Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Snilldartaktar Efnilegar fótboltastelpur í 6. og 7. flokki Gróttu á Seltjarnarnesi voru á æfingu í gær og sýndu þvílíka tilburði að engu var líkara en þær hefðu ekki gert neitt annað um ævina. Þórður Fréttir hafa borist af breytingum innan útgerðarfélagsins Stálskipa sem gerir frystitogarann Þór HF út frá Hafnar- firði. Fyrirtækið stendur traustum fót- um eftir um 40 ára starfsemi sem sam- ofin er hafnfirsku at- vinnulífi og útgerð. En nú hefur áhöfn skipsins, um 40 manns, verið sagt upp og vanga- veltur verið uppi um hvort eigend- urnir hyggist selja félagið enda látið hafa eftir sér að það komi til greina. Hafnarfjörður er gamall útgerð- arbær en eini togarinn sem þaðan er enn gerður út, er togari Stál- skipa, Þór HF. Hafnarfjarðarhöfn og öll sú atvinnustarfsemi sem henni tengist er bæjarfélaginu og íbúunum mjög mikilvæg. Í bænum er umtalsverð fiskvinnsla og afar fjölbreytt störf sem tengjast hafn- sækinni starfsemi. Atvinnulífið tengt sjávarútvegi og höfninni snertir því afkomu hundraða fjöl- skyldna í bæjarfélaginu. Eftirsóknarverð útgerð Langstærsti kvóti innan bæj- arfélagsins er í eigu Stálskipa. Hann er mjög verðmætur og sam- setning hans hagstæð. Fylgjast því án efa áhugasamir athafna- menn með áformum eigendanna og framvindu fyrirtækisins. Að sjálfsögðu mun markaðurinn ráða því hvað úr verður en það verður athyglisvert að fylgjast með þegar og ef söluferli þessa öfluga fyr- irtækis fer í gang á næstunni. Ef raunin verður sú að kvótinn og togarinn verði seldur hlýtur það að vera Hafnfirðingum í hag ef nýir eigendur vilja gera út frá út- gerðarbænum Hafn- arfirði. Dýrmæt atvinnu- tækifæri í sjávarútvegi Ekki síður skiptir það hafnfirskt atvinnulíf og hafn- arstarfsemina máli ef afli þessa kvóta yrði unninn í bænum. En eins og kunnugt er eru útgerðir í auknum mæli að hætta vinnslu um borð af hagkvæmnisástæðum. Þessi dýrmæti kvóti gæti því skapað mikinn fjölda starfa í bæj- arfélaginu. Það hefur verið mjög eftirsóknarvert að byggja upp fiskvinnslu í Hafnarfirði og eru þar nú starfandi um 10-14 fisk- vinnslustöðvar sem skapa hátt á þriðja hundruð störf. Því eru hér mikil tækifæri til að efla atvinnulíf bæjarins – eitthvað sem við kjörn- ir fulltrúar verðum að vera vak- andi fyrir og leita allra leiða til að verði að veruleika. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur »Ekki síður skiptir það hafnfirskt at- vinnulíf og hafnarstarf- semina máli ef afli þessa kvóta yrði unninn í bæn- um. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði. Fer kvóti Stálskipa úr Hafnarfirði? Í vissum kreðsum virðist ríkja einhver undarleg viðkvæmni fyrir öllu því sem for- seti og forsætisráð- herra segja, meira að segja þegar þeir eru að fara með sannindi sem hafa verið talin góð og gild áratugum, ef ekki öldum, saman á Ís- landi. Jafnvel á tyllidögum, þegar þessir menn halda hefðbundin hátíðarávörp, sjá sumir ástæðu til að hrökkva í varnargírinn. Það er svo sem ekkert út á það að setja ef póli- tískir andstæðingar vilja andmæla því að forseti landsins tali um mik- ilvægi samstöðu eða að forsætisráð- herrann tjái sig um tækifæri þjóð- arinnar. Það skýtur hins vegar skökku við þegar fjölmiðlar, og ekki hvað síst ríkisfjölmiðillinn taka þátt í slíkri umræðu og leiða hana jafnvel. Þetta gengur svo langt að nú um áramót bar svo við að helstu fréttir Ríkisútvarpsins af nýársávarpi for- setans og áramótaávarpi forsætis- ráðherra snérust um hvað einhverjir menn hefðu út á ávörpin að setja. Það voru ekki menn sem höfðu haft frum- kvæði að því að lýsa skoðun sinni. Þeir höfðu verið leitaðir uppi á nýárs- dag til að setja út á ávörpin. Nú