Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Staðan í viðræðum framhaldsskóla-
kennara við ríkið er þung, segir Að-
alheiður Steingrímsdóttir, formaður
Félags framhaldsskólakennara. Síð-
asti samningafundur var í byrjun
vikunnar og sá næsti hefur verið
boðaður í næstu viku.
Að sögn Aðalheiðar verða kenn-
arar upplýstir nánar um stöðu mála í
sérstöku fréttabréfi sem fer út í dag.
Einnig stendur til að boða fund með
trúnaðarmönnum kennara og ein-
stökum kennarafélögum þar sem
farið verður yfir stöðu samninga-
viðræðna.
Viðræðuáætlun er í gangi en
kjarasamningar framhaldsskóla-
kennara renna út um næstu mán-
aðamót. Samkvæmt þessari áætlun
á að vera búið að ganga frá nýjum
kjarasamningi fyrir þann tíma.
„Nú eru 15 dagar eftir af samn-
ingstímanum og það verður að segj-
ast eins og er að engin umræða hef-
ur komist á laggirnar milli
samningsaðila um leiðréttingarþörf
framhaldsskólakennara, sem er
mjög miður,“ segir Aðalheiður.
Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, segir
framhaldsskólakennara hafa fengið
sömu tillögu og aðrir hópar rík-
isstarfsmanna um sambærilega út-
færslu launaleiðréttinga og fram
kom í nýgerðum kjarasamningum á
almennum vinnumarkaði. Samn-
inganefnd ríkisins sé með sama boð
á alla; eða fyrir um 140 félög rík-
isstarfsmanna í ríflega 70 kjara-
samningum. „Við lokum ekki á það
ef menn eru tilbúnir í kerfisbreyt-
ingar sem skilar ávinningi til fram-
búðar. Við munum skoða það sér-
staklega en vinnum að öðru leyti
eftir þeirri stefnu sem stjórnvöld
hafa sett, til samræmis við almennan
vinnumarkað, til að ná niður verð-
bólgu og tryggja aukinn kaupmátt,“
segir Gunnar.
Þung staða í kjaraviðræð-
um ríkisins og kennara
Morgunblaðið/G. Rúnar
Framhaldsskólar Kennarar eru
með lausan samning 1. febrúar nk.
Fundað með
trúnaðarmönnum
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Átak ASÍ og Samtaka atvinnulífsins
gegn verðhækkunum fyrirtækja og
stofnana er stöðugt að skila fleiri til-
kynningum frá fyrirtækjum sem
heita því að hækka ekki verð, draga
áður boðaðar hækkanir til baka eða
lækka hjá sér verð á vöru og þjón-
ustu. Þá lækkuðu olíufélögin hjá sér
verð á eldsneyti í gær, í kjölfar þess
að N1 lækkaði lítraverð á bensíni og
dísilolíu um tvær krónur. Var ástæða
lækkunar sögð styrking krónunnar
og verðlækkun á heimsmarkaði.
Bætist við svarta listann
Á vefsíðunni vertuaverdi.is voru sí-
degis í gær komin á lista um 80 nöfn
fyrirtækja sem heita því að hækka
ekki hjá sér verðið. Eru það allt frá
smáfyrirtækjum upp í stór og þekkt
fyrirtæki eins og IKEA, Hreyfil,
Strætó, Kost, Spöl, Pfaff, Iðnmark,
Bílabúð Benna og Nings. Á „svarta
listann“ svonefnda bættust við tvö
fyrirtæki í gær; Frumherji og Lands-
virkjun, sem ekki höfðu lækkað eða
ekki hætt alfarið við hækkun. Síðan
datt eitt af þeim lista, eða Eimskip,
sem dró til baka hækkun á fargjaldi
með Herjólfi.
Í tilkynningu frá Eimskip kemur
fram að í samningi um rekstur Herj-
ólfs við Vegagerðina sé kveðið á um
breytingar á gjaldskrá einu sinni á
ári sem taki mið af verðlagsþróun
ýmissa kostnaðarliða. Samkvæmt
þessu ákvæði var gjaldskrá Herjólfs
hækkuð um 3% um síðustu áramót.
Nú hefur sú hækkun verið dregin til
baka og segja Eimskipsmenn afar
mikilvægt að á sama tíma verði ekki
kostnaðarhækkanir á rekstrarliðum
Herjólfs.
Krónan skorar á sína birgja
Kaupás, sem rekur matvörukeðj-
urnar Krónuna, Nóatún og Kjarval,
hefur ákveðið að lækka verð á þeim
vörum sem félagið annast alfarið
sjálft innflutning á. Fylgir Kaupás
þar í kjölfar Bónuss og Hagkaupa.
Verðlækkunin er á bilinu 3 til 5% og
kemur til framkvæmda á næstu dög-
um. Nær lækkunin til nærri 800 vara.
