Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 21
Gott skipulag, virðing fyrir nem-
endum, að vera opinn fyrir nýjum
hugmyndum í kennslufræði, húmor
og gott sjálfstraust eru nokkur af
þeim atriðum sem einkenna þá
grunnskólakennara sem ná miklum
árangri í starfi. Þetta er meðal þess
sem rannsókn Guðlaugar Björgvins-
dóttur, kennara í Norðlingaskóla í
Reykjavík, leiddi í ljós, en rannsókn-
ina gerði hún síðastliðið vor í meist-
aranámi sínu í náms- og kennslu-
fræði við Menntavísindasvið HÍ.
Guðlaug heimsótti skóla sem hafa
náð einna bestum árangri í sam-
ræmdu prófunum í 4., 7. og 10. bekk
og fékk ábendingar frá viðkomandi
skólastjórum um þá kennara sem
þeir töldu eiga sérstaklega mikinn
þátt í þessum góða árangri. Í fram-
haldinu fylgdi hún níu kennurum eft-
ir í nokkra daga, sat í kennslu-
stundum og tók viðtöl við þá,
nemendur og skólastjórnendur.
Hvað einkennir vinnubrögð þess-
ara kennara? „Í stuttu máli er gríð-
arlega mikið skipulag það helsta.
Þeir ganga aldrei inn í kennslustund
án þess að vita nákvæmlega hvað
þeir eru að fara að gera. Kennslu-
stofan er mjög vel skipulögð og þrátt
fyrir alls konar áreiti úr ýmsum átt-
um fóru þessir kennarar aldrei úr
takti, heldur héldu sínu striki,“ segir
Guðlaug.
Sumt bannað, annað leyft
„Þetta góða skipulag smitast yfir
til nemendanna sem voru mjög með-
vitaðir um þær reglur sem giltu,
reyndar sá ég aldrei neinar reglur
hanga uppi á vegg hjá neinum af
þessum kennurum. Þeir voru allir
framsæknir og faglega sterkir, með
gott og heilbrigt sjálfstraust. Hug-
myndafræði hvers og eins var líka
fastmótuð en þeir voru samt mjög
opnir fyrir nýjum hugmyndum. Ann-
að sem ég tók eftir var að það var
gjarnan skemmtilegur húmor í
gangi á milli kennara og nemenda.
Þegar agavandamál komu upp var
tekið jákvætt og uppbyggilega á
þeim með virðingu fyrir nemendum
en ekki með tuði.“
Eru þessir kennarar einsleitur
hópur? „Nei, langt frá því. Til dæmis
banna sumir þeirra tyggjó og GSM-
síma inni í kennslustundum, aðrir
leyfa slíkt og nota jafnvel símana
sem kennslutæki. Hjá sumum kenn-
urunum sátu nemendur stakir, ann-
ars staðar átta saman. Sumir hafa
kennt í 30 ár, aðrir í örfá ár. Aldur
virðist heldur engu máli skipta í
þessu sambandi.“
Guðlaug tók viðtöl við fjölda nem-
enda þessara kennara. „Eitt af því
sem þar kom fram er þessi mikla
virðing fyrir kennurum og skólanum
sínum í heild. Umræðan er oft á
þann veg að börn beri ekki virðingu
fyrir skólanum og námi, en í öllum
þeim skólum sem ég kom í skein í
gegn að krökkunum þótti vænt um
skólann sinn og kennarana sína.“
Eru ekki að þessu fyrir launin
„Þessum kennurum hafði vissu-
lega mistekist í sínu starfi, en þeir
voru tilbúnir að læra af mistökum
sínum.“
Var einhvern tímann um það að
ræða að þessir kennarar fengju ein-
hverja umbun fyrir vel unnin störf?
„Nei, ekki í formi launa, enda er ekk-
ert svigrúm til þess. Þeir eru ekki að
þessu fyrir launin, heldur vegna þess
að þeir elska hreinlega starfið sitt og
þykir vænt um nemendur sína. Þeir
gera sér grein fyrir því að kennarar
skipta miklu máli í lífi barna.“
Væri t.d. hægt að nota þessar nið-
urstöður til hliðsjónar í kenn-
aranámi? „Hugsanlega. En kenn-
aranámið verður aldrei þannig að
það verði hægt að búa til einhverja
súperkennara, ekki frekar en í nokk-
urri annarri stétt,“ segir Guðlaug.
Morgunblaðið/Kristinn
Hvernig ná kennarar árangri? Guðlaug rannsakaði vinnubrögð grunn-
skólakennara. Hún komst m.a. að því að þeir eru alls ekki einsleitur hópur.
Virðing, húmor og skipu-
lag er leiðin að árangri
Hvaða þættir
skýra velgengni
sumra kennara?
