Morgunblaðið - 16.01.2014, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Minning til þín,
mamma.
Mig langar að senda inn hluta
af vísum sem ég orti og flutti í til-
efni níræðisafmælis mömmu.
Varð að sleppa nokkrum vísum,
skýringum og innskotum vegna
plássleysis.
Á Mýrunum fljóðið fæddist
en sjö ára fluttist burt
Þá lipur í Hreppana læddist,
þar langaði að ver ’ um kjurt.
Hún ólst upp í stráka skara
því ei voru stelpur við
hún lék sér við Bjarna bara
og bóndason, Sigga smið.
Hún suður var send í skóla
sá var Ingimar kenndur við.
Leikur var henni að læra,
svo leitaði á önnur mið.
Svo gerðist það eitt sinn í Gúttó
að gæja þar sá hún einn
Hún blikkað ’ hann bara svo krúttó
að bráðnaði hinn ungi sveinn.
Þau giftust og byrjuðu að búa,
brátt, eða fjörutíu og þrjú.
Þið verðið því víst að trúa
við systkinin þökkum það nú.
Raggi ról fór í heiminn fyrstur,
þá fljótlega Steini stuð,
svo fengu þeir Helgu systur
sem var svolítið meira puð.
Þá komu Siggi og Krulla (Kidda),
kvótinn var búinn þá.
Nei, örverpið var engin ulla,
ekki Lóu ég gleyma má.
Skólagerðið góða sex A
gott var að búa þar
Við vorum þar lítt að pexa
vinátta barna var.
Þau voru þar mikinn tíma,
árin þrjátíu og fimm ég tel
Við bleiur og börn að glíma,
bara leið held ég býsna vel.
Pabbi á sjónum sigldi,
svona um það bil hálfa öld.
Þar háði hann marga hildi
við hafdjúpin blá og köld.
Sem dæmi um háska drafnar
er duflinu lentu á.
Elliði kom áhöfn til hafnar
er Fylkir sökk skjótt í sjá.
Hann pabbi var aldrei heima,
helst jól eða áramót.
Muna varð mamma og dreyma
sinn mann og hans stefnumót.
Ásta
Sigurðardóttir
✝ Ásta Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Miklaholti á
Mýrum 26.9. 1921.
Hún lést að kvöldi
aðfangadags,
24.12. 2013.
Útför Ástu fór
fram frá Kópa-
vogskirkju 3. jan-
úar 2014.
Hún heimili þurfti að sjá
um
og hópnum koma til
manns.
Henni það hefur tekist
þokka-
lega þetta með elegans.
Nú fæðst hafa á fimmta
tuga
frá konunni skyldmenni.
Svo viðhengin vel þau
duga
að viðhalda margmenni.
Þær komu heim Skari og kerlur
og keðjureyktu í hóp.
Þar féllu oft ýmsar perlur
sem umræðan oftast skóp.
Hann Siggi í gríni sagði
að séð hafi ei mömmu til.
Því oft reykský um eldhús lagði
fyrr en tíu ára hér um bil.
Hún passað ’ oft börnin barna,
breiður sá hópur er.
Þá var oft fjörið þarna
Þetta er svaka her.
Ein Ásta var hennar nafna
er tók hana á orðinu.
Amman hét því ekki að hafna
og hoppaði af borðinu
Hún fór í bílprófið rétt um fimmtug
ferlega cool hún þar.
Það bar ekki á neinum bilbug
en bíllaus hún ennþá var.
Svo keypti sér skoda kona
og keyrði svo vítt um land.
Henni líkaði lífið svona,
ljúft og svo stress í bland.
Eitt sinn vinkonan Inga sagði,
þú ættir að ná þér í mann,
þá fram stafinn sem skjöld hún lagði,
ég styð bara mig við hann.
Bridgedeildin Borgfirðinga
brátt átti hennar hug.
Sýndi þar takta slynga
og stjórnaði þar af dug.
