Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 30
FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Afskrifa þarf um 17% krafnaí lánasafni Lánasjóðs ís-lenskra námsmanna ár-lega. Að sögn Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur, fram- kvæmdastjóra sjóðsins, hefur tíðni útlána vaxið hratt á undanförnum árum. Heildarlánasafn sjóðsins er um 185 milljarðar króna að nafn- virði, en sé tekið mið af núvirði, góð- um vaxtakjörum námsmanna og af- föllum er virði lánasafnsins um 116 milljarðar. Námslán á síðasta ári námu 16,8 milljörðum króna. „Lána- safnið hefur vaxið hraðar und- anfarin ár m.a. vegna þess að fleiri hafa farið í nám út af ástandi í þjóð- félaginu, framfærsla námsmanna er- lendis hafi hækkað vegna geng- ismála auk þess sem eldra fólk sækir nú nám í auknum mæli,“ segir Hrafnhildur. Rúmlega 12.200 þúsund manns fengu útgreidd námslán á síðasta ári af þeim rúmlega 14.400 sem sóttu um. Þar af voru um 81% lántakenda sem stunduðu nám á Íslandi. Lang- flestir lánþega sem stunda nám er- lendis voru í Danmörku eða 772. Næstflestir voru við nám í Banda- ríkjunum eða 354 en þar næst kem- ur Svíþjóð þar sem 252 námsmenn þáðu námslán. Afskriftir í takt við efnahag Hún segir sjóðinn finna fyrir því að fólk eigi erfiðara með að standa í skilum en áður og að áhrifa í formi aukinna afskrifta gæti þegar. Hún segir að hlutfall affalla úr lánasafni haldist í hendur við þróun efnahagsmála í landinu. „Sjóðurinn þarf styrkveitingu frá ríkinu til að standa undir rekstrinum. Segja má að tæplega helmingur af útlánum hvers árs sé í formi styrks frá ríkinu til menntunar,“ segir Hrafnhildur. Hún bendir um leið á að sjóð- urinn hefur félagslegu hlutverki að gegna og að um sé að ræða fjárfest- ingu samfélagsins í menntun. Að sögn Hrafnhildar er lána- safn sjóðsins viðkvæmt fyrir ytri þáttum í samfélaginu. Þannig hafi hann ekki stjórn á því þegar harðn- ar í ári og færri geti staðið í skilum. „En auðvitað geta útlánareglur hvers tíma haft einhver áhrif á hversu mikið er lánað,“ segir Hrafn- hildur og tekur sem dæmi að hætt hafi verið að krefjast ábyrgð- armanna fyrir námslánum árið 2009 og það geti haft áhrif á afskriftir lánasafnsins í framtíðinni. Fleiri skulda mikið Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum hafa lán á einstaka lántak- enda hækkað ört á síðustu fimm ár- um. Meðal annars vegna verðbólgu og lengri námsveru. Hefur þeim sem skulda yfir 12,5 milljónir króna fjölgað hratt á þessum tíma. Sá hóp- ur skuldar sjóðnum um níu milljarða króna nú en skuldaði honum um milljarð króna árið 2008. Að sögn Hrafnhildar endist fólki ekki starfs- ævin til þess að greiða sjóðnum til baka að fullu í mörgum þessara til- fella. „Sjóðurinn hefur það markmið að tryggja öllum jafnrétti til náms og það er grunnhlutverk hans. Það er pólitísk ákvörðun og markmiðið er að koma námsmönnum til mennta. Umræða um tap sjóðsins er þar af leiðandi mjög vandmeðfarin og ekki má horfa fram hjá þeim arði sem þjóðin hlýtur af þessari fjár- festingu,“ segir Hrafnhildur. LÍN afskrifar árlega 17% námslána Lán 2012-2013 eftir löndum Land Fjöldi umsækjenda Fjöldi lánþega Námslán (milljónir kr) Austurríki 27 20 49.1 Ástralía 22 22 69.1 Bandaríkin 387 354 1.111.7 Belgía 8 7 13.9 Bosnia 1 1 2.6 Brasilía 2 2 1.7 Chile 1 1 1.5 Danmörk 888 762 1.449 Eistland 3 2 5.6 Ekvador 1 1 1.9 England 237 207 784 Filippseyjar 1 1 1.1 Finnland 4 3 6.6 Frakkland 31 29 68.3 Grikkland 62 52 198.6 Holland 108 95 190.9 Írska lýðveldið 8 6 16.0 Ísland 11.695 9.893 10.866 Ítalía 45 38 132.6 Japan 4 2 2.8 Kanada 54 42 131.6 Kína 8 7 11.5 Malasía 1 1 2.1 Mexíkó 1 1 1.5 Noregur 90 73 149.1 Nýja-Sjáland 6 6 14.2 Perú 1 1 2.1 Portúgal 3 1 0.8 Pólland 5 4 12.2 Rússland 1 1 2.4 S.a. fursta. 