Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 22

Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 ÞJÓÐLEG ÞORRAHLAÐBORÐ FRÁVEISLULIST Súrmatur Hrútspungar, súr sviðasulta, lun- dabaggar, bringukollar, lifrapylsa og blóðmör. Þorrakonfekt Hákarl, harðfiskur, hvalrengi, mari- neruð síld og kryddsíld. Kjötmeti og nýmeti Hangikjöt, pressuð svið, lifrapylsa og blóðmör. Heitir réttir Sviðakjammi, saltkjöt, rófu- stappa, kartöflur og jafningur. Meðlæti Rúgbrauð, flatbrauð, smjör, grænmetissalat, grænar baunir og grænmeti Fari fjöldi yfir 40 manns bjóðum við Stroganoff pottrétt með hrís- grjónum og steiktum kartöflum, sé þess óskað. Matreislumenn fylgja veislu eftir fari fjöldi yfir 60 manns. www.veislulist.is 3.000.- Verð f rá fyrir s tærri hópa 3.500.- Verð f rá fyrir s tærri h ópa í (heim ahús/ sali.) Allt um þorramatinn, verð, veislur og veislusal á heimasíðu okkarHólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is ÞORRAMATUR Í LOKJANÚARBLÓTUMVIÐÞORRANNEINSO GSÖNNUM ÍSLENDINGUMSÆMIR. Súrmatinn útbúum v ið sjálfir frá grunni og byrjar undirbúningur þessa skemmtileg a tíma strax að hausti. Þorramatinn er hægt að fá senda í s ali, heimahús og panta í veislusal okkar. Skútan Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að nær helmingur íbúa Sýrlands, eða um 9,3 milljónir manna, þyrfti á að- stoð að halda vegna átakanna sem hafa geisað í landinu í tæp þrjú ár. Ban Ki-moon sagði þetta á ráð- stefnu í Kúveitborg þar sem Samein- uðu þjóðirnar óskuðu eftir fjárfram- lögum að andvirði 6,5 milljarða dollara (750 milljarða króna) í ár vegna hjálparstarfsins í Sýrlandi. Ríki, sem tóku þátt í ráðstefnunni, höfðu í gær lofað að leggja til alls 2,4 milljarða dollara (280 milljarða króna). Valerie Amos, sem samhæfir hjálparstarf stofnana Sameinuðu þjóðanna, sagði að brýnast væri að bjarga um 245.000 Sýrlendingum sem urðu innlyksa í byggðum, sem setið er um, og standa frammi fyrir hungursneyð. Hindrar matvælaflutninga Mannréttindasamtök hafa sakað stjórnarherinn í Sýrlandi um að hafa hindrað flutninga á hjálpargögnum til nokkurra af svæðunum þar sem neyðin er mest. Mannréttindasam- tökin Human Rights Watch segja að sýrlensk stjórnvöld hafi t.a.m. neitað að heimila flutninga frá Tyrklandi til byggða í norðanverðu Sýrlandi. Pal- estínuflóttamannahjálpin UNRWA, ein af stofnunum Sameinuðu þjóð- anna, sagðist hafa reynt að senda sex flutningabíla með matvæli, bóluefni gegn mænusótt og önnur hjálpar- gögn til flóttamannabúða Palestínu- manna í Yarmouk, nokkra km sunn- an við Damaskus, en bílarnir hefðu þurft að snúa við vegna þess að skot- ið var á þá. bogi@mbl.is Helmingur íbúa Sýrlands þarf aðstoð Milljónir flóttamanna » Um 6,5 milljónir manna eru á flótta í Sýrlandi og yfir 2,3 milljónir Sýrlendinga eru skráðar í flóttamannabúðum í grannríkjunum. » Um 130.000 manns hafa beðið bana í átökunum sem hófust í Sýrlandi fyrir tæpum þremur árum. Götusali selur grímur með mynd af Abdel Fattah al- Sisi, yfirmanni egypska hersins, í Kaíró í gær, á síðari degi þjóðaratkvæðis um nýja stjórnarskrá. Talið er lík- legt að al-Sisi bjóði sig fram í næstu forsetakosningum, en hann hefur notið mikilla vinsælda eftir að herinn steypti íslamistanum Mohamed Morsi af stóli forseta. AFP Yfirmaður hersins í forsetaframboð? Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Lögreglan í Nýju-Delhí handtók í gær hóp heimilislausra manna sem grunaðir eru um að hafa nauðgað 51 árs gamalli danskri konu sem villtist í borginni og spurði þá til vegar. Konunni var nauðgað í fyrrakvöld eftir að hún villtist á leiðinni á hótel í Paharganj-hverfinu í Nýju-Delhí. Konan hafði verið ásamt félögum sínum í skoðunarferð á safni í borg- inni og varð viðskila við þá á leiðinni á hótelið. Haft var eftir lögreglumanni, sem rannsakar málið, að einn mannanna hefði narrað konuna á afvikinn stað, hulinn trjám, þar sem hinir menn- irnir biðu. Nauðgararnir hefðu hald- ið konunni í þrjár klukkustundir, ógnað henni með hnífi og gengið skrokk á henni. Þeir stálu einnig far- síma hennar og peningum. Að