Morgunblaðið - 16.01.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
✝ Sigrún Arnórs-dóttir fæddist í
Hafnarfirði hinn
24. mars 1934 og
andaðist á Land-
spítalanum í Foss-
vogi hinn 9. janúar
2014. Hún var
dóttir hjónanna
Arnórs Þorvarð-
arsonar (1897-
1976) og Sólveigar
Sigurðardóttur
(1905-1988). Systkini Sigrúnar
eru Sigurlaug (1923-2005), Sig-
urður Kristinn (1924-2013),
Guðrún (1925-1929), Elín (1926-
1973), Ásta (f. 1928), Guðrún
(1931-1947) og Sólveig Arn-
þrúður (f. 1947). Sigrún ólst
upp á Jófríðarstaðavegi 5 í
f. 1993, Jón Rúnar, f. 1995, og
Ásbjörn, f. 1998. 4) Þórdís
Ragnhildur, f. 1972, búsett í
Augsburg í Þýskalandi, maki
Michael Teichmann, f. 1967.
Sigrún og Björn bjuggu
lengst af á Álfaskeiði 73 en
þegar Björn lést árið 2011 voru
þau nýflutt á Sólvangsveg 1 þar
sem Sigrún bjó síðan. Sigrún
lauk stúdentsprófi frá MR 1955
og prófi frá Kennaraskólanum
árið 1957. Hún kenndi í Lækj-
arskóla 1957-1965 og í Víði-
staðaskóla frá stofnun hans ár-
ið 1970 þar til hún fór á
eftirlaun árið 2002. Til 1982
stundaði hún almenna bekkjar-
kennslu en eftir námsleyfi
1982-1983 var hún mest í stuðn-
ingskennslu. Á árunum 1965-
1969, þegar hún ætlaði að vera
heimavinnandi, var hún mjög
oft fengin í forfallakennslu.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag,
fimmtudaginn 16. janúar, kl.
15.
Hafnarfirði. Sigrún
giftist eiginmanni
sínum, Birni Bald-
vini Höskuldssyni
byggingarverk-
fræðingi (1933-
2011), hinn 15. júlí
1961. Börn þeirra
eru: 1) Höskuldur,
f. 1961, maki Auð-
ur Þóra Árnadótt-
ir, f. 1962, börn:
Árni Björn, f. 1992,
Birgir Örn, f. 1994, og Guðrún,
f. 1996. 2) Arnór, f. 1963, maki
Bára Jóhannsdóttir, f. 1965,
börn: Atli Már, f. 1991, Katla
Rún, f. 1996, og Kolbeinn Ari,
f. 1996. 3) Baldvin, f. 1965,
maki Helga Rúna Þorleifs-
dóttir, f. 1961, börn: Þorleifur,
Elsku mamma mín. Nú þegar
komið er að kveðjustund á ég
erfitt um orð. Þú varst mér ekki
aðeins móðir heldur gátum við
talað endalaust saman um allt
og ekkert. Þú lást ekkert á
skoðunum þínum en ég er mun
hlédrægari. Ég dáðist oft að
þessum eiginleika þínum sem
nýttist þér auðvitað í starfi sem
grunnskólakennari.
Þú varst mikil prjónakona og
það hefur oft verið dáðst að
peysum og kjólum sem ég hef
verið í frá þér. Skírnarkjóllinn
sem mörg af barnabörnum þín-
um hafa verið skírð í er ein af
gersemunum í eigu fjölskyld-
unnar og verður vonandi varð-
veittur um langa tíð. Þú rækt-
aðir einnig garðinn ykkar pabba
á Álfaskeiðinu og ég skildi aldrei
sem barn að þessi garður væri
aldrei valinn fallegasti garður
Hafnarfjarðar. Þessi garður var
alltaf sá allra fallegasti í mínum
augum, mitt í hrauni Hafnar-
fjarðar. Á seinni hluta ævi þinn-
ar spilaðirðu oft brids við sam-
kennara þína og pabba og hafðir
gaman af.
