Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
✝ Sólveig Ind-riðadóttir
fæddist í Reykjavík
2. maí 1946. Hún
lést á Landspít-
alanum 2. janúar
2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Indriði Indriðason,
ættfræðingur og
rithöfundur, f. 17.
apríl 1908 að Ytra-
Fjalli í Aðaldal, d. 4. júlí 2008 og
Sólveig Jónsdóttir, saumakona,
f. 4 febrúar 1909 að Braut-
arholti á Kjalarnesi, d. 6. febr-
úar 1991.
Systkini hennar eru Indriði
Indriðason, skógarvörður á
Tumastöðum í Fljótshlíð, f. 16.
apríl 1932 á Grenjaðarstað í Að-
aldal og Ljótunn Indriðadóttir,
f. 20. júlí 1938 í Reykjavík.
Sólveig giftist 3. febrúar 1968
Birni Sverrissyni, f. 6. október
1944 í Reykjavík, vélfræðingi og
verkefnastjóra hjá Lands-
virkjun.
Börn þeirra eru: 1. Indriði, f.
7. nóvember 1967 í Reykjavík,
1972 í Reykjavík, rafvirkja-
meistara. Börn þeirra: a. Soffía
Náttsól, f. 11. mars 1996 á Sel-
fossi, nemi í Fjölbrautaskóla
Suðurlands, b. Guðrún Eik, f. 24.
október 1998 á Selfossi, c. Björn
Ívar, f. 29. júní 2006 á Selfossi,
d. Hrafna Mist, f. 1. maí 2009 á
Selfossi, e. Oliver Darri f. 26.
apríl 2011 á Selfossi.
Sólveig ólst upp í Reykjavík,
lengst af í Stórholti 17. Hún
gekk í Austurbæjarskóla og síð-
ar í Lindargötuskóla. Hún lauk
prófi úr Samvinnuskólanum ár-
ið 1965. Vann síðan við skrif-
stofustörf hjá Skipadeild SÍS til
1966 og á endurskoðunarskrif-
stofu Björns Steffensens og Ara
Thorlacius 1967-1969 og af og
til 1971-1976. Árið 1977 fluttu
Sólveig og Björn upp í Sigöldu
og bjuggu þar við virkjunina til
ársins 1980 er þau fluttu að Búr-
fellsvirkjun. Á þeim tíma var
Sólveig að mestu leyti heima-
vinnandi. Frá árinu 1989 til árs-
ins 2004 starfaði Sólveig í mötu-
neyti við Búrfellsvirkjun. Árið
2004 fluttu þau svo á Selfoss og
þar vann Sólveig meðal annars
hjá Prentsmiðju Suðurlands,
Tölvutaki og Viðlagatrygg-
ingasjóði.
Útför Sólveigar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 11. janúar
2014, og hefst athöfnin klukkan
13.
tölvunarfræðingur,
giftur Eddu Björk
Sævarsdóttur, f. 30.
september 1967 á
Akureyri, hár-
snyrti. Börn þeirra
eru: a. Atli Már, f.
10. október 1993 í
Reykjavík, starfs-
maður í Örva, b. Ír-
is Björk, f. 24. jan-
úar 1996 í Reykja-
vík, nemi í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð, c. Dagný Birna, f. 29. sept-
ember 2001 í Reykjavík. 2. Erla
Soffía, f. 29. apríl 1970 í Reykja-
vík, lífeindafræðingur gift Daða
Jóhannessyni, f. 22. apríl 1967 á
Selfossi, vélaverkfræðingi. Börn
þeirra eru: a. Sólveig, f. 31. jan-
úar 1990 í Reykjavík, vélaverk-
fræðinemi í Gautaborg, b.
Hringur, f. 15. febrúar 1992 í
Reykjavík, vélaverkfræðinemi í
Háskóla Íslands, c. Sölvi, f. 18.
júlí 1995 í Reykjavík, nemi í
Verslunarskóla Íslands. 3. Kol-
brún, f. 7. apríl 1974 í Reykja-
vík, garðyrkjufræðingur, gift
Sveini Elíassyni, f. 28. ágúst
Elsku hjartans mamma mín.
Mér finnst að ég verði að minn-
ast þín í skrifum en á svona
stundu eru öll orð fátækleg. Ég
trúi því varla að þú sért farin og
komir aldrei aftur. Aldrei aftur
kemur þú til með að hringja til
þess eins að spyrja mig hvernig ég
hafi það og hvort allt sé í lagi hjá
mér.
