisins til framtíðar. Kröfuhafar hafa samþykkt nauða- samninga vegna Eirar. Þá hefur stjórnin verið í viðræðum við Reykjavíkurborg, ríkið, lífeyrissjóði og stofnaðila um framtíð hjúkr- unarheimilisins. Viðræðurnar við líf- eyrissjóðina hafa snúist um skilmála á skuldabréfum heimilisins, meðal annars um lengingu lána og tíma- bundna lækkun vaxta. Þá verður er- indi lagt fyrir borgarráð Reykjavík- ur í næstu viku. Aðkoma ríkisins er vegna þess að Íbúðalánasjóði er ekki heimilt að breyta skilmálum á lánum sínum. Mikil vinna eftir Jón segir að þótt það takist að ná samkomulagi við alla fyrir lok jan- úar sé mikil vinna eftir. Meðal ann- ars þurfi að gera skuldabréf fyrir hverja íbúð en samkvæmt nauða- samningnum sem lagður verður fyr- ir héraðsdóm fá íbúðarréttarhafar afhent skuldabréf til þrjátíu ára. Ríkið að- stoðar Eir Eir Vandi heimilis- ins að leysast.  Stjórnin vonast til að lausn sé að finnast „Þetta hefur farið rólega af stað,“ segir Róbert Axel Axelsson, stýri- maður á Ingunni AK, sem var í gær- kvöldi á leið til Vopnafjarðar með rúmlega 600 tonn af loðnu, en loðnu- vertíðin hófst á fimmtudagskvöldið. Róbert segir að vonandi rætist úr eftir því sem á líði. Enginn sé þó far- inn að örvænta enn um dræma loðnu- vertíð, hún sé bara rétt að byrja. Róbert segir veðuraðstæður á miðunum lakar. „Það er leiðinda- veður núna. Það er bara bræla og kaldafýla í allan dag og mætti vera betra. Veðrið spilar inn í veiðarnar. Menn eru bara að bíða þetta af sér og fara aftur af stað á morgun,“ segir Róbert. Ellefu skip voru á miðunum í gær þegar Ingunn AK hélt til lands. Kaldafýla á loðnumiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.