1 1 7.0 Skotland 46 41 159.1 S-Kórea 6 3 4.8 Slóvakía 8 6 18.2 Spánn 57 55 162.4 Sviss 46 44 148.9 Svíþjóð 283 252 468.7 Taiwan 1 0 0 Tékkland 10 6 22.1 Ungverjal 106 104 334.3 Wales 3 3 11.8 Þýskaland 79 75 126.2 Samtals: 14.418 12.225 16.766 30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ofstæki geturtekið á sigógeðfelldar myndir. Tilraunir ofstækismanna í Pakistan til að stöðva bólusetn- ingar barna gegn mænu- eða lömunarveiki hljóta að flokkast til þeirra ógeðfelldari. Í gær lýstu heilbrigðisstarfsmenn í Pakistan yfir því að þeir myndu ekki taka þátt í bólusetning- arherferð í fjallahéruðum landsins vegna líflátshótana. Ekki eru nema þrjár vikur síðan vopnaðir menn skutu hjálparstarfsmann til bana þegar hann var að bólusetja börn í bænum Jamrud þannig að full ástæða er til að taka slíkar hótanir alvarlega. Talibanar í héraðinu Was- iristan í Pakistan bönnuðu bólusetningar þar árið 2012 og héldu því fram að njósnir væru stundaðar í skjóli þeirra. Reynt hefur verið að vekja tortryggni gegn bólusetningunum með því að halda fram að þær væru hluti vestræns samsæris um að gera múslíma ófrjóa. Mænu- veiki er ólæknandi sjúkdómur. Hann veldur börnum örkumlun og getur dregið til dauða. Eina ráðið við mænuveiki er bólu- setning. Fyrir aldarfjórðungi var veikin landlæg í 125 ríkjum heims. Með allsherjarátaki hef- ur henni nánast verið útrýmt. Hef- ur verið talað um að bólusetningar- herferðin gegn mænuveiki sé eitt- hvert mesta afrek, sem unnið hefur verið í heil- brigðismálum. Á mánudag fögnuðu Indverjar því að þrjú ár væru liðin frá því að síðasta tilfellið hefði greinst á Ind- landi. Áður en bólusetningar hófust þar á áttunda áratug lið- innar aldar fengu 300 þúsund manns veikina á ári. Um 30 ár eru síðan veikinni var útrýmt á Vesturlöndum. Á Íslandi geis- aði síðast mænuveikifaraldur árið 1955 og var byrjað að bólu- setja gegn henni ári síðar. Mænuveiki finnst enn í Afg- anistan, Nígeríu og Pakistan. Í Pakistan fer tilfellunum fjölg- andi. Samkvæmt tölum alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, WHO, greindust þar 58 tilfelli 2012 og 78 tilfelli í fyrra. Mænuveiki ræðst á taugakerfið og veldur ólæknandi skaða. Þeir sem fá veikina glíma við afleiðingar hennar alla ævi. Takmarkið að útrýma þessari illvígu veiki er grátlega nærri og það er erfitt til þess að hugsa að vegna of- stækis sé lífi og heilsu sak- lausra barna stefnt í full- komlega óþarfa hættu. Barátta talibana gegn bólusetningum við mænusótt er ljót aðför að börnum} Ógeðfellt ofstæki Jose ManuelBarroso, for- seti framkvæmda- stjórnar ESB, reyndi á miðviku- dag að tala kjark í evrópska markaði þegar hann sagði að 2014 væri árið sem evrusvæðið kæmist út úr verstu efnahagserfiðleik- unum. Hann viðurkenndi þó að erfiðleikarnir væru ekki fylli- lega að baki og seðlabanka- stjóri evrunnar, Mario Draghi, kom strax í kjölfarið í fyrradag og lýsti því yfir að of snemmt væri að fullyrða að evrusvæðið væri sloppið út úr kreppunni. Draghi lagði þess í stað áherslu á að hagkerfið væri viðkvæmt og að vel kynni að vera að grípa þyrfti til frekari aðgerða til að lyfta undir með því. Þessi orð falla á sama tíma og farið er að undirbúa að draga úr slíkum aðgerðum í Bandaríkjunum og þrýstingur er að skapast til vaxtahækkana í Englandsbanka. Viðhorf Draghi og þær ólíku áherslur sem heyrast frá seðla- banka evrunnar annars vegar og seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka hins vegar, endurspegla viðvarandi veik- leika evrusvæð- isins þegar önnur hagkerfi virðast vera að ná sér bet- ur á strik. Þrátt fyrir þetta eru sem betur fer einnig ákveðin batamerki á evrusvæðinu en eins og