Morgunblaðið - 11.01.2014, Qupperneq 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Elsku fallega Dagný.
Ég skil ekki ennþá að þú sért
ekki hjá okkur, að þú munir aldr-
ei knúsa okkur aftur, hlæja með
okkur, tala við okkur, liggja með
okkur yfir sjónvarpinu, borða hjá
okkur, eða bara horfa á okkur.
Litla fjölskyldan mín er svo brot-
in án þín. Þú kenndir mér svo
ótrúlega margt á þinni stuttu ævi
og ég ætla alla daga að reyna
mitt besta til að verða aðeins
meira eins og þú.
Þú varst góðhjartaðasta,
hjálpsamasta og glaðasta per-
sóna sem ég veit um, gerðir allt
fyrir alla í kringum þig og gerðir
það brosandi. Dætur mínar voru
eins og þínar dætur og það er svo
erfitt að hugsa til þess að þær fái
ekki að hafa þig hjá sér í framtíð-
inni. Ég mun halda minningu
þinni á lífi með því að segja þeim
fallegar sögur af fallegasta engl-
inum á hverju kvöldi.
Elsku besta vinkona mín, takk
fyrir allt.
Þín
Thelma Rún.
Dagný Ösp
Runólfsdóttir
✝ Dagný ÖspRunólfsdóttir
fæddist á Selfossi
20. janúar 1992.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
30. desember 2013.
Útför Dagnýjar
Aspar fór fram frá
Hveragerðiskirkju
10. janúar 2014.
Elsku Dagný
okkar er horfin á
braut allt of fljótt.
Þrátt fyrir mjög
stuttan tíma sem við
áttum saman þá
tókst henni að
snerta okkur öll
með geislandi gleði
og jákvæðni. Smit-
andi hlátur var
helsta einkenni
Dagnýjar og verður
hans sárt saknað. Við huggum
okkur við það að sá tími sem við
áttum saman skildi eftir sig
margar góðar minningar sem
verma hjörtu okkar um ókomna
tíð.
Fjölskyldu og vinum sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Megi Guðs englar vaka yfir
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Hvíldu í friði, elsku Dagný
okkar.
Fyrir hönd 1. árs nema lyfja-
fræðideildar við Háskóla Íslands,
Ásrún, Jóhanna, Karen
og Magdalena.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag. Nú stöndum við bekkj-
arsystkinin harmi slegin frammi
fyrir þeirri staðreynd að hún
Dagný Ösp er farin frá okkur.
Það var haustið 2008 sem leið-
ir okkar lágu saman í Mennta-
skólanum að Laugarvatni. Sum
okkar þekktust, önnur ekki en
skömmu eftir busun og skírn
urðum við samheldinn hópur.
Full tilhlökkunar og með að
minnsta kosti tvö fiðrildi í mag-
anum höfðum við ekki hugmynd
um þau atvik og augnablik sem
biðu okkar. Það eru minningar
um ótakmarkaða gleði og ýmsar
uppákomur sem á þessari stundu
eru okkur öllum svo ótrúlega
dýrmætar.
Minningarnar hrannast upp
og efst í huga okkar eru fyrsti
skóladagurinn, útskriftin og
ógleymanlega ferðalagið til
Mexíkó. Það var einmitt í Mexíkó
sem það sást svo vel hvað Dagný
Ösp átti gott með að njóta lífsins.
Hún naut stundarinnar og alls
þess sem þetta sólríka land hafði
upp á að bjóða og lagði metnað
sinn í að verða brúnust af okkur
öllum. Já, hún Dagný Ösp var
mikil keppnismanneskja og þeg-
ar kom að orrustum Kamel og
Kvemel lét hún sitt ekki eftir
liggja.
Þegar fimmtudagarnir gengu í
garð og leið okkar lá út á lífið þá
var oft mikið um að vera á stelpu-
ganginum. Það var stundum eins
og stelpurnar væru þeirrar skoð-
unar að þær ættu engin föt.