Starfsmenn ís-
lenskra grunnskóla
voru 7.279 talsins árið
2012, 5.916 konur og
1.363 karlar. Í skól-
unum störfuðu 4.784
kennarar og 2.495 við
annað en kennslu.
Á Íslandi voru tæp-
lega tíu nemendur á
hvern kennara 2012 og
er þetta hlutfall nemenda á kennara óvíða lægra en hér á landi.
Starfsfólki, bæði kennurum og öðrum, hefur fjölgað mjög á undanförnum ár-
um. Á árabilinu 1998-2008 fjölgaði stöðugildum kennara um 43% en annarra
starfsmanna grunnskóla um 63% og má rekja hluta þessarar fjölgunar til ein-
setningar grunnskólanna. Á sama tíma hefur nemendum í grunnskólum aðeins
fjölgað um 2,6%.
Árin 1998-2012 fjölgaði þeim sem starfa við annað en kennslu í grunn-
skólum landsins um 42%. Í þeim hópi eru meðal annars stuðnings- og uppeld-
isfulltrúar, sérfræðingar eins og t.d. þroskaþjálfar, námsráðgjafar og sálfræð-
ingar og skólaritarar.
Hlutfall þeirra sem starfa við kennslu í grunnskólum og eru með kennslu-
réttindi hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Árið 1998 voru 82,5% með
slík réttindi, en árið 2012 voru þeir 95,9% allra sem starfa við kennslu í grunn-
skólum.
Hæsta hlutfall réttindalausra kennara árið 2012 var að finna á Vestfjörðum,
13% þeirra sem störfuðu við kennslu, og næsthæst var það á Austurlandi, þar
sem 11% voru án kennsluréttinda. Fæstir eru án kennsluréttinda á höfuðborg-
arsvæðinu, eða 1,4% þeirra sem starfa við kennslu. Árið 1998 voru 51,4%
þeirra sem kenndu í grunnskólum á Vestfjörðum án kennsluréttinda.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Allt starfsfólk í grunnskóla 2012
(Skipt niður í kennara og annað starfsfólk)
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga
Hö
fuð
bo
rga
rsv
æð
ið
ut
an
Re
yk
jav
íku
r
Re
yk
jav
íku
rb
or
g
Ve
stu
rla
nd
Su
ðu
rn
es
No
rð
ur
lan
d v
es
tra
Ve
stfi
rð
ir
Au
stu
rla
nd
No
rð
ur
lan
d e
ys
tra
Su
ðu
rla
nd
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
Kennarar
Annað starfsfólk
2.081
1.668
453 408
155 196
679
277
6331.426
1.178
326 259 119 138
463
194
431
655
490
127 149
36 58
216
83
202
Margir vinna í grunnskólum
landsins í ýmsum störfum
Á Íslandi voru 9,6 nemendur á hvert stöðugildi
grunnskólakennara árið 2012 og er þetta hlut-
fall nemenda á hvern kennara óvíða lægra en hér á landi. Öðru starfsfólki skólanna hefur fjölgað mjög á undanförnum árum.
Aðsókn í kennaranám hefur minnkað, einkum eftir að námið var lengt. Kennarastarfið er líklega það starf sem einna flestir
hafa skoðanir á og oft einkennist umræðan um það af fullyrðingum um lítið vinnuframlag kennara og að „þeir séu alltaf í
fríi“. En hver eru dagleg störf grunnskólakennara, hvernig er fyrirkomulag vinnu þeirra og gæti það verið á annan hátt?
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Vinnuskylda grunnskólakennara í
fullu starfi er 1.800 klukkustundir á
ári, líkt og annarra opinberra starfs-
manna. Samkvæmt kjarasamningi er
vinnutímanum skipt niður til tiltek-
inna verkefna, eins og sést á með-
fylgjandi töflu. Þann hluta, sem þar
kallast verkstjórnarþáttur, skipu-
leggur kennari í samráði við skóla-
stjóra og getur í því m.a. falist aukið
foreldrasamstarf eða samstarf við
fagfólk. Skólastjórum er skylt að
fylgjast með því yfir skólaárið hvern-
ig kennarar sinna þeim verkefnum
sem þeim hafa verið falin.
Á töflunni má líka sjá að þegar
grunnskólakennari hefur náð til-
teknum aldri og hefur a.m.k. tíu ára
kennsluferil, þá minnkar hlutfall
kennslunnar í starfi hans á kostnað
annarra verkefna.
