Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 22

Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 22
ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Þrettándagleðin var að þessu sinni haldin í Englendingavík, reyndar ekki á þrettándanum sjálf- um heldur sunnudaginn áður. Íbúar Borgarbyggðar komu saman, hlýddu á tónlist, drukku kakó og mauluðu smákökur. En hápunktur gleðinnar var stórkostleg flug- eldasýning sem Borgarbyggð stóð að ásamt björgunarsveitunum Brák og Heiðari.    Borgnesingar sem fara í bíó um þessar mundir velja auðvitað að sjá myndina „The secret life of Walter Mitty“ eins og aðrir Íslendingar. Þar skipar Geirabakarí stórt hlut- verk undir merkjum „Papa John’s pizza“ og Hafnarfjallið blasir við í áberandi mynd. Við fyllumst stolti og hrifningu á svona glæsilegri aug- lýsingu og vonum að fleira ferðafólk feti í fótspor Bens Stillers og heim- sæki okkur. Reyndar er ferðamönn- um alltaf að fjölga og sem dæmi má nefna að gistinætur á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 3.500 í nóvember, sem er fjölg- un um 52% frá sama tímabili 2012.    Nýr skólastjóri, Signý Óskars- dóttir, hefur tekið til starfa við grunnskólann í Borgarnesi. Hún er fyrsta konan sem gegnir því emb- ætti við skólann, en konum hefur al- mennt farið fjölgandi í stjórnunar- störfum í Borgarnesi. Til dæmis eru konur yfir íþróttamannvirkjum, Sí- menntunarmiðstöðinni, Mennta- skólanum, leikskólunum, Safnahús- inu og Póstinum svo dæmi séu tekin. Nú er það bara spurningin hvort næsti sveitarstjóri verði kona, en Páll S. Brynjarsson, núverandi sveitarstjóri, hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér áfram á nýju kjörtímabili.    Nýlega samþykkti byggðaráð Borgarbyggðar að setja á stofn vinnuhóp um framtíð háskólanna í sveitarfélaginu. Ástæðan er öðru fremur ótti manna við að háskól- arnir í héraðinu verið sameinaðir öðrum háskólum, og þá sérstaklega Landbúnaðarháskóli Íslands, eins og mennta- og menningarmála- ráðherra gaf til kynna á opnum fundi sem haldin var í Borgarbyggð. Verkefni vinnuhópsins lúta m.a. að því markmiði að leita allra leiða til að styrkja starfsemi Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Ís- lands, þannig að þeir verði áfram sjálfstæðar og öflugar stofnanir.    Fyrrverandi rektor LbhÍ, Magnús B. Jónsson, lætur kné fylgja kviði í grein sinni í Skessu- horni nýverið þar sem hann spyr hvort áhugi ráðherra stjórnist af pólitískum metnaði og áhugi núver- andi rektors og lykilmanna í stjórn- un skólans stjórnist af persónu- legum ástæðum, fremur en hagsmunum skólans, atvinnuveg- arins og samfélagsins. Ef það er raunin, segir Magnús, eru viðkom- andi aðilar vanhæfir til ákvarð- anatöku hvað varðar framtíð skól- ans. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Hvanneyri Vinnuhópur hefur framtíð háskólanna í Borgarfirði nú til skoðunar. Geirabakarí í stórmynd 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með því að nota sog við veiðar á skelfiski, nokkurs konar ryksugun, standa vonir til að hægt verði að hámarka arðsemi af veiðum og lág- marka skaða á lífríkinu, sem verð- ur þegar þungur skelplógur er dreginn eftir botninum. Forkönnun stendur yfir á þessari aðferð, en ef allt gengur að óskum standa vonir til að hægt verði að þróa þessa að- ferð á næstu árum og nota jafnvel sog til skelveiða eftir 5-10 ár. Að sögn Jónasar Páls Jónas- sonar, sérfræðings á Hafrann- sóknastofnun, voru tilraunir gerð- ar með þessa aðferð í mælingum á hörpudiski í