Dagný var þar engin undan-
tekning og við minnumst þess að
hún hafi gengið herbergja á milli
til að fá álit á hinum og þessum
klæðnaði. En lokaákvörðunin var
samt alltaf á hennar eigin for-
sendum og oftar en ekki á allra
síðustu stundu, rétt áður en lagt
var af stað.
Dagný Ösp var einlæg í öllum
sínum samskiptum. Hún var
hjartahrein og hafði ríka réttlæt-
iskennd. Hún mátti ekkert aumt
sjá og var alltaf boðin og búin að
hjálpa öðrum. Hún hafði svo
ótrúlega mikið að gefa og það
gerði hún líka.
Hvort sem sú gjöf fólst ein-
faldlega í þægilegri nærveru
hennar eða í verkum sem hún
vann alltaf af heilum hug.
Fyrir henni voru allir jafnir.
Hún var fordómalaus og tók öll-
um opnum örmum. Hún var bara
svo góð.
Í hjörtum okkar allra lifir
minning um bæði fallega og góða
stúlku með bjarta brosið og smit-
andi hláturinn. Hún hefur kennt
okkur sem eftir lifum svo margt.
Þann lærdóm geymum við og
munum hafa að leiðarljósi um
ókomin ár.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
Dagnýjar Aspar sem hún var svo
stolt af að vera hluti af.
Guð gefi ykkur styrk til þess
að takast á við sorgina.
Af eilífðar ljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir,
vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.‘
(E.B.)
Fyrir hönd bekkjarsystkina úr
Menntaskólanum að Laugar-
vatni,
Guðbjörg
Guðjónsdóttir.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Við erum þakklát fyrir stund-
irnar sem við áttum saman og
kveðjum þig með miklum sökn-
uði. Við sendum fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur. Minn-
ing um yndislega stúlku lifir.
Andrea Ösp, Björgvin Karl,
Egill Þór, Einar Alexander,
Fríða, Harpa, Jan Hinrik,
Magnús Grétar, Sædís Lind,
Þórir Geir og Walter.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast stúlkunnar sem
lést mánudaginn 30. desember
síðastliðinn. Ég þekkti Dagnýju
ekki mjög vel og mun minna en
ég hefði viljað en fékk þau for-
réttindi að þjálfa hana í körfu-
bolta þegar hún æfði og spilaði
með kvennaliði Laugdæla tíma-
bilið 2011-2012. Spila- og æfinga-
tími hennar var ekki mikill sök-
um meiðsla en metnaður hennar
í að halda áfram, þó það væri
ekki nema bara fyrir félagsskap-
inn, þótti mér eftirtektarverður.
Hún var mikill liðsmaður og fé-
lagsvera sem var þægilegt og
skemmtilegt að vinna með og ég
heyrði aldrei neitt annað en gott
um hana frá öðrum liðsmönnum.
Jafnvel þótt meiðslin hafi gert
það að verkum að hún þurfti að
leggja körfuboltaiðkun sína til
hliðar þegar nokkuð var liðið á
tímabilið var hún enn hluti af
hópnum út alla leiktíðina. Henni
var mikið í mun að liðið myndi
njóta tímabilsins og fá eins mikið
úr því og hægt var, slík var lífs-
gleðin. Það þarf því varla að taka
fram að hún var ein af þeim sem
skipulögðu lokahófið að loknu
tímabili.
Kynni mín af Dagnýju voru
ekki mikil utan körfuboltans.
Hún var mjög góð vinkona Þór-
dísar, sem ég hafði þekkt í nokk-
ur ár og spilaði einnig með Laug-
dælum, og saman mynduðu þær
ótrúlega glaðvært og orkumikið
tvíeyki sem átti áreiðanlega ekki
í neinum erfiðleikum með að
gleðja alla þá sem á vegi þeirra
urðu. Ég minnist þeirra skipta
sem ég fékk myndsímtal frá þeim
á skype, oftast á fimmtudegi, þar
sem þær voru að gera sig tilbún-
ar fyrir gleðskap. Þau voru
kannski ekki ýkja mörg skiptin
en höfðu öll sín góðu áhrif.
