Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 16
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Fylgstu með okkur á Facebook
Útsala
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Ýmsar breytingar voru gerðar á
reglum um sjúkratryggingar um
áramótin og virðast margar þeirra
hafa komið flatt upp á bæði fag-
stéttir og hagsmunaaðila. Meðal
þeirra breytinga sem um ræðir er
hækkun komugjalda hjá heilsu-
gæslunni um 15-20%, aukin
greiðsluþátttaka sjúklinga í kostn-
aði vegna sjúkraþjálfunar og
breyttar reglur varðandi læknis-
beiðnir fyrir sjúkraþjálfun. Þá
voru einnig gerðar breytingar á
reglugerð um styrki vegna hjálp-
artækja og greiðsluþátttaka sjúk-
linga vegna næringarefna, sem
gefin eru um slöngu, aukin.
Sjúkraþjálfarar hafa gagnrýnt
aukna greiðsluþátttöku sjúklinga
vegna sjúkraþjálfunar, sem þeir
óttast að muni koma verst niður á
þeim hópi sem vinnur erfiðisvinnu
og þarf á sjúkraþjálfun að halda til
að halda sér vinnufærum. Þeir
benda m.a. á að oft sé um láglauna-
störf að ræða og því komi allar
hækkanir illa niður á þessum hópi.
Sjúkraþjálfarar hafa einnig verið
afar ósáttir með nýja reglugerð um
þátttöku Sjúkratrygginga í kostn-
aði vegna þjálfunar en þar hefur
greiðsluþátttaka verið skilyrt
beiðni frá lækni.
Mikið óhagræði og aukinn
kostnaður fyrir sjúklinga
Fyrir breytinguna átti fólk kost
á því að sækja allt að tíu tíma hjá
sjúkraþjálfara án skriflegrar
beiðni frá lækni og árin 2012 og
2013 nýttu 12.000 manns sér þá
reglu, hvort ár. Sjúkraþjálfarar
segja að breytingin muni hafa í för
með sér óhagræði og aukinn kostn-
að fyrir sjúklinga, í formi komu-
gjalda á heilsugæsluna og gjalds
fyrir beiðnina, auk þess sem álag
muni aukast á heilsugæslunni og
kostnaður ríkisins aukast vegna
aukinnar aðsóknar.
„Ef þú færð skot í bakið, eða því
um líkt, geturðu skottast til þíns
sjúkraþjálfara og hann leysir
kannski vandamálið á örfáum tím-
um. Og þú getur verið kominn aft-
ur í vinnu eftir 2-3 daga, í stað
þess að bíða heima í viku, tíu daga
eftir því að komast til læknisins,
svo þú getir komist til sjúkraþjálf-
ara,“ segir Unnur Pétursdóttir,
formaður Félags sjúkraþjálfara,
um gamla fyrirkomulagið en félag-
ið hefur skorað á stjórnvöld að
draga breytinguna til baka.
Mega ekki rukka fullt gjald
nema fyrir framhaldsmeðferð
Ákvæði um tíu beiðnalausa tíma
er að finna í rammasamningi sjálf-
stætt starfandi sjúkraþjálfara við
Sjúkratryggingar, sem sjúkra-
þjálfarar segja að hafi í raun verið
rift með setningu reglugerðarinn-
ar. Unnur bendir á að þær útskýr-
ingar velferðarráðuneytisins, að
með gildistöku nýrra laga um heil-
brigðisstarfsmenn, sem tóku gildi í
byrjun síðasta árs, hafi sjúklingum
verið heimilað að leita beint til
sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni,
standist ekki skoðun, þar sem
rammasamningurinn hafi bundið
hendur sjúkraþjálfara. Þar sé til-
tekið að þeir megi eingöngu
heimta fullt gjald af sjúklingum ef
um framhaldsmeðferð er að ræða.
Engar faglegar skorður hjá
sérfræðilæknum
Unnur ítrekar að í þeim tilfellum
þegar sjúklingar leita til sjúkra-
þjálfara án beiðni, greiði þeir fullt
verð fyrir þjónustuna. Þeir sem
hafi leitað sér aðstoðar á grund-
velli tíu skipta reglunnar hafi að
meðaltali sótt fjóra tíma og enginn
leiki sér að því að sækja sjúkra-
þjálfun.
„Þó að ég hafi mikið álit á eigin
starfsstétt, held ég ekki að við
séum svo frábær og skemmtileg að
fólk komi til okkar að óþörfu, og
hafi ekkert betra við tímann og
peningana að gera,“ segir Unnur.
Hún gagnrýnir þau svör ráðu-
neytisins að nauðsynlegt sé að
reisa faglegar skorður við því hve-
nær unnt sé að efna til útgjalda
vegna sjúkraþjálfunar með kostn-
aðarþátttöku Sjúkratrygginga, í
ljósi nýs samnings við sérfræði-
lækna. „Hvar eru þessar faglegu
skorður varðandi þjónustu sér-
fræðilækna? Það getur hver ein-
asti sjúkratryggður Íslendingur
pantað tíma hjá sérfræðilækni og
myndað þannig greiðsluskyldu
Sjúkratrygginga,“ segir hún.
