Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
✝ Guðný HelgaBaldursdóttir
fæddist í Neskaup-
stað 28. mars 1974.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
1. janúar 2014.
Foreldrar Guð-
nýjar Helgu eru
Baldur Gunn-
laugsson frá Beru-
firði, f. 3. febrúar
1947, og Svandís Kristinsdóttir
frá Merki, f. 23. september 1948.
Systkini Guðnýjar Helgu eru
Anna Heiður, f. 11. apríl 1978, og
Gísli Hjörvar, f. 18. apríl 1984.
Dætur Önnu Heiðar og Finns
Sigurðssonar, f. 21. nóvember
1972, eru Dýrleif Finnsdóttir, f.
7. júní 2006, og Hildur Finns-
dóttir, f. 4. september 2013.
Guðný Helga giftist Björgvini
Ragnari Einarssyni, f. 8. desem-
ber 1971, þann 27. desember
2009. Börn þeirra
eru Gabríel Örn
Björgvinsson, f. 14.
október 1995, Ka-
milla Marín Björg-
vinsdóttir, f. 25.
febrúar 2000, og Ís-
old Gígja Björgvins-
dóttir, f. 20. maí
2005.
Guðný Helga
starfaði um tíma
sem versl-
unarmaður og heimilishjálp í
Reykjavík og Hafnarfirði en síð-
astliðin fimmtán ár starfaði hún
hjá Landsbanka Íslands og síðar
Sparisjóði Hornafjarðar, Íslands-
pósti og VÍS á Djúpavogi. Hún
sinnti einnig félagsstörfum hjá
Ungmennafélaginu Neista um
árabil.
Útför Guðnýjar Helgu fer
fram frá Djúpavogskirkju í dag,
11. janúar 2014, og hefst athöfn-
in kl. 14.
Elsku Guðný Helga okkar.
Nú þegar þú ert farin frá
okkur til annarra heima stönd-
um við eftir harmi slegin. Þú
sem alltaf varst nærri, boðin og
búin til hjálpar og leystir úr
flestum vanda.
Söknuður okkar er meiri en
nokkur orð fá lýst.
Við kveðjum þig með sára sorg í
hjarta
söknuðurinn laugar tári kinn.
Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta
dökkur skuggi fyllir huga minn.
Í miðjum leik var komið til þín kallið
klippt á strenginn þinn.
Eitt af vorsins fögrum blómum fallið.
(Hákon Aðalsteinsson)
Kærar þakkir fyrir allt. Guð
geymi þig.
Mamma og pabbi.
Elsku Guðný.
Ég ætla að reyna að hafa
þetta ekki langt, ég veit að þú
varst aldrei fyrir mikið orða-
gjálfur. Mig langar bara að telja
upp hluti sem hafa runnið í
gegnum hugann á síðustu dög-
um. Þú að laumast að heiman til
vinkvenna þinna meðan mamma
reyndi að halda mér upptekinni
svo þú gætir einstaka sinnum
leikið við þær ótrufluð. Við syst-
ur að skauta, annaðhvort hérna
á balanum eða fyrir neðan tún.
Eða búa til snjóhús á hlaðinu og
fá okkur heitt kakó og osta-
brauð á eftir. Saman að renna
okkur í brekkunni inni á túni.
Með pabba á olíubílnum að fara
með olíu inn í sveit. Og með
mömmu og pabba og öllum hin-
um í heyskap. Þegar þú ákvaðst
að kenna mér að lesa af mikilli
röggsemi með góðri aðstoð
Stebba og Gísla. Og auðvitað
þegar þú ákvaðst að fara með til
Reykjavíkur þegar Gísli Hjörvar
fæddist (það reyndi enginn að
stöðva þig þegar þú beist eitt-
hvað svona í þig). Við rifumst
stundum en út á við varðir þú
mig alltaf með kjafti og klóm
eins og stórar systur einar gera.
Seinna meir snúast minning-
arnar um þig með börnin þín.
Þó þú værir aldrei mikið fyrir að
hæla sjálfri þér eða þínum flaut
stoltið stundum yfir þegar þú
varst að tala um þau. Enda eru
þau ótrúlega vel gerðir krakkar
og þú hafðir margar sögur að
segja af afrekum og skemmti-
legum uppátækjum. Þau, eins
og við öll, eiga eftir að sakna þín
óbærilega mikið. Við reynum
eins og við getum að styðja við
bakið á þeim en það kemur aldr-
ei neinn í staðinn fyrir mömmu.
