Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
20 ár eru nú liðin frá frækilegu
björgunarafreki þyrlubjörgunar-
sveitar varnaliðsins á Keflavíkur-
flugvelli þegar sex skipverjum af
björgunarskipinu Goðanum var
bjargað í Vöðlavík sem liggur norður
af Reyðarfirði. Einn skipverjanna
tók fyrir borð og fórst nokkru áður
en til björgunaraðgerða kom.
Aðfaranótt 10. janúar 1994
strandaði björgunarskipið Goðinn í
Vöðlavík í miklu óveðri og for-
áttubrimi eftir að hafa gert tilraunir
til að draga togbátinn Bergvík á flot
með aðstoð björgunarsveitarmanna í
landi. Bergvíkin strandaði í Vöðlavík
nokkru áður eða 18. desember 1993.
Þyrla eini möguleikinn
Björgunarsveitarmennirnir sem
voru búnir tækjum og tólum til
björgunar í sjávarháska gátu ekki
athafnað sig við þær veðuraðstæður
og brimskafla sem gengu yfir Goð-
ann. Ekki bætti úr skák hversu Goð-
inn lá strandaður langt frá landi.
Fljótlega varð ljóst að eini möguleik-
inn til björgunar var með þyrlu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-
SIF hélt af stað frá Reykjavík en
varð frá að hverfa vegna óveðurs og
ísingar. Leitað var aðstoðar björg-
unarsveitar varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli og héldu tvær Sikorsky
HH60 Pave Hawk þyrlur björg-
unarsveitar varnarliðsins af stað
austur.
Þyrlurnar voru búnar afísing-
arbúnaði. Einnig fylgdi Herkules
eldsneytisflutningavél sem veitt gat
þyrlunum eldsneyti á flugi. Gríð-
arlegur mótvindur og ókyrrð var á
leiðinni. Hraðamælar þyrlanna
sýndu að þær væru á 260 kílómetra
hraða en mótvindurinn gerði hins
vegar að verkum að raunverulegur
hraði þeirra miðað við jörð var helm-
ingi minni eða einungis 130 kíló-
metrar á klst. Bilun varð í Herkules
vélinni og varð hún að snúa aftur til
Keflavíkur. Ljóst var að þyrlurnar
höfðu ekki nægt eldsneyti austur til
Vöðlavíkur en ákvörðun var tekin
um að halda björgunarleiðangrinum
áfram og afráðið að taka eldsneyti á
Höfn. Eftir eldsneytistöku á Höfn
lentu þyrlurnar í fárviðri með til-
heyrandi ókyrrð og niðurstreymi og
áttu flugmenn þeirra
í miklum erfiðleikum
með að halda stjórn
á þeim og minnstu
munaði að illa færi.
Á bólakaf
í hafrótið
Ekkert fjarskipta-
samband var milli
skipverja Goðans og
björgunarsveita-
manna en þegar
björgunarsveitirnar
höfðu fengið það
staðfest að þyrlur væru væntanlegar
þá líktu björgunarsveitarmennirnir
eftir þyrluspöðum með því að rétta
út hendurnar og snúa sér í hringi í
fjörunni. Skipverjarnir, sem stóðu
uppi á brúarþaki Goðans og en þeir
héldu sér í handrið og ýmsan annan
fastan búnað skipsins meðan brim-
skaflarnir riðu yfir, skildu boðin og
fylltust eldmóði og trú á björgun.
Þegar þyrlurnar voru
að athafna sig yfir Goð-
anum voru þær látnar
„hanga“ upp í storminn
sem stóð af hafi og erfitt
að fá viðmið yfir flakinu.
Vindhviðurnar voru öfl-
ugar og hraðamælar gáfu
til kynna að vindstyrk-
urinn hefði verið um 100 –
120 kílómetrar á klst..
Mörg loftnet stóðu upp af
brú Goðans sem gerði sig-
mönnum erfitt að athafna
sig og einnig þurftu flug-
mennirnir að gæta sín vel á þeim. Á
ýmsu gekk við björgunina af brúar-
þaki Goðans en í einni „hífingunni“
með tvo skipverja í björgunarstól
missti þyrlan hæð svo að þeir fóru á
bólakaf í hafrótið en til allrar ham-
ingju náðu flugmennirnir aftur
stjórn á þyrlunni sem kippti þeim
upp úr sjónum heilum á húfi.
Að loknum björgunaraðgerðunum
lentu þyrlurnar í Vöðlavík og björg-
unarsveitin tók við fjórum skipverj-
um en samkvæmt mati læknis þyrlu-
björgunarsveitarinnar þurftu tveir
að komast undir læknishendur. Var
því afráðið að halda til Egilsstaða.
Þegar hér var komið var farið að
skyggja og veðrið engu skárra, hríð-
arkóf og skyggnið því afleitt.
Stefnan var tekin yfir Norð-
fjarðarflóann og afráðið að fljúga inn
Mjóafjörð í áttina að Egilsstöðum.
Strax eftir flugtak í Vöðlavíkinni
misstu flugmennirnir sjónar nánast
á öllum staðháttum. Flugmennirnir
settu þá upp nætursjónauka en snjó-
koman kom í veg fyrir að þeir kæmu
að fullum notum og flogið var í um 30
m. hæð.