Mér þykir það leitt hvað ég var
oft stuttur í spuna þegar mér
fannst ég hefði ekki tíma fyrir þig
og að ég sýndi þér ekki það þakk-
læti sem þú áttir skilið. Mér þykir
leitt að hafa ekki gert meira í því
að borga til baka alla þá óeigin-
gjörnu vinnu sem þú lagðir á þig
fyrir mig. Að koma mér til manns,
gera mig að betri manneskju og
láta mér líða vel. Oft lét ég reyna á
þolinmæði þína en það var sama
hvað ég gerði, alltaf sýndir þú mér
sömu umhyggju og ást. Ég geri
ráð fyrir að svona sé hin sanna
móðurást, hún spyr ekki um tíma-
kaup eða hversu erfið verkefnin
eru.
Undanfarin ár hafa verið erfið
hjá þér. Margar brekkur, erfið
ganga. Um tíma héldum við að
sigur væri unninn og bjartari
tímar væru framundan en því
miður höfðum við ekki rétt fyrir
okkur. Alltaf stóðst þú þig samt
eins og hetja, sýndir ótrúlegan
styrk og æðruleysi.
Ég vona svo sannarlega að
þjáning þín sé nú á enda og að
loksins getir þú notið þín án þess
að finna til verkja. Þú átt það svo
sannarlega skilið. Þinn sonur,
Indriði.
Fyrir tæpum 3 árum greindist
mamma með brjóstakrabbamein
og var annað brjóst hennar fjar-
lægt, síðan tók við lyfja- og geisla-
meðferð sem tók allt í allt um það
bil ár. Í gegnum þau veikindi var
hún algjör hetja og kvartaði aldr-
ei, heldur tók þessu sem verkefni
sem þurfti að vinna. Síðan tók við
tími þar sem hún var að jafna sig
eftir þetta allt saman. Á þeim tíma
átti hún nokkra mánuði þar sem
hún var sæmileg. Seinni part árs
2012 byrjaði hún þó að finna fyrir
verkjum sem gerðu henni erfitt
fyrir og erfitt var að vita hver or-
sökin var. Í júlí 2013 greindist hún
með bráðahvítblæði og síðustu 5
mánuði hefur hún háð hetjulega
baráttu gegn því. Framan af vor-
um við öll bjartsýn um að það væri
að minnsta kosti hægt að halda
því í skefjum ef ekki væri hægt að
lækna meinið, en svo fór að 2. jan-
úar síðastliðinn tapaði mamma
þessari baráttu. Alla þessa 5 mán-
uði, að undanteknum nokkrum
leyfum, lá mamma á sömu deild,
eða 11-G á Landspítalanum og
fékk þar frábæra umönnun. Þar
er starfsfólk sem leggur sig fram
allan sólarhringinn við að þjón-
usta sjúklinga og aðstandendur
þeirra af fremsta megni.
Mamma var mikil fjölskyldu-
manneskja og glöðust var hún
þegar við komum öll heim til
hennar og pabba, það er börn og
barnabörn. Oft voru lætin þó ansi
mikil enda erum við orðin 19 tals-
ins en við létum það ekki stöðva
okkur. Einnig var hún mikil jóla-
manneskja og dýrmætt er fyrir
okkur fjölskylduna hvernig hún
ákvað að ná heilsu til að komast
heim núna um jólin og að við átt-
um öll saman góð jól. Hún var góð
amma sem hjálpaði til ef leitað var
eftir aðstoð en var ekkert að
skipta sér af ef maður bað ekki um
hjálp og þótti mér það mikil kost-
ur þegar ég átti mitt fyrsta barn,
þá 19 ára gömul.
Síðastliðna 5 mánuði hef ég
eytt meiri tíma með mömmu en ég
hef gert síðustu 25 árin og þó svo
að það hafi verið erfitt að horfa
upp á hana svona veika, þá hefur
það líka gefið mér mikið að fá að
hjálpa henni eftir bestu getu í
gegnum þetta allt. Við mamma
höfum alltaf verið frekar nánar og
var hún vön að hringja í mig á
hverjum degi, bara til að spjalla.
Stundum þótti mér nóg um en ef
ég heyrði ekki í henni einhvern
daginn þá endaði ég alltaf með að
hringja í hana.
