Morgunblaðið - 16.01.2014, Page 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Mér finnst égallur veraað yngjast
upp. Sit þessa stund-
ina og skoða myndir
héðan af svæðinu á
vef sem Héraðs-
skjalasafn Árnes-
inga heldur úti.
Rakst nú í morgun á
mynd af mér nítján
ára gömlum á ferða-
lagi vestur í Bjarka-
lundi, þar sem ég
var litlum bíl sem ég
átti og bar númerið
X-728. Margt fleira
héðan úr bæ hef ég
fundið og margt er
kunnuglegt,“ segir
Ingvar Jónsson á
sem er 69 ára í dag.
Ingvar rekur ættir
sínar til Stokkseyrar
hefur búið á Selfossi
alla sína tíð. Tæpra
átján ára hóf hann
nám í húsasmíði hjá
Kaupfélagi Árnes-
inga og starfaði
lengi við þá iðn. „Að
vísu tók ég pásu í
tuttugu ár, var
kaupmaður og seldi skó og íþróttavörur. Það var skemmtilegt
starf: þar var maður í samskiptum við fjölda fólks sem gaman
var að spjalla við og veita þjónustu,“ segir Ingvar sem nú er að
mestu hættur störfum. Grípur þó stundum í að keyra rútu fyrir
bróður sinn, Þóri, sem við annan mann rekur fyrirtækið ÞÁ
bíla.
„Annars hafa Kanaríeyjar verið mitt hálfa líf, núna rétt fyrir
jól kom ég úr mínum tuttugasta leiðangri þaðan. Var einn að
þessu sinni og langar aftur með vorinu og það væri ekki verra
ef vinir mínir tveir, sem ég hef þekkt í áratugi og eru góðir
ferðafélagar, slást í hópinn,“ segir Ingvar sem er kvæntur Þór-
dísi Kristjánsdóttur sérkennara. Þau eiga þrjár dætur en fyrir
átti Ingvar eina dóttur. Barnabörnin eru átta. sbs@mbl.is
Ingvar Jónsson er 69 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfossbúi Ingvar Jónsson hefur langt
gjörva hönd og verið smiður og kaupmaður.
Kanaríeyjafarinn
sem keyrir rútu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Mosfellsbær Ármann Þór fæddist
16. janúar kl. 0.06. Hann vó 3242 g og
var 48 cm langur. Foreldrar hans eru
Dagný Tómasdóttir og Þórður Ár-
mannsson.
Nýir borgarar
Blönduós Gústav Freyr fæddist
11. febrúar kl. 2.40. Hann vó 3.780 g
og var 52 cm langur. Foreldrar hans
eru Frida Lenander og Brynjar Guð-
mundsson.
M
argrét fæddist í
Reykjavík 16.1.
1954 og ólst þar upp
á Fjölnisvegi 11
fyrstu sjö árin:
„Þetta var dæmigert stórfjöl-
skylduhús. Afi og amma byggðu það
á sínum tíma, mamma var alin þar
upp og síðan bjuggum við í húsinu
ásamt ömmu og móðursystur minni
og hennar fjölskyldu. Þetta er ynd-
islegt hús við fallega götu. Þarna
var mikið fjör, nóg af krökkum og
strákarnir í hverfinu börðust hetju-
lega í götubardögum við strákana
fyrir vestan Njarðargötuna.
Síðan fluttum við í Brekkugerðið.
Það var auðvitað allt annar heimur.“
Margrét var í Ísaksskóla og Æf-
ingadeild Kennaraskólans, var í
Kvennaskólanum, lauk stúdents-
prófi frá Verslunarskóla Íslands,
lauk cand.oecon.-prófi frá HÍ 1978,
cand.merc.-prófi frá Copenhagen
Business Schoool 1981 og lauk
stjórnendamenntun frá CEDEP/
Insead í Frakklandi 1990.
Margrét vann tvö sumur í verslun
SS í Austurveri frá 13 ára aldri og
starfaði síðan sex sumur hjá Máln-
ingu við Kársnesbraut: „Þetta var
hvort tveggja mikill skóli í verkleg-
um verslunarfræðum. Guðjón Guð-
jónsson, verslunarstjóri hjá SS,
kenndi okkur að koma fram við við-
skiptavinina af lipurð og virðingu.
En hjá Málningu sinnti ég fyrst al-
mennum verksmiðjustörfum, m.a.
að tappa málningu á dósir, en vann
síðan skrifstofustörf af ýmsum
toga.“
Margrét kenndi við VÍ í þrjú ár á
Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma – 60 ára
Í Stykkishólmi Margrét og fleira starfsfólk hjá Icepharma hitar upp fyrir ratleik á árshátíðardaginn í fyrra.
Skógrækt og býflugur
Ömmustrákur Afmælisbarnið og Ármann sem er fyrsta barnabarnið.
• Góðir tekjumöguleikar
• Þekkt vörumerki
Allar nánari
upplýsingar á
www.avon.is
og í síma 577 2150
Við leitum að sölufulltrúum um land allt