Morgunblaðið - 11.01.2014, Síða 60
LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 11. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. 12 kíló geta safnast í þörmunum
2. Vilja 200.000 kr. hækkun
3. „Vöknuðum við hróp á neðri hæð“
4. Stálheppnar að sleppa út
Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fer
með hlutverk í næstu kvikmynd Balt-
asars Kormáks, Everest, sem tökur
hefjast á í byrjun næstu viku. Ingvar
leikur þessa dagana í Jeppa á Fjalli í
Gamla bíói og verður verkið einnig
sýnt í Hofi á Akureyri, 1. og 2. febrúar.
Ingvar þarf að fljúga til Nepals milli
sýninga í Gamla bíói og Hofi til að
máta búninga fyrir kvikmyndina og
að loknum sýningum fyrir norðan fer
hann aftur utan til að leika fyrir góð-
vin sinn Baltasar.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Ingvar skreppur til
Nepals milli sýninga
Aldrei hafa fleiri kvikmynda- og
sjónvarpsverk verið send til keppni
um Edduna, íslensku sjónvarps- og
kvikmyndaverðlaunin, en í ár, 108
talsins, og komu 288 manns að
gerð þeirra. Í fyrra voru 102 verk
send inn og kom að þeim 151 mað-
ur. Innsend sjónvarpsverk í ár eru
76 og hafa aldrei verið fleiri, voru
64 í fyrra. Fjöldi kvikmynda er hins
vegar sá sami milli ára eða sjö,
heimildarmyndir tveimur færri milli
ára og verkum sem flokkast sem
barna- og unglingaefni fækkar einn-
ig, voru átta í fyrra en fimm í ár.
Fjórar forvalsnefndir munu velja þau
verk sem tilnefnd eru í 23 flokkum
og verða tilnefningar tilkynntar 30.
janúar. Edduhátíðin verður haldin
22. febrúar í Hörpu.
Kvikmyndin Djúpið
hlaut flest Eddu-
verðlaun í fyrra, 11
alls, og þá m.a.
fyrir besta leikara
í aðalhlutverki,
Ólaf Darra
Ólafsson.
108 verk send til
keppni um Edduna
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-10 m/s, og dálítil él, en austan 5-10 og snjókoma
eða slydda norðaustantil fram eftir degi. Hiti 0-5 stig syðra, annars kringum frostmark.
Á sunnudag Gengur í austan hvassviðri eða storm með dálítilli slyddu eða rigningu
sunnantil, en mun hægari og úrkomulítið nyrðra. Hiti 0-5 stig syðra, annars vægt frost.
Á mánudag og þriðjudag Stíf austanátt með dálitlum éljum, en hægari og bjartviðri
norðvestantil. Víða vægt frost, en frostlaust við suðurströndina.
„Eins og fyrir EM í Serbíu 2012 eru
ekki miklar væntingar í kringum ís-
lenska landsliðið að þessu sinni. Það
stendur að vissu leyti á krossgötum.
Kynslóðaskipti eru að eiga sér stað og
hin sigursæla kynslóð manna sem eru
fæddir í kringum 1980 og hafa borið
liðið uppi í nærri áratug fer að rifa
seglin. Yngri leikmenn eru að stíga sín
fyrstu skref,“ skrifar Ívar Benedikts-
son í viðhorfsgrein frá Álaborg. »4
Íslenska liðið að vissu
leyti á krossgötum
„Það eru allir í formi sem eru
með okkur hér í Álaborg og
staðan á Guðjóni Val Sigurðs-
syni er góð. Hann ætlar að
reyna að vera með af fullum
krafti á æfingu á morgun [í
dag]. Ef hann stenst álagið
verður hann með okkur gegn
Noregi í fyrsta leik á sunnu-
daginn,“ segir Aron Krist-
jánsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik. »1
Staðan á Guðjóni
Val er góð
„Ég skipti bara um lið af því að að-
stæðurnar voru ekki nógu góðar hjá
Kolbotn, lykilleikmenn voru að fara
og þetta stóð mér til boða. Ég hef
komið hingað áður að skoða að-
stæður og er mjög spennt fyrir
þessu,“ segir knattspyrnukonan
Fanndís Friðriks-
dóttir sem hefur
flutt sig um set í
Noregi og er búin
að semja við Arna-
Björnar í Berg-
en. »2
Fanndís mjög spennt
fyrir nýja liðinu
Steinþór Guðbjartsson
Stefán Gunnar Sveinsson
„Þetta er spennandi og skemmtilegt verkefni,“
segir Einar Sveinn Þórðarson, annar eigenda
Kvikmyndafélagsins Pegasus, um tökur á
bresku sjónvarpsþáttunum Fortitude, sem hefj-
ast í Fjarðabyggð 27. janúar næstkomandi. Um
150 manns koma að verkefninu og slagar um-
fangið upp í tökur á Game of Thrones, að sögn
Einars Sveins. Í fyrstu þáttaröðinni verða 13
þættir og er gert ráð fyrir að tökum ljúki í byrj-
un júní. Undirbúningur vegna verkefnisins hef-
ur staðið í um ár í samvinnu við eigna-, skipu-
lags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar sem
hefur samþykkt að gefa leyfi fyrir kvikmynda-
tökunni að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Reisa þarf sérstakar viðbyggingar og sumarhús
og gera ráðstafanir vegna snjóruðnings og götu-
lýsingar.