Mamma hafði gaman af því að
ferðast og þótti leitt að veikindin
síðustu ár höfðu staðið í vegi fyrir
því, en stefndi þó á að fara til Kan-
aríeyja í vor. Sú ferð verður því
miður ekki farin. Hún og pabbi
sáu fram á góða tíma þar sem
hann færi að hætta að vinna og þá
ætluðu þau að fara að ferðast og
lifa lífinu.
Í dag kveðjum við mömmu en
minning hennar mun lifa áfram í
hjörtum okkar.
Erla Soffía.
Í dag kveð ég elskulega systur
mína Sólveigu Indriðadóttir, eða
Sollu systur eins og ég var vön að
kalla hana. Það er erfitt að þurfa
að horfa á eftir henni en eftir sitja
margar góðar minningar. Mér er
þakklæti efst í huga á þessari
stundu. Þakklæti fyrir að hafa átt
Sollu systur að og þakklæti fyrir
allt sem við höfum átt saman. Þó
svo að sorgin virðist óbærileg þá
veit ég að hún mun víkja síðar fyr-
ir góðum minningum. Ég bið góð-
an guð að styrkja okkur öll í sorg-
inni. Ég kveð þig, systir mín, með
þessum orðum:
Komið er að kalli þínu,
komin er þín stund.
Ég veit það innst í hjarta mínu,
þú sefur þinn óþjáða blund.
Systir mín góð, svo erfitt er,
að kveðja svona fljótt.
Bestu þakkir ég færi þér,
og býð þér góða nótt.
(KMK)
Þín systir,
Ljótunn.
Mín yndislega tengdamóðir er
nú látin eftir erfiða baráttu við
bráðahvítblæði.
Ég kynntist Sollu fyrir tæpum
22 árum eftir að ég fór að vera
með Indriða syni hennar. Solla
tók mér afskaplega vel strax frá
byrjun og var hún algjör óska-
tengdamamma sem mér þótti af-
skaplega vænt um. Alltaf ljúf og
góð og vildi allt fyrir mann gera.
Það voru ófáar stundirnar sem
við áttum saman fjölskyldan, fyrst
í Búrfelli en síðar á Selfossi en
þangað fluttu þau hjónin fyrir 10
árum. Það var oft þröng á þingi í
Búrfelli þegar við vorum þar öll
saman komin, börn, tengdabörn
og barnabörn en þröngt mega
sáttir sitja. Alltaf var nú jafn gam-
an hjá okkur, mikið spilað, hlegið
og borðað en Solla var dugleg að
töfra fram hvern veisluréttinn á
fætum öðrum.
Það brást ekki að í hvert ein-
asta skipti sem við hittumst öll þá
voru spilin tekin fram. Allir
spiluðu með og fylgdi því oftast
mikill hávaði og læti og mikið var
hlegið. Solla hafði gaman af að
vera með fjölskyldunni og vorum
við dugleg að ferðast öll saman. Í
mörg ár fórum við saman í Veiði-
vötn og var það frábær tími sem
ég kem til með að sakna sárt. Solla
sá að mestu um að útbúa matinn
fyrir þessar ferðir og nesta okkur
upp með dýrindis samlokum,
drykkjum og öðru góðgæti. Oft
vorum við varla komin upp í Veiði-
vötn þegar röð myndaðist við bíl-
inn þeirra hjóna því að allir biðu
spenntir eftir að fá að velja sér
eitthvað að borða úr öllum kræs-
ingunum. Við vorum líka dugleg
að fara saman í bústað á sumrin
og var þá valinn stór staður svo að
allir gætu komið með. Við Indriði
fórum líka með Sollu og Bjössa,
ásamt Kollu og Sveini og fleira
góðu fólki í ferðir á vegum Lands-
virkjunar til Parísar, Portúgal og
Krítar og ekki má gleyma ferðinni
til Kanarí en þangað fórum við
stórfjölskyldan um páska þegar
Solla varð sextug, það var æðisleg
ferð í alla staði.
Ég fékk þann heiður að sjá um
hárið á Sollu í öll þessi ár. Það var
gaman að klippa hana og blása því
að hún var með gott hár sem
þægilegt var að eiga við.
