Morgunblaðið - 11.01.2014, Page 43

Morgunblaðið - 11.01.2014, Page 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 ✝ Hannes Jó-hannsson fæddist á Akranesi 28. nóvember 1980. Hann lést 31. des- ember 2013. Foreldrar hans eru Jóhann Odds- son frá Steinum, f. 1946, og Valgerður Björnsdóttir frá Deildartungu, f. 1953, bæði bændur á Steinum í Stafholtstungum. Systkini Hannesar eru; Jónína Laufey, f. 1973, maður hennar er Bernhard Þór Bernhardsson, þegar hann var fimm mánaða gamall og var eftir það fjölfatl- aður. Hann ólst upp á Steinum til tvítugs en þá flutti hann á Sambýlið á Laugarbraut 8 á Akranesi. Hannes var í Varma- landsskóla til 16 ára aldurs og eftir það fjögur ár sem nemandi í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi en fékk að sinna þeirri skólagöngu í Varmalandi. Hannes fór mörg sumur í sum- ardvöl í Holti í Borgarfirði og einnig í Reykjadal. Eins fór hann í Lyngás í Reykjavík nokkrar vikur í senn þegar hann var yngri. Á tímabili fór hann til stuðningsfjölskyldu í Borg- arfirðinum. Útför Hannesar fer fram frá Reykholtskirkju, Borgarfirði í dag, 11. janúar 2014, og hefst at- höfnin kl. 14. Jarðsett verður í Hjarðarholtskirkjugarði. f. 1972, börn þeirra eru Baldur Freyr, f. 1999, Hugrún Björk, f. 2001, og Björn Haukur, f. 2006. Oddur Björn, f. 1976, kona hans er Eva Karen Þórð- ardóttir, f. 1978, synir þeirra eru Jó- hann Páll, f. 2004, og Hilmar Örn, f. 2007. Guðmundur Steinar, f. 1982, sambýliskona hans er Sigurrós María Sig- urbjörnsdóttir, f. 1985. Hannes veiktist alvarlega Elsku hjartans sonur okkar, Hannes, nú hefur þú kvatt okk- ur, það er svo óendanlega sárt að sjá á eftir þér, þú sem fædd- ist svo stór, kröftugur, heil- brigður drengur, horfðir sposk- ur á foreldra þína, vantaði bara að þú segðir eitthvað. Fimm mánaða gamall veiktist þú svo mikið, vorum við langdvölum á sjúkrahúsi, vonuðum alltaf að við færum að fara heim með drenginn okkar heilbrigðan. Svo kom að því að fara heim, þá tóku við endalausar þjálfanir sem áttu að hjálpa þér með hreyfingar og þroska, en allt kom fyrir ekki. Ó, þessi sólargeisli, þú hefur kennt okkur og gefið svo óend- anlega mikið, talað til okkar með augunum, svipnum og þínu látbragði. Bosið þitt svo einlægt og fallegt. Tvítugur fluttir þú á Sam- býlið að Laugarbraut á Akra- nesi, ósköp varð mikið tóma- rúm, bæði í brjóstum okkar og heimili, við þessa breytingu. Þar undir þú þér vel í þinni fal- legu litlu íbúð með þínum fé- lögum sem þú hafðir tengst vinaböndum í sumardvöl og skammtímavistun í Holti. Svo kom að því að þú vildir frekar vera á Akranesi heima hjá þér, heldur en stoppa lengi við heima á Steinum, við erum þakklát fyrir hvað þér leið vel á nýja heimilinu þínu. Þú komst alltaf heim um jól- in, núna þessi jól varstu nýkom- inn aftur á Akranes þegar kallið kom, varst hjá vinum þínum og góðu starfsfólki. Við söknum þín svo sárt, hjartans drengurinn okkar, fá ekki að knúsa þig oftar, kúra hjá þér, horfa í fallegu augun þín sem sögðu svo margt, en við vitum og huggum okkur við að nú ertu staðinn upp, gengur um, talar við ömmur þínar og afa, ferð á hestbak og öll dýrin hópast í kringum þig, bjóða þig velkominn. Drottinn blessi þig og varðveiti. Ævi þín var aðeins vor æsku, fjörs og gleði. Þessi fáu, förnu spor fram að hinsta