Eftir að ég flutti út hittumst
við sjaldnar en töluðum reglu-
lega saman í síma. Þegar ég
kom til landsins urðu alltaf fagn-
aðarfundir og þið pabbi tókuð
mér alltaf opnum örmum. Eftir
að pabbi dó dró heldur af þér og
þú saknaðir hans mikið. Minn
söknuður er sár en ég hugga
mig við það að þú ert nú komin
til pabba.
Þín dóttir,
Þórdís (Dísa).
Það eru tæplega 30 ár síðan
ég kom fyrst á heimili Sigrúnar
og Björns á Álfaskeiðinu. Ég
fann til hlýju í minn garð frá
fyrstu stundu. Á þessum tíma
bjuggu öll börnin heima og var
því oft mikið umleikis á heim-
ilinu. Aðeins rúmu ári síðar
fluttu synirnir þrír allir að heim-
an, en yngsta barnið, einkadótt-
irin Dísa, augasteinn foreldra
sinna, var áfram heima enn um
sinn.
Sameiginlegt áhugamál þeirra
hjóna var að spila brids og einn-
ig horfðu þau mjög gjarnan á
ýmsa íþróttaviðburði í sjónvarp-
inu og má þá sérstaklega nefna
tennis.
Þau höfðu einnig gaman af að
ferðast til útlanda og eru marg-
ar góðar minningar tengdar
heimsókn þeirra og Dísu til okk-
ar Höskuldar í Seattle árið 1987.
Þá ferðuðumst við með þeim um
Washington-ríki og Kanada. Við
hlógum oft að undrunarsvipnum
sem kom á landamæravörðinn
sem skoðaði vegabréf þessara
fimm aðila sem virtust tilheyra
sömu fjölskyldu en þó bar eng-
inn sama eftirnafn.
Björn og Sigrún voru bæði
útivinnandi og á heimilinu var
verkaskipting nokkuð skýr.
Björn sá oftast um hefðbundna
matseld en Sigrún um allan
bakstur. Hnallþórurnar hennar
voru engu líkar. Árum saman
var það fastur punktur í tilver-
unni að fara í bolludagskaffi á
Álfaskeiðið. Barnabörnin kunnu
líka vel að meta skinkuhornin og
vanilluhringina hennar ömmu.
Hún var snillingur í höndunum
og prjónaði fallegar peysur á
barnabörnin og einnig kjóla á
sonardæturnar tvær.
Sigrún var kennari og því í
fríi á sumrin. Löngum stundum
varði hún í fallega garðinum sín-
um á Álfaskeiðinu. Síðsumars
tíndi hún rifsber og bjó til sæl-
kerasultu úr þeim.
Sigrún hafði ekki alist upp við
allsnægtir en var einstaklega ör-
lát. Hún var mjög ákveðin kona
með sterkar skoðanir á ýmsum
málefnum. Sigrún var tilgerð-
arlaus með öllu og hógvær hvað
hana sjálfa varðaði. Hún hafði
mikinn metnað fyrir hönd fjöl-
skyldunnar og fylgdist alltaf vel
með gengi barnabarnanna í
námi. Henni var mikið í mun að
konur og karlar hefðu sömu
möguleika. Það var ómetanlegt
að eiga hana að þegar börnin
voru lítil. Hún hafði mjög mik-
inn áhuga á fólki og vildi vita öll
deili á þeim sem um var rætt
hverju sinni. Oftar en ekki mátti
heyra úr sófanum: Björn, gæt-
irðu teygt þig í Kennaratalið (já
eða Læknatalið, Lögfræðinga-
talið eða Samtíðarmenn).
