Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 45

Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Þegar góður vinur kveður streyma minningarnar fram. Fyrstu sporin eru í Steinholti við knattleiki og silungsveiði. Keppni og kapp komu fljótt í fram og góðmennska og greind skín úr andlitinu. Líkamlegt at- gervi var óvanalega mikið strax á unglingsárum og tók Binni fullar síldartunnur og snaraði uppí þriðja lag á Múlaplaninu. Brynjólfur Karl Eiríksson ✝ Brynjólfur,Binni eða Benny, fæddist 21. júní 1942. Hann lést á heimili sínu Stein- holti á Dalvík 8. desember 2013. Brynjólfur lætur eftir sig eina dótt- ur, Hedvig, fædd í Noregi en búsett í Svíþjóð. Útför Brynjólfs fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 11. janúar 2014, og hefst at- höfnin kl. 13.30. Eftir landspróf fór Binni að Laugar- vatni. Fjölskyldan í Steinholti bjóst við Binna í jólafrí með bíl frá Óskari Jóns- syni & co. Eplabíll- inn kom að sunnan en enginn Binni. Næsti bíll kom og svo seinasti bíll en ekki Binni. Um jól- in fréttist að Binni er í Bremerhaven og á leið að gerast atvinnumaður í knatt- spyrnu í Danmörku. Hafði hann þá farið niður að bryggju í Reykjavík meðan hann beið eftir bílnum frá Ó.J. & co. Þar var togarinn Hallveig Fróða- dóttir að fara í sölutúr til Þýskalands. Dyrnar að atvinnu- mennsku reyndust ekki víðar inngöngu. Farareyrir var knappur til framfærslu. Sá hann auglýst eftir fólki til starfa í gróðurhúsum í Amager til að gróðursetja lauka í ak- korði. Hóf Binni hlaup eftir göngum gróðurhúsa og plantaði á bæði borð og náði a.m.k. 20.000 laukum á dag. Þar sem gamla herraþjóðin gat ekki nýtt sér hæfileika hans með bolta þá hlytu þeir í Ósló að gera það. Allt kom fyrir ekki og fjárskortur framundan og enga vinnu að fá í Ósló. Seinustu krónurnar eru notaðar til að að kaupa far með Bergensbanen svo sem aurar entust. Til Geilo. Þar sér hann Holms Hotel. Um kvöldið er Binni farinn að skræla þar kartöflur og þvo upp leirtau. Út um gluggann sér hann skilti, Ski skole. Verða þá straumhvörf í lífi Binna. Verður hann þjálfari og skíða- kennari í Geilo og kunnur með- al almúga og háaðals í Evrópu. Rak hann næturklúbb í kjallara Bardöla-hótelsins og síðar veit- ingahúsið Skarv. Benny var hann kallaður og er enn goð- sögn í Hallingsdalen. Alltaf var Binni til staðar og leysti mál. Á sumrum fór hann í Evrópuferð- ir, akandi, til að skoða hvað var um að vera í Ölpunum, þefa uppi tónleika, sjá hvað var nýj- ast í hátískunni í París, Mílanó, eða hvar sem var og fór til Spánar og kláraði Ferðamála- skóla Simon Spies eða vann hjá Dikemann, skrúðgarðamanni í Kaupmannahöfn sem sá um garða fyrir aðalinn á Sjálandi, í Þýskalandi og víðar og nam þar latnesk plöntuheiti. Fínum frúm í Hellerup og Charlotten- lund fannst það góður kostur að fá Benny í heimsókn, alltaf var Benny með á nótunum. Þeim sem muna manninn með síða skeggið í bláa Smáravegs- samfestingnum á götum Dal- víkur, Akureyrar og um tíma Borgarness, mun aldrei til hug- ar koma að sá hinn sami átti heilan kjallara í Noregi af há- tískufötum, pelsum, skíðum og skóm sem hann skildi eftir er hann yfirgaf Noreg. Hvar sem Binni kom hændust að honum börn og dýr. Eftir að Binni kemur í Steinholt aftur stund- aði hann sjómennsku og fleira. Hjálpsemi fylgdi honum alla ævi og fróðleiksfýsn og var allt lesið sem til náðist, hlustað á fréttir og málin rædd. Síðustu árin nam hann allt sem hann komst yfir varðandi siðblindu og átti erfitt með að sætta sig við orðinn hlut í þeim málum, bæði hvað varðar nærumhverf- ið og á landsvísu. María Sigurjónsdóttir. Það er alltaf erfitt að kveðja samferðafólk sem er okkur er kært, ekki síst þá sem manni finnst að fari allt of snemma. Þannig er það með Soffíu Guð- mundsdóttur úr Borgarnesi sem ég hef þekkt frá því ég var barn, eða síðan þau fluttu í húsið á móti. Við Anna, elsta dóttir henn- ar, urðum vinkonur, systir mín og yngri dóttir hennar urðu vin- konur og það var alltaf mikill samgangur milli heimilanna. Vin- kona mín naut þeirra forréttinda að vera með nánast forstofuher- bergi, næst útidyrum, auðvelt að skjótast inn og út eftir þörfum, sem gerði herbergið að ákjósan- legum dvalarstað þar sem við sá Soffía Guðmundsdóttir ✝ Soffía Guð-mundsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 30. október 1936. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. desember 2013. Útför Soffíu fór fram frá Borg- arneskirkju 3. jan- úar 2014. sátum heilu kvöldin að spjalla og hlusta á músík. Umburðarlyndi þessara foreldra, Steina og Soffíu, var einstakt þrátt fyrir sjö manna heimili og endalausan um- gang vina og vanda- manna þá áttum við þarna athvarf. Þeg- ar ég hugsa til baka til eldhússins á Kjartansgötunni finnst mér þetta hafa verið á stundum eins og hjá ítalskri stór- fjölskyldu, miklar umræður í gangi og oft háværar, ekkert ver- ið að skafa utan af hlutunum en aldrei leiðindi, mikið grínast og hlegið enda oft sagðar sögur með leikrænum tilburðum. Þá stóð Soffía í eldhúskróknum, lagaði kaffi og bar fram bakkelsi, glotti við tönn yfir sínum manni, leið- rétti eða bætti við. Soffía var lágvaxin með ljósa húð, lagleg kona, með fallega rautt hár, hæglát, æðrulaus en alltaf stutt í glettni, hún varð ung móðir og mér fannst hún ein- hvern veginn alltaf vera á okkar aldri, skildi okkur svo vel og var ekki með vesen yfir smámunum. Hún var ákaflega myndarleg húsmóðir, alltaf að, listakona í höndunum, vinnusöm og hjálpleg við alla, hún ræktaði garðinn sinn, bæði innan dyra og utan. Það skilaði sér líka þegar hún var orðin veik því krakkarnir hennar sáu um að hjálpa henni svo hún gat verið heima nánast til hinsta dags en heilsu hennar hrakaði mikið síðustu árin. Það var erfitt að horfa upp á því lífslöngunin var svo sterk, hún hafði enda- lausan áhuga á að ferðast og fræðast, skoða sig um, lesa og vinna handavinnu og bara að vera með sínu fólki öllum stund- um. Ég kveð Soffíu með söknuði og þakka henni hjartanlega fyrir allt. Sendi fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Sveina Helgadóttir. Í miðri jólahátíðinni lokaðist lífsbók vinkonu minnar, Soffíu Guðmundsdóttur, eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð. Það er sagt að þegar við fæðumst sé búið að rita sögu okkar frá vöggu til graf- ar, örlögin skammti okkur gleði, sorg og erfiðleika. Mér finnst að Soffa hafi fengið of stóran skammt af erfiðleikum. Strax í æsku þurfti hún að stríða við veikindi. Hún ólst upp án móður og þurfti því að fara á milli staða strax sjö ára. En skjólið var hjá Guðrúnu og Albert á Kárastöð- um. Soffa varð ung einstæð móð- ir og átti fárra kosta völ, en hún gat alltaf leitað til fóstru sinnar. Meðan ég átti heima í Borg- arnesi var mikill samgangur milli okkar og hún varð ein af mínu bestu vinkonum. Á síðustu árum urðum við aftur nágrannar. Soffa tók þátt í félagsstarfi aldraða. Hún naut sín í handavinnu. Hún var listamaður í höndunum eins og glerlistaverk, bútasaumur eða prjónaðir vettlingar hennar sýna vel. Soffa var dugleg að ferðast og sleppti aldrei úr ferð til Vest- mannaeyja. Toppnum varð náð þegar hún komst í siglingu um Karíbahaf fyrir rúmu ári. Hún sýndi mér myndir úr ferðinni og þar var hún eins og drottning, í síðum fallegum kjól. Við Júlla eigum eftir að hugsa til liðinna samverustunda og dást að hugrekki Soffu, sem einkenndi hana allt til síðasta dags. Að gef- ast upp var ekki til í hennar huga. Ég sé Soffu fyrir mér ganga um í blómagarði sínum og leiða tvær telpur við hönd. Hún hafði gaman af að sýna rósirnar sínar. Allir máttu leika sér í gaðinum. Börnin voru Soffíu allt og það var aðdáunarvert að sjá hvernig þau mynduðu teymi utan um hana svo hún gæti verið heima sem lengst. Blessuð sé minning Soffíu Guðmundsdóttur. Ólöf Guðmundsdóttir. Leiðir okkar Sólveigar Ás- geirsdóttur lágu mikið saman eftir að bóndi hennar, sr. Pétur Sigurgeirsson, hafði verið kjör- inn biskup Íslands og mikið var það indæl og skemmtileg sam- leið. Ég annaðist þá samkirkju- mál og fjölmiðlun á Biskupsstofu en þeir málaflokkar voru einmitt sérstök áhugasvið biskups svo að stuðningur hans var afdráttar- laus, en Pétur var við nám í blaðamennsku vestanhafs. Svo Sólveig Ásgeirsdóttir ✝ Sólveig Ás-geirsdóttir var fædd í Reykjavík 2. ágúst 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 27. desember 2013. Útförin var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4. janúar 2014. kynntist ég konu hans Sólveigu og varð ljóst að ég hafði eignast góðan samverkamann. Þau hjónin