Ég elska þig.
Þín systir,
Anna Heiður.
Okkur systkinin langar að
minnast frænku okkar, Guðnýj-
ar Helgu, í örfáum orðum. Við
erum eldri en hún og höfðum af
henni að segja á misjöfnum tím-
um æviskeiðsins. Við tvö elstu
minnumst hennar frá því hún
var lítil og hlutverk eldri frænd-
systkina fólst í að passa og
fylgjast með. Minningin er sterk
um litla frænku sem var kraft-
mikil og afar ákveðin en þó hlé-
dræg, skörp og fljót að ná tök-
um á hlutum eins og lestri og
öðru námstengdu. Hún var svo
lánsöm í æsku að í Borgargarði
bjuggu ömmubræður okkar sem
voru iðnir við að hafa ofan af
fyrir henni og gæta.
Þegar kom svo að því að hún
valdi sér menntaskóla þá kom
ekkert annað til greina en að
fara í Verslunarskólann og svo
varð úr. Þá kom hún og bjó hjá
mömmu, mér og Guðbjörgu í
Háahvamminum tvo fyrstu vet-
urna af skólagöngunni. Þá
skynjuðum við hversu strekt og
einstakt samband var á milli
hennar og pabba hennar en oft á
tíðum leiðbeindi hann henni með
námið í gegnum síma þar sem
netið var þá ekki búið að ryðja
sér til rúms. Hún var mjög
stundvís og ég man að henni var
mikið kappsmál að mæta alltaf í
skólann hvort sem hún væri veik
eða ekki. Og það voru stoltir
foreldrar sem stóðu henni við
hlið eftir fjögurra ára skóla-
göngu með stúdentspróf í höfn.
Leiðir okkar lágu svo aftur sam-
an þegar hún kom til sumar-
starfa hjá Landsbankanum á
Djúpavogi og síðar í fullt starf
og það þurfti ekki að segja
henni frænku minni sama hlut-
inn tvisvar.
Leiðir okkar, minnar ástkæru
frænku og vinkonu, liggja sam-
an þegar hún byrjar að búa á
Djúpavogi með litlu fjölskylduna
sína sem stækkaði á fimm ára
fresti. Við vorum svo lánsamar
að eiga stúlkur á svipuðum aldri
sem tengjast mikið og höfðum
við sömu gildi og sýn á líf
þeirra. Guðný Helga leiddi börn
sín vel inn í lífið og var það
hennar forgangur að þau fengju
að njóta sín á því sviði sem þau
kusu. Mér eru nú efst í huga
elsku börnin þín þrjú, Björgvin,
foreldrar þínir og systkini sem
eiga við þennan mikla missi.
Elsku frænka, það er stórt
skarð sem þú skilur eftir þig í
þessu litla samfélagi. Störfin þín
voru mörg, hvort sem var í
vinnunni þinni eða þau sem
fylgdu börnunum þínum. Það
verður erfitt að fylla þá gjá sem
myndast hefur og munum við
finna vel til þess þegar á líður.
Þín er sárt saknað og hugur
okkar er hjá börnum þínum og
fjölskyldunni allri.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Halldóra, Arnar,
Regína
og Elísabet.
Elsku systurdóttir mín, hún
Guðný Helga Baldursdóttir, er
látin, kvaddi þetta líf á fyrsta
degi þessa árs. Döpur í hjarta
hugsa ég og spyr, hví er hún í
blóma lífsins tekin burt frá
þremur börnum og öðrum ást-
vinum? Ég hef þekkt Guðnýju
Helgu frá því hún kom í þennan
heim og var mikill samgangur á
milli heimila og barna hjá okkur
systrum á Djúpavogi. Eftir að
ég flutti í Hafnarfjörð hóf
Guðný Helga sína menntaskóla-
göngu í Verslunarskólanum og
bjó hún þá hjá okkur í Háa-
hvammi tvo fyrstu veturna. Það
var blessun að fá að hafa hana
og áttum við góðar stundir sam-
an. Stundaði hún námið af mik-
illi samvisku og dugnaði og á
það sama við í öllu sem hún hef-
ur starfað og tekið sér fyrir
hendur síðan. Var hún sérstak-
lega umhyggjusöm og góð móðir
og dáist ég að því hvað hún var
dugleg að keyra langar vega-
lendir með börnin sín á íþrótta-
mót og aðra viðburði.