Fyrirkomulag og staðsetning töku og töku-
dagar verða auglýstir með dreifibréfi og á
heimasíðu og fésbókarsíðu Fjarðabyggðar. Ein-
ar Sveinn segir að gott samstarf sé við Fjarða-
byggð um verkefnið. „Snjór og frost hafa mikið
að segja,“ segir hann um staðarvalið auk þess
sem traustar samgöngur hafi einnig ráðið miklu.
„Þetta er mjög gott verkefni,“ áréttar hann.
Mikil stemning í bænum
Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum vegna
þáttanna og hafa þeir sem hafa áhuga á því ver-
ið boðaðir í vesturenda gamla frystihússins við
Sjávargötu á Reyðarfirði á mánudag kl. 12-20
og kl. 10-20 á þriðjudag og miðvikudag. Ekki
ætti að vera mikill vandi að manna auka-
hlutverkin, enda hefur um nokkurt skeið verið
rekið öflugt leikfélag á Reyðarfirði. Hjördís
Helga Seljan, formaður Leikfélags Reyð-
arfjarðar, segir að félagsmenn þess muni að
sjálfsögðu gefa kost á sér til verksins, en þetta
er ekki í fyrsta sinn sem leikfélagið býður fram
krafta sína við gerð sjónvarpsþátta. „Í fyrra
voru tökur á Sönnum íslenskum sakamálum á
Fáskrúðsfirði, og þá tók leikfélagið þátt,“ segir
Hjördís Helga. Leikfélagið skaffaði þá aukaleik-
ara fyrir þáttinn, sem léku meðlimi sérsveit-
arinnar og aðra lögreglumenn. „En þetta er
stærsta verkefnið sem hefur komið núna,“ segir
Hjördís Helga um þættina bresku.
Í helstu hlutverkum í þáttunum verða engir
aukvisar, danska leikkonan Sofie Gråbøl, Mich-
ael Gambon, sem þekktur er sem Dumbledore í
Harry Potter-myndunum, og Stanley Tucci úr
Hungurleikunum. „Það er mjög spennandi að fá
svona fræga leikara til bæjarins,“ segir Hjördís
Helga, sem er mikill aðdáandi Sofie Gråbøl, sem
íslenskir áhorfendur þekkja best sem Söru
Lund úr spennuþáttaröðinni Glæpurinn sem
sýndir hafa verið á RÚV.
Hjördís Helga segir að mikill spenningur sé í
bæjarbúum vegna verkefnisins og hafi þurft að
gera nokkrar breytingar á bænum til þess að
gera hann að sögusviði þáttanna. „Vonandi
verður þátturinn langlífur og vinsæll, þannig að
það verði fleiri seríur teknar upp. Það væri al-
gjör draumur,“ segir Hjördís Helga að lokum.
„Það væri algjör draumur“
Ljósmynd/Fjarðabyggð
Hernámið leikið Hjördís Helga Seljan, formaður Leikfélags Reyðarfjarðar, fjórða frá hægri, segir að
félagsmenn Leikfélagsins muni gefa kost á sér í aukahlutverk í sjónvarpsþáttunum bresku.
Breskir þættir teknir
upp í Fjarðabyggð
Michael
Gambon
Stanley
Tucci
Sofie
Gråbøl
Leikfélag Reyðarfjarðar var stofnað í desem-
ber 1959, og hefur staðið fyrir ýmsum leik-
sýningum á þeim tíma. Félagið hefur um
nokkra hríð staðið fyrir árlegri setuliðs-
skemmtun í tengslum við hernámsdaga á
Reyðarfirði. Hjördís Helga segir að þá sé
sett upp ein stök leiksýning með söng og
dansi. Hernámssýningarnar hafa mælst vel
fyrir meðal bæjarbúa í Fjarðabyggð og verið
vel sóttar. „Það hefur verið fullt hús síðan
ég tók við,“ segir Hjördís Helga.
Leikfélagið hefur jafnframt sett upp önn-
ur verk á veturna, en bresku sjónvarpsþætt-
irnir setja strik í reikninginn í ár. „Það verð-
ur ekkert verk sett upp í vetur vegna þessa
stóra verkefnis,“ segir Hjördís Helga. Setu-
liðsskemmtunin verður þó áfram á sínum
stað.
Ekki tími til að setja
upp verk í vetur
LEIKFÉLAG REYÐARFJARÐAR