Solla var mikil hannyrðakona
og algjör snillingur í bútasaum og
til eru ófáir púðarnir, dúkarnir,
rúmteppin og veggteppin ásamt
fleiru eftir hana og var hún dugleg
að gefa fjölskyldunni heilu lista-
verkin. Á hverju hausti fór hún
ásamt Kolbrúnu dóttir sinni að
Löngumýri í Skagafirði en þar
kom saman hópur kvenna og
saumaði bútasaum. Í haust var
þar engin breyting á jafnvel þó að
hún væri mikið veik. Þar lagði hún
drög að jólagjöf til mín sem voru
mjög fallegar diskamottur, svunta
og pottaleppar. Þessa gjöf þykir
mér afskaplega vænt um.
Hennar Sollu verður sárt sakn-
að en ég vona að núna sé hún kom-
in á góðan stað og að henni líði
miklu betur og að hún sé laus við
allar þjáningar. Hvíldu í friði,
elsku tengdamamma.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín tengdadóttir,
Edda Björk.
Ég vaknaði snemma einn júní-
morgun fyrir rúmum 30 árum,
tróð mér í stígvélin, setti á mig
hjálminn og sparkaði skellinöðr-
unni minni í gang. Sólin skein,
eins og hún gerir svo oft í gömlum
minningum, og rykið þyrlaðist
upp af malarveginum þar sem ég
keyrði í gegnum Flúðahverfið,
framhjá Hellisholtum og fram
hreppinn. Þegar ég kom yfir
Stóru-Laxá yfir í eystri hreppinn
beygði ég til vinstri á holtinu, ferð-
inni var heitið að heimsækja vin
minn Indriða upp í Búrfellsvirkj-
un.
Við Indriði eyddum deginum í
að spóla upp vikrinum inn við Búr-
fellsskóg, enda ekki búið að finna
upp hugtakið utanvegaakstur á
þessum árum. Þegar við höfðum
fengið næga útrás á nöðrunum ók-
um við sem leið lá að Sámsstöðum
10, einum af starfsmannabústöð-
um Landsvirkjunar á svæðinu, en
þar bjó Indriði með mömmu sinni,
pabba og tveim yngri systrum.
Það var eitthvað við brúnu fallegu
augun á eldri systurinni sem ég
áttaði mig ekki almennilega á.
Ekki fyrr en mörgum árum
seinna.
Sólin var lágt á lofti þegar ég
lagði af stað heim yfir sandana.
Þegar ég keyrði framhjá Bringu,
þaðan sem myndin af kindunum á
gamla hundraðkallinum er, og yfir
Gaukshöfðann var ég að hugsa um
fjölskylduna hans Indriða. Lítið
vissi ég þá um það hversu oft ég
ætti eftir að keyra þessa leið eða
hversu háan sess fjölskyldan sem
þá bjó að Sámsstöðum 10 ætti eft-
ir að hafa í lífi mínu.
Ég mun alltaf minnast Sólveig-
ar fyrir að hafa tekið ákaflega vel
á móti mér þegar ég kom til þeirra
Bjössa, hvort sem það var sem
vinur Indriða, kærasti Erlu, pabbi
barnabarnanna, veiðifélagi, laufa-
brauðsbakari eða tengdasonur.
Ég er þakklátur fyrir að fá að vera
hluti af fjölskyldu Sólveigar Indr-
iðadóttur og mun minnast hennar
sem yndislegrar manneskju.
Daði.
Ég á svo erfitt með að sætta
mig við að elsku amma sé farin frá
okkur. Hún var ekki bara yndisleg
amma fyrir mér heldur einnig ein
af betri vinkonum mínum. Við töl-
uðum saman oft í viku og amma
vildi alltaf fá að heyra af öllu sem
gekk á í lífi mínu. Það er eins og
það hafi verið ákveðið frá upphafi,
þegar ég var skírð í höfuðið á
henni, að við myndum tengjast
sérstökum böndum.
Ég er svo þakklát fyrir allt sem
við gerðum saman, utanlandsferð-
ir, veiðiferðir, bústaðaferðir og
margt fleira. Upp úr standa líka
góðar minningar frá heimsóknum
mínum til ömmu og afa, var mér
alltaf tekið opnum örmum og það
var yfirleitt ekki annað í boði en að
gista hjá þeim. En það eru einmitt
kvöldstundirnar okkar saman, þar
sem við spjölluðum um allt mögu-
legt, sem ég á eftir að sakna hvað
mest.