sögn lögreglunnar vildi konan ekki fara í læknisskoðun en hafði augljóslega orðið fyrir miklu sál- rænu áfalli. Hún veitti lögreglunni ítarlegar upplýsingar um nauðg- unina í viðurvist sendiherra Dan- merkur. „Hún sagði okkur að flestir árásarmennirnir væru unglingar,“ sagði lögreglumaðurinn og bætti við að þeir virtust vera „flækingar“. Gæti orðið kosningamál Mikil umræða hefur verið um nauðganir á konum og stúlkum í Nýju-Delhí og fleiri indverskum borgum vegna margra nauðgunar- mála síðustu misseri. Viðurlög við nauðgunum voru hert á Indlandi á liðnu ári en Thomas Sehested, danskur ráðgjafi og höfundur bókar um Indland, telur að harðari refs- ingar hafi lítil áhrif. Það taki langan tíma að leysa vandamálið, meðal annars með aukinni löggæslu og fræðslu til að breyta hugarfari ind- verskra karlmanna og viðhorfum þeirra til kvenna. Sehested telur þó að nauðgunar- málin verði ofarlega á baugi í um- ræðunni fyrir þingkosningarnar á Indlandi í apríl og maí, meðal annars vegna þess að nauðganirnar gætu orðið til þess að erlendum ferða- mönnum fækkaði á Indlandi. „Ind- verjar skammast sín niður í tær vegna nauðgunarmálanna og krefj- ast þess að tekið verði á vanda- málinu,“ hefur fréttavefur danska blaðsins Politiken eftir Sehested. Grunaðir um hópnauðgun  Danskri konu nauðgað í Nýju-Delhí  Talið að harðari refsingar breyti litlu Efnt var til mótmæla á Ind- landi á liðnu ári vegna fjölda hópnauðgunarmála í landinu. Á meðal þeirra sem var nauðgað var sextán ára stúlka sem hóp- ur manna nauðgaði 26. októ- ber í bænum Madyagram, um 25 km norðan við Kolkata. Daginn eftir nauðguðu sex menn stúlkunni fyrir utan heimili hennar eftir að hún hafði kært fyrri hópnauðg- unina til lögreglu. Stúlkan dó af brunasárum eftir að tveir menn, sem tengj- ast nauðgurunum, réðust inn á heimili hennar og kveiktu í henni þegar hún var ein heima 23. desember. Brennd eftir nauðganir Sorg Beðið fyrir stúlku sem var brennd til bana eftir hópnauðganir. NAUÐGUNUM MÓTMÆLT Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Meint framhjáhald Francois Hol- lande, forseta Frakklands, virðist ekki hafa veikt stöðu hans í stjórn- málunum. Hollande hafði ekki úr háum söðli að detta því skoðana- könnun, sem gerð var í nóvember, benti til þess að aðeins 15% kjósenda styddu hann. Samkvæmt nýjum könnunum telja þrír af hverjum fjór- um kjósendum í Frakklandi að ásta- líf forsetans sé einkamál hans og komi ekki þjóðinni eða fjölmiðlunum við. Ein könnun bendir jafnvel til þess að fylgi Hollande hafi aukist lítillega. Hneykslismálið hefur hins vegar beint sjónum manna að óskýru hlut- verki og stöðu frönsku forsetafrúar- innar sem í þessu tilviki er titluð maki forsetans því þau Hollande og Valerie Trierweiler hafa ekki gengið í hjónaband. Ekki eru til nein lagaákvæði um stöðu maka forsetans en Trierweiler er þó með eigin skrifstofu á kostnað skattborgaranna eins og eiginkonur síðustu forseta Frakklands. Trierweiler er með fimm starfs- menn og kostnaður ríkisins af skrif- stofu hennar nemur 19.742 evrum (3,1 milljón króna) á mánuði, að sögn franska vikublaðsins VSD. Hún er þó ekki mjög fjárfrek ef miðað er við fyrri forsetafrúr Frakklands því Carla Bruni-Sarkozy kostaði ríkið 60.000 evrur (9,5 milljónir króna) og Bernadette Chirac 80.000 evrur (12,6 millj. kr.) á mánuði. Skrifstofan verði lögð niður Nokkrir franskir stjórnmálamenn hafa hvatt til þess að skrifstofa maka forsetans verði lögð niður. Francois Rebsamen, formaður þingflokks sósíalista í efri deild þingsins, sagði nýlega að banna ætti skrifstofu maka forsetans vegna þess að hún væri „úrelt og gamaldags“ fyrir- bæri. Trierweiler er 48 ára og var blaða- maður vikuritsins Paris Match áður en Hollande varð forseti. Hún var gift þegar ástarsamband þeirra hófst en Hollande var þá sambýlis- maður Segolene Royal, forsetaefnis sósíalista í kosningunum árið 2007. Hollande og Royal eignuðust saman „Eru Frakkar galnir, eða við?“  Meint framhjáhald virðist ekki veikja stöðu franska forsetans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.