Formaður var hún frábær
og félagið sýndi þrótt,
í spilunum þótti spjallfær,
hún spilaði fram á nótt
Nú segi við þig sómakona
við systkinin leggjum til
að við höfum þig helst ég vona
til hundrað eða hér um bil.
Það er vandi að kveða vísu
svo vel skuli takast mér.
Einkum um aldna skvísu
eins og við sjáum hér.
Hún aldurinn ber með blóma
bara það allir sjá.
Þessi frísklega kona fróma
fallega níræð, já.
Elsku mamma við þökkum
fyrir öll árin og þakka þér sér-
staklega fyrir alla þolinmæðina
við baldinn strák í æsku. Við
kveðjum þig með söknuði.
Þorsteinn og Ingibjörg.
Mikið rosalega er skrítið að
segja það, en það er ákveðinn
léttir að amma mín hafi loksins
fengið að fara til afa, Stefán Páls
og allra hinna sem hún hefur
hlakkað svo mikið til að sjá aftur.
Ég get ekki hætt að hugsa um
það hvað ömmu minni þótti það
ósanngjarnt að Stefán Páll skyldi
fara frá okkur á undan henni. En
það er ekki séns að nokkur hafi
staðið sig betur í ömmuhlutverk-
inu en amma mín. Allt frá því að
ég var pínulítill púki og mamma
vann í kaupfélaginu var alltaf
hægt að treysta á ömmu í Sæv-
angi. Hvort sem maður var
svangur, blautur, kaldur, leidd-
ist, eða bara hvað sem var tók
hún alltaf á móti mér og gerði
hvað sem var fyrir mig. Það sem
mér er sérstaklega minnisstætt
núna eru kvöldkaffitímarnir þeg-
ar ég gisti hjá ömmu og afa, og
það var ansi oft. Svo þegar það
styttist í háttinn las amma alltaf
fyrir mig bók og þegar ég vildi að
hún læsi meira gerði hún það allt-
af. Stundum voru það fjórar eða
fimm bækur. Eins man ég svo vel
þegar amma tók mig með niður í
skemmu til að hjálpa sér að beita
fyrir afa og pabba. Ekki leist
henni mikið á vinnubrögð mín
þar sem mér þótti þetta bæði illa
lyktandi og leiðinlegt og hún
sagði: „Ég er hrædd um að það
verði ekki mikill vinnumaður úr
þér, drengur minn, ef þú tekur
þig ekki á.“ Svo eru það öll þessi
óteljandi skipti sem amma og afi
nenntu að dröslast með okkur
Níels út um allt á sunnudögum.
Alltaf létum við eins og hálfvitar
og fengum allt sem við vildum.
Það eru öll þessi óteljandi skipti
Rósa Stefánsdóttir
✝ Rósa Stef-ánsdóttir fædd-
ist 7. júní 1930 á
Litlu-Hámundar-
stöðum á Árskógs-
strönd. Hún lést á
Dalbæ, heimili
aldraðra á Dalvík,
3. janúar 2014.
Útför Rósu fór
fram frá Stærra-
Árskógskirkju 10.
janúar 2014.
sem við lögðum
Sævang í rúst og þá
stundum báðar
hæðirnar, en það
þótti bara ekkert
mál. Ég gæti fyllt
allt Morgunblaðið,
og næstu blöð, af
öllu því sem amma
gerði fyrir mig. Ég
veit það að aðra eins
dugnaðarkonu og
hana ömmu Rósu á
ég aldrei eftir að sjá aftur. En
þessar góðu minningar sem
amma mín hefur gefið mér eru
svo fáránlega margar að ég fyllist
gríðarlega miklu stolti af því að
amma Rósa sé amma mín. Ef ég
verð einhvern tímann afi, og ef
mér mun takast að afreka helm-
inginn af því sem amma gerði
fyrir barnabörnin sín fyrir
barnabörnin mín, þá verð ég
glaðasti afi í heimi.
Birkir Freyr Stefánsson.