Aldrei bar skugga á okkar
vináttu. Fyrir nokkrum árum
kom hún þó í heimsókn og var
mikið niðri fyrir. Hún sagðist
ekki eiga til eitt aukatekið orð
yfir því að við skyldum hafa tek-
ið þá ákvörðun að segja upp
Morgunblaðinu. Það væri nú
lágmark að leyfa börnunum að
lesa íþróttablaðið. Mér varð svo
mikið um að ég hringdi, nánast
samstundis, og endurnýjaði
áskriftina og hef æ síðan verið
hamingjusamur Mogga-
áskrifandi.
Þegar Björn veiktist árið
2009 var Sigrúnu að vonum
mjög brugðið og eftir andlát
hans síðsumars 2011 má segja
að hún hafi ekki borið sitt barr.
Hún hefur nú eins og Björn
haldið á vit hins eilífa vors og ég
sé þau alveg fyrir mér sitja sam-
an og horfa á góðan tennisleik.
Ég kveð Sigrúnu tengdamóður
mína með söknuði. Hennar er
gott að minnast.
Auður Þóra Árnadóttir.
Máría, ljáðu mér möttul þinn,
mæðir hretið skýja;
tekur mig að kala á kinn,
kuldi smýgur í hjartað inn;
mér væri skjól að möttlinum þínum
hlýja.
Máría, ljáðu mér möttul þinn,
mærin heiðis sala;
að mér sækir eldurinn,
yfir mig steypist reykurinn;
mér væri þörf á möttlinum þínum
svala.
Þegar mér sígur svefn á brá
síðastur alls í heimi,
möttulinn þinn mjúka þá,
Móðir, breiddu mig ofan á,
svo sofi ég vært og ekkert illt mig
dreymi.
(Einar Ól. Sveinsson)
Elsku Dísa, Balli, Addi, Hösk-
uldur og fjölskyldur, hugheilar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Blessuð sé minning Sigrúnar
Arnórsdóttur.
Guðrún.
Kær vinkona, samkennari og
spilafélagi til margra ára, Sig-
rún Arnórsdóttir, er látin. Með
henni áttum við margar góðar
stundir í starfi í Víðistaðaskóla
þar sem hún kenndi til fjölda
ára, fyrst sem almennur kennari
og síðar við sérkennslu. Hún var
afbragðskennari, vel að sér og
lagin við að koma námsefninu til
skila. Sérstaklega átti íslensku-
og stærðfræðikennsla vel við
hana. Hún fylgdi nemendum
sínum vel eftir og tók málstað
þeirra sem minna máttu sín.
Sigrún var einstaklega eftir-
minnileg manneskja, fróð og
skemmtileg, orðheppin, hnyttin í
tilsvörum, kom vel orðum að því
sem aðrir kannski bara hugsuðu
og oft. Á kennarastofunni fóru
fram líflegar umræður um
stjórnmál og menningarmál og
þar hafði Sigrún oft ýmislegt til
málanna að leggja og lá þá ekki
á skoðunum sínum.
Við minnumst margra
ánægjustunda sem við áttum á
heimili hennar. Þangað vorum
við velkomnar á hvaða tíma sem
var. Oft fékk hún ýmislegt að
heyra sem okkur lá á hjarta og
hún sýndi okkur og fjölskyldum
okkar sannan áhuga. Margar
flíkurnar runnu af prjónunum
hjá henni og oft liðsinnti hún
okkur með ýmislegt sem laut að
prjónaskap.
Við vinkonurnar höfum, okk-
ur til ánægju og skemmtunar,
spilað brids vikulega svo árum
skiptir. Nokkrum sinnum á ári
fengu makar okkar að vera með
og kölluðum við okkur þá „Tíg-
ultíuna“. Um jól og í sumarbú-
staðaferðum var slegið saman í
veisluhlaðborð og slegið á létta
strengi.
Sigrún og maður hennar
Björn Höskuldsson voru sannir
höfðingjar heim að sækja og þar
var alltaf veitt af rausn. Fyrir
rúmum tveimur árum lést Björn
eftir löng veikindi. Þau áttu
notalegt hús við Álfaskeið í
Hafnarfirði. Þau höfðu komið
sér upp unaðsreit á lóðinni
kringum húsið. En þegar Björn
sá að komið var að leiðarlokum
hjá honum vildi hann búa vel að
Sigrúnu. Hann sá til þess að
hún þyrfti ekki að vera ein í
stóru einbýlishúsi og annast við-
hald þess.