Margar óvæntar breytingar
Þurfa nú að greiða fyrir bleiur og hækjur Greiðsluþátttaka sjúklinga vegna næringarefna aukin
um 15% Gátu ekki innheimt fullt gjald vegna rammasamnings Gagnrýnir „faglegar skorður“
Morgunblaðið/Eggert
Aðför? Í ályktun félagsfundar FS eru stjórnvöld hvött til þess að draga breytinguna um skriflega
beiðni sem forsendu greiðsluþátttöku til baka og virða faglegt sjálfstæði sjúkraþjálfara.
Sparnaður
» Í fjárlagafrumvarpinu 2014 segir að ráðgert
sé að lækka kostnað Sjúkratrygginga vegna
læknisþjónustu um 200 milljónir króna,
kostnað vegna þjálfunar um 100 milljónir
króna og útgjöld vegna hjálpartækja um 150
milljónir króna, með sértækum aðgerðum.
» „Stefnt er að því að markmiðinu verði náð
með aukinni greiðsluþátttöku fólks eða öðr-
um takmarkandi aðgerðum,“ segir í frum-
varpinu.
» Ef gert er ráð fyrir að 12.000 manns leiti á
heilsugæsluna eftir beiðnum 2014, mun það
kosta ríkið 67,2 milljónir króna, skv. útreikn-
ingum Félags sjúkraþjálfara.
Morgunblaðið hefur leitað eftir
svörum frá velferðarráðuneytinu
og Sjúkratryggingum Íslands varð-
andi breytingar á reglum um
sjúkratryggingar.
Meðal þeirra spurninga sem
beint var til ráðuneytisins var hvort
ástæða væri til að halda að fólk leit-
aði til sjúkraþjálfara án þess að
nauðsyn bæri til og hvort það hefði
verið skoðað hvort breytingin á tíu
skipta reglunni myndi auka álagið
á heilsugæslunni. Þá var óskað eftir
upplýsingum um útreikningana á
bak við áætlaðan sparnað. Þau svör
fengust hjá ráðuneytinu að er-
indinu yrði ekki svarað fyrr en að
loknum fundi ráðherra og sjúkra-
þjálfara næstkomandi miðvikudag.
Í fyrirspurn til Sjúkratrygginga
var m.a. óskað upplýsinga um
breytingar á greiðsluþátttöku
vegna hjálpartækja og spurt hversu
mikinn kostnaðarauka allar breyt-
ingarnar sem vörðuðu sjúkratrygg-
ingar hefðu í för með sér fyrir ólíka
hópa. Þeim spurningum var enn
ósvarað í gærkvöldi.
Svara ekki
fyrirspurnum
Morgunblaðið/Golli
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Opið: mán.-fös. 8:30-18:00, lau. 11:00-16:00
Fjögurra barna kerra
129.900 kr.
Auðveld og meðfærileg í notkun. Örugg og þægileg sæti
með öryggisbeltum. Innbyggð bremsa í handfangi.
Hlutur sjúklinga í
kostnaði vegna
næringar um
slöngu jókst um
15% um áramót-
in, eða úr 29.500
krónum fyrir
mánaðar-
skammtinn í
34.000 krónur,
fyrir einstaklinga
eldri en 18 ára. Þá lækkaði greiðslu-
þátttaka Sjúkratrygginga í bleium
úr 100% í 90% og breytingar urðu á
reglum um hjálpartæki á borð við
gervibrjóst, baðstóla og hækjur.
„Ef ég á að segja alveg eins og er
þá eru menn bara ennþá að átta sig
á þessu, við erum eiginlega bara
miður okkar,“ segir Bergur Þorri
Benjamínsson, málefnafulltrúi
Sjálfsbjargar – landssambands fatl-
aðra. „Þarna er búið að gera grund-
vallarbreytingu. Eldri borgarar, fatl-
aðir og fólk á sambýlum t.d. þarf
núna að borga af ótrúlegustu hlut-
um, s.s. bleium og hækjum. Þetta
var allt frítt áður,“ segir Bergur og
gagnrýnir að þessi stefnubreyting
hafi átt sér stað án umræðu.
Bergur segir tölurnar á bak við
breytingarnar misháar, kostnaður
vegna bleianna sé ekki verulegur en
hlutir eins og baðstólar geti kostað
á bilinu 30-50.000 krónur.
„Það er búið að láta okkur hafa
smáhungurlús í hægri vasann en
svo er búið að stela því öllu úr
vinstri vasanum. Strípaðar bætur
hækkuðu um 8.000 krónur fyrir
skatt, þannig að þú sérð að ef mað-
ur er farinn að borga annað eins og
meira fyrir hjúkrunarvörur, þá er
þetta farið,“ segir Bergur.
Þá segir hann aukna greiðsluþátt-
töku sjúklinga í sjúkraþjálfun einnig
munu koma sér illa fyrir þá sem
nota þá þjónustu reglulega. Hann
segir að ef sjúkraþjálfarar segi sig
frá rammasamningnum við Sjúkra-
tryggingar sé mjög mikilvægt að
ráðuneytið bregðist fljótt og vel við.
Greiða fyrir hjálpartæki
FLEIRI REGLUGERÐARBREYTINGAR
Bergur Þorri
Benjamínsson