Elsku yndislega amma, ég sit
hérna og rifja upp allar skemmti-
legu minningarnar sem ég á um
þig og þær eru ófáar. Fyrsta
minningin sem kemur upp er
hversu stolt ég var að segja vin-
um mínum frá ömmu og afa á
Hauganesi og þeim ævintýrum
sem þar væru. Það var lítið um
boð og bönn í Sævangi hjá ykkur.
Maður fékk að taka fullan þátt í
því starfi sem þar fór fram, hvort
sem það var í eldhúsinu eða niðri
í skemmu hjá ykkur.
Ég fékk nú einu sinni að kenna
á því þegar þið voruð að skera af
netum og mig langaði að fá að
prufa líka. Ég fékk auðvitað að
prufa en ég endaði með hnífinn í
andlitinu. Já það var alltaf líf og
fjör á Hauganesi og við krakk-
arnir fengum að búa í fjörunni
með hveiti og allt það sem þurfti
til að búa til kökur. Við fengum
að leika okkur í fjárhúsunum og
brasa með afa og svo vorum við
öll saman í leikjum á kvöldin þar
sem allir léku sér saman.
Þetta eru yndislegar minning-
ar og algjör forréttindi að hafa
fengið að hafa þig í lífi okkar. Þú
fylgdist alltaf með öllu sem ég
tók mér fyrir hendur og varst
dugleg að hrósa því sem þú varst
stolt af en gerðir það þó alltaf af
þinni einskæru hógværð. Þú
varst svo ánægð með mig þegar
ég var að mennta mig og sýndir
því mikinn áhuga. Þegar ég sagði
þér frá fyrirhugaðri ferð minni til
Kostaríka að vinna sjálfboðastarf
leist þér nú ekki vel á það og þú
varst afskaplega glöð að fá mig
heim aftur.
Þú varst svo sannarlega
hörkudugleg, elsku amma mín,
og kvartaðir aldrei yfir því að
hafa mikið að gera heldur gerðir
þú alltaf allt með þínu jafnaðar-
geði. Á hverju ári skrifaðir þú
mér svo falleg afmælisbréf um
það sem ég var búin að vera að
fást við á árinu. Þú fylgdist svo
vel með því sem ég gerði. Þegar
við Einar eignuðumst Braga Snæ
varst þú svo dugleg að hringja í
mig og gefa mér góð ráð.
Þú vildir alltaf hafa okkur hjá
þér og varst svo glöð þegar við
komum við hjá þér og þakkaðir
okkur alltaf fyrir að gefa okkur
tíma til að heimsækja þig. Þú
varst aldrei lengi að græja stór-
veislu fyrir okkur. Því miður var
of langt á milli okkar en ég hefði
viljað heimsækja þig oftar en ég
fékk tækifæri til. Síðasta heim-
sókn okkar til þín var núna í
október en þá varstu orðin svo
veik en barst þig samt svo vel og
varst svo glöð að sjá okkur og
spurðir frétta af okkur.
Elsku amma mín, við eigum
eftir að sakna þín svo mikið en
við eigum svo yndislegar minn-
ingar um þig og svo marga fal-
lega muni sem þú varst búin að
gera handa okkur. Bragi Snær
og Jón Breki eiga svo margar
skemmtilegar minningar um þig,
elsku amma, og við verðum dug-
leg að miðla þeim til Önnu Ýrar
og Soffíu Rutar.
Elsku amma hvíldu í friði.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Erna Rós.
Elsku amma. Ég hefði viljað
hafa þig hjá okkur lengur en ég
veit að þú varst tilbúin að fara til
afa Níelsar og Stefáns Páls. Þeir
voru farnir að bíða enda átti að
halda veislu þegar þú kæmir. Nú
líður þér vel og minnist ég þín
með fullt af fallegum og góðum
minningum. Þú varst duglegasta
og besta kona sem ég hef þekkt
og það vita allir sem voru svo
heppnir að fá að kynnast þér.
