Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 25

Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Kristín Thorodd- sen gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram 1. febrúar næstkomandi. Kristín er með BS próf í ferða- málafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur látið til sín taka í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar og er formaður foreldrafélags Setbergs- skóla. Helstu baráttumál Kristínar eru fjölskyldu- og atvinnumál ásamt mennta- og ferðamálum. „Trú mín er sú að Hafnarfjörður þurfi nýja og kraftmikla ein- staklinga ásamt þeim sem reynsl- una hafa til að hreyfa við málum hér í bænum,“ segir í tilkynningu. Framboð í 2.-3. sæti Skúli Helgason gefur kost á sér á lista Samfylking- arinnar til borg- arstjórnarkosn- inga í vor. Skúli leggur sérstaka áherslu á skólamál og græna hagkerfið og stefnir á 3. sæti listans í flokksvali sem fram fer 7.-8. febrúar nk. „Ég hef ákveðið að taka áskorun félaga minna í Samfylkingunni um að bjóða mig fram til að leiða þenn- an mikilvægasta málaflokk borg- arinnar á næstu árum,“ segir í til- kynningu. Skúli er 48 ára, fjögurra barna faðir, kvæntur Önnu-Lind Pétursdóttur, dósent á mennta- vísindasviði HÍ. Hann sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna 2009 til 2013. Sækist eftir 3. sæti Kristín Soffía Jónsdóttir um- hverfisverkfræð- ingur gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í Reykja- vík sem fram fara í vor. „Síðastliðin fjögur ár hef ég sem formaður og nefndarmaður í lykilnefndum unnið af fullum krafti að því að gera góða borg betri. Ég átti frumkvæði að því að gera Laugaveginn að göngugötu, leiddi gerð umhverfis- og auð- lindastefnu fyrir borgina, og tók virkan þátt í gerð nýs að- alskipulags Reykjavíkur 2010- 2030,“ segir m.a. í tilkynningu frá Kristínu. Framboð í 3. sæti Sævar Már Gúst- avsson gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir bæjarstjórn- arkosningar í Hafnarfirði 1. febrúar nk. Hann hefur lokið BA-gráðu í sál- fræði við Háskólann í Reykjavík en hann hefur einnig kennt tölfræði í viðskiptadeild skólans. Sævar hefur meðal annars starfað við blaða- mennsku, rannsóknarstörf og skóg- rækt. „Ég býð fram krafta mína til að vera málsvari hægrimanna í Hafnarfirði og ábyrgrar fjár- málastefnu. Skuldastaða Hafn- arfjarðar er þannig að framtíð- arbúsetu ungs fólks í Hafnarfirði er ógnað,“ segir m.a. í tilkynningu.. Framboð í 4. sæti Lárus Axel Sig- urjónsson eftirlits- fulltrúi þjónustu- og gæðamála hjá Strætó bs. gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisfélagsins í Kópavogi vegna bæjarstjórn- arkosninganna í vor. „Ég er uppalinn í Kópavogi og er fæddur 17. nóvember 1976. Kópa- vogsbúi er ég í húð og hár. Miklar breytingar og hraður uppvöxtur hefur verið í bænum undanfarin ár og finnst mér skylda mín sem heimamaður að taka þàtt í að gera góðan bæ betri,“ segir m.a. í til- kynningu frá Lárusi. Hann sótti fjarnám við Háskól- ann á Bifröst og lauk diplómanámi í verslunarstjórnun. Sækist eftir 4. sæti Unnur Lára Bryde gefur kost á sér í 2. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðis- flokksins í Hafn- arfirði í prófkjöri flokksins. Unnur Lára er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Suðvesturkjördæmi. Hún er viðskiptafræðingur að mennt, hef- ur unnið við markaðsstörf, rekið eigin verslanir um árabil og starfar nú hjá Icelandair sem flugfreyja og við öryggisþjálfun áhafna. Unnur er 42 ára, gift Stefáni Hjaltested rafverktaka og eiga þau tvö börn. ,,Ég hef mikinn metnað fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar og býð fram krafta mína til að gera góðan bæ öflugri og betri,“ segir m.a. í til- kynningu frá Unni Láru. Sækist eftir 2. sæti Stjórnmálaflokkarnir velja á næstunni frambjóðendur á lista fyrir komandi kosningar. Morgunblaðið birtir fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör flokkanna árið 2014 Nú í 1/2 lítra umbúðum E N N E M M /S IA • N M 59 75 5 EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR KEMUR HEILSUNNI Í LAG VÍTAMÍNDAGAR 20% AFSLÁTTUR TIL 31. JANÚAR Fyrsta bílasýning Toyota á nýju ári verð- ur haldin í dag, laugardaginn 11. janúar, frá kl. 12 til 16. Frumsýndur verður nýr jeppi, Land Cruiser 150. Nokkrar útlits- breytingar eru á bílnum frá fyrri út- gáfum. Avensis Terra verður einnig kynntur á sérstöku tilboðsverði á sýningunni og í takmarkaðan tíma að sýningu lokinni. Þá mun Toyota kynna á sýningunni ný gæðalán Toyota í samstarfi við Ergo. Þar verða boðin vaxtalaus lán fyrir 40% af verði bílsins til allt að þriggja ára, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Bílasýning Toyota verður á laugardag hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota sem eru í Reykjanesbæ, Kauptúni í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri. Frumsýna nýjan Toyota Land Cruiser Bílasýning Starfsmenn Toyota gera nýja jeppann kláran fyrir sýninguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.