Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 Mikil umræða er nú um Land- búnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og hugsanlega sameiningu við Há- skóla Íslands (HÍ). Undirrituð, sem öll eru starfsmenn LbhÍ vilja í þessu sambandi taka eftirfar- andi fram: LbhÍ er gæðaháskóli Skólinn hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu á fagsviðum sínum. Síðastliðið haust var birt gæða- úttekt á starfi skólans, unnin á vegum gæðaráðs íslenskra há- skóla af erlendum sérfræðingum og getum við verið stolt af ár- angrinum. Skólinn hefur staðið sig vel í íslensku og alþjóðlegu starfi í rannsóknum og þróun- arverkefnum. Einnig er boðið upp á öflugt nám á starfsmenntastigi og endurmenntunarnámskeið um land allt. Samlegðaráhrif fylgja því að hafa starfsnám, há- skólanám, rannsóknir og stoð- þjónustu í einni stofnun. Sérstaðan er skýr Landbúnaðarháskóli Íslands hefur mikla sérstöðu meðal há- skóla hérlendis á sviði nátt- úrunýtingar, landbúnaðar, um- hverfishönnunar, skipulags, skóg- og landgræðslufræða eins og lesa má um á heimasíðu skólans (lbhi.is). Enginn annar sinnir kennslu og rannsóknum á þessum fræðasviðum með sambærilegum hætti hérlendis. Sameining HÍ og LbhÍ mun kosta fjármuni Samanburður á kostnaði við há- skóla á Íslandi við nágrannalönd- in sýnir að háskólar á Íslandi eru ódýrir (um helmingur af því sem slík kennsla kostar á hinum Norðurlöndunum og lægra en meðaltal OECD ríkjanna skv. skýrslu stofnunarinnar). Samt þurfa háskólarnir að glíma við minnkandi fjárveitingar. Land- búnaðarháskóla Íslands er gert að sækja um helming rekstrarfjár í formi sértekna árlega. Samein- ing LbhÍ og HÍ mun krefjast aukins fjármagns úr ríkissjóði og er því engin sparnaðaraðgerð. Faglegur ávinningur við sameiningu skólanna? Þeir kostir sem helst hafa verið nefndir eru að aukin fræðileg breidd geti skapast á sviði nátt- úruvísinda og að það gefi færi á fjölbreyttari, jafnvel þver- fræðilegum viðfangsefnum í kennslu og rannsóknum. Mikil óvissa er um hvaða vægi fræða- svið LbhÍ munu fá í sameiningu við HÍ. Ekki liggur fyrir vinna við úttekt á kostum og göllum sameiningar annað en fýsi- leikakönnun frá 2009 sem fékk takmarkaða umfjöllun. Faglegum kostum sameiningar má að miklu leyti ná með aukinni samvinnu háskóla. Sameining mun breyta starfsemi LbhÍ. Styrkur sem felst í stuttum boðleiðum í litlum ein- ingum veikist og mikilvæg tengsl LbhÍ við atvinnulífið gætu rofnað. Stuðningur við rannsóknastarf á sviði landbúnaðar gæti verið í hættu. Háskóli á landsbyggðinni Háskólar á landsbyggðinni eru ein besta byggðaaðgerð sem farið hefur verið í og þær þjóðir sem við gjarnan berum okkur saman við hafa líka farið þá leið að stofna háskóla á landsbyggðinni. Þeir skapa dýrmæt störf, bæði beint og óbeint og hækka mennt- unarstig í nærsamfélaginu. Hátt hlutfall brautskráðra nemenda frá LbhÍ starfar á landsbyggð- inni og þar á Landbúnaðarhá- skólinn djúpar rætur. Góð að- staða til kennslu og rannsókna er fyrir hendi á Hvanneyri. Þar er háskólaþorp með nemendagörð- um auk leikskóla og grunnskóla sem sveitarfélagið Borgarbyggð rekur. Legðist starfsemin á Hvanneyri af eða drægist saman gæti það haft ófyrirséðar afleið- ingar fyrir samfélagið í Borg- arbyggð og valkostum til náms í dreifbýli myndi almennt fækka. Starfsstöð garðyrkjunámsins að Reykjum í Ölfusi á einnig sterk- ar rætur og þar eru ótal sókn- arfæri. Sjálfstæður Landbúnaðarháskóli Nú er brýnt að eyða óvissu og horfa til framtíðar, með því að standa vörð um starfsemi LbhÍ – sérstöðu , styrk og