Hennar er sárt saknað af
okkur öllum og megi sá máttur
er öllu ræður vernda börnin og
aðra ástvini í framtíðinni og
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð,
þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Sigurbjörg frænka.
Elsku Guðný.
Furðu lostin, reið, full vantrú-
ar en fyrst og fremst óskaplega
döpur. Þessar tilfinningar flugu
í gegnum huga minn þegar ég
frétti hvað kom fyrir.
Allt of snemma þarftu að
kveðja þetta líf og það er erfitt
að vera ekki reið og bitur yfir
þeirri staðreynd en reyna frekar
að þakka fyrir að hafa kynnst
þér og átt þig sem frænku.
Við hittumst nú ekki oft í
seinni tíð en ég er óendanlega
þakklát fyrir frænkuhittinginn í
vor þegar við fórum fjórar
frænkurnar út að borða. Það átti
aldeilis að verða reglulegur við-
burður enda skemmtum við okk-
ur allar vel.
Ég man líka vel eftir góða
tímanum sem við áttum saman
þegar við vorum krakkar þegar
við fórum í reiðskólann í Geld-
ingaholti en ansi fáir aðrir ætt-
ingjar deildu hestaáhuganum
með mér.
Hugur minn er hjá börnunum
þínum og fjölskyldunni allri.
Hvíldu í friði, kæra frænka.
Júlía.
Elsku Guðný Helga.
Enn erum við illilega minnt á
hversu lífið er brothætt og línan
fín. Mig setur einfaldlega hljóða
að hugsa til þess að þú sért rifin
í burtu á þessum tíma og hugsa
með sorg í hjarta til þess missis
sem við öll og þá sérstaklega
fjölskylda þín höfum orðið fyrir.
Þú varst kletturinn þeirra allra
og það skarð sem þú skilur eftir
verður erfitt að fylla.
Við frænkurnar hófum lífið á
svipuðum tíma, þú árinu á und-
an mér á Djúpavogi og urðum
við fljótt vinkonur og lékum
okkur saman og brölluðum ým-
islegt, sérstaklega í kjallaranum
hjá Stebba og Gísla en þar var
alltaf gott að vera. Þegar ég svo
flutti burt um átta ára aldurinn
héldum við vinskap okkar við
þegar ég kom í heimsókn til
ykkar systra á sumrin þar sem
ég dvaldi yfirleitt í nokkrar vik-
ur í Borgargarði. Þar var alltaf
tekið vel á móti mér og gaman
að vera. Þegar við svo eltumst
og urðum unglingar byrjaði fjör-
ið fyrir alvöru þegar ég fór að
dvelja heilu sumrin hjá ykkur
þegar við unnum saman í Esso-
sjoppunni. Ég á góðar minning-
ar frá þeim tíma, við báðar að
stíga fyrstu unglingsskrefin og
allt svo spennandi, upplifðum
svo margt skemmtilegt saman,
fyrstu böllin, fyrstu útihátíðina
og svo margt fleira enda nóg um
að vera á þeim tíma á Djúpa-
vogi.
Þú fórst svo í Verzló ári á
undan mér og bjóst hjá okkur í
Háahvamminum. Þar var margt
um manninn og dast þú fljótt
inn í fjölskyldumynstrið fyrir ut-
an kannski að vakna alltaf miklu
fyrr en allir hinir. Þér gekk vel í
skólanum, ekki síst fyrir hjálp
frá pabba þínum en þar fundum
við vel hversu mikinn stuðning
þú hafðir frá foreldrum þínum
og hversu gott samband ykkar
var.
Leiðir okkar skildi svo um
tíma, þú fluttir aftur á æskuslóð-
ir með Björgvini og ólst upp
þrjú yndisleg börn og tíminn
leið án mikilla samskipta. Því er
það mér svo dýrmætt að hafa
náð að eiga með þér nokkrar
góðar stundir á nýjan leik, fyrst
á Hammondhátíðinni í vor þar
sem við skemmtum okkur frá-
bærlega, eins og við hefðum ver-
ið að hittast í gær og eins í
frænkuhittingi okkar í sumar
sem átti svo sannarlega að verða
að tíðum viðburði í framtíðinni,
en þannig ætluðum við að hitt-
ast næst.
En elsku Guðný, nú er víst
kominn tími til að kveðja en á
sama tíma minnast góðra stunda
og ég á margar góðar sögur í
handraðanum sem ég varðveiti
til að segja börnum þínum við
gott tækifæri. Þú hefur búið
þeim gott veganesti og bera þau
þér gott vitni.