beði. Síðan ég varð að sjá af þér særa lífsins klafar. Hjarta mitt að hálfu er hinum megin grafar. (SB) Mamma og pabbi. Með söknuði kveð ég Hannes litla bróður minn í dag en jafn- framt með smá gleði og trú á að nú geti hann gengið, hlaupið, talað og sungið. Hannes var einstaklega hlýr og rólyndur maður með mikið jafnaðargeð, en gat þó alveg látið heyra í sér ef honum mis- líkaði eitthvað. Brosmildur og glaður kallaði hann alltaf fram bros hjá öðrum. Eftir mikil veikindi sem kornabarn var ljóst að Hannes yrði alltaf mik- ið fatlaður. Hann bjó heima fyrstu tuttugu árin og önnuðust foreldrar okkar hann af mikilli umhyggju. Hann þekkti fólk og skynjaði það sem var um að vera í umhverfi sínu. Hann lét t.d. alveg í sér heyra þegar við systkinin skondruðum út og hann skilinn eftir inni. Þá var lítið annað að gera en að taka kappann með í kerrunni hans eða á snjóþotu sem pabbi hafði útbúið sérstaklega fyrir hann með baki. Skemmtilegast þótti honum þegar farið var nógu hratt. Hlaupið hratt með hann í kerrunni og helst að þræða pollana þannig að gusaðist út um allt. Stundum kom fyrir að hlaupið var fullhratt með hann í snjónum á snjóþotunni og hún datt kannski á hliðina þannig að snjórinn hlóðst upp fyrir andlit Hannesar en þá hló hann enn meira, það var ekkert endilega verið að segja pabba og mömmu frá þessu. Öll leynd- armál voru vel geymd hjá Hannesi. Fátt var betra en að skríða undir teppi hjá honum þar sem hann lagði sig á dag- inn, njóta nærveru hans og hlýju, spjalla, slaka á og jafnvel dorma með honum. Hannes vissi fátt skemmti- legra en að vera í kringum dýr- in heima á Steinum. Hundarnir og kettirnir sóttu meira í hann en okkur hin. Meira að segja hestarnir og kindurnar voru öðruvísi við hann, þefuðu rólega af honum og hann naut athygl- innar. Hannes naut þess einnig að fá að hitta og fylgjast með börnum. Hann bjó enn heima á Steinum þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, Baldur Frey. Hann varð mjög stoltur frændi og ekki minnkaði stoltið þegar fiðrildið Hugrún Björk fæddist. Þegar Björn Haukur bættist við var greinilegt að Hannes var ánægður með þá viðbót hjá systur sinni. Börnin mín fengu alltaf sérstakt bros hjá Hannesi þegar hann hitti þau og naut hann þess að fylgjast með þeim leika sér í kringum hann. Eins heilsaði hann gömlum skóla- félögum með fallegu brosi og ekki síst öllu því góða fólki sem hafði komið að umönnun hans í gegnum árin. Ég kveð Hannes með söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir það sem hann kenndi mér. Jónína Laufey Jóhannsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kærar þakkir fyrir allt, elsku Hannes frændi. Baldur Freyr, Hugrún Björk og Björn Haukur Bernhardsbörn. Hannes frændi minn fæddist heilbrigður eins og flest börn, en alvarleg veikindi í frum- bernsku bundu hann þeim fjötri sem ekki varð leystur þrátt fyr- ir að allt væri reynt. Öll umönn- um hjá foreldrum, systkinum, öðrum nákomnum og síðar á sambýli á Akranesi var þannig að ekki verður betur gert. Hvernig er það þeim sem þurfa að sæta slíkum kjörum að horfa á aðra lifa og leika sér hindr- unarlaust. Slíkt er erfitt að gera sér í hugarlund. Ef við öll eigum að mæta á ódáinsvöllum annarrar tilveru eiga þeir þá ekki meira inni sem hafa þurft að sæta slíkum ævikjörum? Sú spurning er líka áleitin hver skilur mest eftir sig í hug og hjarta eftirlifenda. Eru það þeir sem hátt lét í, eða hinir sem þurftu að mæta þeim örlögum að lifa til hlés? Ég er þess full- viss að þú, frændi minn, gleym- ist ekki þeim sem til þekktu. Ég kveð þig, Hannes, frændi minn með virðingu og þökk. Megir þú hljóta raun lofi betri. Foreldrum og öðrum nákomn- um votta ég samúð. Kristján F. Oddsson. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,“ segir í kvæði Tóm- asar, því „einir fara og aðrir koma í dag.“ Þannig endurnýjar lífið sig í sífellu og þeir sem gengið hafa götuna á enda hverfa okkur sjónum. Sú staðreynd að Hannes, þessi góði og hlýi vinnufélagi, hverfi okkur sjónum er okkur öllum mjög þung. Þegar brosið og glettni í augum hans náði í gegnum helsið í fötlun hans birti yfir vinnustað okkar, Fjöl- iðjunni, og gerði að betri stað. Hin ljúfa minning um vin sem hafði að geyma svo góða nærveru í sinni miklu fötlun leiðir hugann að tilgangi þessa alls. Með hlustun sinni og tján- ingu án orða þar sem augun töl- uðu kenndi Hannes okkur svo margt og miðlaði til okkar. Í gegnum hughrifin fengum við svo sannarlega að njóta hæfi- leika sem persónuleiki hans bar. Fyrir það þökkum við. „Það eiga sko ekki allir jafn auðvelt með þetta líf, það hef ég lært,“ sagði ungur maður sem kom og vann í samfélagsþjón- ustu á vinnustað okkar í nokk- urn tíma. Honum hafði orðið á í lífinu og var að ná tökum á því að nýju með vinnu sinni. Hann kynntist vel vinnu- félögum sínum, aðstoðaði, hjálpaði og fékk sjálfur m.a. að kynnast Hannesi. Hann kom oft í heimsókn eftir þetta til að hitta fyrrverandi vinnufélaga sinn. Finna að nýju í hlustu- ninni þolinmæðina og ró, – hann hélt áfram út í samfélagið til þess að standa sig vel lífinu. – Já, tilvera okkar er svo sann- anlega undarlegt ferðalag. Við trúum því að Hannes sé nú leystur þrautunum frá og hann sé örugglega kallaður til mikilla verka á nýjum vinnustað þangað sem leið okkar allra liggur. Í dag kveðjum við starfs- menn Fjöliðjunnar þennan góða vin okkar. Hans er og verður sárt saknað og sendum við fjöl- skyldu Hannesar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. samstarfsfólks í Fjöliðj- unni, Guðmundur Páll Jónsson. Elsku Hannes okkar, nú er leið þinni lokið og komið að kveðjustundinni. Það er erfitt að kveðja þig, þú varst ein- stakur, Hannes, og hvers manns hugljúfi. Geðgóður varstu með eindæmum og þol- góður. Þú hafðir unun af því að hlusta á góða músík og þú varst mikil félagsvera. Hannes, þú varst fallegur að utan sem inn- an. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í gegnum tíðina. Þú komst til okkar hér á Laugarbraut 8 á Akranesi um tvítugt og áttir hér þitt heimili allt þar til yfir lauk. Hjá okkur á Laugarbraut- inni virtist þú una hag þínum vel og við lögðum okkur fram við að létta þér lífið og til- veruna. Þú gerðir lítinn manna- mun hér hjá okkur, en þér fannst alltaf gaman að fá ungu stelpurnar inn á sumrin og virt- ist sáttur við að sjá á eftir okk- ur hinum í sumarfrí. En þú tókst alltaf innilega á móti okk- ur með bros á vör þegar við snerum til baka úr fríunum okkar. Þú gast ekki tjáð þig með orðum, en það var í lagi því þú sýndir svo margt og tjáðir þig svo vel með fallegu bláu augunum þínum og bros- inu