frumkvæði. Frá árinu 2005 hefur verið byggður upp nýr háskóli á göml- um merg en fjármunir til rekst- urs hans hafa rýrnað um 30% á síðustu fimm árum. Niðurskurði og undirfjármögnun hefur verið mætt með hagræðingaraðgerð- um. Miðað við rekstrarforsendur skólans er ekki hægt að draga meira saman í rekstri nema til komi uppstokkun á starfseminni. Skapa þarf LbhÍ rekstr- argrundvöll til framtíðar. Sam- vinna og samstarf er mikilvægt milli háskóla innanlands og utan sem eiga líka í eðlilegri sam- keppni um nemendur. Á fræðasviðum LbhÍ liggja mörg fjöregg íslensku þjóð- arinnar og mikilvægt að nýta þau tækifæri sem þar felast í framþróun og nýsköpun. Sækja þarf fram og sýna kjark í að tak- ast á við verkefnin, á sviðum eins og matvælaframleiðslu, landnýt- ingu, skipulagi og hönnun um- hverfis. Sóknarfærin eru mörg og fjölbreytt. Við teljum verkefnum Land- búnaðarháskóla Íslands betur borgið hjá sjálfstæðum háskóla en sem deild innan HÍ. Sjálfstæður Land- búnaðarháskóli eða deild við Háskóla Íslands? Frá starfsmönnum LbhÍ » Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágranna- löndin sýnir að háskólar á Íslandi eru ódýrir Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt og dósent við LbhÍ, Álfheiður Marínósdóttir, kennslu- stjóri við LbhÍ, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, sér- fræðingur við LbhÍ, Gunnar Reynisson, verkefnisstjóri hjá Endurmenntun LbhÍ, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við LbhÍ, Haukur Þórðarson, kennari við starfsmenntabrautir LbhÍ, Helena Guttormsdóttir, brautarstjóri umhverfisskipulagsbrautar og lektor við LbhÍ, Ragnar Frank Kristjánsson, lands- lagsarkitekt og lektor við LbhÍ, Ragnhildur Jónsdóttir, umhverf- isfræðingur og aðjúnkt við LbhÍ, Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverf- isfræðingur og lektor við LbhÍ, Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir, al- þjóðafulltrúi LbhÍ, Þorsteinn Guðmundsson, jarðvegs- fræðingur og prófessor við LbhÍ, Þorvaldur Kristjánsson, kennari og doktorsnemi við LbhÍ, Þórunn Edda Bjarnadóttir, deild- arfulltrúi á kennslusviði LbhÍ. Út er komin skýrsla frá North Atlantic Sal- mon Fund (NASF) „Tækifæri í ferðaþjón- ustu á Vestfjörðum“. Í skýrslunni sem og í umfjöllun höfundar hennar í fjölmiðlum kemur fram gagnrýni á eldisuppbyggingu á Vestfjörðum sem þarf að íhuga vandlega. Fyrir það fyrsta er skýrslan unnin að beiðni hags- munahóps um verndun villtra laxa- stofna og verður því að taka henni sem slíkri. Vegið er að og gert að umtalsefni uppbygging á sjóakvía- eldi og stefnu stjórnvalda og sveitar- félaga í þeim efnum samhliða því að fjalla um þau tækifæri sem eru í ferðaþjónustu. Í skýrslunni er fjallað um vanda Vestfjarða; fólksfækkunina, einhæft atvinnulíf og erfiðar samgöngur, staðreyndir sem flestir Vestfirð- ingar þekkja. Einnig er talað um þá hættu að byggð leggist af. Þetta er veruleiki sem blasir við Vestfirð- ingum að mati skýrsluhöfundar, nema til komi nýjar atvinnugreinar og ný störf ásamt nauðsynlegum úr- bótum á grunngerð sem eflt geti byggð. Þetta hefur einmitt verið hlutverk fiskeldisfyrirtækjanna á Vestfjörðum undanfarin ár. Mikil fjárfesting hefur átt sér stað í grein- inni og á örfáum árum hefur störfum fjölgað úr nokkrum störfum í liðlega 90 störf. Á sama tíma er ferðaþjón- ustan einnig að vaxa og dafna m.a.s. á svæði þar sem mikill vöxtur er í fiskeldi og má þar nefna ný fyrirtæki eins og Fosshótel á Patreksfirði og Westfjords Adventures. Ferðaþjón- ustan er nú þegar mik- ilvægur þáttur í at- vinnulífinu