Ég er mjög þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast þessari
stelpu þótt það hafi ekki verið
meira en raun ber vitni og sam-
gleðst öllum þeim sem nutu góðs
af því að hafa hana í sínu lífi um
leið og ég sendi mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu hennar og vina, þá sér-
staklega til Þórdísar. Auk þess
langar mig að þakka Dagnýju
ævilangt fyrir smitandi brosið
hennar. Það var hlýtt, fallegt og
raunverulegt. Hún setti það upp
vegna þess að hún meinti það,
eða þannig var mín tilfinning og
ég efast ekki um að það sé rétt
hjá mér.
Kærar þakkir fyrir samveruna
innan sem utan vallar og vertu
dugleg að gleðja fólkið á þeim
stað sem þú ert nú.
Þinn fyrrverandi þjálfari,
Benjamín Freyr Oddsson.
✝ MálfríðurHrólfsdóttir
fæddist á Hall-
bjarnarstöðum í
Skriðdal á Fljóts-
dalshéraði 24. júní
1925, hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Austurlands í Nes-
kaupstað 3. janúar
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Sveinbjörn
Hrólfur Kristbjörnsson, fæddur
8. mars 1884 að Haugi í Gaul-
verjabæjarhreppi, Árn., d. 20.
nóvember 1972 og Guðríður
Þorgerður Sigríður Árnadóttir,
fædd 22. mars 1894 að Orm-
arsstöðum í Fellum á Fljótsdals-
héraði, d. 3. apríl 1963. Þau
bjuggu fyrst í Hátúnum í Skrið-
dal, síðan skamman tíma í
Vallanesi á Völlum, en fluttu
þaðan í Hallbjarnarstaði í Skrið-
dal, þar bjuggu þau þar til þau
hættu búskap. Systkini Mál-
fríðar eru: Sveinbjörg, f. 11.6.
1913, d. 26.10. 1980, Magnús, f.
23.8. 1914, d. 9.4. 2010, Karl Ei-
ríkur, f. 19.7. 1914, d. 25.9.
12.4. 1948, gift Unnari Magn-
ússyni, f. 3.8. 1943, börn þeirra
eru Guðmundur, Margrét Fríða,
Guðlaugur Már og Hólmar Þór.
4) Svavar Magnús, f. 16.8. 1949,
kvæntur Steinvöru Ein-
arsdóttur, f. 21.9. 1952, börn
þeirra eru Kristján Már og
Einrún Ósk. 5) Jón Steinar, f.
22.11. 1951, maki Erla Sigurð-
ardóttir, f. 15.9. 1956, börn
þeirra eru Sigrún Jóna, Marí-
anna og Andri Steinar. 6) Ari
Bergsveinn, f. 24.6. 1953,
kvæntur Jónu Björgu Margeirs-
dóttur, f. 26.10. 1957, börn
þeirra eru Þóra Margrét, Örvar
og Íris Dögg. 7) Jóhanna Björk,
f. 12.2. 1956, gift Hirti Ágústs-
syni, f. 13.11. 1952, synir þeirra
eru Atli Vilhelm og Kjartan
Ottó. 8) Ásta Sólrún, f. 24.4.
1958, gift Gísla Baldurssyni, f.
9.1. 1955, börn þeirra eru Júlía
Dröfn, Andri Snær, Þórir Rún-
ar, Sveinn Áki og Ólafur Freyr.
9) Guðný Helga, f. 18.3. 1961,
gift Guðmundi Elíssyni, f. 22.10.