brugðu miklum svip yfir umhverfi sitt heima sem heiman. Þau voru óvenju glæsilegt par, sér- lega fríð sýnum, glaðsinna og með mikla útgeislun. Þau voru áhuga- söm og hvetjandi og skópu ein- faldlega líf og gleði hvar sem þau komu. Biskup barðist við sykur- sýki á allháu stigi og slíkur hug- maður sem hann var átti hann til að gleyma þeim varúðarráðstöf- unum sem fylgja ber. Meðal ann- ars vegna þess fylgdi Sólveig bónda sínum á ferðum hans til þess að skapa honum sem bestar vinnuaðstæður. Við vorum því saman á ýmsum fundum og þing- um erlendis og það var skemmti- leg og eftirminnileg reynsla. Þau hjónin voru almennt afar áhugasöm um flest er fyrir þau bar, þau kunnu að njóta lífsins og voru glögg og fundvís á skemmti- legri hliðar þess og jafnframt á þau málefni sem komu íslensku kirkjunni að mestu gagni í er- lendum samskiptum. Fólk laðað- ist að þeim. Meðan við Pétur biskup vorum bundnir á fundum kynntist Sólveig mörgum og sér- staklega fólki frá austantjalds- löndum en á þessum árum var kalda stríðið í algleymingi. Með hennar milligöngu gat íslenska kirkjan orðið nokkuð að liði kirkjunum handan járntjaldsins sem bjuggu við afar erfiðan kost. Sólveig var þarna í essinu sínu. Hún var afar hjartahlý og samúð hennar var virk og kraftmikil. Hún var eiginlega mikill töffari, stóð fast á sínu en kom málum sinum fram með lífsgleði sinni, hnyttni, rökvísi og afvopnandi þokka. Hér heima höfðu margir skjól hjá henni og vísan stuðning Sama gilti um fjölmiðlun kirkj- unnar. Hún var alltaf fús til að koma fram í því kirkjulega út- varpsefni sem þá átti nokkuð greiða leið í ríkisútvarpinu. Hún var glögg á þau málefni sem þörf var á að fjalla um og höfðu al- menna skírskotun. Þau hjónin bæði voru óspör á hvatningarorð en veittu líka uppbyggilega gagnrýni. Sólveig vildi vita hlutina vel. Hún sótti tíma í guðfræðideild Háskólans, hún var í fjölbreytt- um og litríkum biblíuleshóp og í almennum samræðum hafði hún lag á að efla málefnalega um- ræðu. Hún las mikið og fylgdist með og greindi vel alvöru þjóð- félagsmála en jafnframt hið kát- lega sem þar var að finna og kom því á framfæri með sínum frá- bæra húmor. Það var alltaf til- hlökkunarefni að hitta hana og maður kom ævinlega ríkari af hennar fundi. Sólveig Ásgeirs- dóttir átti ríkt líf, bæði með miklu skini sem erfiðum skúrum en trú hennar bar hana uppi. Hún gekk með Guði sínum og nú er hún farin „gegnum Jesú helg- ast hjarta“ þangað sem kærleik- urinn ríkir. Við Rannveig þökk- um henni samleiðina og biðjum fjölskyldu hennar blessunar Guðs. Bernharður Guðmundsson. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, afa og bróður, SIGMUNDAR ÁGÚSTSSONAR múrara, Langholtsvegi 204. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki krabbmeinsdeildar 11 E á Landspítalanum, sem og starfsfólki líknardeildar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hafdís Una Júlíusdóttir. ✝ Minn elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir, tengdasonur, frændi og mágur, EIRÍKUR ÓMAR SVEINSSON, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar, lést á Landspítalanum 25. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 14. janúar kl. 15.00. Ingibjörg Sandholt, Sveinn Rafn, Melkorka Ragnhildardóttir, Egill Orri, Þóra Kristín, Hafdís og Sigrún (Lóa) Sveinsdætur, Þóra Sandholt, Sigrún Björg Ingvadóttir, Ásgeir Stefánsson, Bergur Sandholt, Stella Hafsteinsdóttir, Kristín Sandholt, Ingvar Vilhelmsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Lautarsmára 1, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 8. janúar. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 17. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Oddný, Gunnlaug og Gestur Yngvabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Drápuhlíð í Helgafellssveit, Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis Hvassaleiti 56, lést sunnudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. janúar kl. 13.00. Sigurþór Jóhannesson, Árný Ásgeirsdóttir, Kristrún Jóhannesdóttir, Unnur Sigurþórsdóttir, Fróði H. Isaksen, Erla Sigurþórsdóttir, Örn Viðar Grétarsson, Eva Finnbogadóttir, Hannes Bjarki Vigfússon, Albert Finnbogason, Bergrún Snæbjörnsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.