Þess vegna réðst hann í að
kaupa íbúð í Höfn, sem er fjöl-
býli fyrir eldri borgara og við
sömu götu og rétt hjá gamla
heimilinu þeirra. En þangað
náði Björn aðeins að flytja
nokkrum dögum áður en hann
dó. Sigrún átti erfitt með að
sætta sig við missinn og þær
breytingar sem óhjákvæmilega
fylgdu. Heilsu hennar tók að
hraka og lífsgleðin dvínaði. Nú
eru þau heiðurshjón bæði horfin
á braut og við kveðjum þau með
söknuði. Börnum og fjölskyldu
sendum við samúðarkveðjur.
Dröfn, Edda, Margrét
og Véný.
Á Jófríðarstaðaveginum í
Hafnarfirði var mikill barna-
skari og auðvelt að finna sér
leikfélaga. Þó urðu sumir nánari
vinir en aðrir, svo að sjálfstæðar
einingar mynduðust í krakka-
gerinu. Sigrún og Rúna var ein
þeirra og gjarnan talað um báð-
ar þó að einungis þyrfti að hafa
tal af annarri. Hvað er orðið af
Sigrúnu og Rúnu, varð ömmu að
orði þegar kalla átti á mig í mat.
Milli húsanna okkar voru varla
meira en fimmtíu metrar, svo að
við gátum talað saman með
varalestri úr glugganum í risinu
hjá Sigrúnu og glugganum í afa
og ömmu herbergi heima hjá
mér á kvöldin eftir annasaman
dag. Þetta voru hávaðalaus sam-
skipti sem enginn gat amast við.
Það var alltaf sólskin þessa
upphafsdaga tilverunnar, eða að
minnsta kosti oft. Alltaf þegar
við töltum endilanga Suðurgöt-
una á eftir beljunum hans Arn-
órs, á leið í góðgresið í mýrinni
fyrir neðan Brandsbæ. Flákar af
hófsóleyjum skörtuðu sínu feg-
ursta í sterku sólskininu og
hrafnaklukkurnar prýddu þetta
málverk skaparans enn frekar.
Á veturna var brunað niður
götuna á skíðasleðum og skauta-
listin prófuð á sauðarleggjum
eða tréflísum, en hvorug okkar
sýndi umtalsverða hæfileika í
þeim listum. Enn síður í sundí-
þróttinni, helbláar af kulda í
fjörunni vestan við Helliershús-
in. Þar skein aldrei sól. Eftir
þau ósköp var gott að vera uppi
á lofti hjá Sigrúnu að lita eða
klippa út dúkkulísur. Þar var
alltaf hlýtt og brauð með kæfu
hjá Sollu mömmu hennar ótrú-
lega gott.
Svo kom að því að Sigrún
gerðist skólaskyld en ég ekki.
Einingin var brostin og ekkert
framundan nema svartnætti
leiðans ævina á enda. En pabbi
fann lausn á vandamálinu, sem
var frekar sjaldgæft þar sem
hann var ekki oft í landi. Hann
fékk leyfi hjá skólastjóranum til
að ég mætti bara vera með Sig-
rúnu í menntastofnuninni og
þannig var mitt fyrsta skólaár.
Við vorum svo sín í hvorum
grunnskólanum, en eftir það
fylgdumst við að í Flensborg og
Menntaskólanum í Reykjavík.
Og eftir það í lífinu öllu.
Og það var gott að fylgjast
með því hvað allt gekk henni í
haginn. Hún var þeirrar gerðar
að hafa fasta jörð undir fótum.