1944. Börn þeirra eru: Að-
alsteinn Pétur, Svanbjört
Brynja, Hjalti Bergsteinn og
Guðný Valborg. Beinir afkom-
endur Málfríðar og Guðmundar
eru nú 90 talsins.
Útför Málfríðar verður gerð
frá Egilsstaðakirkju í dag, 11.
janúar 2014, og hefst athöfnin
kl. 14.
1994, Jón Einar, f.
14.2. 1918, d. 5.11.
1990, Björgvin, f.
14.10. 1919, d.
25.10. 1984, María,
f. 8.7. 1923, d. 8.9.
1971 og Sigríður, f.
15.2. 1927 en hún
er sú eina sem er á
lífi af þeim syst-
kinum.
Málfríður giftist
8.9. 1946 Guðmundi
Jónssyni frá Höskuldsstöðum í
Breiðdal, f. 11.12. 1917, d 1.4.
2001. Þau bjuggu á Höskulds-
stöðum í Breiðdal frá 1945-1984
en fluttu þá á Egilsstaði. Börn
Guðmundar og Málfríðar eru: 1)
Jóhann Hrólfur, f. 17.10. 1945,
kvæntur Sveinbjörgu Svein-
björnsdóttur, f. 28.11. 1951,
börn þeirra eru Þórunn Björg,
Sveinbjörn Valur, Guðmundur
Ástþór og Heiða Málfríður. 2)
Sigríður Guðbjörg, f. 15.1. 1947,
gift Ægi Kristinssyni, f. 8.2.
1943, börn þeirra eru Ásta Auð-
björg, Hafþór, Eygló Hrönn,
Málfríður Hafdís og Sigurður
Ægir. 3) Katrín Þorgerður, f.
Elsku amma, það er erfitt að
átta sig á því að þú ert farin frá
okkur. Þú sem hefur alltaf verið
svo sterk þegar eitthvað hefur
bjátað á, hvort sem það voru veik-
indi eða óhöpp sem þú lentir í.
Einhvern veginn gerði ég ráð fyr-
ir að þú yrðir a.m.k. 100 ára og
værir alltaf til staðar til að heim-
sækja.
Núna er samviskubitið mikið
yfir því að hafa alltaf verið svo
upptekinn í amstri dagsins og
ekki gefið sér tíma til að heim-
sækja þig meira og þó hugurinn
væri oft hjá þér þá er það ekki
nóg. En minningarnar lifa og það
yljar manni um hjartarætur þeg-
ar hugsað er til baka og rifjuð upp
fyrri tíð. Ein fyrsta minningin er
þegar þú færðir mér nærföt þeg-
ar þú komst frá Noregi að mig
minnir. Þau voru marglit og það
tók smá tíma að sætta sig við
svona sérstök föt en þau voru frá
útlöndum og það var spennandi.
Tíminn á Höskuldsstöðum er það
sem stendur uppúr, t.d. að baka
moldarkökur uppi í gullabúi, oft-
ast með Hólmari eða Þóru Mar-
gréti og svo komst þú stundum að
taka þetta út hjá okkur. Veiða
fisk í bæjarlæknum og gefa kett-
inum.
Fylgjast með útungunarvélinni
og sjá þegar bæði gæsar- og and-
arungar komu úr eggi og fylgjast
með þeim í pappakassanum á eft-
ir. Ábyrgðartilfinningin sem mað-
ur fékk þegar þú sendir okkur út
með ruslið og eldspýtur til að
kveikja upp í stáltunnunni. Þetta
verk þurfti ekki að biðja um tvisv-
ar og var talsverð tilraunastarf-
semi til að finna út hvað væri
besta aðferðin til að fá ruslið til að
brenna. Það var eitthvað við það
að fá að gista á Höskuldsstöðum,
manni fannst maður fullorðnast
aðeins. Enda voru leikföngin oft-
ast tæki og tól frá ykkur afa eða
bara náttúran sjálf. Minnisstætt
er þó kvöldið þegar við Þóra Mar-
grét vorum að prófa hárkollurnar,
þá var mikið hlegið. Einnig
hversu gaman hundurinn Pía
hafði af því að horfa á sjónvarp.
