Morgunblaðið - 16.01.2014, Side 25

Morgunblaðið - 16.01.2014, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Tunglið Í gærkvöldi var máninn fullur og skartaði sínu fegursta þegar hann óð í skýjum og fyrir vikið lýsti hann byggðina í Grafarholti vel upp. Tunglið minnkar lítillega í dag. Ómar Í Kastljósviðtali á mánu- dagskvöldið fór Gunnar Bragi Sveinsson, utanrík- isráðherra, vel yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í ESB- málinu. Að undanförnu hef- ur verið reynt að teikna upp þá mynd að utanrík- isráðherra sé einn á báti í þessu máli og þar með sé hann stærsti vandi aðild- arsinna. Það að telja mál- um þannig háttað er auð- vitað mikið pólitískt ólæsi. Það er hinsvegar furðulegt, og til marks um mikla örvæntingu, að heyra aðildarsinna ítrekað kalla eftir því að helstu ESB- andstæðingar landsins haldi áfram aðild- arsamningum við ESB. Ef aðildarsinnum yrði að ósk sinni og aðildarsamningum yrði haldið áfram þá myndi utanríkisráðherra án vafa tryggja að skoðanabræður hans séu í meirihluta í nefndum og ráðum líkt og fyrri ríkisstjórn gerði. Vandi aðildarsinna er hinsvegar sá að skoðanabræður utanríkisráðherra eru á móti ESB. Það yrði aðildarsinnum lík- lega mjög til framdráttar ef hörðustu ESB-andstæðingar landsins mættu til Brussel í þeim tilgangi að semja um hvernig aðlögun næstu ára verði háttað. Ef utanríkisráðherra er ekki tilbúinn að setja undirritaðan í forystu fyrir þessari sveit er ekki ólíklegt að t.d. Jón Bjarna- son, Guðni Ágústsson eða Styrmir Gunn- arsson verði fyrir valinu. Það gæti orðið enn fróðlegra að fylgjast með því þegar einstök atriði er varða ESB-samningana verða rædd í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem Birgir Ármannsson, einn öfl- ugasti ESB-andstæðingur þingsins, gegn- ir formennsku og undirritaður varaformennsku. IPA- og Ta- iex-aðlögunarstyrkirnir fá ef- laust flýtimeðferð hjá fjár- laganefnd þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður Heimssýnar, ræður ríkjum og varaformaðurinn, Guðlaugur Þór Þórðarson, mun eflaust berjast ötullega fyrir málinu. Forseti Alþingis mun örugg- lega halda okkur öllum við efnið enda „mikill“ áhugamað- ur um aðild Íslands að ESB. Það kom vel fram á síðasta kjörtímabili að ógjörningur er að semja um ESB-aðild nema að einhugur sé um málið í ríkisstjórn og starfandi stjórn- armeirihluta. Svo langt gekk þetta að ómögulegt var að vera með ESB- andstæðinga í ríkisstjórn né í utanrík- ismálanefnd Alþingis. Samþykkt stefna beggja stjórnarflokkanna er skýr og á þeirri stefnu byggir stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar. Það er því hámark bjartsýninnar (og í raun dálítið hlægilegt) að halda að ríkisstjórn þar sem báðir stjórnarflokkarnir eru á móti ESB-aðild geti haldið áfram aðildarsamningum. Því er það svo að þrátt fyrir ótrúlegan áhuga aðildarsinna þá mun furðuleg ósk þeirra um að ESB-andstæðingar dragi vagninn til Brussel ekki verða að veruleika. Eftir Ásmund Einar Daðason » Vandi aðildarsinna er hinsvegar sá að skoð- anabræður utanríkisráð- herra eru á móti ESB. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Eru ESB and- stæðingar síðasta von aðildarsinna? Ef þú hefur ein- hvern tímann stundað kynlíf, hvort sem það voru samfarir eða bara snerting við kynfæri annarrar manneskju, gætir þú hafa smitast af HPV (Human Pa- pilloma Virus). Leghálskrabba- mein og frumu- breytingar eru af völdum HPV sem er algengasti kynsjúkdóm- urinn í heiminum. HPV smitast líka við munn- mök og við mök í endaþarm. All- ir geta smitast af HPV við kyn- líf, konur, karlar, gagnkyn- hneigðir, samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Smokkur veitir ekki fullkomna vörn vegna þess að hann hylur ekki öll sýkt svæði en HPV getur fundist á öllu nærbuxnasvæðinu. Frá og með 1. janúar 2014 býðst öllum konum á aldurs- bilinu 23 ára til 65 ára legháls- krabbameinsleit á þriggja ára fresti en var áður á aldursbilinu 20 ára til 69 ára á tveggja ára fresti. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar, hættulausar og ganga til baka. Í sumum til- fellum getur veirusýkingin vald- ið alvarlegum frumubreytingum sem geta þróast í legháls- krabbamein, oftast á löngum tíma (nokkrum árum eða ára- tugum). Alvarlegar frumubreyt- ingar og leghálskrabbamein geta fundist við reglulega leg- hálskrabbameinsleit. Legháls- krabbamein er sjaldgæft hjá kon- um yngri en 24 ára. Þó að flestar ungar konur smitist af HPV stuttu eftir að þær hófu kynlíf þá hverfur sýkingin hjá helmingi þeirra sem smitast á um sex mánuðum og í um 90% tilfella er hún horfin innan tveggja til þriggja ára. Þessar HPV- veirusýkingar geta valdið frumubreytingum sem flestar ganga til baka en ekki allar. Það er ekki talið nauðsynlegt að leita skipulega að krabba- meini í leghálsi fyrr en við 23 ára aldur. Ef byrjað er að leita fyrr er hætta á að finna frumu- breytingar sem hefðu aldrei þróast í leghálskrabbamein. Þá getur þurft að gera ónauðsyn- legar leghálsspeglanir og keilu- skurði. Leghálskrabbameins- leitin miðast við að gera sem mest gagn og valda sem minnst- um skaða. HPV-sýkingar eru sjaldgæfar hjá eldri konum, líkur á að greinast með leghálskrabba- mein fara því minnkandi með hækkandi aldri og með fjölda fyrri eðlilegra skoðana. Áhætt- an er lítil hjá eldri konum sem mætt hafa reglulega til leitar. Rannsóknir hafa sýnt að ef þú kemur á þriggja ára fresti gerir krabbameinsleitin mest gagn og veldur minnstum skaða. Ef þú kemur sjaldnar en á þriggja ára fresti eykst hættan á að grein- ast með alvarlegar frumubreyt- ingar eða krabbamein. Ef þú kemur oftar en á þriggja ára fresti eykst hættan á að greina frumubreytingar sem ekki leiða til krabbameins en auka líkur á ónauðsynlegum leghálsspegl- unum og keiluskurðum. Ef þú hefur einkenni frá kvenlíffærum, eins og t.d. óút- skýrðar milliblæðingar, blæð- ingar eftir samfarir eða útferð frá leggöngum eða önnur ný óútskýrð einkenni bendum við þér á að leita beint til læknis. Þá skipir ekki máli á hvaða aldri þú ert eða hvenær síðasta krabba- meinssýni var tekið. Hugsaðu vel um kynheil- brigði þitt og nýttu þér boð um að koma í leghálskrabbameins- leit á þriggja ára fresti. Leit- arstöð Krabbameinsfélagsins heldur utan um leitarsögu þína og sendir þér boðsbréf þegar komið er að næstu skoðun. Ef þú hefur aldrei stundað kynlíf þarftu ekki að fara í leg- hálskrabbameinsleit. Þú getur fræðst nánar um HPV, frumubreytingar og leg- hálskrabbamein á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, krabb- .is. Eftir Kristján Oddsson Kristján Oddsson » Leghálskrabba- mein og frumu- breytingar eru af völdum HPV sem er algengasti kyn- sjúkdómurinn í heiminum. Höfundur er yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Ertu 23 ára til 65 ára kona með legháls?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.