Elsku amma mín, ég kveð þig
með mikilli sorg í hjarta en ég veit
líka að sorgin stafar af gleðinni og
góðu stundunum sem við áttum
saman og þær minningar ætla ég
að varðveita vel. Hvíldu í friði,
amma mín.
Þín vinkona og dótturdóttir,
Sólveig Daðadóttir.
Solla móðursystir mín eða Solla
systir eins og við kölluðum hana
er látin eftir erfið veikindi. Elsku
frænka, ég vil þakka þér fyrir öll
góðu árin og ég minnist skemmti-
legra daga með hlátri, gleði og
umhyggju. Þú hugsaðir alltaf vel
um fólkið þitt og það ríkti alltaf
mikil samstaða í hópnum ykkar.
Ég kveð þig hér með ljóði, eftir
Davíð Stefánsson, sem afi valdi í
Indriðabók.
Þó að margt hafi breyst, síðan byggð
var reist
geta börnin þó treyst sinni íslensku
móður.
Hennar fórn, hennar ást, hennar afl til
að þjást
skal í annálum sjást, verða kynstofnsins
hróður.
Oft mælir hún fátt, talar friðandi lágt.
Hinn fórnandi máttur er hljóður.
Ég bið góðan guð að styrkja
Bjössa og fjölskylduna í sorginni.
Þín
Fríða.
Það var á gamlársdag sem við
fengum þær fregnir að Solla færi
brátt að kveðja þennan heim. Mik-
ið voru það erfiðar fréttir. Um
miðnætti lýstu flugeldar upp him-
ininn og fólk skálaði og fagnaði
nýju ári. Það var erfitt að taka
þátt í því, hugur okkar var hjá
Sollu og hennar fjölskyldu. Solla
lést svo stuttu síðar.
Solla var gift Birni, bróður
mömmu, og eiga þau þrjú börn
sem eru á svipuðum aldri og við
systkinin. Því hefur alla tíð verið
mikill samgangur milli okkar, sér-
staklega þegar við vorum ung. Við
fórum ófáar ferðir til Sollu og
Bjössa austur í Sigöldu eða Búr-
fell og gistum hjá þeim um helgar
eða eyddum páskunum þar. Alltaf
hlökkuðum við til að koma til
þeirra enda tók Solla alltaf svo vel
á móti okkur. Það var líf og fjör á
því heimili og aldrei hægt að láta
sér leiðast. Mikið var spjallað og
spilað og var Solla alltaf hrókur
alls fagnaðar.
Minnisstæðust eru öll ferðalög-
in sem við fórum með Sollu og
hennar fjölskyldu. Hvert einasta
sumar þeyttumst við um landið
þvert og endilangt, í tjaldi eða í
sumarhúsum sem Landsvirkjun
átti. Alltaf lentum við í einhverj-
um ótrúlegum ævintýrum, sem
reyndar Sollu og mömmu þótti
ekkert sérlega skemmtileg eða
fyndin þá, en þau voru alltaf rifjuð
upp síðar þegar við hittumst og þá
var mikið hlegið og Solla grenjaði
oftar en ekki úr hlátri.
Já, þannig minnumst við Sollu,
alltaf jákvæð, glöð og hlæjandi.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þessari lífs-
glöðu og skemmtilegu konu. Hún
gaf okkur svo mikið. Hennar verð-
ur sárt saknað en hlýjar og ynd-
islegar minningar um hana munu
lifa áfram í hjörtum okkar.
Elsku Bjössi, Indriði, Erla,
Kolla og fjölskyldur, megi Guð
styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Sverrir, Anna og Thelma.
Solla vinkona okkar er farin frá
okkur langt um aldur fram eftir
snörp veikindi. Hún skilur eftir
sig stórt skarð sem ekki verður
auðveldlega fyllt. Kynni okkar
hófust fyrir rúmum fjörutíu árum
þegar þau Bjössi rugluðu saman
reytum sínum, var það á vélskóla-
árum okkar Bjössa. Allir sem
kynntust Sollu fundu hve mikinn
mannauð hún hafði að bera. Hún
var skarpgáfuð og langminnug á
alla hluti, hvort sem um var að
ræða bíómyndir eða mannanöfn,
svo dæmi séu tekin. Þær urðu
margar samverustundirnar eftir
að við fluttum öll á virkjunarsvæði
Landsvirkjunar fyrir austan fjall.