Þegar afi var á sjónum varst þú
alltaf eitthvað að brasa eins og
baka eða elda matinn svo allt yrði
nú tilbúið þegar báturinn kæmi í
land. Ef þú varst ekki að sinna
húsverkunum varstu farin út í
göngutúr með vinkonum þínum
eða rækta garðinn þinn. Enda
orkumikil kona og gast sjaldan
tekið því rólega. Börnin þín hafa
greinilega ekki langt að sækja
þennan dugnað.
Á hverjum sunnudegi var svo-
kallað sunnudagskaffi í Sævangi.
Þá voru bornar fram þvílíkar
kræsingar að helst minnti á
fermingarveislu. Þangað komu
auðvitað börnin ykkar afa,
tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn og áttum við
þarna saman ómetanlegar stund-
ir. Það kom þó varla sú helgi að
ekki vantaði einhvern úr hópnum
sem var þá á ferðalagi við keppni
í íþróttum svo það má með sanni
segja að við barnabörnin höfum
líka fengið eitthvað af orkunni
þinni.
Þú tókst alltaf öllum opnum
örmum og kipptir þér ekkert upp
við það þótt við barnabörnin
hefðum breytt borðstofunni í bíó-
sal eða lagt hana undir spilaborg.
Já eða breytt neðrihæðinni í fót-
boltavöll.
Það er sárt að kveðja en á
sama tíma er ég þakklát fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum sam-
an. Þú gafst svo mikið af þér og
kenndir þeim sem umgengust þig
svo margt. Það er stutt síðan
stórt skarð var höggvið í Sæv-
angsfjölskylduna en þá varst þú
svo sterk og kenndir okkur að
standa saman. Enn á ný renna
tárin stjórnlaust þótt ég reyni að
vera sterk eins og þú amma mín.
Þú varst án efa besta amma sem
hægt er að hugsa sér og mun ég
sakna þess að geta ekki heimsótt
þig lengur á Dalvík.
Minning þín er ljós í hjarta
mínu!
Þín
Elma Rún Grétarsdóttir.
Elsku amma mín, nú ertu
farin og það er svo tómlegt að
vera komin aftur heim. Þú sagð-
ir alltaf við mig hversu heppin
þú værir að hafa loksins fengið
stelpu til að vera með þér þar
sem þú eignaðist einungis
stráka. Veistu það, ég var sú
sem var heppin að hafa þig sem
ömmu mína. Þú kenndir mér
svo margt um lífið og ég mun
aldrei getað þakkað þér fyrir
það.
Elsku amma mín, hjartað þitt
er gert af gulli og ég veit þú
varst engill hér á jörð. Það var
eitt sem var öruggt með þig, ef
eitthvað var að, þá varstu til
staðar. Þegar þú hafðir áhyggj-
ur af einhverjum þá fórstu til
viðkomandi, skilyrðislaust. Þú
sagðir alltaf við mig hvað þér
fannst þú geta gert lítið til þess
að hjálpa öðrum en þú gerðir
Sigurlaug Elísa
Björgvinsdóttir
✝ Sigurlaug ElísaBjörgvins-
dóttir (Lísa) var
fædd á Gilsbakka í
Öxarfirði 21. apríl
1934. Hún lést á
Sólvangi í Hafn-
arfirði 28. desem-
ber 2013.
Sigurlaug var
jarðsungin frá
Garðakirkju á
Álftanesi 7. janúar
2014.
nákvæmlega það
besta sem hægt var
að gera; vera til
staðar. Þú gafst öll-
um styrk með því
að sitja og hlusta,
halda í höndina á
þeim og varst alltaf
tilbúin að faðma
fólk þegar það átti
bágt. Þú kenndir
mér hvað það er að
hlusta og sýna um-
hyggju án þess að dæma eða
ætlast til neins af neinum.
Ég sakna þess svo að hafa
þig ekki hjá mér þegar ég ligg
andvaka, eins og við vorum nú
vanar að hittast óvart inni í eld-
húsi um miðja nótt þar sem við
sátum og spjölluðum þangað til
við gátum farið aftur í háttinn.
Þegar við skiptumst á sögum þá
hlóstu alltaf svo kát og þegar
umræðan var alvarleg varstu
alltaf yfirveguð, róleg og tilbúin
til að hlusta.
