Morgunblaðið - 16.01.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Veit á vandaða lausn
F
A
S
TU
S
_E
_0
1.
01
.1
4
ÚTSALA
20-40%AFSLÁTTUR
Ísland er í 13.-20. sæti matvælalista bresku hjálp-
arsamtakanna Oxfam. Listinn nær yfir 125 lönd en ein-
kunn landanna á honum er samsett úr nokkrum þáttum
sem varða aðgengi að matvælum, þ.e. hversu viðráð-
anleg matarinnkaup eru, gæði matvæla og hætta á syk-
ursýki og offitu.
Listinn byggist meðal annars á gögnum frá alþjóð-
legum stofunum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
uninni (WHO). Evrópulönd raða sér í efstu sæti listans
í öllum flokkum nema þeim síðastnefnda. Afríkulönd
eru í öllum neðstu sætum listans en Tsjad er á botn-
inum.
Ísland kemur vel út úr könnun Oxfam, sérstaklega
hvað varðar hreint vatn og fjölbreytni í matvælum, en
tíðni sykursýki og offitu dregur einkunnina niður. Hvað
varðar þá sjúkdóma er Ísland með 119. lélegustu ein-
kunnina, rétt á undan Norður-Kóreu.
Í efsta sæti heildarlistans trónir Holland en þar á eft-
ir koma Frakkland og Sviss í 2.-3. sæti. Danir og Svíar
eru í 4.-7. sæti en Norðmenn og Finnar deila 13.-20.
sæti með Íslendingum og fjórum öðrum Evrópulöndum.
Hæstu einkunn fyrir matvælagæði, sem er samsett af
fjölbreytni og aðgangi að hreinu vatni, fékk Kýpur og í
Eistlandi var best að kaupa matvæli, þ.e.a.s. þar var
samspil verðlags og verðbreytinga hagstæðast.
kjartan@mbl.is
Offita dregur Ísland niður
Oxfam gefur út matvælalista fyrir 125 lönd heimsins
Matvælalisti Oxfam
Sæti Land Stig
1. Holland 6
2.-3. Frakkland 8
2.-3. Sviss 8
4.-7. Danmörk 10
4.-7. Svíþjóð 10
4.-7. Austurríki 10
4.-7. Belgía 10
13.-20. Ísland 12
Heimild: Oxfam
Heildarniðurstöður:
Ísland er jafnt í efsta sæti ásamt
tugum annarra þróaðra ríkja yfir
aðgang að matvælum.
Ísland er í 15.-17. sæti yfir hversu
viðráðanleg matarinnkaup eru.
Ísland er í20.-21. sæti yfir
gæði matvæla.
Ísland er í sjötta neðsta sæti
af 125 löndum yfir sykursýki og offitu.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Konur í forystusæti“ stendur skrif-
að svörtum stöfum á appelsínugul-
um grunni, en um er að ræða nýtt
merki þverpólitísks samráðsvett-
vangs um aukna þátttöku kvenna í
pólitík. Að honum standa konur úr
öllum stjórnmálaflokkum sem eiga
fulltrúa á Alþingi, auk fulltrúa Fem-
ínistafélags Íslands, Kvenréttinda-
félagsins og Kvenfélagasambands
Íslands, sem í gær komu af stað
svokallaðri Facebook-bylgju, þar
sem landsmenn eru hvattir til að
vekja athygli á málstaðnum með því
að setja merkið í stað auðkennis-
myndar á Facebook-síðum sínum.
Aðdragandi aðgerðanna er sá að
Eygló Harðardóttir og Hanna
Birna Kristjánsdóttir efndu til
fundar í desember sl. með fulltrúum
stjórnmálaflokkanna en í kjölfarið
var boðað til annars fundar eftir
áramót. „Við settumst niður og
ræddum hvað væri brýnast núna og
það fannst okkur vera að tryggja
hlut kvenna í sveitarstjórnum í
komandi kosningum,“ segir Heiða
Björg Hilmisdóttir, formaður
Kvennahreyfingar Samfylkingar-
innar.
Hún segir að skilaboðunum um
konur í forystusæti sé ekki ein-
göngu beint til kvenna, heldur
þeirra sem taka þátt í prófkjörum
eða sitja í uppstillingarnefndum.
Hún segist persónulega telja mik-
ilvægt að flokkarnir grípi til að-
gerða til að jafna hlut kynjanna en
viðhorfsbreyting þurfi einnig að
eiga sér stað.
Heiða Kristín Helgadóttir,
fulltrúi Bjartrar framtíðar í hópn-
um, segir ríkt tilefni til að hvetja
konur til dáða, nú þegar enn eigi
eftir að raða á fjölda lista fyrir kom-
andi kosningar. Hún segist vonast
til þess að samráðsvettvangurinn
haldi störfum sínum áfram.
„Lykilatriðið er að þetta er þver-
pólitískt verkefni og það eru allir að
miða að sama marki, þó að við höf-
um ólíkar leiðir að því innan okkar
flokkastarfs,“ segir Heiða. Hún seg-
ist taka undir með Svandísi Svav-
arsdóttur, sem sagði á blaðamanna-
fundi í gær að breytingar væru ekki
eingöngu háðar því að konur væru
duglegri við að koma sér á fram-
færi, heldur þyrftu karlarnir að
gefa eftir sín sæti, „og sjá hag okk-
ar allra í því,“ segir Heiða.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framvarðarsveit Konurnar héldu nýja lógóinu á lofti á blaðamannafundi í
gær en Heiða Björg segir frekari aðgerðir verða kynntar í febrúar.
Vilja auka hlut
kvenna í sveitar-
stjórnum í vor
Þverpólitísk sátt um konur í forystu
Konur í sókn
» Á fundi kvennanna í desem-
ber var einnig rætt um hlut
kvenna í stjórnum fyrirtækja
og að þær væru of sjaldan við-
mælendur fjölmiðla.
» Að fundinum í gær stóðu:
Birgitta Jónsdóttir, Heiða
Björg Hilmisdóttir, Heiða Krist-
ín Helgadóttir, Steinunn Rögn-
valdsdóttir, Steinunn Stef-
ánsdóttir, Svandís
Svavarsdóttir, Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir, Una María
Óskarsdóttir og Þórey Vil-
hjálmsdóttir.