Morgunblaðið - 16.01.2014, Side 29

Morgunblaðið - 16.01.2014, Side 29
UMRÆÐAN 29 Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 fi p y j g p C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam Villibráðar-paté prikmeð pa Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ - salat skufer ðbo arðameð Miðj kjRisa-ræ með peppadew iluS ajónmeð japönsku m het Hörpuskeljar má, 3 s Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Það var ótrúlegt að lesa frétt á mbl.is í gær þar sem Bragi Michaelsson, formað- ur fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi og formað- ur kjörnefndar fyrir prófkjör okkar 8. febrúar næstkomandi, nafngreinir og ræðst gegn frambjóðendum í prófkjörinu. Fólki sem hann er í forsvari fyrir og á að passa upp á jafnræði og heiðarleg vinnubrögð fyrir þess hönd. Það er hlutverk formanns kjörnefndar. Mannasættir er Bragi nú ekki. Á sama tíma og hann fer fram á að frambjóðendur segi sig frá stjórn- um fram yfir prófkjör og að þeir sýni af sér heiðarleg vinnubrögð lýsir hann yfir eindregnum stuðn- ingi við annan frambjóðandann til 1. sætis og ræðst með aðdróttunum gegn nafngreindum fram- bjóðendum. Það gerir formaður kjörnefndar og fulltrúaráðs ekki. Bragi Michaelsson er auðvitað algjörlega vanhæfur til að sinna þeim störfum lengur. Það er auðvitað skondin umræða út af fyrir sig eins og sést hefur í nokkrum miðl- um að verið sé að ráð- ast gegn núverandi oddvita eða safna liði. Það hefur verið stefna okkar sjálfstæðisfólks að fagna því að hæft fólk bjóði sig fram til starfa og bjóða bæjarbúum upp á valkosti. Til þess eru prófkjör. Við höfum reyndar kvartað undan því að erfitt hafi verið að fá til starfa í stjórnmálum hæft fólk með víð- tæka reynslu og ættum því að fagna slíkum framboðum. Látum nú vera að undirritaður sé spyrtur við Gunnar Birgisson, hann er persónulegur vinur minn eftir langt samstarf og ég sé ekki eftir því að hafa stutt hann enda einn af okkar öflugustu stjórn- málamönnum. Ég skæli ekki und- an því. Gunnar er hins vegar ekki í framboði nú, því er illskiljanlegt hvers vegna formaður kjörnefndar og fulltrúaráðsins, sem segist ekki eiga í neinum illdeilum við Gunnar, er að draga hann inn í umræðuna. En að formaður kjörnefndar ráðist á þennan hátt á Þóru Þórarins- dóttur og Gunnlaug Snæ Ólafsson er lágkúrubragð sem ekki er hægt að láta ósvarað. Þóra er þekkt að dugnaði, sann- girni og mannkærleika, gift séra Gunnari Sigurjónssyni presti í Digraneskirkju og hefur með hon- um starfað af afli að góðgerðar- og mannúðarmálum. Hún stjórnar Styrktarfélaginu Ási af mikilli prýði og hefur ómetanlega reynslu í málefnum fatlaðra sem og fé- lagsmálum almennt. Hún hefur aldrei beitt sér nema af sanngirni og aldrei gegn neinum, aðeins fyrir góðum málefnum. Gunnlaugur Snær Ólafsson er einn af okkar röggsömu ungu mönnum, hefur starfað af miklum dugnaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og beitt sér í málum sem honum eru hugleikin. Ekki með neinum persónum, heldur eftir málefnum og hefur verið óhræddur við að tjá skoðanir sínar án tillits til hvort þær séu einhverjum þóknanlegar eða ekki. Bæði hafa þau unnið óeig- ingjarnt starf fyrir Sjálfstæð- isflokkinn árum saman og eiga betra skilið þegar þau bjóða sig fram fyrir hönd flokksins en að fá slíkar kveðjur frá formanni kjörnefndar og fulltrúaráðsins. Það kann ekki góðri lukku að stýra að formaður kjörnefndar, sem á að gæta