og nauðsynlegt að hún vaxi og dafni á komandi árum. Fiskeldi og ferðaþjónusta útiloka ekki hvað annað, við- fangsefnið er fremur að finna jafnvægi á milli þessara tveggja at- vinnugreina. Slíkt verð- ur ekki gert nema með faglegri rýni og viðeig- andi fræðilegum rann- sóknum á því hvað raunverulega geti skaðað uppbygg- ingu ferðaþjónustu. Ef niðurstaðan er sú að hætta sé fyrir hendi að eld- isuppbygging geti skaðað vöxt á ferðaþjónustu þá verður einnig að meta og mæla hvaða þýðingu það hafi fyrir byggð og atvinnulíf á Vest- fjörðum. Einnig verður með mark- vissum hætti að rannsaka þau áhrif sem aukin ferðaþjónusta hefur á umhverfi Vestfjarða þar sem land- svæði fjórðungsins hefur sín þol- mörk jafnt og önnur svæði þessa lands. Mjög mikilvægt er að hafa í huga að eldisuppbygging getur skipt sköpum fyrir atvinnulíf og byggð Vestfjarða til skemmri og lengri tíma. Uppbyggingin er nú þegar hafin og má merkja umskipti í byggðaþróun (miðað við mannfjölda- þróun síðustu tveggja ára) á sunn- anverðum Vestfjörðum vegna þessa. Jafnframt má benda á byggð eins og Flateyri, þar sem stærsti vinnustað- urinn er tilkominn vegna eldisupp- byggingar og ef hann væri ekki til staðar þá væri byggð á Flateyri án efa talsvert öðruvísi en hún er í dag. Á nýlegum fundi sem Atvest tók þátt í með íbúum Flateyrar ríkti mikil bjartsýni meðal þeirra og já- kvæðni vegna þeirra áforma sem uppi voru varðandi eldisuppbygg- ingu. Nú þegar er búið að fjárfesta fyrir á fimmta milljarð á Vestfjörðum í eldisuppbyggingu og útlit fyrir tölu- verðar viðbótarfjárfestingar. Það starfa hátt í 90 manns hjá eldisfyr- irtækjum, störf sem skapa nú þegar tekjur fyrir sveitarfélög, ríkið og vestfirska hagkerfið, mikilvæg störf sem hafa skapast og haft áhrif á um- skipti í sveitarfélögum eins og Vest- urbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Fyrirtækin sem vinna að upp- byggingunni hafa sjálfbærni að leið- arljósi og hafa fyrirtækin ákveðið haft frumkvæði að þeirri stefnu í sinni uppbyggingu eins og sjá má t.d. á heimasíðunni www.arcticsal- mon.is. Fyrirtækið sem þar á í hlut hefur fjárfest í eldi sem miðar að sjálfbærni og virðingu fyrir um- hverfi, eldis- og verkferlum er þann- ig hagað að hvergi er sparað svo markmiðum sjálfbærrar þróunar sé gætt. Fyrirtækið er að vinna að kröfum markaðarins, markaðar sem lætur sér annt um sjálfbærni og það umhverfi sem varan kemur úr. Það er ekki úr vegi að taka fram að sjálf- bærni snýst bara ekki um umhverf- isverndun heldur einnig um sam- félagslega og hagræna þætti. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur nú um nokkurt skeið unnið að framþróun eldis á Vestfjörðum sam- hliða öðrum áhugaverðum og vel heppnuðum verkefnum í ferðaþjón- ustu og í öðrum greinum atvinnulífs- ins. Það mun áfram vinna að upp- byggingu á sjálfbæru fiskeldi á Vestfjörðum ásamt uppbyggingu á ferðaþjónustu og er ekki vafi á að báðar þessar atvinnugreinar munu geta dafnað og vaxið á Vestfjörðum á komandi árum. Ferðaþjónusta og eldi Eftir Shiran Þórisson Shiran Þórisson » Ferðaþjónustan er nú þegar mik- ilvægur þáttur í at- vinnulífinu og nauðsyn- legt að hún vaxi og dafni á komandi árum Höfundur er framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ 30 stk pakki á aðeins 2500.- FRÍ SJÓNMÆLING Klippið út auglýsinguna Verið velkomin HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 Frábærar daglinsur sem hafa heldur betur sannað sig TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 17 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.