Þú sagðir yfirleitt bara
„Magga mín“, en svo varstu
hreinskilin og einlæg við mig
um hvað þér fannst um mál-
efnið. Það er svo sárt að missa
þig, amma mín. Ég efaðist aldr-
ei um ástina sem þú barst til
mín og okkar allra, það sást á
þér hvað þú ljómaðir þegar þú
varst í kringum okkur öll. Það
eina sem gleður mig er tilhugs-
unin að þú sért hjá ömmu Sellu
og Björgvini afa aftur og hjá
ömmu þinni sem þú talaðir allt-
af svo fallega um. Mér þykir svo
vænt um minningarnar sem ég
á um þig og ömmu Sellu. Það
var svo gaman að fara á Árbæj-
arsafnið og læra um þjóðina og
landið með ykkur. Það var ég
sem var heppin að fá að kynnast
ykkur og ykkar kynslóð. Ég er
stolt af að vera afkomandi ykk-
ar og ég mun aldrei gleyma
gildismatinu sem þið kennduð
mér.
Ég mun varðveita sögurnar
sem þú sagðir af ættinni og
hvernig lífið var og hversu
sterk fjölskyldan okkar er. Ég
er mest þakklát fyrir son þinn,
hann pabba minn. Þú ólst upp
yndislegan mann sem þú getur
svo sannarlega verið hreykin af.
Þegar ég var krakki horfði ég
á myndirnar sem þú lést taka af
þér og afa þegar þú fórst í
hjúkrunarskólann og mér
fannst þið vera svo falleg að þið
hljótið að hafa verið Hollywood-
stjörnur í leyni. Ég var svo
sannfærð um það og spurði þig
út í það endalaust hvort þú vær-
ir nú ekki fræg leikkona. Þú
hlóst alltaf og sagðir að það
væri nú engan veginn þannig en
veistu, þú gerðir svo mörg góð-
verk fyrir aðra að þú ert
stærsta stjarnan í mínum aug-
um ásamt afa.
Þakka þér fyrir amma mín,
þú átt það meira en skilið að
láta þér núna líða vel. Ég kveð
þig með orðunum sem þú sagðir
við mig á hverju kvöldi og sím-
tali: Guð geymi þig, elsku amma
mín.
Margrét Elísa Harðardóttir.
Elsku Lísa mín. Mikið verða
næstu dagar, vikur, mánuðir
skrýtnir. Ég hef verið með þér
og reynt að vera til staðar síðan
þú veiktist og eftir að þú fórst
inn á Sólvang, reynt að koma til
þín eins mikið og ég gat og
núna þegar þú kvaddir svona
skyndilega er ég svo fegin að
hafa gert það. Að koma til þín á
Sólvang var bara ánægjulegt og
allt fólkið þarna svo fallegt og
gott ég á eftir að sakna þess.
Ég þakka fyrir að hafa verið hjá
þér kvöldið áður en þú kvaddir.
Þú varst alltaf svo góð við mig
þegar ég var barn og var ég oft
hjá ykkur. Þú hefur líka verið
stelpunum mínum góð, eða eins
og þær segja sjálfar, amma
Lísa. Ég veit að amma Kristín,
amma Sella, afi Lárus, Grettir,
Brynja, Lóló og Ármann taka
öll vel á móti þér og það verða
fagnaðarfundir hjá ykkur.
Elsku Lísa mín, ég hugsa til
þín áfram og passa upp á
Heimi, ég veit þú gerir það líka.
Við áttum margar góðar stundir
og munu þær lifa áfram í hjarta
mínu.
Leyf mér að hvílast
mér líður svo vel
Ljósið það dofnar
nú svefni ég stel.
Samt er svo margt sem þarf að gera
margt sem þarf að sjá.
Leyf mér að leggjast
og hvíldina löngu að fá
(Eyjólfur Kristjánnson)
Elsku Heimir minn og fjöl-
skylda, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Sandra Lárusdóttir
og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar