Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 39

Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 39
við úti í sveit, það var líka mjög gestkvæmt, mikið bakað og smurt af brauði enda kunnu þau svo sannarlega að taka á móti gestum og alltaf nóg pláss í gist- ingu þótt þau byggju fyrst í gamla bænum, barnabörnin höfðu mjög gaman af dvöl sinni hjá ömmu og afa í sveitinni. Árið 1993 fór í það að undirbúa og flytja á Ísafjörð og nálægðin við þau gerði okkur kleift að eiga margar samverustundir. Mömmu fannst gaman að að- stoða okkur á sumrin þegar við rákum Djúpmannabúð, t.d. hjálpaði mér við að sauma gard- ínurnar og dúkana, enda var það vel gert og oft komu þau pabbi í heimsókn til okkar þangað. Ferðin sem við fórum saman til Þýskalands var mjög góð og nut- um við þess að vera þar saman í þrjár vikur, skoðuðum okkur mikið um og keyrðum um þýskar sveitir allt frá Móseldalnum og til Sviss og alltaf var verið að spekúlera í landbúnaðinum á þessum slóðum og skógarhögg- inu. Mamma bauð öllum afkom- endum og tengdabörnum í átt- ræðisafmæli sitt í Stykkishólm og vorum við þar flestöll saman yfir helgi og áttum yndislegar stundir þar. Árin á Hlíf 2 voru 16, þar líkaði mömmu vel, þekkti þar marga og kynntist mörgu góðu fólki, naut þess að fá gesti og bjóða í kaffi og alla bíltúrana, sem mamma bauð oft mörgum íbúum með sér í, og voru það henni mikil viðbrigði að geta ekki lengur keyrt bíl og smátt og smátt að missa máttinn í fótun- um. Þá tók göngugrindin við og síðar hjólastóllinn, reyndum við að vera dugleg að bjóða henni í bíltúra og keyra hana í verslanir og alltaf var gaman að fara með hana í búðir, sérstaklega fata- verslanir, þar sá hún alltaf eitt- hvað mjög heppilegt á sig eða einhverja aðra. Ef einhver var í nýrri flík þá hafði hún strax orð á því alveg fram á síðasta dag, það fór ekk- ert fram hjá henni. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa átt yndislega mömmu og tengda- mömmu og var hún stelpunum okkar góð amma og leiðbeindi þeim mikið. Síðastliðið ár dvald- ist mamma á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði og viljum við þakka öllu starfsfólki þar og á Hlíf fyrir sérstaklega mikla og góða umönnun og að gera henni kleift að vera svona lengi heima. Álfhildur og Þór Ólafur. Elsku Munda amma. Þín verður sárt saknað. Þú sem varst alltaf svo góð við mig og ég hafði mjög gaman af að vera hjá ykkur afa á Gerðhömrum. Ég man eftir barnaballi á Núpi, þegar ég fór að Felli og fékk að gista þar hjá stelpunni, það var rosa gaman. Eins þegar við vorum að pakka harðfiski í gamla bænum, alltaf gaman að hjálpa til. Við krakk- arnir lékum okkur í klettunum, algjörir glannar vorum við. Ég á eftir að sakna allra símtalanna þinna. Þú varst alltaf svo dugleg að hringja í mig. Ég veit að afi bíður þín og þið verðið ham- ingjusamir englar sem vaka yfir okkur. Þín Sigríður Þóra. Margar af mínum fallegustu og bestu minningum bernskunn- ar eru tengdar veru minni á Gerðhömrum í sveitinni hjá Mundu ömmu og Nonna afa. Ég beið spenntur á vorin eftir því að grunnskólanum lyki til þess að komast í sveitina hjá ömmu og afa. Þar vildi ég helst dvelja allt sumarið. Þegar ég var hjá ömmu og afa var ég í þeim besta félagsskap sem hægt var að hugsa sér, það góðum að mér stóð á sama þótt engir aðrir krakkar væru á svæðinu. Munda amma var mjög gest- risin og vingjarnleg. Þegar gesti bar að garði voru ávallt dregnar fram helstu kræsingar heimilis- ins og mátti helst enginn stíga svangur frá borði. Þessu gátu jafnvel ókunnugir sem stoppuðu til þess eins að spyrja til vegar átt von á. Þegar amma var flutt á Hlíf á Ísafirði kíkti ég stundum í heim- sókn til hennar og passaði ég mig alltaf á því að koma svangur þar sem hún hafði miklar áhyggjur af holdafari mínu og sleppti mér ekki út fyrr en ég var búinn að raða í mig óhóflegu magni af dýrindiskræsingum sem hún töfraði fram án þess að virðast hafa neitt fyrir því, þrátt fyrir að þurfa stuðning við að ganga. Í þessum heimsóknum til ömmu og afa á Hlíf var ég sjaldnast einn með þeim enda var stöðugur gestagangur hjá þeim. Þar voru á ferð ættingjar og einnig voru vinkonurnar mjög duglegar að kíkja í kaffi. Amma var mikil félagsvera sem naut sín í góðum félagsskap. Þegar ég og konan mín vorum rétt byrjuð að búa saman furðaði hún sig mikið á því hversu löng og hressileg símtöl ég ætti við háaldraða ömmu mína, símtölin gátu varað í klukkutíma. Hildur kona mín var fljót að átta sig á þessu þegar hún svaraði síman- um eitt skiptið og talaði í yfir hálftíma við hana án þess að hafa nokkurn tímann hitt hana. Amma hafði alltaf eitthvað að spjalla um. Í vor hringdi ég í Mundu ömmu og bað hana um leyfi til þess að fá að skíra yngsta son minn Jón Hafstein í höfuðið á afa mínum og eiginmanni Mundu. Amma var mjög ánægð með það og gaf mér leyfi til þess. Nú eru amma og afi bæði farin á betri stað og held ég að Munda amma hafi verið orðin sátt við að yf- irgefa þetta jarðneska líf og sameinast honum Nonna afa, enda voru hennar bestu ár að baki. Mér er alltaf minnisstætt þeg- ar ég fór með ömmu upp á sjúkrahús að heimsækja afa þeg- ar hann dvaldi þar í lok ævi sinn- ar. Þá kom til okkar hjúkrunar- kona og sagði okkur að hún hefði spurt afa af hverju hann kvartaði aldrei yfir neinu. Þá sagði afi við hana að hann ætti svo góða konu að hann hefði aldrei þurft að kvarta yfir neinu. Amma ljómaði af ánægju þegar hún heyrði þessi orð. Takk fyrir ómetanlegar stundir í gegn um tíðina, elsku amma mín. Kveðja Páll (Palli). Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólageisla kærleikans. (Höf. ók.) Amma mín, fallega amma mín, er farin. Amma mín, yngsta barnið sem drakk móðurmjólk- ina fyrstu fjögur árin sín og hljóp um með dökkar krullur, dreymandi um slétta og fallega lokka. Amma mín, telpan sem langaði að kúra með kisu til fóta og var skömmuð fyrir óhreinar hendur – þegar húðin var bara dökk af sól og útiveru. Telpan sem grét þegar bræður hennar kölluðu hana Guðmundu Jónínu – hún var jú bara kölluð Munda og sem barðist við hláturinn undir húslestri og messuhaldi. Amma mín, daman, sem saumaði sér móðins kjóla úr hveitipokum, langaði að verða smiður og varð ástfangin af myndarlega piltin- um handan við ána. Daman sem fór til borgarinnar og vann í Tjarnarbíói, en sem örlögin ákváðu að setjast skyldi að á heimaslóðum í dalnum fagra. Amma mín, konan sem opnaði fang sitt jafnt eigin börnum sem annarra, bakaði, prjónaði, saum- aði og sinnti störfum inni sem úti. Konan sem klæddi sig upp með lokka, men og varalit, hnar- reist, stolt og glæsileg. Amma mín sem ávallt spurði: „Hvernig svafstu?“ þegar ég teygði mig í snerilinn og steig inn í ylinn í eldhúsinu, nuddandi stírurnar úr augunum og bætti svo við: „Ertu ekki svöng, Dagbjört mín?“ Amma mín sem alltaf hugsaði um hag okkar barnanna, bakaði rúgbrauð og hveitikökur, eldaði rauðmaga og grásleppu, prjónaði sokka og vettlinga, saumaði svuntur og gardínur. Amma mín sem gladdist svo yfir hópnum sínum og sagði stolt og meyr: „Og hugsa sér, þau eru öll heil- brigð!“ Já, svona var og er hún Munda amma mín og nú vakir hún yfir okkur, hjörðinni sinni. Og afi heldur í höndina á henni, ástinni sinni, sem hann hefur beðið eftir, þolinmóður að vanda. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki, góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Dagbjört. Einhvers staðar stendur að þeir verði að missa sem eiga. En það er alltaf jafnsárt að kveðja þá sem eru manni kærir. Munda, eins og hún var alltaf kölluð, var sannkallaður ættarhöfðingi. Réttara væri að segja drottning stórs hóps glæsilegra afkom- enda. En nú er drottningin horf- in af sviðinu og skilur eftir sig góðar minningar um fallega konu með blíðustu rödd í heimi. Vorið 1949 var lítil snót átta ára (að verða níu eins og maður bætir alltaf við á þeim aldri) send í nýja sveit á Ingjaldssandi. Bæjarnafnið var ævintýralegt; Álfadalur! Ungu hjónin, Munda og Nonni, rúmlega tvítug með litla fallega Einar son sinn, tóku vel á móti þeirri litlu, sem fannst lífið dásamlegt og var fljót að venjast nýju umhverfi og nýjum vinum. Að vísu hafði vantað snúningastrák á bæinn. En vegna þrýstings frá bræðrunum Helga og Munda frá Brekku var þessi smástelpa látin duga. Og frá því að vera snúningastelpa á sumrin endaði hún sem kaupa- kona og þótti ekki lítill frami í þeirri nafnbót. Næstu sjö sumur voru sælusumur. Það var þröngt í litla húsinu á Álfadal. En þar var fullt af hlýju og gleði. Og alltaf pláss fyrir einn í viðbót. Aldrei leiðinlegt. Alltaf eitthvað að gerast. Og Álfadalur ber nafnið með rentu; þar eru álfa- steinar sem mátti ekki hamast í kringum. Þar eru líka álagablett- ir, sem ekki mátti slá. Já, þær eru margar minningarnar. Munda að baka bestu kleinur í heimi, jólakökur og brúnkökur. Munda að sauma flotta sumar- kjóla á sig og kaupakonuna til að þær væru gjaldgengar á ballið í Vonalandi. Munda að kenna ung- lingnum þolinmæði við að læra að hekla og prjóna. Munda var mikill gleðigjafi og elskaði lífið. Hún ólst upp í stórum, glöðum og myndarleg- um systkinahópi, yngst allra, og kvaddi okkur síðust af þeim. Þau Nonni áttu því láni að fagna að ferðast mikið um landið sitt og áttu ættingja og góða vini víða, sem þau heimsóttu og héldu tryggð við. Munda ferðaðist líka erlendis og heimsótti meðal ann- ars vini og ættingja í Vestur- heimi með Guðdísi systur sinni. Margar hamingjustundir hafa liðið við að rifja upp minningar úr ferðum þeirra systra, sem og vinafundi um gjörvallt Ísland. Börnin þeirra fjögur bera þess merki að hafa átt góða æsku og frábæra foreldra, sem alltaf hugsuðu fyrst og fremst um hag allra sinna afkomenda og hefur undirrituð ekki verið skilin út- undan í þeirri umhyggju. Það var mitt stóra lán í lífinu og verð- ur aldrei fullþakkað að fá að vera ein af hópnum þeirra Mundu og Nonna. Innilegustu samúðar- kveðjur til allrar fjölskyldunnar. Blessuð sé minning Mundu og Nonna. Margrét (Magga á Álfadal). MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Hún var ákaflega stolt af sí- stækkandi barnahópnum sínum og undraðist í raun stundum hvernig hann gæti verið orðinn svona stór út frá einni dóttur. Jólin eru nýliðin og það var skrýtin tilfinning að hafa ekki ömmu með í jólastússinu eins og vanalega en gleðilegt fyrir okkur fjölskylduna að geta átt með henni góða stund á sjúkrahúsinu á aðfangadag. Elsku amma, takk fyrir allt. Elsku afi, mamma og fjölskyldan öll, megi Guð styðja okkur og styrkja í sorginni. Hvíli amma í friði. Heiðrún Tryggvadóttir. Elsku amma mín og nafna, Ásta, kvaddi þennan heim 2. jan- úar sl. Þegar ég kvaddi ömmu milli jóla og nýárs vissum við báð- ar að þetta væri kveðjustundin. Ekki datt mér samt í hug þegar ég fór til Kanada að ég yrði kom- in aftur til Íslands eftir viku. Við amma áttum alltaf sér- stakt samband. Á sumrin dvöld- um við Heiðrún gjarnan hjá henni og afa á Tálknafirði og þá var margt brallað. Minnisstæðar eru útilegurnar þar sem Ladan hennar ömmu var fyllt af hálfri búslóðinni þannig að varla var pláss fyrir okkur systurnar og lagt var af stað á vit ævintýranna og ef ekki var hægt að fara í úti- legu þá var bara tjaldað í stofunni og við systur sváfum þar. Eftir að ég eignaðist mín börn, Guðfinn Tryggva og Bryndísi Báru, hjálpaði amma mér mikið, passaði, saumaði og prjónaði á börnin. Þegar við fjölskyldan fluttum austur á firði fannst henni ekkert tiltökumál að elta okkur svo við værum ekki ein og án aðstoðar. Eftir að ég flutti til Montreal 2008 komu amma og afi að heim- sækja mig, svona til að tékka á því hvort vel færi um mig í út- landinu. Þrátt fyrir að við amma höfum ekki hist mikið undanfarin ár hefur samband okkar ávallt verið gott og alltaf var eins og ég hefði aldrei farið í burtu. Elsku amma, þín verður sár- lega saknað. Hver mun nú kalla mig „hlunkinn hennar ömmu“ þegar ég kem heim á Ísafjörð? Ég bið Guð um að styðja og styrkja afa, mömmu og okkur öll í sorginni. Megi amma hvíla í friði. Ásta, Guðfinnur Tryggvi og Bryndís Bára. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til langömmu og lang- afa á Hlíf. Oft þegar við komum í heimsókn sat langamma í stóln- um sínum og var að horfa á glæpaþætti. Hún vildi alltaf gefa okkur eitthvað að borða, annað- hvort heitt kakó og grillaðar sam- lokur eða heilsusafa og súkku- laðirúsínur. Á sumrin fórum við stundum að pútta með langömmu en það fannst henni mjög skemmtilegt að gera. Það var leiðinlegt fyrir lang- ömmu þegar hún var orðin veik og erfitt fyrir okkur að sjá hana þannig. Við eigum margar minn- ingar sem við geymum hjá okkur og svo eigum við ýmsa handa- vinnu sem hún hefur gert og gefið okkur, eins og jólasokkana okkar sem minna okkur alltaf á hana. Takk fyrir allt, langamma. Elsku langafi, við hugsum til þín og munum verða duglegir að koma í heimsókn og passa upp á þig. Langömmustrákarnir í Holti, Tryggvi, Egill, Haukur og Magni. Elsku amma, langamma. Okk- ur fjölskylduna langar til að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt og gert fyrir okkur. Við munum halda við öllum ljóðunum og sögunum sem þú hefur kennt okkur í gegnum árin og munum við kenna þeim sem yngri eru. Þú hafðir mikla frásagnarhæfileika og fróðleikurinn sem kom frá þér var mikill, enda lastu mikið og fannst þér mjög gaman að sökkva þér ofan í fróðleik, ættfræði og fleira og miðla til okkar sem yngri erum. Þau eru ófá ferðalög- in sem við fórum í með þér og afa. Á svona stundum er gott að eiga allar þessar góðu minningar og tala um þær. Einnig var alltaf gott að koma til ykkar afa og fá kakó og kleinurnar hans afa. Allt- af áttir þú súkkulaðirúsínur handa okkur og voru börnin alltaf umvafin ást og kærleika hjá þér. Elsku amma, við munum hugsa vel um afa og Gósý ömmu sem sakna þín mikið, hvíl í friði. Bless- uð sé minning Ástu ömmu. Jakob Ólafur og fjölskylda. Að heilsast og kveðjast er lífs- ins gangur og nú hefur Ásta Þór- gerður Jakobsdóttir, sú góða kona, kvatt okkur í upphafi nýs árs. Þegar ég var ungur drengur bjuggu Ásta og eftirlifandi eigin- maður hennar, Stefán Haukur föðurbróður minn, um skeið í kjallaraíbúð á æskuheimili mínu að Skeiðarvogi 81. Bæði voru þau mér ákaflega góð og lá leið stráksins oftar en ekki niður í kjallarann og aldrei gáfu þau annað í skyn en þar færi aufúsu- gestur. Tíminn leið, Ásta og Haukur fluttu búferlum, sam- gangurinn varð ekki eins mikill og fyrr. Leiðir lágu saman er við Maja fluttum á Bíldudal, Ásta og Haukur bjuggu þá á Tálknafirði og aftur gátum við notið samvista við þau er við fluttum til Súðavík- ur og þau búsett á Hlíf á Ísafirði. Þegar við Ásta hittumst í seinni tíð minntist hún gjarnan á Skeiðarvogsárin þá er ég heim- sótti hana og Hauk í litlu íbúðina í kjallaranum og ýmislegt rifjaðist upp. Nefna má það meðal annars að Ásta átti drjúgan hlut í að ég varð snemmlæs með því að láta mig lesa upp úr Morgunblaðinu fyrir sig og á fóninum hljómaði „endalausa lagið,“ sem Ásta nefndi svo og ég vildi heyra aftur og aftur, „In The Mood“ með Glenn Miller og hljómsveit, það ætlaði aldrei að enda. Fyrir þetta og svo margt annað vil ég þakka Ástu, hún á væna fúlgu í sjóði dýrmætra minninga. Ásta var ákveðin atorkukona sem vildi láta hlutina ganga. Hún var listræn handverkskona sem bjó til fallega hluti, m.a. úr fisk- roði, jafnvel ein af brautryðjend- um á því sviði. Nefna má aðkomu hennar að skipulagningu og framkvæmdum við félagsaðstöðu íbúanna á Hlíf, Nausti, þar á hún ásamt Hauki stóran hlut að öðr- um ólöstuðum. Það að sjón Ástu fór mjög versnandi síðustu miss- erin varð henni mikil raun, frændi minn blessaður var konu sinni stoð og stytta eftir megni, hann er einstakur maður. Þá var einkadóttirin Guðrún, afkomend- ur og ástvinir skammt undan. Leiðin að endalokunum var síðan mörkuð eftir áfall og erfið veik- indi á haustdögum síðasta árs. Ásta dvaldi eftir það svo til óslitið á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þar sem hún lést í byrjun ársins, kraftarnir voru þrotnir. Ég vil þakka Ástu góðvild og hugulsemi fyrr og síðar og ég trúi því að öll mein sem hana hrjáðu séu á bak og brott og að nú lesi hún Morgunblaðið hjálparlaust. Ef til vill hljómar „endalausa lag- ið“, gamli Miller og hans menn eru trúlega á svæðinu. Elsku Haukur frændi, Gósí, Tryggvi, kæru afkomendur og ættingjar. Ég, Maja og Sonja Lind sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ástu minnumst við með virðingu og þakklæti. Sveinbjörn Dýrmundsson. Sögumaður, ættfræðingur, danskennari, bílstjóri, ferða- félagi, skemmtileg, skapandi, saumakona, prjónakona, hand- verkskona, lestrarhestur eru nokkur orð sem lýsa Ástu frænku, móðursystur minni. Hún saumaði á mig kjóla þegar ég var lítil, föndraði með mér og ég naut þeirra forréttinda að fá að ferðast með henni. Útilegur eða ferðalög milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eru mér ógleymanleg og þegar hún bjó á Tálknafirði leiddi hún mig um töfra suðurhluta Vest- fjarða. Ásta frænka hafði svo mikinn áhuga á ættfræði og sögur for- feðra okkar birtust mér ljóslif- andi í frásögnum hennar. Hún spurði vinkonur mínar hverra manna þær væru og gat svo rakið ættir okkar saman. Hvorki Is- lendingabok.is né vegahandbæk- ur komast nálægt því að halda at- hygli minni eða áhuga á sama hátt og Ásta frænka náði. Þessi kraftmikla frænka mín er senni- lega það sem næst kemst að vera ættarhöfðingi okkar. Nú þegar hún hefur kvatt þessa jarðvist, þakka ég kærri frænku samferð- ina og færi Hauki, Gósý og fjöl- skyldunni mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Guðrún Lilja Bínu- og Rúnarsdóttir. Þegar ég frétti um andlát Ástu, eiginkonu Hauks föður- bróður míns, minnist ég sérstak- lega góðra kynna á æskuárunum þegar þau bjuggu í Skeiðarvog- inum í Reykjavík fyrir nær 60 ár- um. Nú þegar víða er mikill snjór og skíðamenn fara á kreik finnst mér viðeigandi að rifja upp kæra æskuminningu. Fyrir áhrif frá Ástu safnaði ég mér fyrir skíðum, næst á eftir reiðhjóli og Tarzan- bókum. Þá var ekki plastdótið, skíðin úr kjörviði með stálkönt- um og leðurbindingum og bamb- usstafir við hæfi. Drengurinn kom stoltur heim með þessar ger- semar í Vogum hraðferð á þorra, nægur snjór og gott að prófa þau á Hálogalandshæðinni, þótt ekki væri nema að ganga á þeim en kunnáttan var engin. Ásta kemur út á tröppurnar þegar hún sér mig vera að bauka við skíði og stafi. „Óli minn, haltu ekki svona á stöfunum, það getur verið vara- samt ef þú dettur.“ Þarna fékk ég mína fyrstu leiðsögn, heilræði sem dugðu vel, en það sem skipti ekki minna máli var hve Ásta tók skemmtilegan þátt í þessari gleðistund. Henni fylgdi ætíð já- kvæður og hressilegur andi og við hlógum bæði þegar ég hélt upp í hæðina. Þannig ætla ég að minnast Ástu. Blessuð sé minn- ing hennar. Hauki frænda, Guðrúnu frænku og öllum öðrum aðstand- endum votta ég innilega samúð. Ólafur R. Dýrmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.