er öllum sem hlustað hafa á Ríkisútvarpið undanfarin ár kunnugt um afstöðu Guðmundar Hálfdán- arsonar til málflutnings forsetans, hvort sem það er í Icesave-málinu eða þjóðræknimálum. Þegar haft er samband við Guðmund til að spyrja hann álits á áramótaávarpi forsetas geta menn gefið sér með talsverðri vissu hverju verði svarað, ekki hvað síst þegar verið er að spyrja um hluti sem sama fréttastofa hefur spurt sama mann um áður. Það að leitað skuli til viðkomandi álitsgjafa er því fyrst og fremst til þess fallið að upplýsa hlustendur um það hver afstaða frétta- mannsins, eða frétta- stofunnar, er til mál- flutnings forsetans. Forsetinn hafði „gerst sekur“ um að tala um gildi samstöðu meðal þjóðarinnar. Álitsgjafinn var fenginn til að útskýra að þjóðin hefði sjaldnast verið sammála og ekki í þeim tilvikum sem forsetinn nefndi. Varla datt mörgum sem hlýddu á ávarp for- setans það til hugar að hann hefði verið að halda því fram að hver ein- asti maður á landinu hefði verið sam- mála í deilumálum eins og Icesave. Forsetinn veit það manna best sjálf- ur og það veit álitsgjafinn líka, sem einn helsti andstæðingur forsetans og forsætisráðherra í því máli. Öllum mátti ljóst vera að forsetinn væri að tala um kosti almennrar samstöðu í þjóðþrifamálum og 98% telst nú yf- irleitt nokkuð almennt. Viðtalið við sagnfræðinginn var ekki látið duga því að daginn eftir var einn af framámönnum VG í Reykja- vík fenginn til að setja út á hversu bjartsýnn forsetinn væri varðandi tækifæri Íslands á norðurslóðum. Sá taldi það til að öryggismálum væri ábótavant og það væri slæmt fyrir ímynd landsins að fara í olíuvinnslu, auk þess væri margt bara á hug- myndastigi. Forsætisráðherra virðist vera í sigtinu hjá RÚV, ekki síður en for- setinn. Minnist einhver þess að stofn- unin hafi nokkurn tíma kallað til fólk á nýársdag til að setja út á áramóta- ávörp Jóhönnu Sigurðardóttur? Að vísu var Jóhanna sjálf kölluð í frétta- viðtal nú á gamlársdag til að segja álit sitt á eftirmanni sínum en það er önnur saga. Á nýársdag var Gylfi Arnbjörnsson fenginn til að veita efnivið í frétt undir fyrirsögninni „Undrast orð forsætisráðherra“. Það sem Gylfi undraðist var að ráð- herrann hefði talað um að það þyrfti að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Gylfi var að vísu sammála forsætis- ráðherra en fannst að ríkið hefði átt að gera meira til að bæta fyrir að verkalýðshreyfingunni skyldi ekki hafa tekist að semja um meiri kaup- hækkun fyrir þá lægst launuðu en raun varð. Það hefur ekki farið fram hjá nein- um sem áhuga hefur á fréttum að flestir fjölmiðlar eltast meira við ráð- herra núverandi ríkisstjórnar en for- verana, en ekki hvað síst forsætisráð- herrann. Ekki er langt síðan RÚV gerði frétt sem kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum og átti að sýna að forsætisráðherra hefði ætlað að fara aðra leið við skuldaleiðréttingu en raun varð. Þegar viðtalsbúturinn sem fréttin byggðist á, sem var úr þætt- inum formannssætið, sem skar sig úr í aðdraganda kosninga vegna þess hve fréttamennirnir gengu hart fram gegn núverandi forsætisráðherra umfram aðra formenn, kom í ljós að fréttamaðurinn hafði haft rangt eftir. Dæmin eru fjölmörg. Og þótt ein- hverjir geti viljað reka fjölmiðla í pólitískum tilgangi fellur slíkt ekki að tilganginum með rekstri Ríkis- útvarpsins. Það gengur raunar þvert gegn honum. Er RÚV í nöp við forsetann? Eftir Guðlaug G. Sverrisson » Það voru ekki menn sem höfðu haft frumkvæði að því að lýsa skoðun sinni. Þeir höfðu verið leitaðir uppi á nýársdag til að setja út á ávörpin. Guðlaugur Gylfi Sverrisson Höfundur er félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.