hlutleysis í hví- vetna, fari fram með þessum hætti sem er reyndar ekkert að byrja með þessu útspili hans. Það eru svona vinnubrögð sem skaða Sjálfstæðisflokkinn en ekki hver styður hvern. Það hlýt- ur að vera réttur allra að velja hverja þeir styðja þó svo að það sé ekki þóknanlegt formanni kjörnefndar og fulltrúaráðsins. Einstaklingur í þeirri stöðu kem- ur einfaldlega ekki svona fram. Fer þetta ekki bara að verða gott hjá þér, Bragi? Fer þetta ekki bara að verða gott hjá þér, Bragi? Eftir Jóhann Ísberg »En að formaður kjörnefndar ráðist á þennan hátt á Þóru Þórarinsdóttur og Gunnlaug Snæ Ólafsson er lágkúrubragð sem ekki er hægt að láta ósvarað. Jóhann Ísberg Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sem ég heiti Friðþjófur Alexander Vilhjálmsson skal þetta verða minn síðasti róður á þessari bátkollu hvein oft í kokknum á Bárði Snæfellsás SH 25, þegar pottarnir létu illa í brælu. En þegar kannski stóð bet- ur í bælið sagði hann: Kallið þið þetta brælu? Þið hefðuð átt að vera í nítján vindstig- unum á honum Víkingi öðrum. Þar vísaði hann til Vestfjarða því þar var allt mest, veðrið, bátarnir, bless- aðir sjómennirnir og jafnvel lög- fræðingurinn, frændi hans. Vestfirð- ingarnir voru ekki neitt „nælon og gaberdín“. Alli var landsfrægur fiskimaður frá fyrri tíð. Þetta var á vertíðinni 1963 og þá var hann orðinn við aldur, líklega um sextugt, en var hinn harð- asti af sér. Hann blóðgaði oft og mik- ið, stundum ber að mitti til að storka okkur strákunum. Svo lét hann bera vel á sér á bryggjunni í góðviðri. Við urðum góðir vinir. Ég fékk auðvitað matarást á honum. Hann notaði mig svo til að segja sér hvað stúlkurnar á verbúðinni töluðu um hann, en ég bjó þar þá. Undir þeirri frásögn deplaði hann augunum ákaft. Alli varð mikið viðloða í Ólafs- vík á næstu árum. Meðal annars dvaldi hann stundum vikum saman á mínu heimili eftir að ég eignaðist fjölskyldu. Kom hann þá og fór að vild. Eitt sinn þegar hann hafði verið lengi í burtu mætti ég honum á Langastígnum, þar sem hann kom siglandi, svona líka fínn eins og allt- af. Kaskeitið var á sínum stað, skrautlegur klútur um háls, hvítt brjóst og dökkur jakki og það var sláttur á þeim gamla. Þá tók ég að láni orðfæri hans sjálfs og kallaði á móti honum: Það er mikið að maður sér gengið fyrirmannlega um götur borgarinnar! Hann kallaði jafn hátt til baka að þá rykféllu ekki glugga- tjöldin. Svo ískraði í honum hlát- urinn. Alli kokkur var söngelskur. Söng hann oft gömul og góð sönglög. En frægur var hann fyrir aðeins eitt lag sem hann söng með miklum til- þrifum. Í hrotunni miklu 1963 greip Ríkarð Magnússon skipstjóri stund- um til þess ráðs að herða á okkur með síðustu trossuna með því að kalla Alla frá uppvaskinu og fá hann til að taka þetta lag, sem ég vissi hann aðeins einan syngja. Alltaf var lag og texti eins. Nú ætla ég að birta þennan skrítna texta skrifaðan eftir fram- burði. Lýsi svo eftir þeim sem kann- ast við þetta lag. Tilgangurinn er að koma þessu til varðveislu og jafn- framt að halda á lofti minningu vinar míns með fallega og stundum skrítna tungutakið: Ingnini pingnini, ingnini pingnini pæjarná. Ingnini pingnini, ingnini pingnini pæjarná. Þrjátíu punda ketið það jú, kallarnir hafa étið það. Ingnini pingnini pæjarná. HELGI KRISTJÁNSSON, Ólafsvík. Söngur Alla fiskimanns Frá Helga Kristjánssyni Helgi Kristjánsson Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.