Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 11
verkið verður sýnt. „Þá er betra að
hafa fleiri foreldra á vaktinni,“ segir
Sigríður sem kvíðir þó engu heldur
hlakkar til að taka á móti um áttatíu
eða níutíu unglingum með leiklist-
arbakteríu á háu stigi.
„Við þurfum annaðhvort að
taka þau inn á heimilin okkar eða
leigja skóla. Ég hef lagt drög að því
að fá Glerárskóla leigðan en það er
okkar hlutverk að sjá um þetta,“
segir Sigríður.
„Um páskana verður lagður
meiri grunnur að sumrinu og þá hitt-
ist hópurinn í Danmörku. Svo í sum-
ar, fjórða júlí til fjórða ágúst, verða
þau saman og sýna frumsamið verk
og það skemmtilegasta við þetta er
að það verður frumsýnt á Íslandi og
það á Akureyri,“ segir hún.
Leiksýningar
á ýmsum stöðum
Verkið verður sem fyrr seg-
ir frumsýnt á Akureyri, nánar
tiltekið í menningarhúsinu
Hofi. Hópurinn tekur sér
viku í æfingar og frum-
sýnir svo verkið 11.
júlí. Því næst heldur
allur hópurinn til
Reykjavíkur og
sýnir þar og að
lokum verður farið
austur fyrir á
Lunga, listahátíð
ungs fólks sem
haldin er á
Seyðisfirði. Æv-
intýrinu lýkur
þó ekki þar held-
ur fara þau þaðan
með Norrænu og
halda sýningum
áfram í Færeyjum,
Danmörku, Noregi
og Finnlandi. Það er
því ljóst að unglingarnir verða
reynslunni ríkari að sumri loknu.
Hver með sínu nefi
Fram til þessa hefur stjórnandi
Fenris lagt nokkuð upp úr að leik-
ritin séu á dönsku en í ár er útlit fyr-
ir að hver fái að tala sitt tungumál.
Sigríður segir að Jóakim, heilinn á
bakvið Fenris, sé einstakur maður.
„Hann kom hingað síðasta sum-
ar með leikhópinn sinn Ragnarock.
Þau ferðuðust um landið í þrjár til
fjórar vikur og þau gistu til dæmis
hjá okkur. Við vorum með fjóra
krakka hjá okkur í viku. Þau sýndu
hér á 100 ára afmæli lystigarðsins,
því næst sýndu þau í Reykjavík, á
Vestfjörðum og um allt. Þau enduðu
á Lunga-hátíðinni,“ segir Sigríður.
Unglingurinn
Þema leiksýningar þessa árs er
einfaldlega unglingurinn. Krakk-
arnir eru nú í óðaönn að æfa sig í
leiklistinni. Í verkinu fá þau tæki-
færi til að tjá hvernig þau sjá sjálf
sig og hvernig þau vilja sjá sig.
„Þau lögðu grunninn að verkinu
í Finnlandi þar sem þau stilltu sam-
an strengi sína og þegar þau hittast
næst í Danmörku byrja þau fyrir al-
vöru að semja verkið,“ segir Sigríð-
ur.
Hægt er að sjá meira um verk-
efnið á netinu. Hópurinn í Finnlandi
er til dæmis með Facebook-síðu sem
finna má með því að slá inn Fenris i
Finland. Síðan verður gaman að sjá
hvernig til tekst þegar verkið verður
sett upp, á einhverjum af þeim stöð-
um sem nefndir voru. Það er ekki
svo galið fyrir Reykvíkinga að
bregða sér norður á Akureyri eða til
Seyðisfjarðar í sumarblíðunni 2014
til að sjá unglingaleikhúsið að störf-
um.
Hópurinn Hér er íslenski hópurinn: Sveinn Andri Lund Valdimarsson, Máney Dís Davíðsdóttir, Svanur Berg Jó-
hannsson, Embla Eir Halldórsdóttir, Kristín Tómasdóttir, Kristrún Jóhannesdóttir og Freysteinn Sverrisson.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Einna skemmtilegast er þegar spil
hafa bæði fræðslu- og skemmt-
anagildi og þeim fer fjölgandi spil-
unum í þeim flokki sem koma út á
íslensku.
Eitt spil sem komið hefur á óvart
er spilið Tímalína sem er einfalt í
raun og veru en að sama skapi gott
fyrir heilabúið.