Hún lauk kennaraprófi og starf-
aði alla sína starfsævi sem virt-
ur og vinsæll grunnskólakennari
í heimabæ sínum. Hún giftist
ljúfum og vönduðum manni,
Birni Höskuldssyni verkfræð-
ingi, og saman eignuðust þau og
ólu upp fjögur myndarleg og vel
gefin börn á fallegu heimili í fal-
legum garði. Saman ræktuðu
þau garðinn sinn í eiginlegum
og óeiginlegum skilningi. Ekk-
ert rugl á þeim bæ í vingulslegri
veröld.
Við þessi vegamót mætti
skrifa langa sögu um tryggð og
vináttu gegnum þykkt og þunnt.
Ég væri ekki heiðarleg ef ég
segði að ég vildi líka fara með
þér núna, elsku vinkona. En eitt
er víst: að meðan ég anda dreg
ertu með mér og reynir áreið-
anlega að koma fyrir mig vitinu
ef þér sýnist þess þurfa.
Guðrún Helgadóttir
(Rúna á Blómsturvöllum).
Sigrún
Arnórsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
INGRID SIGFÚSSON,
lést á Droplaugarstöðum að morgni
miðvikudagsins 8. desember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalsteinn Brynjúlfsson,
Bryndís Brynjúlfsdóttir,
Hersteinn Brynjúlfsson,
Sigríður Ingibjörg Magnúsdóttir.
Faðir minn, bróðir, afi og langafi,
ARTHUR NÍELS SUMARLIÐASON,
lést laugardaginn 5. janúar.
Útförin hefur farið fram.
Sigurrós Ósk Arthursdóttir,
Hreinn Sumarliðason og fjölskylda,
Arthur Ragnarsson og fjölskylda,
Víðir Ragnarsson og fjölskylda.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LYDÍA ÞORKELSSON,
Hamrahlíð 29,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 12. janúar á hjúkrunar-
heimilinu Eir.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 24. janúar kl. 13.00.
Oddur Carl Einarsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir,
Rannveig Alma Einarsdóttir, Ellert Kristján Steindórsson,
Gunnlaug Helga Einarsdóttir, Helgi Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn,
LÝÐUR INGIMAR MAGNÚSSON,
Vitabraut 9,
Hólmavík,
fyrrverandi bóndi í Húsavík,
lést mánudaginn 13. janúar á Sjúkrahúsinu
á Hólmavík.
Hann verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn
18. janúar klukkan 13.30.
Ragnheiður Runólfsdóttir.
✝
Yndisleg móðir okkar, amma og langamma,
KRISTRÚN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR,
Dúna,
Ásenda 12,
andaðist aðfaranótt miðvikudagsins
15. janúar að dvalarheimilinu Grund.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðni Ólafur Brynjólfsson,
Elín Anna Brynjólfsdóttir, Ari Guðmundsson,
Margrét Brynjólfsdóttir, Þorsteinn Óskarsson,
Jóhannes Brynjólfsson, Guðrún K. Eiríksdóttir,
Bryndís Brynjólfsdóttir, Matthías Þorsteinsson,
Gunnar Brynjólfsson, Guðrún Richardsdóttir,
Jón Brynjólfsson, Þórdís Anna Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
INGIBJÖRG V. GUÐMUNDSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja á Spóastöðum,
lést mánudaginn 13. janúar á
Hjúkrunarheimilinu Ási.
Jarðarförin fer fram frá Skálholtskirkju
laugardaginn 18. janúar kl. 13.30.
Steinunn Þórarinsdóttir, Garðar Hannesson,
Sigríður Þórarinsdóttir, Gísli Hjálmar Ólafsson,
Þorfinnur Þórarinsson, Áslaug Jóhannesdóttir,
Guðríður Sólveig Þórarinsdóttir, Úlfar Harðarson,
Bjarney Guðrún Þórarinsdóttir, Helgi Sæmundsson,
Ragnhildur Þórarinsdóttir, Pálmar Þorgeirsson
og fjölskyldur.