Breiðafirði í haust og gekk ágætlega að sjúga upp skelj- ar, en í Breiðafirði er hörpuskelin á 18-70 metra dýpi. Jónas var leið- angursstjóri í rannsóknum hausts- ins, en verkefnið er unnið í sam- starfi Hafrannsóknastofnunar og Háskólaseturs Vestfjarða. Georg Haney og Einar Hreinsson hjá útibúi Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði hafa yfirumsjón með verk- efninu, sem hefur fengið styrki frá Fjórðungssambandi Vestfjarða og frá AVS sjóðnum. Sogið ekki vandamál Jónas segir að skrefin í þessu verkefni séu mörg og misflókin, en fyrst hafi verið kannað hversu mik- ið sog þurfi til að ná skelinni upp og það virðist ekki vera vandamál „Eitt af þessum skrefum er að veiðarfærið geti greint sjálft hvað er skel út frá löguninni og hvað ekki og hlífi þannig öðru lífríki á botninum,“ segir Jónas. „Í rannsóknunum hafa verið notaðar myndavélar til að lesa hvað er skel og hvað er eitthvað annað því tilgangurinn er ekki að sjúga allt það sem finnst á botn- inum upp í tækin. Hugmyndin er að um leið og veiðarfærið kemur að hlut sem er í laginu eins og skel greini línuskannar eða önnur greiningartækni það. Sogið fari af stað og komi skelinni í körfu sem dregin er á sleða eða hjólum eftir botninum eða jafnvel alla leið í bát- inn.“ Loðnudælur áður prófaðar Jónas segir að hugmyndin sé ekki ný og fyrir um aldarfjórðungi hafi verið reynt að sjúga skeljar upp af botninum með loðnudælum. Það hafi gengið ágætlega þegar mikið var af skel á svæðinu, en þar sem enginn skynjari fylgdi bún- aðinum sugu tækin nánast allt það sem fannst á botninum, t.d. krabba, ígulker og krossfiska auk skeljarinnar. Því var síðan dælt alla leið frá botni og upp í skip. Talsvert rask fylgir því þegar skelplógur, sem getur verið um tonn að þyngd, er dregin eftir botninum. Þær skeljar sem ekki fara inn í plóginn brotna oft eða grafast í botninn og geta skapað aðstæður sem verða að veisluborði fyrir afræningja, að sögn Jónasar. Hörpuskelin soguð af botni Breiðafjarðar  Tilraunir gerðar með „ryksugun“ við veiðar á hörpuskel Ljósmynd/Jónas Páll Jónasson Sogdrekinn Frumgerð af búnaði sem notaður var til sjúga skeljar. Tækið er m.a. samsett úr eldri neðansjávarkafbát og myndavélasleða. VINTAGE FLÍSAR Nýkomnar Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem elska hönnun Thorsil ehf. og Mannvit hf. skrif- uðu í gær undir samning um hönn- un kísilmálmverksmiðju Thorsil sem rísa mun í Helguvík. Samning- urinn felur í sér að Mannvit mun, ásamt norsku verkfræðistofunni Norconsult AS, hafa umsjón með hönnun, útboðum og byggingu verksmiðjunnar. Í fréttatilkynn- ingu frá Thorsil ehf. kemur fram að vinna við umhverfismat standi nú yfir, og áætlað er að bygging- arframkvæmdir hefjist síðar á þessu ári. Gert er ráð fyrir að rúmlega 300 manns muni starfa við byggingu verksmiðjunnar og á framleiðsla að hefjast á þriðja árs- fjórðungi ársins 2016. Þá skapast um 160 ný störf vegna starfsem- innar auk afleiddra starfa við flutninga, viðhald, verkfræðiþjón- ustu og fleira. Áætluð ársfram- leiðsla er um 54 þúsund tonn af kísilmálmi. Í tilkynningunni kemur einnig fram að verðmæti fyrsta áfanga samningsins nemi um 508 milljónum króna, og að Thorsil hafi lokið hlutafjáraukningu vegna næsta áfanga verkefnisins í desem- ber síðastliðnum. sgs@mbl.is Morgunblaðið/RAX Helguvík Byrjað verður að reisa kísilmálmverksmiðju síðar á þessu ári. Framkvæmdir verða síðar á árinu  Mannvit hf. hannar kísilverksmiðju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.