Elsku amma, ég hugsa alltaf til
þín þegar ég borða „Guðjónpúka-
tertu“ eða „spóa“ sem er þitt
heimatilbúna heilhveitbrauð. Það
er bakað af og til hjá okkur og
mun verða um ókomin ár.
Ég mun segja strákunum mín-
um söguna á bakvið þessar hefðir
og fleiri minningum sem ég geymi
af langafa og langömmu þeirra.
Kveðja, þinn
Atli Vilhelm Hjartarson.
Elsku, yndislega amma mín,
það er mjög erfitt að hugsa til
þess að næsta ferð til Egilsstaða
verði án viðkomu hjá þér í blokk-
inni ásamt kaffisopa og spjalli um
heima og geima.
Ég á svo margar góða minn-
ingar um þig að ég er í vandræð-
um hvar skal byrja, en fyrsta sem
kemur upp í huga mér er gamla
dúkkan þín sem öllum þótti svo
gaman að leika sér með og gull-
abúið sem var í gilinu fyrir ofan
veginn á Höskuldsstöðum, það
var aðalstaðurinn.
Ég man það líka þegar ég var 7
ára og fékk lungnabólgu og þú
fórst með mér á spítalann á Ak-
ureyri og varst hjá mér á meðan
ég var að ná heilsu. Þú gafst mér
lítið gæludýr sem var handbrúða
og lékst á als oddi til að stytta mér
stundirnar á spítalanum.
Allir sunnudagsbíltúrarnir
með ykkur afa, berjamósferðir og
hellingur af sögum og ekki
skemmdi fyrir að fá eitthvað gott
úr nestistöskunni sem var alltaf
full af kræsingum auk kóngamola
sem voru alltaf með í ferð.
Mér fannst líka gaman að máta
allskyns fatnað og skó sem leynd-
ust í skápunum hjá þér eða niðri í
geymslu. Ef mig vantaði eitthvað
fór ég til þín og fann oftast eitt-
hvað sniðugt hjá þér. Þú varst
mikil hannyrðakona og hafðir allt-
af eitthvað fyrir stafni og allt svo
fallegt sem þú gerðir.
Ég er svo þakklát fyrir kvöldið
sem ég átti með þér á sjúkrahús-
inu á Akureyri um daginn þar sem
við hlógum saman og gerðum grín.
Elsku amma, ég kveð þig nú
með söknuði en veit jafnframt að
nú eruð þið afi saman á ný og þið
getið ferðast eins og ykkur lystir
og fylgst með okkur öllum.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín
Svanbjört Brynja.
Málfríður
Hrólfsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
frá Miklaholti,
Stórateig 42,
Mosfellsbæ,
sem lést á Landspítalanum á nýársdag verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni mánudaginn 13. janúar kl. 15.00.
Þeir sem vildu minnast hennar láti Barnauppeldissjóð
Thorvaldsensfélagsins njóta þess.
Kristín Magnúsdóttir, Sigurjón Bragi Sigurðsson,
Jón Magnússon, Elín Helga Sigurjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLMI S. RÖGNVALDSSON
rafvirkjameistari,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
andaðist að morgni laugardagsins 4. janúar
að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15. janúar
kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans
er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Innilegar þakkir sendum við starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir góða
umönnun.
Sigríður Anna Jóhannsdóttir,
Hrönn Pálmadóttir, Sævar Guðbjörnsson,
Rögnvaldur Pálmason, Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir,
Örn Pálmason, Anna Karen Káradóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi,
JÓN DAHLMANN,
Torfufelli 6,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk
mánudaginn 30. desember.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn
14. janúar kl. 13.00.
Dagný Kristjánsdóttir,
Davíð Anderson,
Birgir, Margrjet og Embla.