Spilið byggist, eins og nafnið gef-
ur til kynna, á því hvort leikmenn
viti hvernig raða á atburðum á
tímalínuna.
Alls eru 220 spil í Tímalínu
og á hverju og einu er heiti spils-
ins og myndefni á framhliðinni og
sömu upplýsingar að viðbættri dag-
setningu á bakhliðinni.
Hver leikmaður fær fimm spil út-
hlutuð og liggja þau á borðinu með
upplýsingahliðina niður og einu
spili snúið upp á milli leikmanna og
við það miðast tímalínan. Segjum
að þar komi upp ártalið 1700 og þá
er spilum með atburðum yngri en
það stillt upp hægra megin við það
spil og eldri vinstra megin.
Leikmenn geta, svo dæmi sé tek-
ið, fengið spil með mynd af dósa-
upptakara annars vegar og ljósa-
peru hins vegar. Þá spyr maður sig
hvort hafi verið fundið upp fyrr og
leggur spilin á réttan stað í tímalín-
una, þó aðeins eitt í einu. Svo er
spilinu snúið við og þá kemur í ljós
hvort leikmaður hafði rétt fyrir sér
eður ei. Ef ekki þarf hann að draga
nýtt spil.
Kjarni spilsins er að vera fyrstur
til að spila öllum spilum sínum rétt
út.
Aldur: 8+
Verð: Frá 2990 kr.
Kostir: Upplýsandi og spennandi
spil sem fær mann til að skynja tím-
ann á nýjan línulaga hátt.
Ókostir: Það var býsna margt sem
gerðist árið 1492, árið sem Kólumb-
us „fann“ Ameríku en deila má um
hvort rétt sé að miða við það ár
þegar spurt er hvenær Evrópubúar
uppgötvuðu eitt og annað (kakó og
annað sem hann komst í tæri við).
Sölustaðir:Eymundsson, Elko,
Hagkaup, Spilavinir og fleiri staðir.
Spil vikunnar Tímalína
Sagan sett í samhengi
Sigríður Valdís Bergvinsdóttir
tilheyrir þeim góða hópi foreldra
sem styðja við bakið á ungling-
unum. Hún segir að það hafi ver-
ið dálítið sérstakt að kveðja son-
inn í lok desember þegar
hópurinn fór í tíu daga ferð til
Finnlands.
„Mömmuhjartað var frekar lít-
ið þegar drengurinn var farinn
út,“ viðurkennir Sigríður en
foreldrarnir munu sjá um
stóra hópinn þegar hann
kemur til Íslands í sumar.
„Við þurfum að hafa
fyrir þau mat í allar mál-
tíðir og fleira. Svo er
það bara eins þegar
þau koma til
hinna þjóðanna.
Finnar sáu um
allt hjá þeim
þegar hópurinn
fór út,“ segir
Sigríður sem
hefur í nógu að
snúast því
verkefnið
byggist á
mennta- og
menning-
arstyrkjum
auk þess sem
biðlað er til
fyrirtækja um
styrki.
Stórt hlut-
verk foreldra
FÓLKIÐ Á BAK VIÐ TJÖLDIN
Sigríður Valdís
Bergvinsdóttir
Gerðu enn betri kaup á
þvottavélum og
þurrkurum frá Bosch
Bosch er rótgróið þýskt vörumerki og eru Bosch
heimilistækin þau mest seldu í Evrópu.
Opið virka daga frá kl. 11 - 18
og á laugardögum frá kl. 11 - 16.
Tilboð gilda til 18. janúar 2014 eða á meðan birgðir endast.
WAS 28465SN
Tekur mest 8 kg. Orkuflokkur A+++.
Hámarksvinduhraði: 1400 sn./mín.
Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð.
Mjög hljóðlát. 15 mín. hraðkerfi.
Tilboð: 139.900 kr.
Fullt verð: 179.900 kr.
Þurrkari
WTE 84103SN
Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur C.
40 mín. hraðkerfi. Krumpuvörn.
Tilboð: 99.900 kr.
Fullt verð: 129.900 kr.
WAE 28271SN
Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A+++.
Hámarksvinduhraði: 1400 sn./mín.
Tilboð: 119.900 kr.
Fullt verð: 149.900 kr.
Peysur á útsölu
Áður kr. 9.900,-
Nú kr. 4.950,-
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Opið kl. 10-16 í dag