Kæra fjölskylda, ég votta
ykkur mína innilegustu samúð
og megi guð varðveita ykkur.
Kveðja,
þín frænka og vinkona,
Guðbjörg Erna (Bubba).
Hjörtu okkar eru kramin. Í
dag kveðjum við þig, elsku vin-
kona, sem kvaddir þennan heim
alltof snemma.
Við eigum margar góðar
minningar úr barnæsku okkar á
Djúpavogi. Við vorum ekki
gamlar þegar við vorum allar
farnar að leika okkur saman.
Ósjálfrátt leitar hugurinn inn í
Borgargarð þar sem við áttum
ófáar stundir með þér. Það voru
alltaf allir velkomnir þangað og
oftar en ekki var stofan und-
irlögð af okkur stelpunum. Að
heimsókn lokinni kviðum við oft
fyrir að labba heim eftir að
rökkva tók. En það stóð aldrei á
þér að sækja vasaljósið og fylgja
okkur út að Klifi. Æskuheimili
þitt hafði upp á margt að bjóða,
þar voru dýr, frábært leiksvæði
og foreldrar sem treystu okkur
fyrir ótrúlegustu hlutum. Sann-
kallaður ævintýraheimur.
Þú varst hlédræg en í góðra
vina hópi lékst þú á als oddi.
Það voru farnar ófáar ballferðir
um Austurlandið af okkur vin-
konunum. Og alltaf varst þú bíl-
stjórinn á Hondu Civic. Það var
mikið stuð í bílnum, tónlist, hlát-
ur og talað út í eitt. Við eyddum
miklum tíma í sjoppunni hjá þér,
sátum bakvið að spjalla.
Þú varst mikill og metnaðar-
fullur námsmaður. Þú hafðir
mikla þolinmæði og varst mjög
klár. Það sást í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur. Eftir að
þú og Björgvin eignuðust börnin
og heimilið áttu þau hug þinn
allan.
Eins og gengur og gerist fór-
um við hver í sína áttina, þú og
Klara á Djúpavogi, Magga í
Danmörku og Bogga í Reykja-
vík. En síðustu ár var hópurinn
okkar farinn að þéttast aftur og
við farnar að hittast allar heima
á Djúpavogi yfir sumartímann.
Við fórum á hótelið að borða eða
í Löngubúðina og áttum frábær-
ar stundir saman. Af gömlum
vana biðum við eftir þér í dá-
góða stund, pöntuðum matinn
fyrir þig, áður en þú birtist
sallaróleg. Þar var mikið hlegið
og spjallað um gamla tíma. Svo
var árið 2014 framundan, stórt
ár. Tvöfalt fertugsafmæli á
árinu og í tilefni af því vorum
við búnar að ákveða ferðalag í
haust. Tilhlökkunin var mikil að
láta gamlan draum rætast og
sletta ærlega úr klaufunum. Það
er svo dýrmætt að eiga vinkonur
sem hægt er að hitta eftir lang-
an tíma og finnast eins og að við
höfum hist í gær.
Megi Guð og englar vernda
þig og vaka yfir fjölskyldu þinni
um ókomna tíð. Þú munt alltaf
eiga stað í okkar hjörtum.
Klara, Margrét
og Sigurborg Ósk.
Það var síðsumars árið 2006
sem kynni okkar Guðnýjar
Helgu hófust. Tildrögin voru
þau að Landsbankinn lokaði
útibúi sínu á Djúpavogi og starf-
semin flutti í Sparisjóðinn. Það
er örugglega ekki auðvelt fyrir
starfsmann sem þjónað hefur
sínum vinnustað lengi og af alúð
að þurfa að setja í annan gír
með nýjum húsbændum og hjú-
um. Guðný Helga var afgreiðslu-
stjóri á Djúpavogi allan starfs-
tímann, eða frá 1. september
2006.
Okkur Guðnýju Helgu veittist
auðvelt að starfa saman og við
áttum mörg og náin samskipti,
þó helst hvað vinnuna varðaði.
Guðný Helga flíkaði ekki tilfinn-
ingum sínum en var ákveðin í
allri framgöngu. Hún var hæg-
lát, ljúf og traust kona.