Draghi bendir á er ástandið viðkvæmt. Vandinn þar snýr einnig að bönkunum sem margir hverjir eru illa fjármagnaðir og hafa ekki farið í gegnum þann hreinsunareld sem nauðsyn- legur hefði verið og hlýtur að bíða þeirra. Lausn framkvæmdastjórnar Barroso á vandanum er að auka samrunann á svæðinu og setja bankamál undir eina yf- irstjórn. Engin leið er að segja til um hver niðurstaðan verður en flestir virðast sammála um að eigi evran og evrusvæðið að komast út úr kreppunni verði samruninn að aukast og yf- irstjórn fjármála og bankamála að færast meira frá aðildarríkj- unum og til Brussel. Fyrir Ísland, sem enn hefur stöðu umsóknarríkis, skiptir þetta verulegu máli og skapar óþægilega óvissu sem auðvelt væri að losna út úr. Ísland þarf ekki að halda áfram að tengja sig um of óvissu evrunnar} Vandinn er ekki að baki A fmæli eru flestum fagnaðarefni, og yfirleitt þeim mun einlægari er fögnuðurinn eftir því sem af- mælisbörnin fagna lægri aldri. Lítill drengur Vilhjálms Vil- hjálmssonar er saminn af þessu tilefni: Óðum steðjar að sá dagur, afmælið þitt kemur senn. Lítill drengur, ljós og fagur lífsins skilning öðlast senn. Á morgun verður ungur maður sautján ára. Engar áhyggjur, hann mun ekki verða til vandræða í umferðinni, allavega ekki sem ökumaður. Hann fær nefnilega ekki bílpróf. Að ári mun hann svo sennilega heldur ekki hlæja að því að mega kvænast en ekki kaupa kampavín, heldur sennilega verða sviptur lög- ræði. Þetta mun samt sennilega ekki angra hann í eina sekúndu. Þessi ungi maður er með þrefaldan 21. litning, sem orsakar Downs-heilkenni. Í ofanálag eru honum af- skaplega mislagðar hendur í samskiptum við fólk, sér- staklega ókunnuga, sökum þess að vera á einhverfurófi. Eins og til að bæta gráu ofan á svart er þessi ungi maður sykursjúkur. Sykursýki getur valdið dauða á skömmum tíma, og röng meðhöndlun til lengri tíma getur valdið út- limamissi. Hverjum sem þetta les ætti að vera ljóst að ungi maðurinn mun sennilega þurfa mikla hjálp svo lengi sem hann lifir. Sykursýkin ein og sér gerir það að verk- um að hann þarf sólarhringsvöktun, því greindarskerð- ingin sem fylgir Downs-heilkenninu veldur því að hann mun aldrei geta séð um það sjálf- ur. Eða, sennilega, lesið þennan texta. Í velferðarríkinu Íslandi myndi maður ætla að „kerfið“ breiddi út arma sína til að taka á móti þessum unga manni, einum af sínu minnstu og veikustu. Svo er ekki, því öll sókn í hjálp fyrir unga manninn og foreldra hans hefur verið með hnúum og hnefum, þannig að stundum minnir á Ástrík og þrautirnar tólf. Þannig þarf til dæmis að tilkynna Trygg- ingastofnun reglulega að ungi maðurinn sé jú enn með Downs-heilkenni. Þó er ekki við starfsfólk ríkis og sveitarfélaga að sakast, öðru nær. Þroskahömlun í bland við langveiki með dassi af einhverfu virðist hins vegar falla illa að kerfinu, sama kerfi og skammtar úr hnefa þeim sem eru upp á það komnir ævi- langt, en virðist einhvern veginn geta hrist eitt sendiráð, jarðgöng eða tónlistarhöll fram úr erminni þegar þannig ber við. Borðaklippingarnar vekja sennilega meiri at- hygli en þögult líf hinna málsvaralausu. Að eiga þroska- heft barn, eða systkini eins og hér um ræðir, er eitthvað sem enginn óskar. Ég man hvað ég grét á fæðingardeild- inni þegar ég skildi hvað hrjáir unga manninn. Hlýja hans er hins vegar eins og af öðrum heimi, og þrátt fyrir að öðlast sennilega aldrei „lífsins skilning“, hver svo sem hann er, er hann bæði ljós og fagur og hefur verið til þess að auka skilning allra sem honum kynnast á einhverju sem ekki er hægt að koma í orð. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Lítill drengur, ljós og fagur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.