Streituvaldandi skilgreining
Að mati Svandísar Ingimund-
ardóttur, skólamálafulltrúa Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, hefur
þetta fyrirkomulag og þessi skil-
greining á vinnutímanum marga
ókosti, t.d. að þekking þeirra kennara
sem reyndari eru nýtist ekki sem
skyldi. „Hér á landi eru kennarar
með aldursafslátt, sem þýðir að
reynsluboltarnir kenna minnst. T.d.
kennir sextugur kennari einungis um
12 klukkustundir á viku hverri. Eftir
sem áður stendur vinnuskylda þeirra
til jafns við aðra og það er verkefni
skólastjórans að finna einhver verk-
efni til uppfyllingar fyrir þessa kenn-
ara, en þau mega ekki snúast um
samskipti við nemendur.“
Svandís segir það vera mat Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga að
skólastjóri þurfi að geta haft meira
um vinnufyrirkomulag kennara að
segja en nú er. „Eins og þetta er
núna, veldur þessi ítarlega og nið-
urnjörvaða vinnutímaskilgreining
streitu í kennarahópnum, það er
mjög takmarkaður sveigjanleiki inn-
an þessa ramma,“ segir Svandís.
„Það er engin spurning að vinnu-
tímaskilgreining kennara styður ekki
við framkvæmd skólastefnunnar
Skóli án aðgreiningar, sem kallar
m.a. á gríðarlega teymisvinnu. Það
verður að koma þessari aldagömlu
skilgreiningu út og koma fyrir-
komulagi starfsins í það horf sem nú-
tímaskólastarf kallar á. Vonandi
náum við samningum um það.“
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara, fellst ekki á að
vinnutímaskilgreiningin hamli skóla-
starfi. „Fyrir það fyrsta er heimilt
samkvæmt kjarasamingum að auka
yfirráð skólastjórnenda yfir vinnu-
tíma og binda hann meira á staðn-
um.“
Hvers vegna geta grunnskóla-
kennarar ekki verið á vinnustað í átta
tíma á dag eins og flestar aðrar
starfsstéttir? „Auðvitað geta þeir það
og langflestir eru það, þrátt fyrir
sögusagnir um annað. Í mörgum
starfsgreinum er verið að leitast við
að auka sveigjanleika og gera störf
fjölskylduvænni. En því er öfugt farið
hjá kennurum þar sem slíkur sveigj-
anleiki hefur verið til staðar, en
vinnuveitandinn virðist ekki treysta
þeim til að skila vinnuframlaginu
þrátt fyrir að vinnutímamælingar
sýni allt annað. En það má annars
velta því fyrir sér hvað menn telja sig
fá fram með því að binda vinnutíma
kennara meira í skólunum. Engin
fagleg rök hafa heyrst í því sambandi
og það hefur ekki verið rökstutt að
skólastarfið verði betra ef kennarar
vinna tíu tímum meira á viku í skól-
anum. Sveitarfélögin hafa sagt að þau
séu tilbúin til að hækka launin til
jafns við aðra háskólamenntaða
starfsmenn ef vinnutíminn verði
bundinn enn frekar. Ég hef ekki séð
útfærslur á því hvernig þau hyggjast
koma því í framkvæmd.“
Segir fyrirkomulag Finna gott
Ólafur vísar til niðurstaðna nýjustu
Pisa-rannsóknarinnar. „Sú Norð-
urlandaþjóð sem heldur helst sjó í
þeirri rannsókn er Finnar, sú þjóð
sem við höfum viljað horfa mest til
sem fyrirmyndar í skólamálum. Þar
hafa kennarar mikið sjálfstæði í
vinnubrögðum. Þeir sem kenna móð-
urmálið, finnsku, eru með minnstu
kennsluskylduna. Það er vegna þess
að það er viðurkennt að það þurfi
mikinn undirbúning fyrir slíka
kennslu. Finnar koma vel út úr læsi
og þetta ættum við að taka til fyrir-
myndar.“
Skilgreining á vinnutíma
grunnskólakennara í fullu starfi
55 ára 60 ára
37 vikur 26 kest 24 kest 19 kest
Klst Klst Klst
Kennsla 17,33 16 12,67
Frímínútur 2,8 2,8 2,8
Kaffitímar 2,92 2,92 2,92
Verkstjórnarþáttur 9,14 11,14 14,14
Leiðsögn 0 0 2
Undirbúningur og
úrvinnsla kennslu 10,67 10 8,33
Vikuleg vinnuskylda
x 37 vikur 42,86 42,86 42,86
Undirbúningsdagar
utan skólatíma 64 64 64
Endurmenntun o.fl. 150 150 150
Árleg vinnuskylda 1.800 1.800 1.800
Reynsluboltarnir fá aldursafslátt
Skiptar skoðanir um vinnufyrirkomulag Vinnutíma grunnskólakennara er skipt niður