Við vinnufélagarnir í Spari-
sjóðnum á Djúpavogi, Breiðdals-
vík og á Höfn, höfum átt margar
góðar stundir og einu sinni til
tvisvar á ári eigum við dag sam-
an.
Í vor tóku þær frænkur,
Guðný Helga og Svandís á
Breiðdalsvík, á móti okkur í
Berufirðinum og verður sá dag-
ur vel geymdur í minningunni.
Ég bað vinnufélagana að
skrifa á blað eitt orð eða setn-
ingu sem þeim fyndist lýsa Guð-
nýju Helgu og minningu hennar.
Orðin sem komu voru meðal
annarra, glettin, eldklár, hóg-
vær, þolinmóð og sterk.
Guðný Helga stóð sem klettur
við hlið fjölskyldu sinnar. Stórt
skarð er höggvið við fráfall eig-
inkonu, móður, dóttur, systur og
vinkonu. Það eru svo margir
sem eiga um sárt að binda þeg-
ar kona í blóma lífsins, fellur frá
og það svona skyndilega.
Ég hef skynjað sorg og einnig
samhug síðustu daga austur á
Djúpavogi. Ég var viðstödd
bænastund í Djúpavogskirkju
þann þriðja janúar, þar sem
fjöldi íbúa og nærsveitunga kom
saman og hlýddi á bænarorð
séra Sjafnar. Þar voru meðal
annarra börn og ungt fólk,
frændfólk og vinir barna Guð-
nýjar Helgu. Það þarf að hlúa að
svo mörgum við svona ótíma-
bært andlát.
Við vinnufélagar Guðnýjar
Helgu, á Djúpavogi, Höfn,
Breiðdalsvík, Selfossi og í Vest-
mannaeyjum, vottum eigin-
manni, börnum og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúð. Minn-
ingin lifir.
Anna Halldórsdóttir.
Guðný Helga
Baldursdóttir
Til móður okkar:
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og
þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
Ósk Laufey
Jónsdóttir
✝ Ósk LaufeyJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
9. janúar 1924. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir,
23. nóvember 2013.
Útför Óskar
Laufeyjar fór fram
í kyrrþey frá Foss-
vogskapellu 2. des-
ember 2013.
vinkona, móðir og
amma.
Minningin mæta í
hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra
mamma.
Þakka þér kærleik-
ann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl
og hlýju.
í heimi guðsenglanna
hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Hinn 9. janúar sl. hefði móðir
okkar orðið 90 ára, hefði hún
lifað, en hún lést 23. nóvember
2013.
Okkur langar að minnast
þessarar yndislegu móður með
þakklæti og hlýhug og upphafs-
ljóðið hér að ofan lýsir huga
okkar svo vel.
Hún hafði um langt skeið
glímt við sjúkdóm þann, sem
tók hana frá okkur og hvarf
hún inní hans heim, án þess að
fá að kveðja sína nánustu.
Móðir okkar var dugnaðar-
forkur og myndarkona, hún
stjórnaði heimilinu með festu
en jafnframt hlýju og umburð-
arlyndi, enda var hin létta lund
aðalsmerki hennar.
Hún var lífsglöð og ævinlega
tilbúin að vera með þar sem
fjörið var. Hún elskaði að dansa
og ferðast og nýtti hvern þann
tíma sem hún gat til að sinna
þessum áhugamálum sínum.
Hún var ráðagóð og vildi öll-
um vel og við tvær erum svo
þakklátar fyrir allt það sem
hún miðlaði til okkar í gegnum
tíðina – dásamleg nærvera
hennar er það sem við söknum
sárast.
Barnabörnin áttu dyggan
stuðning hennar ef á þurfti að
halda og spilastundir og spjall
við eldhúsborðið er meðal þess
sem þau sakna hvað mest.
Við erum að læra að sætta
okkur við að hún sé farin frá
okkur, en við vitum að hún hvíl-
ir nú á nýjum stað, umvafin ást-
vinum sínum í Guðs ríki, sem
höfðu beðið þess að fá að taka á
móti henni opnum örmum.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi eða ótta. Ég er svo
nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir
mig og kvelur, þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í
mót til ljóssins. Verið glöð og þakk-
lát fyrir allt sem lífið gefur og ég,
þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.
(Höf. óþekktur)
Elsku mamma, minning þín
lifir að eilífu og erum við ákaf-
lega þakklátar fyrir að vera svo
lánsamar að hafa átt svo
dásamlega mömmu.
Laufey og Ágústa.