Það reyndist flugmönnunum afar
erfitt og þreytandi að fljúga með
nætursjónaukana í hríðarkófinu.
Þegar kom að Mjóafjarðarheiðinni
var þar snjóbylur, ekkert skyggni og
mikil ókyrrð. Var því ákveðið að
snúa við og halda til Hafnar í Horna-
firði. En þegar þyrlurnar voru
staddar út af Norðfjarðarnípunni
sem liggur milli Mjóafjarðar og
Norðfjarðar sýndist áhöfn síðari
þyrlunnar þeirri fyrri hvolfa fyrir
framan sig en hún hafði þá fengið á
sig mikinn sviptivind. Þetta atvik
fyllti mælinn.
Áhafnir þyrlnanna voru þá orðnar
langþreyttar en björgunarleiðangur
þessi hafði þá staðið í um átta
klukkustundir og tekið mjög á
mannskapinn bæði andlega og lík-
amlega og því var afráðið að lenda
þyrlunum við fyrsta tækifæri.
Vissu ekki af flugvellinum
og lentu á bílastæði
Tekin var stefna á bæinn sem þeir
höfðu séð ljósin frá nokkru áður og
reyndist vera Neskaupstaður en
áhöfnin hafði ekki frekari upplýs-
ingar um bæinn. Þegar þyrlurnar
voru komnar yfir Neskaupstað þá
var kveikt á kösturum þeirra í leit að
lendingarstað í bænum en áhöfnin
hafði ekki hugmynd um flugvöllinn
sem liggur litlu innan við bæinn.
Eftir að þyrlurnar höfðu sveimað
um stund yfir bænum var afráðið að
lenda þeim á bílastæði fyrir framan
Kaupfélagið Fram í Neskaupstað en
svo heppilega vildi til að bílastæðið
var autt en þakið snjókrapi en það
hafði ekki verið rutt þennan dag.
Fyrri þyrlan sem lenti fékk aðstoð
frá áhöfninni á þeirri seinni við að
lenda á þröngu bílastæðinu sem um-
lukið var húsum og ljósastaurum og
svo öfugt þegar þeirri seinni var
lent. Lending þyrlnanna var mikið
nákvæmnisverk þar sem engu mátti
skeika og sýndu flugmenn þeirra
mikla yfirvegun og fagmennsku við
þessar erfiðu aðstæður.
Fyrir íbúa Neskaupstaðar var
þessi aðkoma og lending þyrlnanna
óvænt og ógleymanleg. Fyrst heyrð-
ist í mótorum þeirra í myrkrinu og
éljunum úti á firðinum og svo voru
leitarljósin, „ískastararnir“, tendruð
og þyrlurnar sveimuðu í nokkurn
tíma yfir bænum í leit að lendingar-
stað. Þegar þyrlurnar komu inn til
lendingar á kaupfélagsplaninu var
afgreiðslufólki Kaupfélagsins og við-
skiptavinum mjög brugðið en stórir
gluggar voru á kaupfélaginu sem
sneru að bílaplaninu. Miklar loft-
þrýstings- og hljóðbylgjur frá þyrlu-
spöðunum dundu á gluggunum og
óttaðist fólkið að rúðurnar myndu
springa inná við en allt fór vel.
Árangursríkasta
flugferðin 1994
Íbúar Neskaupstaðar tóku afar
vel á móti þyrlubjörgunarsveitinni
og bauð bæjarstjórnin þeim í mat og
gistingu og loks voru þeir drifnir í
gufubað og var stutt í brosið hjá
áhöfninni þegar þeir höfðu fast land
undir fótum.
Fyrir þetta frækilega björgunar-
Björgun áhafnarinnar á Goðanum
Eftir Bjarna Stefánsson
» Þegar þessi einstaki
björgunarleiðangur
er skoðaður verður ekki
hjá því komist að taka
eftir þeim einhug og ein-
beitni sem ríkti til að
bjarga skipverjunum á
Goðanum sem áttu líf
sitt undir að fá utan-
aðkomandi hjálp. Bjarni Stefánsson
Morgunblaðið/Þorkell
Viðurkenning Áhafnir björgunarþyrlna varnarliðsins voru heiðraðar fyrir afrekið í Vöðlavík við athöfn 11. janúar, strax daginn eftir að þeir björguðu
áhöfninni á Goðanum í fárviðri og stjórsjó um hávetur. Viðstaddir voru (f.v.) Michael D. Haskins flotaforingi, Robert J. Gmyrek, ofursti áhafnarinnar,
áhafnirnar, Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Gunnar Felixson, fulltrúi Björgunarfélagsins, og Helgi Hallvarðsson skipherra.
Erfiðar aðstæður Tveimur dögum
eftir björgunina birtust myndir frá
slysstað í Morgunblaðinu.
30 stk pakki á aðeins 2500.-
FRÍ SJÓNMÆLING
Klippið út auglýsinguna
Verið velkomin
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14
Frábærar daglinsur
sem hafa heldur
betur sannað sig
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 17 ÁR