Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
HÖLDUM AFTUR AF
VERÐHÆKKUNUM
Nú er brýnt að íslensk fyrirtæki, sveitarfélög og ríki leggi sitt af mörkum til að
skapa stöðugt verðlag. Verðhækkanir á innlendum vörum og þjónustu senda
mjög neikvæð skilaboð út á vinnumarkaðinn enda er lág verðbólga ein helsta
forsenda nýgerðra kjarasamninga.
Horfum fram á veginn og sýnum ábyrgð!
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
styðja frumvarpsdrög um fólksflutn-
inga í atvinnuskyni, eins og þau eru
á vef innanríkisráðuneytisins. Gunn-
ar Valur Sveinsson, verkefnastjóri
hjá SAF, taldi þau alls ekki þrengja
að leigubílum.
„Það að vera með hópbifreiðar
fyrir fjóra farþega og fleiri er til
þess að auka þjónustuna og gæðin í
ferðaþjónustunni,“ sagði Gunnar.
Hann sagði að ákvæði í frumvarps-
drögunum byndu slíka bíla
ákveðnum skilyrðum. Þá ætti að
nota í tengslum við ferðaþjónustu og
til þess þyrfti ferðaþjónustuleyfi.
Umsækjandi þyrfti annaðhvort að
hafa rekstrarleyfi sem ferðaskipu-
leggjandi eða ferðaskrifstofa. Veita
ætti þjónustu gegn fyrirfram um-
sömdu gjaldi og ferðin ætti ekki að
taka skemmri tíma en hálfan dag
eða vera hluti af annarri við-
urkenndri ferðaþjónustu.
„Þetta fer ekki inn á rekstur
leigubílanna og á ekki að skarast við
þá,“ sagði Gunnar. „Þetta eru ferðir
sem að öðrum kosti væru farnar á
stærri bílum.“
Gunnar benti á að leigubílstjórar
gætu eftir sem áður sinnt starfi sínu
og farið með farþega í ferðir hefðu
þeir tilskilin leyfi. Hann sagði að
margir leigubílstjórar hefðu ferða-
skipuleggjendaleyfi og það hefði
leigubílastöðin Hreyfill einnig.
Fjöldi leyfa takmarkaður
Gunnar benti á að fjöldi leigubíla-
leyfa væri takmarkaður. Því skyti
skökku við að leigubílstjórar sætu
einir að flutningum fárra farþega í
stuttum ferðum, meðan eftirspurn
væri eftir slíkri þjónustu hjá ferða-
þjónustufyrirtækjum. Auk þess
væru þessar ferðir yfirleitt farnar út
fyrir þau svæði sem leigubílaleyfin
væru bundin við. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Hópferðir Margir leigubílstjórar eru með ferðaskipuleggjendaleyfi.
Skarast ekki við
akstur leigubíla
SAF styður frumvarpsdrögin
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það vill enginn vera í þessari stöðu.
Hana var ekki hægt að sjá fyrir. Við
fórum í að flytja inn smjör til að
bjarga málum,“ segir Egill Sigurðs-
son, bóndi á
Berustöðum og
formaður stjórn-
ar Mjólkursam-
sölunnar. Komið
hefur fram gagn-
rýni á hvernig
staðið var að
birgðastýringu á
mjólkurafurðum
á síðasta ári og
hvernig staðið
var að smjörinnflutningi til að
bjarga jólasölunni.
Haraldur Benediktsson, alþingis-
maður og bóndi, fyrrverandi for-
maður Bændasamtaka Íslands, tel-
ur að stjórnendur mjólkuriðnaðar-
ins þurfi að útskýra fyrir bændum
hvað fór úrskeiðis. Það hafi átt að
vera fyrirséð að smjör vantaði á
markað.
Óvæntur sölukippur í haust
Meðal annars hefur því verið
haldið fram að ef ekki hefði verið
flutt út smjör og ostar á fyrrihluta
ársins hefði ekki þurft að koma til
innflutnings fyrir jólin. Egill bendir
á að í upphafi árs hafi verið gert ráð
fyrir að framleiðsla á mjólk yrði 6-8
milljónir lítra umfram sölu á innan-
landsmarkaði. Því hafi verið flutt út
fita í upphafi árs, eins og venjulega.
