Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 13

Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Byrjað var að sprengja klöpp á Lýsisreit í byrjun janúar en stefnt er að því að 144 íbúð- ir rísi á lóðinni Grandavegi 42-44 auk bíla- kjallara. Þremur til sjö dýnamítsprengingum á dag er ætlað að losa bergið og að sögn Matthíasar Geirs Ásgeirssonar, verkefna- stjóra hjá Þingvangi, sem stendur að verk- inu, er stefnt að því að sprengingum og jarð- vinnu ljúki eftir fjóra mánuði. Hann segir að nokkrar kvartanir hafi bor- ist frá íbúum sem finni fyrir óþægindum vegna sprenginganna. Að sögn Matthíasar er sprengt á milli kl. 9 að morgni og 18 að kvöldi. Áætluð verklok eru árið 2016 en kostnaðaráætlun hljóðar upp á um sjö millj- arða króna. Þegar mest lætur munu um 150 manns vinna að verkinu en sex starfsmenn sinna jarðvinnu nú. vidar@mbl.is Íbúar í nálægum húsum hafa kvartað undan sprengingunum á Lýsisreit Lýsisreitur Starfsmenn vinna að jarðvegsvinnu og sprengingum. Mest munu um 150 manns vinna að framkvæmdum. Lóðin markast af Grandavegi, Eiðsgranda, Hringbraut og Framnesvegi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprenging Undirverktakinn Hagtak stýrir sprengingum á Lýsisreit. Sprengdar eru þrjár til sjö sprengjur á dag og hafa íbúar í nálægum húsum kvartað undan óþægindum vegna þeirra. Sprengingar fyrirhugaðar á Lýsisreit næstu mánuði ford.is Ford Fiesta. „Besti smábíllinn“ Beinskiptur frá 2.450.000 kr. Sjálfskiptur frá 2.790.000 kr. Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims, Auto Express. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 120.000 kr. öllum Ford Fiesta í janúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu þennan snilldar bíl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.