Í tilkynningu Kaupáss segir m.a. að
ákvörðunin sé tekin í trausti þess að
gengi íslensku krónunnar haldist
óbreytt. Með henni leggi Kaupás sitt
af mörkum til þeirra aðgerða sem að-
ilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld
hafa tekið höndum saman um, til að
efla efnahagslegan stöðugleika, bæta
kaupmátt og halda verðbólgu í skefj-
um.
„Kaupás hefur jafnframt sent
birgjum sínum, innflytjendum og
innlendum framleiðendum áskorun
um að taka þátt í þessari vegferð og
tilkynnt þeim að verðhækkanir frá
þeim verði ekki samþykktar nema
brýn og vel rökstudd þörf býr að
baki,“ segir í tilkynningu Kaupáss.
Henný Hinz á hagdeild ASÍ segir
tilkynningar berast þeim í stríðum
straumum og átakið hafi greinilega
hrist upp í umræðunni. Sveitarfélög
séu strax farin að svara áskorun og
hætt við boðaðar hækkanir, eins og
Sandgerðisbær og Vesturbyggð. En
Henný saknar þess að sjá nöfn stórra
heildsala á lista þeirra fyrirtækja
sem ætla ekki að hækka verð. Einnig
mættu stórar matvöruverslanir bæt-
ast á listann, með loforði um að allar
vörur verði ekki hækkaðar í verði.
Morgunblaðið/Ómar
Viðskipti Biðröð fyrir utan Bæjarins beztu við Tryggvagötu. Ein með öllu hefur ekki hækkað og mun ekki hækka að óbreyttu, segir eigandinn.
Sífellt fleiri fyrirtæki lofa
að verð muni ekki hækka
Herjólfur hættir við hækkun og Krónan lækkar ASÍ saknar stórra heildsala
Efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis fundaði í gær þar sem með-
al gesta voru fulltrúar Samtaka at-
vinnulífsins, SA. Hafði nærveru
þeirra verið óskað til að fá upplýs-
ingar um átakið gegn verðhækk-
unum. Frosti Sigurjónsson, for-
maður nefndarinnar, segir
greinargott yfirlit hafa fengist um
stöðu málsins.
„Eftir fundinn er maður bjart-
sýnn á að það muni takast að
halda verðbólgu í skefjum. Nefnd-
armenn voru ánægðir með góð og
skýr svör þar sem kom meðal ann-
ars fram að átakið er ekki hugsað
til skamms tíma heldur á það að
vera viðvarandi,“ segir Frosti.
Einnig var rætt
um aðkomu rík-
isins og loforð
stjórnvalda til SA
og ASÍ um ráð-
stafanir til að
draga úr gjald-
töku ríkisins.
„Við teljum mik-
ilvægt að allir
leggi sitt af
mörkum til að halda niðri verðlagi.
Það hafa allir hag af því, bæði
launþegar og vinnuveitendur. Von-
ir standa til þess að umsamdar
launahækkanir muni skila sér í
auknum kaupmætti,“ segir Frosti
ennfremur.
Átakið verður viðvarandi
FUNDUR MEÐ EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFND ALÞINGIS
Frosti
Sigurjónsson
Lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu telur ekki tilefni til ákæru
vegna stórfellds skógarhöggs íbúa í
Breiðholti í trjálundi borgarinnar
fyrir neðan Rituhóla.
Páll Hjaltason, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs Reykja-
víkur, staðfesti í samtali við Morg-
unblaðið að bréf þessa efnis sem
barst í desember hefði verið kynnt
á fundi ráðsins í gær. Ráðið kærði
skógarhöggið til lögreglu síðast-
liðið vor.
Páll sagði að samþykkt hefði ver-
ið tillaga Arnar Sigurðssonar,
skrifstofustjóra á umhverfis- og
skipulagssviði, um að kæra þessa
niðurstöðu til ríkissaksóknara. Páll
kvað áhuga þó jafnframt vera á því
að ná sáttum í málinu við íbúana
sem stóðu að skógarhögginu. Þeir
hafa borið fyrir sig að þeir hafi haft
munnlegt leyfi garðyrkjustjóra
borgarinnar til að grisja skóginn
sem byrgði útsýni þeirra.
Morgunblaðið/Ómar
Umhverfi Trjágróðurinn í lundinum
í Breiðholti var illa leikinn.
Ekki ákært
vegna skóg-
arhöggs
Fundur um mak-
ríldeiluna í Lond-
on í gær leiddi
ekki til niður-
stöðu. Verður
honum fram-
haldið í dag að
sögn Sigurgeirs
Þorgeirssonar,
formanns ís-
lensku sendi-
nefndarinnar.
Auk Íslendinga sitja fundinn
fulltrúar ESB, Norðmanna og Fær-
eyinga. Litið er á viðræðurnar sem
úrslitatilraun til þess að ná sam-
komulagi áður en ríkin fara að gefa
út kvóta vegna veiða á þessu ári.
Makrílfundi
haldið áfram
Makríll Deilan um
hann er óútkljáð.
Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800
Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is
Öðruvísi flísar