Sá útflutningur hafi verið stöðvaður
í apríl, þegar staðfest var söluaukn-
ing á mjólk. „Ef við hefðum vitað
það í febrúar að við fengjum úr-
komusamt sumar og mikla sölu-
aukningu í haust hefðum við ekki
flutt neitt út.“
Egill segir að vandi íslenskra kúa-
bænda á síðasta ári hafi öðrum
þræði stafað af mjög jákvæðri þró-
un. „Það varð sprenging í eftirspurn
eftir fituríkum mjólkurafurðum.
Tveir þriðju hluta þessarar miklu
aukningar urðu á seinni helmingi
ársins, á sama tíma og tíðarfar
leiddi til þess að mjólkurframleiðsla
dróst hratt saman. Þetta var alls
ekki hægt að sjá fyrir og leiddi til
þess að mjólkuriðnaðurinn þurfi að
flytja inn smjör sem var innan við
0,1% af heildarhráefnisnotkun á
árinu. Það var auðvitað staða sem
bændur vildu ekki lenda í en var
óhjákvæmileg,“ segir Egill.
Mjólkursamsalan óskaði eftir
heimild til að auka kvótann um mán-
aðamótin ágúst-september og síðan
var því lýst yfir að öll mjólk sem
bændur geta framleitt yrði keypt
við fullu verði. Egill segir hugsan-
legt að hægt hefði verið að grípa til
ráðstafana heldur fyrr en það hefði
þó ekki ráðið úrslitum. „Við von-
uðumst eftir því fram í nóvember að
við myndum hafa þetta af yfir ára-
mótin með því að ganga á birgðir.“
Mjólkursamsalan sér öðrum mat-
vælaframleiðslufyrirtækjum fyrir
mjólkurvörum og Egill segir að fyr-
irtækið hafi ákveðið að halda þess-
um viðskiptum gangandi auk þess
að tryggja framboð á eigin afurðum
til neytenda með því að flytja inn
120 tonn af smjöri.
Hann segir fráleitt að halda því
fram að það sé tilræði við landbún-
aðinn að flytja inn smjör og blanda
lítillega saman við íslenskar afurðir
við framleiðslu á smurostum,
bræðsluostum og mozarellaostum.
Egill leggur áherslu á að þetta hafi
verið gert fyrir opnum tjöldum og
tekið fram á hvaða tíma varan yrði á
markaði. Hann tekur fram að
Mjólkursamsalan hafi ekki áður ver-
ið í þessari stöðu og muni vafalaust
geta lært af þessu máli, ef staðan
komi aftur upp.
Tækifæri fyrir bændur
„Þetta eru jákvæðir vaxtarverkir
eftir endurskipulagningu sem
mjólkuriðnaðurinn hefur gengið í
gegnum,“ segir Egill og telur að
tími sé kominn til að bændur setji
þessi mál aftur fyrir sig og einbeiti
sér að því að nýta þau tækifæri sem
aukning í sölu skapi.
„Ég hef stundað kúabúskap í rúm
þrjátíu ár. Allan þann tíma hefur
verið takmörkun á því hvað við höf-
um mátt framleiða fyrir innanlands-
markað. Nú er mikil eftirspurn og
ánægja með okkar vörur og við
hvattir til að auka framleiðsluna. Í
því felast mikil tækifæri sem menn
ættu að einbeita sér að,“ segir Egill.
Vandi vegna jákvæðrar þróunar
Formaður MS segir að gripið hafi verið til innflutnings á smjöri til að bjarga málum vegna samdrátt-
ar í framleiðslu og óvæntrar sölusprengingar á haustmánuðum Hvetur bændur til að nýta tækifærin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mjólkurkýr Bændur hafa brugðist vel við hvatningu mjólkuriðnaðarins um að auka mjólkurframleiðslu. Innleggið
jókst í nóvember, eftir að hafa verið undir áætlunum um sumarið og fram eftir hausti, og útlitið er gott á nýju ári.
Sveiflan
» Vegna tíðarfarsins varð
mjólkurframleiðslan frá miðju
ári og fram í nóvember um 1,5
milljónum lítra minni en áætl-
að hafði verið.
» Sala á fitu í helstu vöru-
flokkum varð 3,1 milljón lítrum
meiri á þessu sama tímabili en
áætlanir gerðu ráð fyrir.
» Sveiflan svarar því til 4,6
milljónum lítra á nokkurra
mánaða tímabili.
Egill Sigurðsson