Morgunblaðið - 11.01.2014, Side 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Í tilefni dagsins ætla ég að fara út að borða og í spa með kær-astanum,“ segir Monika Klonowski sem er 31 árs í dag. Aukþess gefur hún sjálfri sér afmælisgjöf en hún hefur gert það
nánast frá því hún man eftir sér. „Þetta er góð afsökun til að
kaupa gjöf og vera góður við sjálfan sig.“ Í ár er það ferð til Sví-
þjóðar á heimsmeistaramót í pole fitness, sem stundum hefur
verið kallað súludans. Hún ætlar þó ekki að keppa í þetta skipti
heldur horfa á meistarana og taka þátt í námskeiðum sem boðið
er upp á. Monika er einn af þremur eigendunum Eríal pole, þar
sem pole fitness og dans er kennt. Á daginn vinnur hún hjá
ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland travel en á kvöldin kennir hún.
Árið 2010 byrjaði hún í þessu sporti og hóf rekstur á eigin
stöð fyrir rúmu ári. Hún segir sportið vera vinsælt og eins og
stendur er meira en nóg að gera hjá þeim. Flestir eru í aldurs-
hópnum 16 til 40 ára. Í febrúar verður boðið upp á námskeið í
svokölluðum lofthringjum. Monika segir að sportið krefjist mik-
ils styrks, það auki sjálfstraust og sé að sjálfsögðu mjög
skemmtilegt.
Foreldrar Moniku eru frá Póllandi en hún fæddist hér á landi
eftir að þau fluttu til Íslands. Hún er í sambandi og einn sex ára
gutta sem verður sjö á árinu. thorunn@mbl.is
Monika Klonowski er 31 árs í dag
Í New York Monika í Central Park. Hún rekur fyrirtækið Eríal pole,
kennir pole fitness á kvöldin en er í ferðaþjónustunni á daginn.
Gefur sjálfri sér
alltaf afmælisgjöf
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Garðabær Guðfinna Kristný fæddist
11. desember kl. 15.36. Hún vó 3515 g
og var 52 cm löng. Foreldrar hennar
eru Kristín Jóna Kristjónsdóttir og
Helgi Guðnason.
Nýir borgarar
Reykjavík Lovísa Johannessen fædd-
ist 22. október kl. 8.38. Hún vó 2.980g
og var 48,5 cm löng. Foreldrar hennar
eru Svava Björk Hákonardóttir og
Haraldur Johannessen.
H
aukur fæddist í
Reykjavík 12.1. 1964
og ólst þar upp í
Vogahverfinu sem
Haukur kallar Þrótt-
arbæinn: „Það er gríðarlegur
„Þróttur“ í mér. Er búinn að vera
nánast allt sem hægt er að vera hjá
Þrótti. Æfði og keppti í knatt-
spyrnu, blaki og handbolta í gegnum
alla yngri flokka og í meistaraflokki
í öllum þessum greinum, sat lengi í
stjórn knappspyrnudeildar og var
formaður hennar um skeið, er nú
varaformaður handboltadeild-
arinnar, stofnaði Köttarana, hina
frægu stuðningsdeild Þróttar og
enda líklega í fótsporum föður míns
sem formaður félagsins.“
Haukur er nú samt búsettur í
Garðabænum í dag og styður
Stjörnuna af hæfilegum þrótti.
Haukur var í Ísaksskóla og Voga-
skóla, lauk stúdentsprófi frá MS
1984, stundaði síðar nám í við-
skiptafræði við HÍ og lauk þaðan
prófum 1991. Síðan var hann í fyrsta
hópnum sem útskrifaðist með MBA-
próf frá HR 2002.
Haukur vann í saltfiski og skreið
hjá BÚR á sumrin frá 13-15 ára ald-
urs, var síðan öskukarl hjá Reykja-
víkurborg næstu fimm sumur, lék
knattspyrnu á Ísafirði sumrin 1985
og 1986 og starfaði jafnframt hjá
Orkubúi Vestfjarða og síðan hjá
Mjólkurstöð Ísafjarðar: „Ég hef
alltaf haft sterkar taugar til Ísa-
fjarðar síðan og fer þangað nánast á
hverju sumri í seinni tíð.“
Haukur var dreifingarstjóri og sá
um markaðsmál hjá Almenna bóka-
félaginu og Pressunni 1991-92, var
markaðsráðgjafi og hugmynda-
smiður á auglýsingastofunni Örkinni
(síðar keypt af Argusi og hét eftir
það Argus og Örkin) 1992-97, sá um
markaðssetningu á íslensku græn-
meti fyrir Samtök garðyrkjubænda
1997-99 og var markaðsstjóri hjá
Bræðrunum Ormsson 2000-2002.
Að loknu MBA-námi hefur Hauk-
ur starfað á eigin vegum. Hann hef-
ur sinnt markaðaráðgjöf fyrir ýmis
fyrirtæki frá 2002, stofnaði Ávaxta-
bílinn sumarið 2004 og hefur starf-
rækt það fyrirtæki síðan:
Haukur Magnússon viðskiptafræðingur MBA – 50 ára
Í sól og sumaryl Haukur á ferðalagi með börnunum, Gabríelu og Róberti.
Þróttari af lífi og sál
Lúpínuseyði Haukur hampar seyðinu sem Svarti Haukur framleiðir.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSíðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is
Band-
slípivélar
3 Kw
75x2000 og
150x2000
Verð frá
kr. 134.900.-
Bandsög
Vökvastýrð niðurfærsla
og lokun á skrúfstykki
Sagar rúnnstál
- 230 mm 90°
- 210 mm vinstri og hægri
Öflug iðnaðarsög blaðstærð
2825x27x0,9
Tilboðsverð
kr. 889.900.-
Borvél gírdrifin
Borgeta í stál 30 mm
Snittun í stál 16 mm
Snúningshraðasvið
105-2348 sn/mín
Verð kr. 695.000.-
Bandsög vökvastýrð
niðurfærsla
Sagar rúnnstál
- 220 mm í 90°
- 160 mm í 45°
Blaðstærð
2450x27x0,90
Verð kr. 495.000.-
Iðnaðarvélar
fyrir fagmenn
Sandblásturskassi
Innri mál
1200x600x570mm
Verð kr. 269.000.-