Solla og Bjössi bjuggu fyrst í Sig-
öldu, þar sem Bjössi var stöðvar-
stjóri á Tungnársvæðinu. Seinna
komu þau til búsetu í Búrfelli og
bjuggu þar til 2005. Það er margs
að minnast frá þessum árum þeg-
ar börnin voru að fæðast og kom-
ast til manns. Það var mikill
barnauður í kringum þau hjón.
Börnin þeirra urðu þrjú og svo
komu barnabörnin, heill hópur af
skemmtilegum börnum sem Solla
umvafði með sinni miklu hlýju.
Það er sárt til þess að vita að Solla
fær ekki að dvelja lengur með
þeim en hún skilur svo sannarlega
eftir sig góðar minningar í huga
þeirra. Já, það er sárt að horfa á
eftir góðri eiginkonu, móður,
ömmu og vinkonu svona langt um
aldur fram. Kæru vinir, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð og
samhryggð.
Sigurður og Jenný, Skarði.
„Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Hún boðar náttúrunnar jól!“
Annar dagur nýs árs, sól hækk-
ar á lofti, sorgarfrétt berst: Góð
vinkona okkar Sólveig Indriða-
dóttir, eða Solla eins hún var köll-
uð, er látin. Ljóðlínur M. Joch.
koma upp í hugann. Solla var veik
frá því um mitt sumar og þar til
hún lést. Við horfum nú á fallega
mynd sem prýðir jólakveðju
þeirra Bjössa um liðin jól. Tekin
sl. sumar, þar sem hún er glöð og
brosandi út að eyrum með Bjössa
og 11 barnabörnum, aldeilis ekki
lasleg að sjá! En skjótt breytist
allt og hún sem var áður búin að
slást við krabbann og ganga í
gegnum erfiðar meðferðir og allir
héldu að hún væri búin að ná fullri
heilsu. Á sex árum er hún sú
þriðja úr hópnum okkar góða sem
fer úr þessum sjúkdómi. Solla var
dökkhærð og frekar lágvaxin og
grönn, sérlega greind, klár, flink
og talnaglögg kona og ung lauk
hún prófi frá Bifröst og vann síðan
hjá endurskoðanda, þar sem hún
naut sín afar vel. Hún las mikið og
var fróð um flesta hluti. Þá borð-
aði hún helst ekki kartöflur og
vildi hafa brauðið hvítt.
Solla gat farið heim á Selfoss
yfir hátíðarnar og var á fótum og
glöð yfir að vera í faðmi fjölskyldu
sinnar. Við kynntumst Sollu um
1970, þegar við festum kaup á íbúð
í sömu blokk og þau Bjössi við
Leirubakka í Breiðholti. Fyrir
heppni og tilviljun bauðst okkur
að ganga til liðs við 4 vélstjóra
sem voru þegar búnir að tryggja
sér íbúð. Það var gæfuspor fyrir
okkur öll, sem þá vorum að kaupa
fyrstu íbúð, kjarkmikil og bjart-
sýn. Solla og Bjössi áttu þá Indr-
iða, á þriðja ári, sem var brún-
eygður og mikill grallari. Börnin
okkar voru á sama aldri og með
þeim tókst góður vinskapur og
margt var þá brallað. Við sáum
fljótt hve hverfið var vel hannað
og barnvænt og ekki þurftum við
að hafa áhyggjur þegar þau voru
úti að leika sér, því aðalumferðin
var í kringum blokkirnar, skólann,
leikskólann og búðirnar. Við þau
eldri urðum líka mjög góðir vinir,
náðum vel saman, ólík og sitt úr
hverri áttinni. Solla var ekki allra,
en við vorum svo heppin að fá að
kynnast henni og Bjössa vel og
þau voru vinir í raun. Það var puð-
að og stóru strákarnir unnu
myrkra á milli og um helgar var
unnið við að koma íbúðum í betra
horf. Flestir fluttu inn á lakkað
steingólf og fengu svo teppi út í
hvert horn þegar búið var að
safna. Erfitt var um lán, engin
kort, yfirdráttur eða sukk í pen-
ingamálum á þeim tíma, stundum
slegnir víxlar. Árin liðu, börnum
fjölgaði, við ung, mjó og eldhress
og héldum stundum partí. Seinna
breyttust partíin hjá Leirubakka-
liðinu í þorraveislur. Bjössi réð sig
Sólveig
Indriðadóttir