Morgunblaðið - 11.01.2014, Page 29

Morgunblaðið - 11.01.2014, Page 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bandaríski loftslagsvísindamaður- inn Michael Mann hefur þurft að verja umtalsverðum tíma á undan- förnum árum í dómsal vegna fræðistarfa sinna. Auk þess að hafa fengið morðhót- anir og verið líkt við barnaníðing vegna þeirra hef- ur honum verið stefnt til að af- henda alla tölvu- pósta sína til sam- taka sem hafna því að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum. Mann hefur kallað yfir sig reiði hópa sem neita því að loftslagsbreyt- ingar séu af mannavöldum en hann er meðal annars einn höfunda hins svonefnda íshokkígrafs sem sýnir hvernig hitastig í heiminum jókst við upphaf iðnvæðingarinnar. Styrkt af orkufyrirtækjum Það eru samtökin American Traditions Institute (ATI) sem stefndu Mann á grundvelli upplýs- ingalaga í Virginíuríki sem kveða á um að fjölmiðlar og félagasamtök eigi rétt á aðgangi að gögnum op- inberra starfsmanna. Mann starfaði hjá Virginíuháskóla til ársins 2005 en stjórnar nú rannsóknarmiðstöð Penn State-háskólans í Pennsilvan- íu. Samtökin hafa í gegnum tíðina verið styrkt af félögum tengdum Koch-bræðrum og stórum orkufyr- irtækjum á borð við Exxon Mobil. Þau áttu meðal annars þátt í því að lög voru samþykkt í Norður-Karól- ínu sem banna yfirvöldum þar að taka tillit til rannsókna á hækkun yfirborðs sjávar við skipulagsvinnu sína. „Þessi tölvupóstsamskipti eru frá tíma þegar víðtæk stefna bæði inn- anlands og á heimsvísu var mörkuð. Í ljósi gríðarlegs mikilvægis þeirrar stefnumörkunar sem þessir póstar áttu þátt í þá á almenningur rétt á að vita hvað þessir ríkisstarfsmenn voru að gera og hvernig,“ segir í svari lögmanns ATI við fyrirspurn bandarísku útgáfu The Guardian um hvers vegna þau sækist eftir gögn- unum. Stórir fjölmiðlar eins og Wash- ington Post, bandaríska ríkisútvarp- ið NPR og AP-fréttastofan hafa stutt stefnu ATI og vísa til upplýs- ingafrelsis. Hamli framgangi vísinda Virt samtök fræðimanna hafa á móti stutt Mann, þar á meðal Vís- indaakademía Bandaríkjanna (NAS), Samtök bandarískra há- skólaprófessora og Háskólinn í Virg- iníu. Telja þau að með kröfunni um tölvupóstana sé vegið að akademísku frelsi fræðimanna. „Víðtækar beiðnir um gríðarlegt magn gagna og skráa eru harkalegar og dýrar. Þær leggja auknar byrðar, sérstaklega á bandaríska opinbera háskóla. Til lengri tíma litið myndu þær hægja á rannsóknum og kæfa framgang vísindanna,“ segir Ralph Cicerone, forseti NAS. Ógn gegn vísindamönnum Tölvupóstar Manns voru á meðal fjölda tölvusamskipta loftslagsvís- indamanna í fremstu röð sem var lekið í fjölmiðla eftir að brotist var inn í netþjón Háskólans í Austur- Anglíu á Bretlandi árið 2009. Afneit- unarsinnar notuðu valda kafla úr þeim til að grafa undan trausti al- mennings á loftslagsvísindum. Peter Fontaine, lögmaður Manns, segir að ATI sé að fiska eftir hverju sem er til að skaða trúverðugleika skjólstæðings síns með því að kom- ast í gögn hans. Tilgangurinn sé einnig að ógna öðrum vísindamönn- um sem leggi stund á loftslagsvís- indi. Stefna um gögn fræðimanns sögð munu hefta framgang vísinda  Afneitunarsinnar krefjast tölvupósta eins fremsta loftslagsvísindamanns heims AFP Loftslagsmál Aðgerðasinnar krefjast aukinna aðgerða vegna hlýnunar jarðar við fund Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í nóvember. Michael Mann Jemena sem hefur verið í haldi bandaríska hers- ins í Guantánamo- fangabúðum á Kúbu í yfir áratug verður sleppt samkvæmt ákvörðun nefndar sem farið hefur yf- ir mál hans. Hinn 33 ára gamli Mahmud Mujahid hefur verið í haldi frá árinu 2002 en hefur aldrei verið formlega ákærður. Hann var sakaður um að hafa verið stríðs- maður al-Qaeda og lífvörður Osama Bin Laden. Mujahid var fyrsti Guantánamo- fanginn sem kom fyrir sérstaka end- urskoðunarnefnd sem Barack Obama Bandaríkjaforseti skipaði í viðleitni sinni til að loka fangelsinu. Sex fulltrúar nefndarinnar hafa nú ákveðið að Bandaríkjunum stafi ekki lengur bráð ógn af Mujahid. Heimildir herma að hann hafi áður verið talinn of hættulegur til að sleppa en að ekki hafi verið hægt að ákæra hann vegna skorts á sönn- unargögnum og viðeigandi lögsögu að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður hefur honum verið haldið föngnum hingað til. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði þarlendum fjölmiðlum á fimmtudag að ekki lægi enn fyrir hvenær Mujahid yrði sleppt. Lögmaður hans segir að aldrei hefði átt að halda honum en hann geti nú sameinast fjölskyldu sinni. Sleppt eftir tólf ára vist í Guantánamo Hlið Guantánamo- búðanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.