sem bræddi alla í kringum þig. Þér fannst gaman að fara í sveitina til foreldra þinna og sérstaklega að fá að umgangast dýrin í sveitinni. Þá varstu ánægður. Þú áttir stórt og gott bakland í þínum nánustu að- standendum. Það sýndi sig allt- af þegar eitthvað kom upp á hjá þér í gegnum tíðina. Fólkinu þínu þótti óskaplega vænt um þig. Æðruleysi þitt gaf hverjum þeim sem kom að umönnun þinni eitthvað alveg sérstakt. Þess vegna mun minning þín lifa með þeim ævilangt. Hann- es, þú fórst frá okkur alltof fljótt en í brottför þinni varstu sjálfum þér samkvæmur. Þú kvaddir okkur hægt og hljótt. Við munum minnast þín með söknuði um ókomna tíð og varð- veita þær yndislegu stundir sem við fengum með þér, í hjarta okkar. Ástarþakkir fyrir allt. Þín minning er ljúf og góð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Fyrir hönd starfsfólk Laug- arbrautar 8, Jórunn Petra Guðmundsdóttir. Hannes Jóhannsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær frænka okkar, ÁSDÍS JÓHANNESDÓTTIR kennari, Silfurteigi 2, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 18. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhannes Grétar Snorrason, Sheilah S. Snorrason, Hrafnhildur Margrét Jóhannesdóttir,Víðir Smári Petersen, Snorri Esekíel Jóhannesson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Álfheimum 26, Reykjavík, lést föstudaginn 27. desember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Karl F. Sigurðsson, Svala B. Jónsdóttir, Kristín Þormar, Andrea Þormar, Atli Már Jósafatsson, Ólafur Þormar, Sveinbjörn Þormar, Kristín Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir, sonur, bróðir, afi og mágur okkar, GUNNAR STEINARSSON, er látinn. Athöfn hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hjálpsemi, sérstaklega til Katrínar Erlu deildarstjóra í Bríetartúni 30. Erik Gunnarsson, Bára B. Gestsdóttir, Steinar Marteinsson, systkini og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir og amma, MARTA ÞÓRÐARDÓTTIR, kaupkona í versluninni Valrós, Akureyri, lést miðvikudaginn 8. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. janúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknar- og styrktarsjóð Oddfellowreglunnar á Akureyri. Kristján Viðar Skarphéðinsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Þórdís Björg Kristjánsdóttir, Gunnar Sv. Friðriksson, Kristín Kristjánsdóttir, Högni Róbert Þórðarson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR ÓLAFSDÓTTIR, Dalalandi 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins fimmtudaginn 16. janúar kl. 15.00. Alfreð Eymundsson, Axel Þórir Alfreðsson, Sigríður Jensdóttir, Hermann Alfreðsson, Þórunn Jónsdóttir, Þórunn Jóhanna Alfreðsdóttir, Ellert Valur Einarsson og ömmubörnin. ✝ Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR RAGNARSSON, Jökulgrunni 17, andaðist á Hrafnistu fimmtudaginn 2. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Alúðarþakkir til ættingja og vina og alls þess góða hjúkrunarfólks sem annaðist hann í veikindum hans. Þorbjörg Steinólfsdóttir, Vigdís Valsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Ragnhildur Valsdóttir, Valur Tino Nardini, Lilja Valsdóttir, Örn Gíslason, Steinar Benedikt Valsson, Kristín Jóhannsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.